Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 6
Tíminn 6 Laugardagur 28. júlí 1990 TIMINN MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Oddur Ólafsson Birgir Guðmundsson Steingrímur Gíslason Skrifstofur. Lyngháls 9, 110 Reykjavík. Simi: 686300. Auglýsingastmi: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Ttmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð í lausasölu [ 90,- kr og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sameining Þýskalands Ekkert ætti að geta komið í veg fyrir að þýsku ríkin sameinist. Þróun þeirra mála undanfarnar vikur hef- ur verið á einn veg. Viðræður vestur-þýskra og sov- éskra ráðamanna um ágreining í sambandi við ríkjasameininguna leiddu til þess að Sovétmenn samþykktu að sameinað Þýskaland ætti aðild að Atlantshafsbandalaginu. Samkomulag um landa- mæri Póllands og Þýskalands liggur fyrir á þann hátt að Oder-Neisse-línan ráði eins og verið hefur eftir stríð. Þegar þessum stórmálum hafði verið ráðið til lykta var það talið einboðið að sameiningin yrði formlega frágengin í desember eins og stefht hefur verið að og hefur ekki síst verið metaaðarmál Helmuts Kohl kanslara, sem leggur allt undir til þess að verða fyrsti kanslari sameinaðs Þýskalands. Flestir eru sammála um að Kohl hafí haft lánið með sér í sam- einingarmálinu. Hann hefur kunnað að notfæra sér hina almennu, pólitísku þróun í gömlu austantjald- slöndunum, svo að ýmsir eru farnir að trúa því að hann sé nánast upphafsmaður þessa alls og einhvers konar pólitískur kraftaverkamaður eftir að hafa ver- ið uppnefhdur hrakfallaseggur lengi fram eftir ár- um. En nú hefur heimspressan uppgötvað garp- skapinn hjá Kohl sem ber aðeins lof á sínum breiðu herðum. En þegar öll þessi sameiningardýrð stendur sem hæst og sú mest að Gorbatsjov skrifaði upp á heim- ild fyrir Þýska alþýðulýðveldið að ganga í NATO, fara formenn tveggja fremur lítilla stjórnmálaflokka í Austur-Þýskalandi að vekja athygli á þeim þing- ræðislega annmarka sem það er að allt of margir stjórnmálaflokkar og framboðssamtök eignist full- trúa á löggjafarþingi. Gerðu þeir kröfu um það að kosið yrði til þings eftir vestur-þýskum kosninga- reglum, sem segja að flokkur verði að fá 5% heild- aratkvæða til þess að fá mann kjörinn, en ekki 3% eins og gildir í Austur-Þýskalandi. Þannig mætti fækka smáflokkum. Stærsti flokkur Austur-Þýska- lands, kristilegir demókratar, beitti sér gegn þessum hugmyndum, líklega vegna þess að hann hefur haft samstarf við ýmsa smáflokka og á undir þeim. Þessar stjórnarskrárdeilur voru það harðar að menn óttuðust að formleg sameining þýsku ríkj- anna gæti dregist fram yfir áætlaðan tíma. Hafi slik- ur dráttur komið illa við menn í Austur-Þýskalandi hlaut hann að fara mest fyrir brjóstið á Helrnut Kohl og kristilega demókratafiokknum í Vestur-Þýska- landi. Vestur-þýskir ráðamenn hafa því hlutast til um lausn deilunnar og fengið því framgengt að kos- ið verði í öllu Þýskalandi 2. desember eftir sömu reglum í hvoru tveggja ríkinu. Eftir er að vísu að koma sér saman um hvernig þessar reglur skuli vera, en trúlegt að þær verði til þess að þrengja að smáflokkum og flokksbrotum eins og stefiian hefur verið í Vestur- Þýskalandi. Helmut Kohl hefur unn- ið það til friðar og öryggis sjálfs sín að ganga gegn flokksmönnum sínum í Austur-Þýskalandi. SAMKVÆMT fornu tíma- tali byrjaði heyannamánuð- ur síðast í júlí sem bendir til þess að heyskapartíð hafi staðið sem hæst frá enduðum júlí fram til ágústloka. En vafalaust hefur túna- sláttur verið byrjaður talsvert fyrr, a.m.k. ef sæmilega áraði, en varla þó eins snemma og við nútímaað- stæður. Heyskapartíminn nú er al- mennt miklu styttri en var í gamla daga og allt aðrar vinnuaðferðir. Þrátt fyrir breytta tækni og bætta ræktun verður það þó að lokum veðráttan sem ræður gangi hey- skaparins og uppskerunni. Alkunna er að íslenskt veðurfar er breytilegt eftir landshlutum. Það viðrar sjaldan eins á Norðaustur- landi og Suður- eða Suðvesrur- landi. Duttlungar íslenskrar veðr- áttu geta jafhvel komið fram í mis- munandi veðurfari innan landshlut- anna, í sjávarbyggðum og innsveitum eða þar sem miklir fjallgarðar skilja að nágrannahéruð eins og Tröllaskaginn mikli milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar eða fjalllendið milli Fljótsdalshéraðs og fjarðanna á Austurlandi. Það hefur því jafnan reynst erfitt að finna einkunnarorð fyrir íslenskt árferði svo að allir landsmenn gætu tekið undir það. Líklega á þerta við um sumarveðráttuna núna. Hún hefur ekki alls staðar verið eintómt staðviðri fremur en venjan er. Eigi að síður hefur sumartíðin á íslandi verið góð og landið skartað sínu fegursta. Svo vikið sé að heyskapn- um hefur hann að vísu gengið mis- jafnlega til þessa, en víða afar vel. Enn er mikið eftir af sumrinu og ekki ástæða til að fara að gera upp reikningana við þann allsherjar- drottin sem veðrum ræður sem öðru, hvorki fyrir bændur né aðra landsmenn. Þegar öllu er á botninn hvolft þurfa íslendingar síst að eiga í útistöðum við skaparann og sköp- unarverkið vegna náttúrufars og veðráttu landsins. Landið er á sin- um stað og veðráttan eins og menn ættu að þekkja hana, hún er alltaf söm við sig, þ.e.a.s. óútreiknanleg og ekki á vísan að róa um góðviðr- ið, slikt er eðli veðurfars á íslandi, hluti af íslenskum veruleika. Barátta við verðbólgu Talsverðar umræður hafa orðið síðustu 2-3 vikur í sambandi við þær upplýsingar Þjóðhagsstofnun- ar að verðhækkanir hafi orðið meiri fram til 1. júli en gert var ráð fyrir í febrúarbyrjun þegar allsherjar- samningar um launakjör og efna- hagsþróun voru undirritaðir. Ef þessar verðhækkanir hefðu verið látnar þróast óáreittar var sýnt að þær myndu fara yfir „rauða strikið" 1. september, þótt í litlu væri (1%), sem ýmsir hafa bent á að sé ekki meira en kallast mætti eðlilegur skekkjumunur í áætlun um verð- lagsþróunina. Út af fyrir sig er nokkuð til í því að slíkur mismunur sé óverulegur og þá ekki síst ef hugsað er til þess að íslensk stjórn- völd hafa um langan aldur verið að glíma við hatramman verðbólgu- draug, sem fylgt hefur afar óhag- stæðri verðlagsþróun, enda oft og tíðum lítil samstaða um efhahags- markmið og efnahagsaðgerðir. En í ljósi þess víðtæka og sögu- lega merka samkomulags, sem tókst í vetur milli ríkisvalds og að- ila vinnumarkaðarins, verður eigi að síður að taka hvert frávik frá áætlaðri verðlagsþróun alvarlega og slá ekki undan í því efni svo að neinu nemi. Forystumenn launþega og vinnuveitenda hafa vissulega látið ákveðið í ljós þá skoðun að halda verði fast við verðlagsáætl- unina. Ríkisstjómin gerði slíkt hið sama. Hinu er þó ekki að leyna að nokkur ágreiningur hefur komið fram milli rikisvalds og tiltekinna aðíla vinnumarkaðarins um það hvemig standa skyldi að aðgerðum í sambandi við stjóm verðlagsþró- unarinnar. Engum gat dottið annað í hug en að ríkisstjórnin hefði meg- infrumkvæði í virkum efnahagsað- gerðum, en jafnframt varð að gera þá kröfu til allra þeirra í þjóðfélag- inu sem áhrif hafa á verðlagsþróun að þeir hygðu að sínum hlut í þeirri ábyrgð sem þjóðfélagsöflin hafa tekið á sig til þess að halda verð- lagsþróun innan áætlaðra marka. Ríkisstjómin ákvað efnahagsað- gerðir sínar með skýrum hætti með yfhiýsingum um markmið og leið- ir og útgáfu bráðabirgðalaga, sem höfðu að geyma meginatriði að- gerðanna. Samkvæmt stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar og að- gerðum kom dæmið þannig út að tryggt ætti að vera að verðlagið liggi á rauða strikinu, færi að vísu 0,1% fram yfir eftir stífum reikn- ingi, en gæti allt eins verið 0,1% undir strikinu í reynd. Ríkisvaldið hefur m.ö.o. tekið að sér að stýra verðlagsþróuninni inn á rétta braut, sem er aðalatriðið í þessu máli og ætti fremur að vera þakkarefhi en ásökunar. Gangi það eftir sem að var stefht yrði verðbólgan hér á landi komin í eins stafs tölu (undir 10%) frá ársbyrjun til ársloka. Þar með hefði stórum áfanga verið náð í baráttunni við verðbólguna. Jöfnunargjaldið Því er ekki að neita að viðbrögð forystumanna Vinnuveitendasam- bands íslands við bráðabirgðalög- um ríkissfjórnarinnar voru óvænt og einkennileg. Formaður Vinnu- veitendasambandsins sló að vísu úr og í um aðgerðirnar, sagðí þær nauðsynlegar, en þó þannig að þær væru ófullnægjandi og gagnrýnis- verðar vegna þess að svokallað jöfnunargjald á innfluttar iðnaðar- vörur var ekki lækkað um helming eins og VSÍ lagði til, hvað þá fellt niður sem virðist vera krafa Sjálf- stæðisflokksins. Þessi viðbára Vinnuveitendasam- bandsins í þeirri stöðu sem verð- lagsmálin voru í um síðustu mán- aðamót og vegna nauðsynjarinnar á því að ríkissjóður grípi inn í verð- lagsþróunina með beinum og óbeinum útgjöldum, varþað óraun- sæ smámunasemi af hálfu atvinnu- rekenda að gera mikið veður út af jöfnunargjaldinu. Um það eru allir sammála, að nauðsynlegt sé að gæta aðhalds í ríkisrekstri. Hverj- um manni má ljóst vera að sífelldur hallarekstur ríkissjóðs getur ekki gengið. Vinnuveitendasambandið er ekki eitt um það að vilja spamað og aðhaldssemi hjá því opínbéra. Hins vegar ættu forystuménn at- vinnurekenda að varast þau innan- tómu orð sem fylgja staðnaðri sí- bylju sérhagsmunaaflanna þegar þeir ræða rekstur ríkissjóðs og um- svif hins opinbera. Með þrálátum frösum sínum um spamað í rikis- rekstri með öðru munnvikinu og andstöðu við spamaðarviðleimi ríkisvaldsins með hinu eru þeir að gera alvarlega meinta viðvörunar- pólitík um aðhald að engu. Það vita allir sem fylgjast með málum að það var ríkissfjórnin en ekki at- vinnurekendur, ekki milliliðavald- ið í landinu, sem tók að sér að jafha það frávik í verðlagsþróuninni sem útreikningar um síðustu mánaða- mót bentu til. Þessar aðgerðir kosta ríkissjóð 350 milljónir króna og eru því hrein viðbót við ríkissjóðshallann, ef skerða á ríkissjóðstekjur eins og atvinnurekendur og Sjálfstæðis- flokkurinn leggja til. Miðað við það að ríkissjóður hefur tekið að sér að halda verðbólgunni niðri verður hann að hafa eðlilegt svig- rúm til þess að tryggja afkomu rík- issjóðs. Akvörðunin um að fresta afhámi jöfhunargjaldsins var full- komlega verjanleg lausn í þessari stöðu. Ef það hefði ekki verið gert hefði orðið að grípa til annarra lausna í þágu ríkissjóðs sem ekki er víst að hefðu komið betur við al- mannahag. Milliliðahækkanir Sú óhagstæða verðlagsþróun sem kom í ljós fyrir mánaðamótin gerir að sjálfsögðu kröfu til þess að full- nægjandi skýring sé gefin á ástæð- um hennar. Því miður verður það dregið í efa að nægar skýringar hafi komið fram á því, að verðlag hefur hækkað meira en áætlanir gerðu ráð fyrir í febrúar. Sumir hafa jafh- vel reynt að skjóta sér á bak við þann fyrirslátt að þessar áætlanir hafi verið gerðar af bjartsýni. Jafn- vel þeir menn sem fremst stóðu í því að áætla verðlagsþróunina og ákveða samningsbundnar viðmið- anir í því sambandi fyrir fimm mánuðum hafa gefið í skyn að þeír hafi e.t.v. verið of bjartsýnir á þró- unarforsendur. Þetta tal eftir á um ofurbjartsýni er engin undankomu- leið hjá einum né neinum, það er eins og hver önnur tilbúin afsökun- arástæða. Sannleikurinn er sá að ríkisvaldið hefur staðið við sinn hlut í aðhaldi að verðlags- og gjaldahækkunum. Hvað varðar launþegasamtök sem stóðu að þjóðarsáttinni hafa þau, svo að ekki er um að villast, haldið fast við sín fyrirheit um launakröfur, þær hafa engar verið fram yfir það sem sam- ið var um og launaþróunin orðið í samræmi við það sem samkomu- lagið gerði ráð fyrir. Verðlags- hækkanir hafa því ekki orðið vegna kauphækkana. Þegar hugað er að ástæðum verðlagshækkananna verður ekki annað eftir en að líta á hækkanir sem orðið hafa fyrir til- verknað milliliðakerfisins, verslun- ar og einkaþjónustu. Segja verður eins og er að af hálfu opinberra stofnana hefur of lítið verið gert til þess að útskýra þessar hækkanir. Varla verður sagt að embættis- og stofhanavaldið hafi lagt sig fram um að hnekkja ásök- unum stjómarandstæðinga um að ríki og ríkisstofhanir hafi gengið á undan með hækkanir. Þessar ásak- anir hafa þó ekki verið studdar mörgum dæmum. I rauninni var aðeins eitt dæmi tínt til sem átti að sanna að ríkið hefði forgöngu um hækkun þjónustugjalda, en það var smávægileg hækkun á afnotagjaldi útvarps frá 1. þ.m. En þegar farið var að kanna þessa hækkun, kom í ljós að hún var eitt af samkomu- lagsarriðum við gerð þjóðarsáttar- innar i febrúar. Hún var inni í for- sendum verðlagsþróunar og hafði varla merkjanleg áhrif á fram- færsluvísitöluna. Jafnvel formaður

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.