Tíminn - 28.07.1990, Page 13

Tíminn - 28.07.1990, Page 13
Laugardagur 28. júlí 1990 Tíminn 25 REYKJAVÍK, |||| SUMARFERÐ MM Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 11. ágúst. Að þessu sinni verður farið á Snæfellsnes. Ferðatilhögun verður nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðið. Héraðsmót framsóknarmanna í Vestur-Skaftafellssýslu verður haldið í Tunguseli í Skaftártungu laugardaginn 28. júlí og hefst kl. 23. Hljómsveit Stefáns P. leikur. Framsóknarfélögin Þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið að Núpi í Dýrafirði dagana 31. ágúst til 2. september. Hannes Karlsson hefur verið ráðinn starfsmaður SUF vegna þingsins og er hægt að ná í hann hér á Tímanum í síma 686300 frá kl. 9.00-13.00. Bæjarhraun 2, Hafnarfirði Innréttingar á dagvistun fatlaðra Tilboð óskast í að Ijúka innréttingu húsnæðis fyrir dagvistun fatlaðra á 1. hæð, Bæjarhrauni 2, Hafnarfirði, sem nú er tilbúið undir tréverk. Verktími ertil 15. nóvember 1990. Stærð þess er 318 fm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 150 Reykjavík til og með fimmtudags 9. ágúst gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. ágúst 1990 kl. 11:00. Stórmót - Héraðssýning Stórmót sunnlenskra hestamanna og héraðssýning kynbótahrossa verður haldið á Murneyri 12. og 13. ágúst. Skráning kynbótahesta verður í símum 21560 og 21611 í síðasta lagi 2. ágúst. Dómar kynbótahesta hefjast kl. 13.00 fimmtudag- inn 9. ágúst. Keppt verður í 800 m, 350 m, og 250 m stökki, 250 m og 150 m skeiði og 300 m brokki. Skráning gæðinga og kappreiðarhrossa verður í símum 22453 og 66055 í síðasta lagi 2. ágúst. Búnaðarfélag Suðurlands Rangárbakkar POSTFAX TIMANS Hvorvará undan? Það er mikið mál í heimi ffægðar- innar hvemig fólk er klætt. Alltaf verður að vera í nýjum foturn og að sjálfsögðu því dýrari sem þau eru því betri. Það kemur þó stundum fyrir að tveir einstaklingar mæti í sömu tegund af fatnaði eins og sést vel á meðfýlgjandi myndum. Þetta eru þær Christie Brinkley, fyrrver- andi toppmódel og eiginkona söngvarans Billy Joel og Jane Fonda leik- og líkamsræktarkona. Myndimar vom teknar í boði sem haldið var nýverið í Los Angeles og voru þær stöllur lítt hrifnar af þessum leiðindum. Svona atvik hvor þeirra tæki sig betur út í þess- geta þó ávallt komið fyrir. I boðinu um fatnaði og verður bara hver og vom miklar vangaveltur um það einn að dæma fyrir sig. Stefnir í glötun Bamastjaman Drew Barrymore sem lék í hinni vinsælu bamamynd E.T. og myndinni Firestarter er nú orðin 15 ára gömul. Hún hefúr átt í miklum erfiðleikum um nokkurra ára skeið. Aðeins 12 ára gamla þurfti að senda hana í meðferð vegna drykkju og eiturlyfjanotkun- ar og óttast var um líf hennar á tímabili. Ástandið virtist hafa batn- að en á síðasta ári fór aftur að halla undan fæti og hún reyndi að stytta sér aldur. Hún fór því aftur í með- ferð en virðist ekki hafa gefið vín og dóp alveg upp á bátinn. Vinir hennar og kunningjar hafa nú mikl- ar áhyggjur af henni því hún stund- ar næturlíf Los Angeles borgar af miklum krafti. Drew er farin að - barnastjarnan úr E.T. umgangast nýja vini sem er saman- safn af slæmu mótorhjólagengi sem heldur sér gangandi með dópi og víni. „Drew stefhir í glötun enn á ný. Hún gerir það sem henni sýn- ist og enginn skiptir sér af henni. Hún er aðeins 15 ára en er ávallt síðust til að yfírgefa ballstaðina seint á morgnana," segir gamall fé- lagi hennar. Hún er þekkt á böran- um og skemmtistöðunum og eyðir flestöllum stundum sínum þar. Sjálf segist hún einungis vilja fá að vera í friði og að hún sé nógu göm- ul til að sjá um sig sjálf. Móðir hennar ræður ekkert yfir henni og lítið samband er þeirra á milli. Föð- ur sinn hefúr hún ekki séð í 10 ár. „Islenski hundurinn alveg sérstakur“ Það era ekki margir sem vita það að Soffla Spánardrottning er mikill dýravinur og á marga hunda og ketti. Hún heldur mikið upp á dýrin sín og hugsar mjög vel um þau. „Ég hef elskað dýr síðan ég var bam. Það vora alltaf dýr á mínu æsku- heimili og foreldrar mínir kenndu mér að elska og hugsa vel um dýr- in,“ segir Soffía. Hún segir að það sem henni líki best í fari hunda er hversu traustir og góðir þeir séu. „Það ættu allir að leyfa bömum sín- um að alast upp með dýram. Það kennir þeim svo mikið og gefúr þeim ábyrgðartilfinningu. En dýr era ekki eitthvað sem má henda í burtu þegar búið er að hafa gaman af þeim. Fólk verður að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir því að ala dýr upp“, segir hún. Þeg- ar hún er spurð að því hvaða er- lenda tegund hafi vakið hvað mesta hrifhingu hjá henni svarar hún því „Hundar eru svo traustir og góðir,“ segir SofRa drottning. Hér sést hún ásamt tveimur af hundum sínum. þannig til að henni hafi eitt sinn hundurinn er alveg sérstakur,“ verið sýndur íslenskur hvolpur sem sagði drottningin að lokum. hún gersamlega féll fyrir. „Islenski Hér sést Drew, fýrir miðju, ásamt félögum sínum í mynd- inni E.T. Drew Barrymore

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.