Tíminn - 28.07.1990, Qupperneq 7

Tíminn - 28.07.1990, Qupperneq 7
Matvörur hækka lítið á ta'ma þjóðarsáttar. Vinnuveitendasambands íslands reyndi að gera úlfalda úr þessari mýflugu sem afhotagjaldshækkun- in var. Hin eina glögga og skilmerkilega skýring sem reynt hefur verið að gefa á ffávikum í verðlagsþróun síðustu mánuði er grein eftir blaða- mann Tímans, Heiði Helgadóttur, hér í blaðinu 19. þ.m. Af þeirri grein má sjá hveijir það eru sem helst hafa fóðrað „verðbólgupúk- ann“ að undanfomu. Blaðamaður Tímans tekur m.a. svo til orða: „Samkvæmt útreikn- ingum Hagstofunnar hefur verð á matvörum og flestum öðrum brýn- ustu daglegum nauðsynjum, s.s. húsnæðiskostnaði rafmagni og hita, pósti og síma, bókum og blöð- um hækkað mun minna en nemur þeim kauphækkunum (3%) sem orðið hafa á tímabilinu." Síðan bendir greinarhöfundur á að ffam- færsluvísitalan (verðbólgumælir- inn) hafi hækkað um 3,5% á hálfu ári, sem sýnir að hækkanir á verð- lagi eru þá meiri á öðrum liðum en þeim nauðsynjum sem fyrr voru nefndar. Heiður bendir á að mat- vörur hafi aðeins hækkað um 0,6% síðan í febrúar og eina algenga matvaran sem hækkað hefur meira en kaup, sé fiskur, en hann hefur hækkað um 4%. í grein Heiðar Helgadóttur er velt upp þeirri spumingu, sem æskilegt væri að fá svar við, hverju það sæti að ýmsar sérvörur og einkaþjón- usta hafi hækkað verulega í verði samtímis því sem matvörur, þ. á m. útlendar, hafa lítið hækkað. Það kemur nefnilega í ljós að miklar hækkanir hafa orðið á fatnaði og skóm, vefhaðarvöru, húsgögnum, þjónustu á veitinga- og gistihúsum, flugþjónustu o.fl., ffá 5,3% upp i 12,9%. Andi þjóðarsáttarinnar hef- ur ekki svifið yfir vötnum þeirrar milliliðastarfsemi sem hér á hlut að máli. Dómur félagsdóms Hitt er annað mál að þjóðin hefur nú allt í einu fengið um annað að hugsa en verðlagsþróun síðustu mánaða og horfur í þeim efhum næstu mánuði miðað við forsend- ur þjóðarsáttar og efnahagsað- gerðir í hennar anda með nýsett- um bráðabirgðalögum. Úrskurður kjaradóms í máli Fé- lags íslenskra ..náttúrufræðinga hefur gerbreytt öllum viðhorfum í þróun efnahags- og kjaramála. Fé- lagsdómur hefur úrskurðað að rík- ið hafi ekki átt einhliða vald til þess að fresta 4,5% launahækkun til háskólamenntaðra starfsmanna rikisins. Sá vandi sem skapast af þessum úrskurði snertir ekki eingöngu launagreiðslur ríkissjóðs og tak- markast ekki við félaga í Banda- lagi háskólamenntaðra manna einna, heldur hefur úrskurðurinn áhrif á alla kjarasamninga í land- inu til lands og sjávar. Verði látið skeika að sköpuðu um framhaldið verður allsheijarlaunasprenging um allt efnahagskerfið sem síðan leiðir til verðlagshækkana og stórfelldrar verðbólgukollsteypu. Ef það gengur eftir er búið með allt sem heitir verðbólguhjöðnun undir 10% eins og þjóðarsáttin byggist á. Þá er til lítils að vera að eltast við skýringar á verðlags- hækkunum fram yfir áætlanir á tímabilinu febrúar-júlí, þvi að þær verða eins og ekki neitt í saman- burði við afleiðingar launa- og verðbólgusprengingar i kjölfar úr- skurðar félagsdóms. Nú er það viðurkennd regla í réttarríki að deila ekki við dómar- ann, enda verður það ekki gert hér. En ástæða er til að víkja að réttarfari í vinnudeilumálum. Fé- lagsdómur, sem alveg eins mætti heita Dómur í vinnudeilum, er eina dómstigið í slíkum málum. Úrskurðum hans og dómum verð- ur ekki skotið til æðra dómtigs, og hlýtur að vera umdeilanlegt fyrir- komulag miðað við hversu af- drifarík dómsmál fara um hendur hans. Réttarfari væri betur komið, ef hægt væri að vísa úrskurðum og dómum félagsdóms til hæsta- réttar. Þrátt fyrir þá góðu reglu, að deila ekki við dómarann, er ekki fyrir það að synja að mönnum sýnist sitt hverjum um niðurstöðu félags- dóms í BHMR-málinu. Þá finnst mönnum að niðurstaðan sé reist á bókstafstúlkun en ekki víðsýnu mati á efni og tilurð samninganna, megintilgangi þeirra og þjóðfélags- aðstæðum og þeirri röskun á mót- aðri stefnu í kjara- og efnahagsmál- um sem sjá mátti fyrir að dómur fé- lagsdóms myndi valda. Hvað sem um slíkar aðfinnslur má segja, þá er skylt að minna á rökstuðning dómsins sjálfs sem kemur ekki síst ffam í eftirfarandi orðum: „Ekkert ákvæði kjarasamningsins tekur til þess hvemig sú aðstaða skuli skilgreind að ffamkvæmd til- tekinna ákvæða hans fari í bága við þetta markmið, sem aðilar tóku sameiginlega á sig að stefna að [þ.e. að ekki ylli röskun á hinu al- menna launakerfi]. Verður þetta ákvæði samningsins ekki skýrt öðru vísi en svo, að telji annar hvor samningsaðilanna slíka röskun vera yfirvofandi, verði hann að leita samkomulags við hinn aðilann um hvemig við skuli bmgðist. Er því ekki fallist á með stefnda [rikis- sjóði] að ákvæði 1. gr. samningsins hafi heimilað honum að ákveða einhliða ffestun greiðslna sam- kvæmt 1. kafla samningsins, sem koma átti til ffamkvæmda 1. júlí 1990, enda hefur ekki verið leitt í ljós með óyggjandi hætti, að afleið- ingar samningsins verði aðrar en þær er sjá mátti fyrir við gerð hans.“ Frestun samningsatriði Það sem lesa má út úr þessum orðum er aðallega að ríkisstjórnin hafði ekki einhliða ákvörðunar- vald til þess að fresta launahækk- uninni. Slík frestun er samningsat- riði. Þetta kann að þykja harður dómur og e.t.v. dómsáfelling i garð fjármálaráðherra eins og ritstjóri Alþýðublaðsins heldur ffam i grein í blaði sínu á miðvikudaginn. Ekkert er við því að segja þótt meðferð þessa máls af hálfu ríkis- valds sé gagnrýnd. Og sé þar eitt- hvað gagnrýnisvert á fjármálaráð- herra sinn skerf í því efúi, því að hann er ráðherra samningamála. En þegar öllu er á botninn hvolft á ríkisstjómin öll hlut að málsmeð- ferð sem snertir samninga við BHMR, þ.á m. ráðherrar Alþýðu- flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, Jóhanna Sigurðardóttir og Jón Sigurðsson. í ljósi rökstuðnings og dóms félagsdóms má sýnt vera að ríkisvaldinu bar að „leita sam- komulags", þ.e.a.s. ræða formlega við fyrirsvarsmenn BHMR, áður en gripið yrði til ffestunar á gildi samningsákvæða. Hitt er annað mál að engin ástæða er til að ofgera þessa gagnrýni fé- lagsdóms. Með fullri virðingu fyr- ir dómnum og úrskurðum hans er hér verið að fjalla um pólitísk mál, vandasama meðferð þjóðfélags- mála, sem stjómmálamenn eiga undir kjósendum en ekki dóms- valdi. Ríkisvaldið mun hlíta dómn- um, en það hefúr líka rétt til þess að grípa til aðgerða til þess að koma í veg fyrir þá röskun á pólit- ískri og efnahagslegri stefnumótun sem úrskurður dómsins hefúr í for með sér. Ríkisvaldið virðir gagn- rýni félagsdóms eins og hún birtist í rökstuðningi og dómsorðum en hlýtur jafnffamt að bregðast skjótt við afleiðingum dómsins. Eins og fram hefur komið í frétt- um samþykkti ríkisstjómin á fúndi sínum á miðvikudaginn að nauð- synlegt væri að tryggja þau efna- hagslegu markmið sem ríkisstjóm- in, aðilar hins almenna vinnumark- aðar og Bandalag starfsmanna rík- is og bæja hafa sett. Ríkisstjómin lýsti yfir því að ffamkvæmd á kjarasamningi Bandalags háskóla- menntaðra starfsmanna rikisins á gmndvelli úrskurðar félagsdóms raski hinni almennu launastefnu og leiði til mikillar verðbólgu. Þess vegna er ákveðið að segja upp samningi ríkisins við BHMR. Jafnframt lýsir ríkisstjómin yfir því að hún muni tryggja, að höfðu samráði við samtök launafólks, at- vinnurekendur og bændur, að sú launa- og efhahagsstefna, sem al- mennir kjarasamningar byggjast á, nái ffam að ganga. Einangrun BHMR Þessari ályktun ríkisstjómarinnar ber að fagna, enda víst að yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi þeirri samræmdu launa- og efnahagsmálastefnu sem felst í þjóðarsáttinni frá því í febrúar. Sú stefnumörkun hefur þegar sannað gildi sitt þá fimm til sex mánuði sem hún hefur gilt. Það væri í and- stöðu við almannahag og þjóðar- vilja að brjóta þetta víðtæka sam- komulag á bak aftur. Ríkisstjómin verður að gera sitt til þess að koma í veg fyrir það. í því felst m.a. að beita lagasetningarvaldi til þess að hafa áhrif á þróun kaupgjalds og verðlags. Illt er til þess að vita að BHMR skuli hafa lent utangarðs í þessu allsherjarsamkomulagi. Félagar í þessum samtökum gjalda trúlega forystu sinnar um þá einangrun sem samtökin hafa lent í. En ein- mitt þess vegna er ástæða til að vara við hleypidómum gagnvart þeim starfsstéttum og einstakling- um sem eiga aðild að BHMR. Ekki em miklar líkur til þess að innan Bandalags háskólamenntaðra manna sé frekar að hitta fyrir óá- byrga kröfúgerðarmenn en gerist og gengur í stéttasamtökum og starfsgreinum. Miðað við almenna þróun kjaramála og sambúð ríkis- valds og aðila vinnumarkaðar em þessi samtök eigi að síður eins og villuráfandi og verða ekki ffíuð af einstrengingshætti. Samt er það síst til fagnaðar að málin skuli hafa þróast á þennan hátt. Til þess að treysta þjóðarsátt í kjara- og efna- hagsmálum er mikilvægt að BHMR bijótist út úr einangrun sinni.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.