Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Laugardagur 28. júlí 1990 Tíminn 21 Laugardagur 28. júlí 1990 Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs, um samskipti okkar við landið: Umgengni hefur batnað Hlutverk Náttúruvemdarráðs er ákveðið með lögum frá 1971. Þar segir í stórum dráttum að ráðið eigi að vera augu og eyru þjóðarinnar varðandi náttúruvemd. Lögin eiga að stuðla að því, að hvorki skaðist né mengist vatn, loft eða jörð. Náttúruvemdar- ráð að vera stjómvöldum til ráðgjafar um alla hluti sem betur mega fara. Ráðið er umsagnaraðili um allskonar framkvæmdir, t.d. vegamál, virkjanir, raflínulagningu, símalagnir, hafnarmál, flugvelli, sumarbústaði, skipulagsmál og þannig mætti lengi telja. tt Þóroddur Þóroddsson er framkvæmda- stjóri Náttúruvemdarráðs. Hann ræðir í helgarviðtali Tímans um ráðið, störf þess og skyldur. Hvað er náttúruvernd? „Það er mjög víðtækt hugtak, sem kannski hefur breyst í gegnum árin. Und- anfarin 10 ár hefur það hins vegar verið að skýrast hvað náttúruvemd er. Áður vom menn meira að hugsa um friðlýsingarmál og hugsjónir í náttúmvemd. Þetta hvort tveggja er enn, en við bætast blákaldar staðreyndir sem em sífellt að setja mark sitt á náttúmvemd í dag. Menn em að sjá hvað hefúr gerst á jörðinni og hér á landi á tiltölulega stuttum tíma, þær afleiðingar sem fylgja iðnvæðingunni og velmegun- inni. Náttúruvernd: Tilvist okkar á jörðinni Við getum skipt náttúmvemd í tvennt. Annars vegar ffæðilega vemdun, þar sem menn em að velta fýrir sér fyrirbrigðum í náttúmnni sem passa þarf upp á, einstök- um tegundum dýra, náttúruminjum o.s.frv. Hins vegar fjallar náttúmvemd um tilvist okkar hér á jörðinni. Hvað erum við að gera með þeim breytingum sem við emm að valda. I fyrradag vom t.d. fféttir um gíf- urleg flóð í Siberíu, í kjölfar rigninga. Þar er beinlínis kennt um skógarhöggi, en skógurinn er farinn á svo stókyí svæði að úrkoma stoppar ekkert við á landinu, held- ur æðir beint út í ámar. Þessi hluti náttúm- vemdar snýst mikið um það, að átta sig á því hvað við erum að gera með breyttum lifnaðarháttum. Inn í þetta spilar síðan öll efuanotkunin, en við emm búin að búa til fúllt af skaðlegum efúum.“ Hvemig gengur ykkur að rækja það hlut- verk sem Náttúmvemd er ætlað samkvæmt lögum? „Þetta er mjög viðamikið verkefúi og segja má að öll framtíðarsýn, að spá fyrir um hvað kemur til með að gerast á næstu ámm, hefúr nánast horfíð fyrir því að við emm með aðkallandi verkefhi og umsögn- um um stórar eða smáar framkvæmdir. Tíminn hefúr farið í að leysa þessi daglegu mál sem koma hér inn á borð. Það hlutverk að geta horft fram fyrir sig og reyna að sjá fyrir hvað er að gerast, hefur því miður set- ið of mikið á hakanum. Rúmlega 70 ffriölýst svæöi Þá höfum við einnig á okkar könnu svo- kölluð friðlýsingarmál, friðlýst svæði og þess háttar. í dag em rúmlega 70 svæði friðlýst á landinu og þau heyra beint og óbeint undir Náttúmvemdarráð. í sumum tilfellum em nefndir og stjómir sem sjá um svæðin, eins og fólkvangana, en yfirsýn á að vera hjá okkur. Hingað þarf að leita eft- ir leyfúm og undanþágum fyrir ýmsar að- gerðir á þessum svæðum. Við eigum að sjá um að afla upplýsinga um svæðin, merk- ingar, og útgáfii- og fræðslumál. Við erum með tvo þjóðgarða á okkar vegum, sem em meðal fjölsóttustu ferðamannastaða lands- ins og gífurleg vinna fer í þann rekstur. Það er þó nokkuð að reka gististað þar sem 25 þúsund manns hafa viðdvöl á þremur mán- uðum, með öllu sem því tilheyrir. í fræðslumálum emm við að reyna horfa ffarn fyrir okkur, gefúm út ýmsa bæklinga um friðlýstu svæðin, sérstaklega þar sem gististaðir em. Síðan höfúm við gefið út ýmis fjölrit um okkar starfsemi og fróð- leiksrit um ýmsa hluti. I vetur gáfúm við t.d. út bækling um akstur utan vega í sam- ráði við ýmsa aðila, í þeim tilgangi að koma betra skikki á þá hluti.“ Er árangur af starfi ráðsins? „Það er ekki spuming að Náttúmvemdar- ráð sem slíkt á fullan rétt á sér. Þó að erfitt sé að mæla einhvem árangur af okkar starfi, er óhætt að segja að við verðum vör við hann. Það er ákveðinn árangur að vera búinn að friðlýsa svæði og þar með tryggja sem ítarlegasta umfjöllun um allt skipulag á þeim. Hins vegar er takmarkaður árangur á sumum svæðum, sem ekki hefúr verið fylgt nógu vel eftir, t.d. með því að ræða við landeigendur um það sem þar fer ffarn, en við höfúm því miður ekki haft svigrúm til að heimsækja öll svæðin reglulega. Þessi fjöldi ffiðlýstra svæða og Náttúm- minjaskrá sem við gefúm út, hefur haft þau áhrif að fólk veit betur nú hvað em friðlýst svæði og hvers vegna. Það hefúr stuðlað að aukinni umhugsun um að ekki er sama hvemig farið er með alla hluti, menn fara að hugsa áður en þeir moka eða henda.“ Umgengni um landið batnað Hefúr umgengnin um landið breyst til batnaðar? „Eg held að það sé engin spuming að hún hefúr breyst alveg gífúrlega á marga vegu til batnaðar. Óþarfa akstur um landið er minni og því er ekki síst að þakka t.d. Vegagerð ríkisins, sem gefúr nú reglulega út tilkynningar um færa og opna fjallvegi. Þá hafa aðilar sem em i ferðaþjónustu og útivist leitað í auknum mæli til okkar og við fömm á fúndi hjá þeim. I rauninni vill enginn eyðileggja neitt, oft er þetta spum- ing um hugsun og upplýsingu. Ef við ferðumst um landið, þá sjáum við að msl er miklu minna meðfram þjóðveg- um en áður og víðast hvar er búið að koma fyrir mslatunnum á áningarstöðum. Þá er víða búið að merkja áningarstaði og þess vegna er miklu minna um að fólk tjaldi hvar sem er, stingi upp torfúr, hlaði upp hlóðir og skilji eftir sig bmnninn gras- svörðinn og msl. Fólk hefúr áttað sig á því, að taka verður aftur með sér það sem farið er með í útilegu. Almennur frágangur í tengslum við ffarn- kvæmdir hefúr stórbatnað. Ef við lítum til dæmis á vegagerð, þá hefúr þar orðið gjör- bylting á síðustu áratugum hvemig gengið er frá vegum og námum. Nú er frágangur liður í útboði við öll stærri mannvirki og það er mjög jákvætt.“ Samstarf ber árangur Nú hafið þið verið í samstarfi við ýmsa aðila um náttúmvemd. Ber slíkt samstarf árangur? „Sem dæmi má taka að í ein þijú ár hefur verið samstarfsnefnd starfandi á vegum okkar, Landgræðslunnar og Skógræktar ríkisins og fjallar hún um ýmis sameigin- leg málefni. Þessi nefnd hittist mánaðar- lega. Einnig fúndum við reglulega með skipulagsstjóra ríkisins, Hollustuvemdinni og þannig mætti lengi telja. í vetur vomm við í vinnuhópi með Landgræðslunni, Landssambandi hestamanna og fleimm þar sem rætt var um beitarmál og ferðalög. Þar reyndu menn að átta sig á hestaferðum um hálendið fyrir Landsmót hestamanna. Ég er ekki í neinum vafa um að það sam- starf hafði mjög góð áhrif. Hestamenn vissu, að þeir gætu ekki gengið að skálum og heyi hvar sem var og því þurfti að und- irbúa og skipuleggja ferðimar. Slíkt sam- starf hagsmunaaðila er af hinu góða og mætti vera meira af því.“ Framræslu mýra heföi mátt taka ffyrir Oft em óglögg skil á milli náttúmvemdar og þess sem kalla má eðlileg nýting náttúr- unnar. Hefur Náttúmvemdarráð velt þessu fyrir sér, t.d. með tilliti til landbúnaðar? „Mörkin þama á milli em óljós. Náttúm- vemdarráð hefúr mjög lítið í gegnum tíð- ina fjallað um málefhi landbúnaðarins, þó vissulega hafi verið þörf á. Gott dæmi um það er ffamræsla mýra, sem byijar fljót- lega eftir stríð og mikið er grafið þangað til allra síðustu ár. Þessi mál vom aldrei tekin upp á þeim tíma sem eitthvert málefni er varðaði Náttúmvemdarráð. I dag sjáum við hins vegar að framræsla hefúr á ýmsan hátt valdið miklum breytingum. Á Suður- landi em t.d. mjög fáar mýrar eftir sem ekki er búið að raska á einn eða annan hátt með framræslu. Landið hefúr ekki breyst í betra beitiland, né heldur varð það nægjan- lega þurrt til að hægt væri að rækta það. I dag em gífúrleg votlendisflæmi framræst, sem hefur raskað vatnsbúskapnum þannig að tjamir em víða þurrar og grunnvatns- staða hefúr breyst. Nýtingin hefúr hins vegar ekki breyst eins mikið, þ.e.a.s. menn hafa ekki fengið eins mikið út úr þessu og efni stóðu til. Annað sem gerist með ffamræslu er, að mikill jarðvegur hefúr fluttst fram, m.a. vegna þess að skurðir em orðnir breiðari en þeir vom og ffamburðurinn hefur nán- ast fyllt tjamir og vötn, jafnvel eyðilagt sil- ungsveiði. Um þetta hefúr Náttúmvemdarráð ekkert fjallað, en auðvitað verður landbúnaðurinn að hafa ákveðið svigrúm. Náttúmvemdar- ráð hefúr heldur nánast ekkert skipt sér af beitarmálum, heldur látið Landgræðsluna og gróðurvemdamefndir alfarið um þau, utan það sem varðar ffiðlýst svæði. Við höfum lýst því yfir, að jarðvegs- og gróð- ureyðingin er stærsta umhverfisvandamál landsins, ef svo má segja, og við emm að koma meira inn í þá umræðu í samvinnu við Landgræðsluna. Ég er hins vegar ekki viss um að það væri málefninu til fram- dráttar, ef ráðið færi skyndilega að ganga ffam með einhveiju offorsi og fyrirskipun um að hálendið skuli girt af innan eins eða tveggja ára, engin beit þar og svo ffamveg- is. Menn verða þá að skoða hvað gerist hinum megin við girðinguna líka; girðing- ar em ekki alltaf besta lausnin, því fleira þarf að koma til. En við erum að vinna með þeim sem sinna gróðurvemd; okkar hlut- verk er að brýna þá.“ Margar hliöar á einum teningi Ekki em allir sáttir um allt það sem Nátt- úmvemdarráð lætur ffá sér fara. Ber fólk almennt traust til ráðsins? „Það em eðlilega mörg umdeild mál sem við þurfúm að taka afstöðu í og eðlilega em ekki alltaf allir sáttir. í öllum viðkvæm- um málum etu tvenn sjónarmið og afstað- an sem tekin er, getur oft verið til óhagræð- is fyrir annan hvom aðilann. Við emm skömmuð á báða vegu, ýmist fyrir að taka ekki nógu fast á málum eða taka of fast á þeim. Við reynum hins vegar að byggja okkar niðurstöðu á bestu fyrirliggjandi gögnum og vemm að gefa efasemdinni mikið vægi. Segjum sem svo, að framræsl- an væri að fara að byija núna og við hefð- um ástæðu til að óttast um gildi þess máls, þá verðum við að segja nei, eða takmarka til að við getum áttað okkur betur á afleið- ingunum. Náttúruvernd má kosta eitthvaö Inn í þetta mat kemur síðan áhættan, hversu stóra áhættu á að taka hveiju sinni. Nýlegt dæmi um það er flutningur á laxi upp fyrir virkjanir Laxár í Þingeyjarsýslu. Þau gögn sem fyrir liggja benda til, að vemleg áhætta sé tekin með því að flytja laxinn og gæti haft áhrif á urriða- og anda- stofninn. Náttúmvemdarráð segir: Þessa áhættu á ekki að taka. Á móti koma síðan hagsmunir þeirra sem eiga landið og gætu haff auknar tekjur af laxaflutningunum. En náttúmvemdin verður að fá að kosta pen- inga. Það verður þá að bæta fjárhagslegt tjón manna af náttúmvemd eftir öðrum leiðum. Ég held að náttúmvemd hafi liðið fyrir peningana og allt of oft þurfa náttúm- vemdarsjónarmiðin að víkja, þegar þau kosta eitthvað. Náttúmvemd er í rauninni einn hluti af landnýtingu og menn verða að vera raunsæir þegar þeir meta hvað hlut- imir mega kosta. Náttúmvemd hefúr verið að vinna að því gegnum árin, að draga úr álagi á hálendinu og halda hálendisperlunum þannig að þær séu perlur áfram. Við teljum að það eigi ekki að byggja upp of mikla þjónustu á slíkum stöðum, þannig að þar gisti mörg þúsund manns í viku hverri. Slíkt á að byggja í jaðri hálendisins og skipuleggja dagsferðir út frá þeim inn á hálendið. Ýms- ar ferðaskrifstofúr em að reyna þetta og það er af hinu góða. Annað er að við frið- lýsum svæði til að halda þeim sem mest eins og þau em og fólkið sem kemur þang- að verður að aðlaga sig þeirri náttúm. Það er nóg af tjaldsvæðum í byggð þar sem hægt er að liggja í mjúku grasi og því vek- ur það spumingar um hvort nauðsynlegt sé að þökuleggja tjaldsvæði á hálendinu. Ég tel að þeir sem vilja gista inn til fjalla, eigi að hafa þau forréttindi að gista við þær frumlegu aðstæður sem þar eiu, en ekki steypa allt í sama mótið. Hvort fólk beri traust til Náttúruvemdar- ráðs svara ég játandi. Reynslan sýnir að ráðið getur staðið við þá afstöðu sem það tekur, en auðvitað em alltaf skiptar skoð- anir um allar stofnanir og embættismenn. En hvað sem því líður, þá held ég að fólk beri traust til ráðsins. Eitthvað að lokum og í tilefni þeirrar miklu ferðahelgar sem ftamundan er. Góð ráð? „Ég hvet fólk til að leita sér upplýsinga um landið og einstaka staði og að það hugsi ávallt um það, að fleiri koma á þessa staði. Fólk verður að hugsa um sitt fótspor og hveiju það veldur. Ég vona að fólk njóti þess að ferðast og vera úti í náttúrunni og upplifi hana á jákvæðan hátt. Að lokum óska ég öllum góðrar ferðar og heim- komu.“ Hermann Sæmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.