Tíminn - 28.07.1990, Side 14

Tíminn - 28.07.1990, Side 14
Tíminn 26 Hallgrímur Sigtryggsson Fæddur3. júlí 1894 Dáinn 26. júní 1990 Hallgrímur Sigtryggsson andaðist í Reykjavík 26. júní sl. og var borinn til hinstu hvíldar frá Dómkirkjunni hér í borg þann 3. júlí; þann dag heíði hann orðið níutíu og sex ára, ef honum heíði enst líf, þvi fæddur var hann 3. júlí 1894 — að Gilsbakka í Hrafnagils- hreppi í Eyjafjarðarsýslu. Með Hall- grími er horfmn af sjónarsviðinu sterk- ur og óvenjulegur persónuleiki. Hann mun ógleymanlegur hverjum þeim sem átti með honum samleið um lengri eða skemmrí tíma. Vegferð hans sjálfs spannaði næstum því heila öld og það var raunar öldin þegar Islendingar stigu ffam úr rökkri fortíðarinnar inn í birtu nútímans og hófú sig í leiðinni ffá ör- birgð til bjargálna. Þótt ungur væri að árum var Hallgrímur orðinn liðsmaður í forystuliði samvinnuhreyfingarmnar fyrir 1920. Er það trú mín að hann hafi hnigið síðastur að velli úr þeirri vösku sveit sem árið 1920 flutti inn í nýbyggt Sambandshúsið við Sölvhólsgötu. Foreldrar Hallgrims voru Sigtryggur Þorsteinsson, lengi starfsmaður hjá Kaupfélagi Eyfirðinga á Akureyri, og fyrri kona háns Sigriður Stefánsdóttir. Hallgrímur varð gagnffæðingur ffá Akureyri árið 1914; hann hóf störf hjá Kaupfélagi Eyfirðinga árið 1915 og starfaði þar til 1918. Um þessar mund- ir eru miklar breytingar í deiglunni hjá íslenskum samvinnumönnum. Vorið 1917 kemur Hallgrimur Kristinsson heim ffá Kaupmannahöfh til þess að undirbúa stofhun aðalskrifstofh Sam- bandsins í Reykjavík. Sú skrifstofa var fyrst til húsa á Amtmannsstíg 5 og síð- ar í húsi Nathan & Olscn í Austur- stræti, uns starfsemin var flutt í Sam- bandshúsið við Sölvhólsgötu árið 1920 eins og áður er getið. Að áeggjan Hall- grims Kristinssonar, forstjóra Sam- bandsins, flytur Hallgrímur Sigtryggs- son suður yfir heiðar árið 1918 og hef- ur störf á nýstofnaðri aðalskrifstofu Sambandsins í Reykjavik. Þar starfaði hann allt til ársins 1965 er hann hætti störfum fyrir aldurs sakir. Frá 1918 til 1939 fékkst hann við innkaup á erlend- um vörum og sölu á íslenskum afúrð- um. Frá 1939 til 1955 starfaði Hall- grimur í bókhaldsdeild Sambandsins, en síðan við effirlitsstörf og heimilda- söfnun að sögu sambandskaupfélaga. Arin á milli stríða, þegar Hallgrimur sinnti afúrðasölu til útlanda og inn- kaupum erlendis ffá, voru merkilegur timi í verslunarsögu þjóðarinnar. Það er ekki ofsagt að íslendingar hafi þá verið að hasla sér völl á markaðstorgi heims- ins. Þá voru í mótun vinnubrögð og vinnuaðferðir sem hafa enst okkur ffam á þennan dag. Samvinnumenn voru fljótir að koma auga á þýðingu þess að hafa fasta aðstöðu í markaðs- löndunum. Skrifstofúr Sambandsins í Kaupmannahöfn og Leith gegndu lyk- ilhlutverki í afúrðasölu jafht sem inn- kaupum. í öllu þessu merkilega starfi var Hallgrímur Sigtryggsson beinn þátttakandi. Hann fór margar ferðir til útlanda á þessum árum. Þá var öldin önnur hvað snerti farartæki og farar- tíma. Þá vom ferðimar mældar í jafh- mörgum vikum og nú mundi til fómað í dögum. Einhvem tíma á þessum árum kom Hallgrímur til Kaupmannahafnar úr siglingu til Spánar og höfðu þeir hreppt veður svo ströng á útleið að út tók mann af skipinu og náðist ekki aft- ur. A Sambandsskrifstofúnni í Kaup- mannahöfn er Hallgrími tjáö að Is- landsskip sé í brottu og ekki um aðra siglingu að ræða fyrr en að tveim mán- uðum liðnum. Hallgrímur vann þá á Kaupmannahafnarskrifstofú þessa tvo mánuði en steig að þeim tíma liðnum á skipsfjöl og náði heim til Reykjavíkur nokkru fyrir jól. Þetta brot úr löngu lið- inni ferðasögu hef ég eftir góðri hehn- ild. Það segir okkur hvert regindjúp er staðfest á milli þeirrar aðstöðu sem við búum við í dag og þeirra skilyrða sem búin voru fiumheijunum i íslenskum utanríkisviðskiptum. Störf Hallgrims að málefnum sam- vinnumanna voru ekki bundin við Kf. Eyfirðinga og Sambandið. Hann lét sér mjög annt um málefni Raupfélags Reykjavíkur og nágrennis og sat i stjóm þess félags í þijá áratugi, frá 1950 til 1980. Frá 1951 og fram á allra síðustu ár var hann fúlltrúi KRON á að- alfúndum Sambandsins. Þá bar það Laugardagur 28. iúlí 1990 jafnan við, er fúndarstjóri hafði slitið aðalfúndi með hefðbundnum ámaða- róskum til fundarmanna, að Hallgrím- ur steig ffam, hóf upp sína djúpu og fögru bassarödd og bar ffam góðar óskir til fúndarmanna til fúndarstjór- ans. Ég hef alltaf talið víst að þessi fagri siður mundi upprunninn fyrir norðan. Hallgrímur Sigtryggsson var einn af stofhendum Karlakórs Reykjavikur, fé- lagi í kómum um áratugi og í stjóm hans um langt skeið. Hann tók þátt i hinum miklu söngferðum kórsrns, sem lengi verða í annálum hafðar, svo sem Amer- íkuför 1946 og Miðjarðarhafssiglingu 1953. Þeim, sem vom í Dómkirkjunni í Reykjavík hinn sólfagra þriðjudag 3. júlí 1990, mun seint úr minni líða und- urfagur söngur karlakórsfélaga með Guðmund Jónsson í broddi fylkingar. Ég sagði við konu mína, þegar við gengum frá kirigu að athöfn lokinni: ís- land er líklega eina landið í heiminum þar sem jaiðarför getur snúist upp i konsert á heimsmælikvarða. Ljóst er að orðsins list hefúr alla tíð verið Hallgrími mjög hugleikin. Hann var prýðilega hagmæltur og þegar vinir hans minntust hátiðlegra stunda átti hann það til að setja saman kvæði þeim til heiðurs. Sem ungur maður var hann einn af stofnendum Leikfélags Akur- eyrar og þess var áður getið að á effi ár- um sinnti hann söfhun heimilda um sögu samvinnufélaganna, svo og rit- störfúm. Arangurinn af þessu var m.a. afmælisritum Kaupfélag Svalbarðseyr- ar 70 ára, útg. 1959; þá mun og mikið af óbútu efni liggja efhr Hallgrím á þess- um vettvangi. Þegar aðalfúndur Sam- bandsins 1951 tók sér fyrir hendur að velja nafn á mennta- og fúndasetur samvinnumanna við Hreðavatn í Boig- arfirði, kom Hallgrimur ffam með til- lögu um nafhið Bifföst sem strax festist við staðinn. Eins og það var gæfa Hallgríms að fá á ungum aldri tækifæri til þess að sinna tímamótaverkefnum í sögu þjóðarinn- ar, svo var hann og mikill gæfúmaður í einkalífi sínu. Eftirlifandi kona hans er Kristin, fædd 30. ág. 1897, dóttir Sig- urðar Jónssonar, ráðherra og bónda að Ystafelli í Köldukinn í Suður- Þingeyj- arsýslu og konu hans Rristbjargar Mar- teinsdóttur. Hallgrímur og Kristin gengu í hjónaband 22. maí 1927. Varð þeim fjögurra bama auðið sem öll em á lífi; þau em, talin í aldursröð: Sigurður, verkffæðingur, búsettur í Kenya í Aff- íkku; hans kona er Aranka Bugatsch, ættuð ffá Færeyjum og eiga þau tvo syni. Sigtryggur, verslunarmaður í Reykjavík, kona hans, Ragnhildur Jónsdóttir, lést árið 1985; böm þeirra em sex og bamabömin sjö. Vigdís menntaskólakennari, búsett í Svíþjóð; hennar maður er Lars Gustav Nilson menntaskólakennari og eiga þau einn son. Yngstur er Þorsteúin, verkffæð- ingur í Reykjavík; hann er kvæntur Margréti Asólfsdóttur og eiga þau tvö böm. Ég naut þess að kynnast Hallgrimi Sigtryggssyni persónulega á fyrstu starfsárum mínum hjá Sambandinu, 1951 og síðar. Hann var mikill að vall- arsýn, handtakið traust og hlýtt, ffam- koman gædd ljúfmennsku og léttleika, en undir niðri skap og festa. Tungutak hans var fagurt og vandað, borið uppi af óvenjulega djúpri og fagurri bassa- rödd. Á langri ævi vann Hallgrímur Sig- tryggsson íslensktun samvútnumálum allt er hann mátti. Að leiðarlokum þökkum við honum langa og gifturíka samfylgd og við biðjum blessunar eft- irlifandi konu hans, bömum og allri fjölskyldu. Sigurður Markússon stjórnarformaður Sambands ísl. samvinnufélaga Bjami Gestsson * frá Björnólfsstöðum Bjami Gestsson, sem lengi var bóndi á Bjömólfsstöðum í Langadal, Engi- hlíðarhreppi, Austur- Húnavatnssýslu, lést 25. april síðastliðinn á áttugasta og áttunda aldursári. Hann andaðist í svefni eftir skamma legu á Landspítal- anum en haföi, einkum síðustu misser- in, búið við þverrandi heilsu og krafta. Bjami fæddist á Bjömólfsstöðum 29. júlí 1902, og voru foreldrar hans hjón- in Hólmffíður Bjamadóttir og Gestur Guðmundsson er þar bjuggu. Hólm- ffiður var fædd árið 1867 að Þorkels- hóli í Víðidal, dóttú Önnu Maríu Bene- diktsdóttur og Bjama Gestssonar bónda. Gestur var fæddur árið 1857 að Marðamúpi í Vatnsdal, sonur Guðrún- ar Gestsdóttur og Guðmundar Jónsson- ar en ólst upp við misjafht atlæti hjá vandalausum þar í sveit. Þau Guðrún og Gestur komu að Bjömólfsstöðum ffá Litlu-Ásgeirsá í Víðidal árið 1890 og hófú þar búskap, byggðu upp á jörðúmi og stækkuðu tún. Á vetrum stundaði Gestur sjóróðra ffá Skagaströnd sér til búdrýginda, enda haföi hann á hveiju ári ffá því að hann haföi burði til farið í verið suður á Álftanes og var vanur sjómaður. Böm þeirra Hólmffíðar vom þessi: Bjöm Leví, f. 1889, Guðrún, f. 1892, Bjami, f. 1902, Guðmundur, f. 1904, Anna María, f. 1905 og Herborg Laufey, f. 1913, sem nú er ein þeirra systkina á lífi. Hólmffiður var bókhneigð kona og vildi koma bömum sínum vel til manns. Að Bjömólfsstöðum var því jafnan fenginn farkennari eins og þá tíðkaðist og þar var lestrarfélag sveitar- innar lengi til húsa. Eftir fermmgu naut Bjami lítillar skólamenntunar. Hann fótbrotnaði sextán eða sautján ára gam- all og var ófier til vúinu þann vetur, en þá kom móðir hans því svo fyrir að hann fengi að dveljast um tíma með jafhöldrum sínum á Geitaskarði þar sem var heimiliskennari. Ungur maður dvaldist Bjami svo vetrarpart í Reykja- vík. Hann var þá í læri á pijónastofúnni Malin og lærði að pijóna á pijónavél sem hann stundaði síðan talsvert í hjá- verkum. Að öðm leyti dvaldist hann ekki langdvölum annars staðar en á Bjömólfsstöðum fyrr en á efri ámm. Bjami var söngelskur og haföi fallega söngrödd. Þegar sveitungi hans dvald- ist um túna á Bjömólfsstöðum með grammófón sem hann haföi eignast og hljómplötur, meðal annars með söng Péturs Á. Jónssonar, þá lærði Bjami lögin og söng þau oft við vinnu sína, sjálfúm sér og öðrum til skemmtunar. Hann átti það líka til að setja saman laglega vísu ef svo bar undir, en flíkaði því ekki að marki. Haustið 1928 fylgdi Hólmfriður yngstu dóttur sinni til Reykjavíkur og vom þá systkinin öll farin að heiman nema Bjami sem stóð fyrir búi með föður sínum. Hólmfriður átti síðan heima þar syðra til æviloka sumarið 1947, en Gestur andaðist farinn að heilsu á Bjömólfsstöðum á útmánuð- um 1936. Þá tók Bjami alfarið við jörð- inni. Sama ár varð enn breyting á hög- um Bjama því að þá um vorið kom til hans kaupakona vestan úr Dölum, Bjömffiður Ingibjörg Elimundardóttir, fædd á Stakkabergi á Skarðsströnd 10. september 1902. Hún varð húsfreyja á Bjömólfsstöðum og þau Bjami skildu ekki síðan meðan bæði liföu. Bjami var að sumu leyti framsýnn og stórhuga bóndi. Hann byggði snemma steinsteypt fjárhús á jörðúini með hey- hlöðu og súrheysgryfju sem mun hafa verið nýjung þar í sveit. Síðan reisti hann rúmgott íbúðarhús, tvílyft á háum kjallara. Sambyggt því var fjós og hlaða, svo að innangengt var í fjósið eins og í gamla bænum, og súrheys- gryfju haföi hann einnig þar. Þetta vom á sínum tima vel byggð hús og reisu- leg, og vissu þijár burstir fram á hlaðið. Þegar tímar liðu fram vom þau máluð hvit með rauðu þaki og sómdu sér vel í grænu túninu undir fjallinu. Árið 1930, áður en flutt var í nýja húsið, haföi Bjami að auki látið reisa sjö kílóvatta vatnsaflstöð á vegum brautryðjandans Bjama Runólfssonar í Hóúni í Vestur- Skaffafellssýslu og leiða rafmagn í húsið. Var þessi rafstöð hin fyrsta sinn- ar tegundar í Húnavatnssýslu og dugði vel og lengi, en margar ferðú mátti Bjami fara þangað upp eftir til að hreinsa síur og dytta að. Bjami vann einnig lengi að þvi að slétta tún og brjóta land til nýræktar. Hann keypti jörðúia Ystagil sem var farin í eyði og aflaði þar heyja, og einnig nýtti hann um tíma túnin í Miðgili eftir að hætt var að búa þar. Þau Bjami og Ingibjörg eignuðust ekki böm, en uppeldisstarf þeúra varð þó mikið því að í búskapartíð þeúra urðu sumarbömin ófá, bæði skyld og vandalaus, og komu flest sumar eftir sumar. Ingibjörg strauk undurhlýtt um vanga og Bjami klappaði á kollúrn og hló góðlátlega, dálítið hneggjandi hlátri. Hún sagði skemmtilegar sögur og hann kunni skil á ýmsum undrum náttúrunnar og því sem var í gamla daga. Af þeim mátti margt læra. Aðrú sumargestú vora einnig margir til lengri eða skemmri dvalar. Var tekið á móti þeim af mikilli gestrisni í hví- vetna. Þeú sem vora nætursakú fengu að sofa sælir á mjúkum fiðursængum og ósjaldan haföi húsfreyja breitt ofan á þá sina eigin sæng sem var úr völdum æðardúni úr Breiðafirði, enda sænga þykkust og léttust. Að morgni varþeún svo fært í rúmið, kaffi eða spenvolg ný- mjólk og ilmandi bakkelsi. Löngum vora einnig gamalmenni í skjóli Bjama og Ingibjargar, sum í hús- mennsku, önnur i heimili með þeim. Kona sem fyrst haföi verið á Bjömólfs- stöðum í búskapartíð foreldra Bjama fyrir löngu, greind kona en þótti sérvit- ur og eúði ekki lengi á sama stað, gekk þar alltaf að vísu hlýju rúmi og lífsnær- ingu þar til henni fannst mál til komið að halda áfram sínu endalausa ferða- lagi, sem linnti ekki fyrr en hún settist að á Bjömólfsstöðum, gömul og örv- asa. Ónnur kona, sem litt kaus að eiga samleið með öðrum og haföi fengið að byggja sér dálítinn húskofa niðri við Blöndu, átti þau Bjama og Ingibjörgu jafhan að þegar hún var lasin eða svöng eða þegar kuldinn var verstur á vet- uma. Ekki þótti þeim taka því að hafa um þessa hluti mörg orð. Ingibjörg var dýravinur svo af bar, og Bjami haföi hesta sína gjama á nokkurs konar eftúlaunum lengi effir að hann var hættur að hafa gagn af þeún. Gaml- an hest átti hann sem var víst orðinn hálffertugur þegar hann loks var felld- ur. Bjami var þó lítið gefinn fyrir reið- mennsku og eftir að dráttarvélin kom til sögunnar sást varla hross heúna við fyrr en undú göngur. Þegar árin færðust yfir fóra þau Bjami og Ingibjöig bæði að lýjast og hann var auk þess langþjakaður af heymæði, sem oft fylgú því að vera bóndi. Áríð 1972 sáu þau þann kost vænstan að selja jörðina og hætta bú- skap. Þau fluttust síðan til Reykjavíkur þar sem þau fengu að góðra manna ráði íbúð í Hátúni 1 Ob. Þetta urðu þeim mikil umskipti. Blessaðar skepnumar vora minningin eúi, malbikið hart undú fæti og gróðurinn varla nema nafnið hjá grösugum túnum og blóm- um í haga, dyntóttur hávaðinn af bí- laumferðinni á Suðurlandsbrautinni varla jafnnotalegur fyrir eyram og nið- urinn í Blöndu, og þótt fagurt væri að líta yfir jafnaðist það tæpast á við víð- sýnið vestur yfir Húnaflóann og til Strandafjallanna bláu. En þau nutu þess að eiga þægilegan og öraggan samastað svo lengi sem þau þyrftu með, og nú voru líka hægari heimatök- in að eiga fúndi við ættingja og vini hér syðra. Ingibjörg andaðist effir stranga legu 6. júlí 1979. Þegar Bjami var orðinn eúin naut hann þess að kunna sitthvað til verka innanstokks, en það haföi móðir hans séð um að synir hennar lærðu ungir. Hann var þvi vel sjálfbjarga og vílaði ekki fyrir sér að taka slátur á haustin. Þótt hendumar væra vinnulún- ar haföi hann lengi nokkum starfa af þvi aðiganga ffá treflum og hnýta öngla, enda ekki að hans skapi að vera iðjulaus. Hann las talsvert og ferðaðist um landið á sumrin, brá sér jafnvel út fyrú landsteinana og skoðaði sig um í Noregi og Mið-Evrópu. Úr þeún reis- um haföi hann frá mörgu að segja og haföi eins og hans var háttur tekið vel eftú því sem fyrir augu bar. Hvar sem hann fór leit hann kringum sig með hugarfari bóndans og þegar borgarbamið haföi hugann við lagleg- an foss uppi í hlíð eða skrýtinn og skemmtilegan klett, var ekki ólíklegt að hann væri að velta fyrir sér grösug- um bithögum og vænlegum túnstæð- um. Hugurinn leitaði ofl norður yfir heiðar, og hann dvaldist nokkram sinnum tímakom á Löngumýri í Skagafúði. Þá lá leiðin um Langadal og var auðheyrt að honum féll þungt að sjá heim að Bjömólfsstöðum þar sem allt var komið í eyði og niður- níðslu, þótt ekki heföi hann um það mörg orð. Hann haföi lifað tímana tvenna, haföi orðið bóndi á meðan bú- skapur var í hávegum haföur á íslandi og liföi síðan þá kreppu sem enn stendur í landbúnaði. Bjami var raun- sær maður og skildi vel að tímamú breytast en bágt átti hann með að sætta sig við að bömin væra látin svelgja í sig litað efnaglundur fremur en heil- næma nýmjólkina. Bjami var ríflega meðalmaður á hæð og samsvaraði sér vel. Hann var blá- eygur og réttnefjaður, varimar fremur þykkar, hárið dökkt og gránaði seint. Fasið var rólegt og viðmótið hlýlegt, ekki síst við böm. Bjami var tilgerðar- laus maður, skynsamur og tók vel effir, hann var minnugur og sagði ákaflega skýrt og skilmerkilega ffá, hvort sem var ffá gamalli tíð eða því sem nýrra var. Sjálfúr vék hann talinu sjaldan að gömlum tímum en var fús að segja frá ef hann var beðinn um það. Til hins síðasta fylgdist hann vel með fféttum og ævinlega kunni hann skil á veðri og tiðarfari sunnan heiða sem norðan. Þótt líkaminn yrði lasburða hélt hartn sálar- kröffum sínum til húistu stundar og mætti því sem að höndum bar af kjarki og reisn. Bjami liföi langa og farsæla ævi. Hann var góður samferðamaður og er kært kvaddur að leiðarlokum. Þeúra Ingibjargar beggja er mrnnst með þakklæti og hlýju. Helga Guðmundsdóttir

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.