Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 4
imi QP.PJ Lau( iiu ur28.júíi 1990 (rakar ná fram kröfum sínum: RAF-sprengja nálægt því að granda hryðjuverkasérfræðingi: OPEC-lönd komast að samkomulagi RAF-morðtilraun mistekst í Bonn Olíuverð hækkaði nokkuð þegar fregnir bárust af því að OPEC-löndin hefðu komist að samkomulagi um að draga úr framleiðslu sinni og hækka ol- íuverð. Samþykkt var að hækka viðmiðun- arverð samtakanna um þrjá banda- ríkjadali. Ur 18 dölum i 21 dal fyrir hverja olíutunnu og að setja ákveðin takmörk fyrir því hve mikið löndin framleiði daglega. Verð á mörkuðum hækkaði ekki eins mikið og fyrst leit út fyrir vegna þess að kauphéðnar höfðu vænst þessarar niðurstöðu og verð hafði hækkað að undanförnu. Verð á olíutunnu frá Dubaí er nú 17 dalir en fyrir mánuði síðan fór það undir 14 dollara. Markaðssérfræðingar sögðu frétta- mönnum Reuters að OPEC- löndun- um myndi líklega takast að ná mark- miðum sínum. Áður hafa einstök OPEC-lönd iðulega framleitt meira en samningar gerðu ráð fyrir og það hefur leitt til lægra verðs. Vegna þrýstings og hernaðarhótana íraka er líklegt að nú verði staðið við sam- komulagið og á fundi OPEC-land- anna var samþykkt að verða við öll- um kröfum íraka um framleiðsluhámark fyrir Kúvæt og Arabísku furstadæmin. Markaðssérfræðingar gera þó ekki ráð fyrir að meðalverð á olíu frá OPEC-ríkjunum nái stráx tuttugu og eins dollara markinu vegna mikilla olíubirgða í heiminum. Helsti sérfræðingur v-þýsku stjómarinnar í hryðjuverkum lifði af morðtilraun í hjarta höfuðborgarinnar í gær. Sprengja sprakk við aðalbraut þegar Hans Neusel ók bifreið sinni inn á hana rétt hjá skrifstofubyggingum ríkisstjómarinnar. I nágrenni staðarins fannst síðan miði þar sem stóð að Rauðu herdeild- irnar, RAF, bæru ábyrgð á verknaðin- um. Á fréttamannafundi sagði Neusel að sprerigjunni hefði að öllum líkindum verið stýrt með ljósgeisla frá nær- liggjandi götubrú. Þetta ásamt öðru líktist þvi þegar bankamaðurinn Herrhausen var ráðinn af dögum í lok síðasta árs. Undanfarna mánuði hafa margir fyrrverandi liðsmenn rauðu herdeild- anna verið handteknir í A- Þýska- landi. Þeir stunduðu flestir hryðju- verk fyrir meira en 10 árum og morð- ingjar Herhausens eru enn ófundnir. Þótt v-þýsk lögregluyfirvöld hafi varað við því að RAF sé enn starf- andi vildu þau ekki taka undir það með fréttamönnum að árásin í gær væri hefhdaraðgerð vegna handtöku RAF-manna. Þau sögðu að ýmislegt benti til þess að árásín hefði verið undirbúin fyrir löngu. Rikissaksóknari V-Þýska- lands, Alexandir von Stahl, sagði að aðeiris mjög fáménnur hópur RAF- manna væri enn starfandi; innan við 20 menn og koriur. - Eistland, Lettland, Lithaugaland, Rússland, Úkraíana, Moldavía, Uzbekistan og nú: Hvíta-Rússland fullvalda ríki Þing Hvíta-Rússlands lýsti yfir fúllveldi landsíns á fostudag, Álykt- un «m þetta var saraþykkt einröma en aðeins 23Ó af 350 þingfulltrúum voru viðstaddir. Russland og Úkra- ína höfðu áður samþykkt sams kon- aí yfírlýsingu en Moldavia og Uz- bekistan hafa lýst því yfir að lög þeirra séu æðri lögum Sovétríkj- anna. • Ekkert þessara Soyétiýðvelda hef- ur þo gengið jafh langt og Eystra- saítsríkin sem hafa fýst þyí yíir að löndiri vilji fiillari aðskílnað frá Sov- étnkjunum. Leiðtogar Eystrasalts- rikjanna sitja nú fiind í Ríga þar sem þetr undirbúa viðræður yið Gorbat- sjov um sjálfstæði. Gorbatsjöv vill að nýtt og frjálsara bandaiag Sovét- iýðveldanna verðí stófhað og að mikilvægir máiafiokkar eins og her- varnir, gjaldmiðill og samgðngur verði áfram i höndum yfirstjómar Sovétríkjauna. Leiðtogar Eystrasaltsríkjanna eru ekki taldir líklegir til að fallast á slíkar titlögur. Flóttamenn streyma frá Líberíu: Hermenn skjóta landsmenn sína Uppreisnarmenn í Afríkuríkinu Líberíu hafa undanfama daga reynt að ná höfuðborginni Monróvíu á sitt vald. Hermenn úr „Krahn"-ættbálki forsetans, Samuels Does, hafa hert tök sín á borginni og á fimmtudag drógu þeir óbreytta borgara út úr sjúkrarúmum og frá heimilum sínum og drápu þá niður við strönd borgarinnar. Að minnsta kosti tveir tugir óbreyttra borgara voru drepnir að sögn vitna og erlendra sendifulltrúa. Stríðið í Líberíu snýst ekki nema að litlu leyti um stjórnmál og stjórnarfar heldur segja fréttaskýrendur að því megi helst líkja við ffumstætt stríð milli ólíkra ættbálka. Fórnarlömb árásarinnar á fimmtudag voru flest af „Gio"- eða „Mano"-ættbálkunum og grunuð um að styðja uppreisnarmenn undir forystu Charles Taylor. Að sögn vitna var farið með sum fórnar- lömbin niður að strönd og þau skotin eða höggvin sundur með sveðjum. Líkömum þeirra og rotnandi Ieyfum fyrri fórnarlamba var fleygt í sjóinn. Á fímmtudagskvöld mátti sjá mis- þyrmt lík mara í hálfu kafi í sjávar- málinu. Þegar núverandi forseti Samúel Doe komst til valda 1980 voru andstæð- ingar hans leiddir niður að strönd og skotnir. Hann hefur núna búið um sig í rammgerðu virki í höfuðborginni. Uppreisnarmennirnir, sem náðu Kanadísk rannsókn: Hommar og lesbíur eru f remur örvhent nærri öllu landinu á sitt vald á sjö mánuðum, eru nú aðeins nokkrar gömlengdir frá bústað forsetans. Samkvæmt upplýsingum stjórnvalda í nágrannaríkinu „Fílabeinsströnd- inni" hafa flóttamenn streymt þangað frá því að átökin hófust í desember og koma um 1000 menn daglega til landsins. í upphafi átakanna í desem- ber voru flóttamennirnir flestir af „Gio" og „Mano"- ættbálkunum en nú þegar uppreisnarmenn nálgast það að ná völdum eru flóttamennirnir nær eingöngu af „Krahn"-ættbálkinum. Sendifulltrúar fimm EB-ríkja, Frakklands, Bretlands, ítalíu, Þýska- lands og Spánar, hafa gefið út yfirlýs- ingu þar sem þeir lýsa yfir andúð og andstyggð sinni á drápi óbreyttra borgara sem bæði stjórnarhermenn og uppreisnarmenn hafa gert sig seka um. Stjórnarhermenn með lík upp- reisnarmanns - eða stríösmenn „Kahrí'-ættbálksins með dauðan andstæðing af öðrum ættbálki. Það gæta reynst vera tengsl milli þess að vera örvhenmr og að dragast að eigin kyni. Samkvæmt nýrri rann- sókn kanadískra sálfræðinga og taugalíffræðinga eru óvenju margir hommar og lesbíur örvhent. Þeir segja að samskonar niðurstaða hafi fengist i breskri könnun fyrir þremur árum. í skýrslu um rannsóknina segja Kanadamennimir að ýmisiegt bendi til þess að örvhendi sé einn af mörg- um „taugalíffræðilegum"-þáttum þar sem tölfræðilegur munur er á sam- kynhneigðum og gagnkynhneigðum. Þennan mun mætti skýra með því að „hormónajafrivægi" hefði farið úr skorðum við meðgöngu. „Það er ýmislegt sem bendir í þessa átt en enginn gemr sagt að þetta sé borðleggjandi," sagðí Dr. Edward Kingstone, einn af höfundum skýrsl- unnar. Hann segir að vegna þess að örv- hendi sé ákveðið við fæðingu og að fólk sem laðast að eigin kyni sé lík- legra til að vera örvhent en annað fólk þá gruni vísindamennina að samkynhneigð sé líka ákveðin við fæðingu og að uppeldi og umhverfi hafi ekki áhrif á hana. Kingstone vildi hins vegar vara menn við að nota örvhendi sem bendingu um samkynhneigð. „Talsverður hluti mannkynsins er örvhentar en aðeins lítill minnihluti er samkynhneigður," sagði hann. Uggur vegna gruns um eyðnismit: Tannlæknir smitar sjúkling? Um 5000 bandarískir læknar, hjúkrunarkonur og annað heilsu- gæslufólk hefur smitast af eyðni en hingað til hafa engar líkur verið tald- ar á því að læknar smituðu sjúklinga sína. Nú hefur verið birt skýrsla um að tannlæknir hafi ef til vill smitað sjúkling sinn og hefur skýrslan vak- ið ugg. Tannlæknar i Bandaríkjunum hafa tekið hættuna á eyðnismiti mjög al- varlega. Þeir hafa óttast að smitast af eyðni og til að forðast að koma í beina snertingu við blóð og munn- vata sjúklinga sinna er algengt að þeir noti gúmmíhanska, grímur og jafhvel hlífðargleraugu. Skýrslan sem birtist á fimmtudag og er samin af bandarískum heilbrigðisyfirvöld- um er fyrsta skjalfesta dæmið um að læknir hafi líklega smitað sjúkling sinn. Staðfest dæmi hafa hins vegar birst áður um að læknar hafi stungið sig á nálum og fengið eyðni við að komast í snertingu við blóð eyðni- sjúklings. Bandarísk samtök tann- lækna mótmæltu í gær harkalega skýrslunni og sögðu að ekki væri sannað að um smit hefði verið að ræða. Þeir sem verja skýrsluna segja að fullkomnar sönnur verði aldrei hægt að færa fram en líkumar séu sterkar. Tannlæknasamtökin segja að um 144 bandarískir tannlæknar hafi eyðni og hafi ffamkvæmt hundruð læknisverka án þess að smita sjúklinga sína. Auk þess hafi um 5000 menn í heilsugæslustörfum eyðni og tannlæknar segja að skýrsl- an geti vakið óþarfa ugg hjá almenn- ingi. í skýrslunni segir að ung námskona hafi sennilega fengið eyðnismit þeg- ar tannlæknir hennar dró úr henni tvær tennur. Blóð úr tannlækninum hafi á einhvern hátt komist í munn hennar, í opið sár, eða borist með verkfærum tannlæknisins..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.