Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 3
taugaFdaguF 28-.jútí-1990 Tíminn 3 Flugfélag Norðurlands: Kemur upp lager fyrir tollfrjálsan varning Hugsanlegt er að fljótlega verði komið upp lager fyrir toll- frjálsan varning, svo sem vín og tóbak, á Akureyrarflugvelli á vegum Flugfélags Norður- lands. Leyfisumsókn þessa efnis er nú til umfjöllunar í fjár- málaráðuneytinu, og er svars að vænta innan tíðar. Sigurður Aðalsteinsson hjá Flugfé- lagi Norðurlands segist bjartsýnn á að leyfið fáist, því starfsmenn ráðu- neytisins hafi sýnt því skilning. Hug- myndin er að koma upp smálager sem hægt sé að opna í tengslum við millilandaflug til og frá Akureyri. Ekki yrði um beina fríhöfh að ræða, þar sem aðstaða í fiugstöðinni leyfir ekki slíkt. Þetta yrði meira í líkingu við afgreiðslu um borð í fiugvélum, þ.e. farþegar leggja fram pöntun, og fá siðan varninginn afhentan við komu eða brottför. Sigurður sagði að Flugfélag Norðurlands hafi lagt inn umsókn þessa efhis á siðasta ári, en fengið synjun þar sem ráðamenn vildu kanna möguleika á uppsetn- ingu fríhafhar á Akureyri. Sú hug- mynd féll um sjálfa sig vegna pláss- leysis í fiugstöðinni, og verður vart að veruleika fyrr en flugstöðin verður stækkuð og endurskipulögð. Engar áætlanir þar að lútandi eru á dagskrá, svo fríhöfn lítur vart dagsins ljós á næstunni. Vegna þessara annmarka á flugstöðinni var umsókn Flugfélags Norðurlands tekin upp aftur, og er svars að vænta fljótlega. Sigurður segir að þrátt fyrir að tals- verð aukning hafi orðið á millilanda- fiugi til Akureyrar undanfarið, sé ekki grundvöllur fyrir eiginlegri fri- Norðlenskir af la vel Norðlenskir togarar hafa aflað mjög vel að undanförnu og hefur fiskurinn verið mjög góður. Hver mettúrinn af öðrum hefur verið farinn. Afiinn hef- ur aðallega fengist á Vestfjarðamið- um. Fyrr i vikunni kom afiaskipið Akureyrin með um 277 tonn af frosn- um fiökum til Akureyrar eftir 15 daga veiðiferð. Aflaverðmætið var ríflega 77 milljónir króna, sem er mesta aflaverðmæti sem islenskt fiskiskip hefur komið með að landi úr einni veiðiferð. Frystitogarinn Örvar frá Skagaströnd gerði einnig mjög góðan túr. Upp úr honum komu 270 tonn af frystum flökum eftir 17 daga veiðiferð, og var aflaverðmætið um 72 milljónir. Sigurbjörg frá Ól- afsfírði, sem einnig er frystitogari, landaði 170 tonnum eftir 18 daga veiðiferð, og var aflaverðmætið um 36 milljónir króna, og ku það vera mesta aflaverðmæti Sigurbjargar í einum túr til þessa. Þá hafa norð- lenskir ísfisktogarar fiskað grimmt undanfarið, og ljóst að ef aflahrotan heldur áfram, mun ört ganga á kvót- ann á næstu dögum. Þeir útgerðarað- ilar sem Tíminn hafði tal af voru fiestir á því að lítið væri eftir af kvót- anum og að hann dygði engan veginn út árið. Útgerðarmennirnír voru sam- mála um að í ríkari mæli þyrfti að leita í fisktegundir með rýmri kvóta, eða tegundir sem væru utan hans. Jafhframt þyrfti að gera átak í að markaðssetja þessar tegundir til þess að efla stððu útgerðar í landinu. hiá-akureyrí. höfn. Verslunin yrði einfaldlega of lítil til þess að geta borið sig. Hins vegar er ljóst að gera þarf verulegar breytingar á flugstöðinni og byggja við ef stöðin eigi að geta annað auknu millilandaflugi, og þá ber að skoða dæmið um fríhöfh aftur. Að- staða hér til afgreiðslu fyrir milli- landaflug er afar bágborin. Tollverðir vinna við frumstæðar aðstæður og þeir farþegar sem hafa farið utan með Saga Reisen i sumar hafa orðið að bíða. utandyra meðan komufarþegar eru 'tollafgreiddir. Slíkt gengur nátt- úrlega ekki upp til lengd.ar og stendur i j/egLfyrir/pVí áð hægt sé 'að efla millilándaflúg.héðan. Það er blóðugt til þess að vita, að Flugstöðin á Akureyri, sem eitt sinn var sú stærsta og glæsilegasta á land- inu, hafi nú dregist sva mikið áftur úr að flugstöðvar á minni stöðum, þar sem margfalt- færri»-*trþégar fara i gegn, eru nú orðnar mun glæsilegri og betur búnar en Flugstöðin á Akur- eyri, og engar áætlanir uppi um úr- bætur, sagði Sigurður Aðalsteinsson að lokum. hiá-akureyrí Nýtíng náttúruauðlinda ísátt W umhverfíð Fáar aðrar þjóðir geta fullnœgt rafmagnsþörí sinni án þess að valda ómœldum umhverfis- spjöllum með brennslu á kolum og olíu og ekki bœta kjarnorkuknúin orkuver úr skák með þeirri ógn, sem þeim fylgir. Ef vel er á haldið þarf nýting orkulinda okkar íslendinga ekki að brjóta í bága við umhverfis- verndarsjónarmið og getur hún því veríð undirstaða atvinnuvega okkar og góðra lífsskilyrða um ófyrirsjáanlega framtíð. í dag höfum við aðeins beislað um 8% afþeim hluta vatnsafls okkar ogjarðhita, sem virkja má á hagkvœman hátt til rafmagnsframleiðslu að teknu tilliti til náttúruverndarsjónarmiða. Rafmagn er undirstaða góðra lífskjara og framfara á sviði iðnaðar og tœkni í nútímaþjóðfélagi. íslendingar fá sHt rafmagn nœr eingöngu með vírkjun vatns- afis ogjarðhita, en nýtíng slíkra orkugjafa er mengunaríaus með öilu. Öllum virkjanaframkvœmdum fylgir óhjákvœmi- lega eitthvert rask á gróðurlendi og umhverfi virkjunarstaða. Landsvirkjun hefur um árin lagt áherslu á að halda slíku raski og náttúruspjöll- um í lágmarki og bœta allttjón af völdum framkvœmdd sinna með uppgrœðslu og gróðurvemd. Hefurþetta verið drjúgur þáttur í starísemi fyrirtœkisins. Á 25 ára starísferli sínum hefur Landsvirkjun grœft upp rúmlega 3000 hektara lands, sem áður voru að mestu örfoka sandar og auðnir. Auk stórfelldrar uppgrœðslu hefur fyrirtœkið kostað umfangsmiklar rannsóknir á gróðuríari og lífríki víða um landið. Landsvirkjun framleiðir meir en 93% af öllu rafmagni, sem notað er á íslandi og mun áfram kappkosta að leggja sitt afmörkum til betri lífskjara með nýtingu náttúruauðlindd þjóðarinnar í sem bestri sátt við umhveríið. C umimm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.