Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.07.1990, Blaðsíða 16
AUOLÝSINGASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKISSKiP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnorhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN BYGGDUM LANDSINS NISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 L0ND0N-NEWY0RK-ST0CKH0LM DALLAS ^f*-***L T0KY0 Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tímitin FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ1990 Fjármálaráðuneytið greiðir fyrstu „vaxtabæturnar" mánuði fyrr en lög kveða á um: Um 36.000 manns fá vaxta/húsnæðisbætur Um 36 þús. íslendingar eiga von á vaxtabótum eða húsnæö- isbótum frá fjármálaráðuneytinu í byrjun næsta mánaðar, samtals um 2.000 milljónum króna. Um 10.000 hjón, þ.e. um fimmtu hver hjón á íslandi fá greiddar út vaxtabætur þann 1. ágúst n.k.. Vaxtabætur til hjóna eru að meðaltali um 100 þús.kr. og því samtals í kringum 1 milljarður króna. Álíka hlutfall einstæðra foreldra, þús. á mann. eða um 1.500, eiga einnig von á vaxtabótum á sama tíma, um 80 þús.kr. að meðaltali. Einhleypingar sem fá vaxtabætur eru um 3.500 manns og bætur þeirra að meðaltali um 60 þús. krónur. Auk þess fá um 11.000 manns nú greiddar húsnæð- isbætur samkvæmt eldra kerfi, alls að upphæð um 600 millj.kr., eða 54 Vaxtabæturnar sem greiddar eru nú í fyrsta skipti, árið 1990, nema því alls um 1,4 milljarði króna. í lögum var gert ráð fyrir greiðslu þeirraþann 1. september. Fjármála- ráðherra ákvað eigi að síður, sam- kvæmt tilkynningu frá fjármála- ráðuneytinu, að þær yrðu greiddar út mánuði fyrr þrátt fyrir að reikna megi ríkissjóði nokkurt vaxtatap af þeim sökum. Miðað við 0,5% láns- kjaravísitölu á mánuði og um 6% raunvexti má reikna það vaxtatap á m.k. um 14 milljónir króna. Útgjöld ríkissjóðs verða því stór um næstu mánaðamót því þá eru einnig greiddar út barnabætur og barnabótauki. Vaxtabæturnar taka í raun við af bæði húsnæðisbótum og svoköll- uðum vaxtaafslætti sem áður var við lýði. Þeir sem áttu rétt á hús- næðisbótum árið 1988 (sem er íbst upphæð á hvern einstakling i 6 ár) eiga völ á að halda sig við það kerfi eða að sleppa húsnæðisbótunum og velja vaxtabætur í staðinn. Þeir sem hins vegar byrjuðu að byggja eða keyptu íbúð eftir það eiga einungis rétt á vaxtabótum. I tilkynningu fjármálaráðuneytis- ins segir að framlög ríkisins til vaxtabóta hafi verið aukin verulega frá fyrra bótakerfi. Láti nærri að heildarfjárhæð vaxtabóta og hús- næðisbóta sé um fimmtungi hærri að raungildi heldur en samanlagðar húsnæðisbætur og vaxtaafsláttur var á síðasta ári. Vaxtabæturnar miðast við hverja fjölskyldu og eru tengdar tekjum hennar og eignum. Hámark vaxta- bóta er nú 174 þús. kr. til hjóna, 140 þús.kr. til einstæðs foreldris og 107 þús.kr. til einhleypings. Þótt vaxtabætur séu greiddar út þann 1. ágúst að þessu sinni er ekki endilega víst að svo verði framveg- is. Fjármálaráðuneytið segir ljóst að stjórnvalda, alþingis og forráða- manna fjármálastofhana bíði nokk- urt verk við endurskoðun og ný- skipan helstu gjalddaga og greiðsludaga í samfélaginu þar sem núverandi fyrirkomulag kalli á mjög ójafha dreifmgu álags og tals- vert óhagræði í fjármálakerfinu. Hefur ráðuneytið þessi mál nú til athugunar. -HEI ¦I í Á næstunni verður tekið fyrir í Hæstarétti prófmál um vaxtagreiðslur á innlegg bænda: Verður bakari hengdur fyrir smið? (september n.k. verður tekið fyrir í Hæstarétti mál Félagsbúsins að Garði II í Mývatnssveit gegn Kaupfélagi Þingeyinga. Málið er prófmál og það fyrsta sinnar tegundar hér á landi en það snýst um hvort afurðastöðvar skuli greiða bændum dráttarvexti af inn- leggi sé það ekki borgað á réttum tíma. Samkvæmt núgildandi lögum ber afurðastöðvum að greiða sauðfjár- bændum 75% af innlögðu kjöti þann 15. nóvember það haust sem kjötið er lagt inn. Heildaruppgjör á síðan að fara fram 15. desember. Með þessum lögum, sem tóku gildi 1986, voru af- urðastöðvar, sem eru í flestum tilfell- um kaupfélög úti á landsbyggðinni, gerðar ábyrgar fyrir greiðslum til sauðfjárbænda. Hins vegar hefur reynst niikill misbrestur á að þessar greiðslur haft komið á réttum tíma og venjan hefur verði sú að peningar fyrir innlagt dilkakjöt hafa verið lagðir inn í reikninga bænda vikum og mánuðum seinna heldur en gert er ráð fyrir í lögum. Innleggið hefur síð- an verið reikningsfært aftur í tímann og á pappírunum kemur það þannig til greiðslu 15. nóvember og 15. des- ember ár hvert. í millitíðinni, þ.e.a.s. frá þeim tíma sem peningarnir eru lagðir inn og aftur til þess tíma sem þeir eru reikningsfærðir, eru greiddir viðskiptavextir. Borga dráttarvexti og eiga inni á sama tíma I mjög mörgum tilfellum þurfa bændur hins vegar á sama tíma að greiða dráttarvexti af skuldum sínum við kaupfélög og aðra. Þannig getur komið upp sú staða að bóndi skuldi kaupfélagi og greiði dráttarvexti af skuld sinni þar, og kaupfélagið skuldi bóndanum einnig fyrir innlagðar af- urðir en greiði bóndanum einungis viðskiptavexti af þeirri skuld. Um það er þó ekki að ræða í þessu tilfelli. Feðgarnir Þorgrimur Starri Björg- vinsson og Kári Þorgrímsson, sem reka Félagsbúið að Garði í Mývatns- sveit, stefhdu Kaupfélagi Þingeyinga til þess að greiða sér dráttarvexti af innleggi sem ekki hafði verið greitt á réttum tíma. Málið var tekið fyrir í undirrétti á Húsavík haustið 1988 og fóru þeir feðgar með sigur af hólmi i þeirri lotu. Nú fer málið fyrir Hæsta- rétt eftir tæpa tvo mánuði og á hvorn veginn sem dómur fellur þar er ljóst að um mikilsvert fordæmi verður að ræða. Verði niðurstaðan sú að Hæsti- réttur staðfesti dóm undirréttar er komið fordæmi fyrir því að greiða eigi öllum sauðfjárbændum á landinu dráttarvexti af innleggi þó svo að dómurinn varði einungis þessa til- teknu aðila. Bakari hengdur fyrir smið? - En hvað þýddi það fyrir kaupfé- lögin úti á landi ef þetta mál vinnst í Hæstarétti með tilheyrandi fordæm- isgildi? „Ég leyfi mér ekkH að hugsa svo langt," sagði Hreiðar Karlsson kaup- félagsstjóri á Húsavík í samtali við Tímann í gær. „í þessu tilfelli er um það að ræða að við erum dæmdir til að greiða sem við ekki höfðum á þeim tima sem við áttum að borga út." - Ríkið gerir búvörusamning við bændur þar sem þeir lofa því að inn- leggið verði greitt á tilteknum tíma. Hins vegar gerir samningurinn ráð fyrir að afurðastöðvar bænda séu ábyrgar fyrir greiðslunum og til þess að þær geti staðið við sitt þarf afurða- lán frá peningastofhunum, sem ekki hafa fengist á réttum tíma. Er verið að hengja bakara fyrir smið? „Eg Iít svo á og mér er nær að halda að þeir feðgar hafi litið svo á líka," sagði Hreiðar. Ríkissjóður gerir samning um að bændur skuli fá ákveðið verð fyrir ákveðið magn af kjöti og er ábyrgðaraðili að því leyti. Svo er fjármögnun þessa kerfis ekki í betra lagi en svo að menn hafa ekki tiltæka peninga til þess að greiða inn- leggið á þeim tíma sem ráð var fyrir gert. Um það snýst það mál í sjálfu sér í þessu tilviki. I þessu tilfelli var um að ræða að fá það lán i tæka tið sem viðskiptabanki viðurkenndi að honum bæri að veita og einnig að fá þann hluta sem ríkið veitir í formi svo kallaðs staðgreiðsluláns á réttum tíma." Bankar eiga að fjármagna afurðalán sem eiga að koma til greiðslu 15. nóvember og ríkið á síðan að ganga frá uppgjöri með staðgreiðsluláninu 15. desember. Hreiðar segir að í hvorugu tilfellinu hafi þessar dag- setningar staðist á umræddu hausti. Aðspurður staðfesti hann að ef Kaup- félag Þingeyinga tapaði málinu i Hæstarétti litu þeir svo á að verið væri að dæma félagið til að greiða dráttarvexti af skuldbindingum rikis- ins í búvörusamningnum. - Liggur þá ekki ljóst fyrir að ef þið tapið verðið þið að leita réttar ykkar hjá ríkinu? „Það þykir mér sennilegt," sagði Hreiðar. „Ég veit að vísu ekki alveg hvernig við ættum að fara að þvi. Ég veit ekki hvort ríkið er tilbúið að við- urkenna neina sök í því efhi." -ÁG Ford T bifreið árg. 1917, elsti bíll á landinu verður til sýnis í Árbæjarsafnl á sunnudag. Árbæjarsafn: STARFSHÆTTIR FYRRI TÍMA Starfshættir fyrri tíma verða sýndir í Árbæjarsafni um helgina en sér- stök dagskrá um það efhi verður í safhinu síðdegis á sunnudag. Meðal þess sem fólki gefst kostur á að fylgjast með er tóvinna, útskurður aska og netagerð. Bakaðar verða grautarlummur og boðið upp á spenvolga mjólk í Árbænum.'Elsti bíll landsins, Ford árg. 1917 verður til sýnis og aldamótaprentsmiðjan verður í fullum gangi. Þá verður gullborinn ræstur og krambúðin opnuð. Kýr, hestar og kindur úr Húsdýragarðinum munu verða á svæðinu. Kl 14.00 verður messa í safhkirkju og á eftir verður kirkju- kaffi við undirleik harmoníku.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.