Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 28. júlí 1990 Tíminn 27 Andrea Jónsdóttir Fæddl7.janúarl902 Ðáin 18. júlí 1990 Andrea Jónsdóttir er látin í hárri elli. Þrátt fyrir að um 50 ár séu liðin frá því eg kynntist henni, vekur hún upp í minni mínu myndir af merkri konu sem stóð fyrir stóru heimili af reisn og myndarskap. Hún var hugljúf og góð og vildi að allir fengju sitt út úr lífinu. Gerði gott úr öllu og brosti þegar vanda bar að höndum. Eg dvaldi oft í Leirhöfn en var ann- ars mikið á ferð um héraðið. í Leir- höfh var eitt stærsta bú sýslunnar og þar var líka rekinn iðnaður. Húfu- gerð. Þeir bræður, Helgi, maður Andreu, og Sigurður, voru athafna- menn miklir og ráku búið saman. Þeir trúðu á landið og eigin mátt til athaíha og framfara, þjóð sinni til farsældar og meiri velmegunar. Eg minnist orða Helga, er við gengum um móana út frá túninu, en hann sagði: „í þessu landi býr gull framtíð- arinnar." Helgi var mikill ræktunar- maður og mikill bókasafhari. Bóka- safn hans varð stórt og þar kominn saman mikill fróðleikur. Bækurnar batt Helgi flestar inn sjálfur. Þennan mikla menningararf gaf Helgi sýsl- unni eftir sinn dag. Með Sigurði lá eg eitt sinn á greni. Þar kynntist eg honum betur en áður. Auk þess að vera besta skytta sem eg hefi kynnst, var hann skáld gott. Eg fékk að heyra þessa fallegu vornótt, þegar kyrrðin og þögnin var eins og rekkjuvoð yfir öllu, mörg gullfalleg ljóð um land og þjóð. En eg held að því miður hafi skáldskap Sigurðar ekki verið haldið til haga. Þegar Sig- urður hafði skotið læðuna og refurinn ekki gert vart við sig, fór hann að gera tilraun til þess að ná yrðlingun- um úr greninu. Hann kallaði á máli móðurinnar en fékk aðeins svar yrð- linganna í veiku ýlfri. Það benti til þess að þeir væru mjög ungir. Sig- urður tók þá læðuna og Iagði hana á hliðina inn á grenismunnann og byrgði yfir. Eftir nokkra stund opn- uðum við munnann og þá voru 6 litl- ir yrðlingar á spenum lífvana móður sinnar. Þetta fannst mér átakanleg sjón, sem ekki gleymist. Þegar Sig- urður tók hvolpana af spenunum, sem þeir héldu dauðahaldi í, sá eg að hann viknaði við. En hvað verður ekki að gera við væntanlegan skað- vald sem kemst á legg. Enda þótt Sigurður virtist stundum vera hrjúf- ur, var hann hlýr og sterkur persónu- leiki sem virðing var borin fyrir. Leirhöfn er á Melrakkasléttu vest- anverðri. Vegurinn frá Kópaskeri til Raufarhafnar liggur meðfram túninu á Leirhöfh. Á milli þessara staða gengu áætlunarbílar. Þeir stoppuðu oft í Leirhöfh og þáðu farþegar þar oft góðgerðir í mat og drykk. Einu sinni taldi eg 30 manns raða sér í JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10.5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. Örugg og hröð þjónusta, BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Leirhöfn kringum hlaðið matarborð sem var tilbúið á stuttri stund hjá Andreu. Þetta var eins og á hóteli, nema hér var ekki tekinn eyrir fyrir greiðann. Meiri gestrisni hefi eg aldrei kynnst. Milli þess fólks, sem eg hefi nefnt hér að framan, rikti einhugur og skilningur sem gerði lífið og starfið léttara og betra. Það var hollt fyrir ungan mann að kynnast því. Nú eru þau öll horfin yfir móðuna miklu. Blessuð sé minning þeirra. Guðlaugur Guðmundsson Andrea Jónsdóttir lést á sjúkrahúsi Húsavíkur 18. júlí 1990. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Arnason og Hildur Jónsdóttir, búendur á Ás- mundarstöðum. Þau áttu margt barna, mannvænlegt fólk og vel látið. Andrea, f. 17. janúar 1902. Giftist manndómsmanninum Helga Krist- jánssyni, bónda í Leirhöfh. Þau eign- uðust 7 börn: 1. Jóhann, f. 20. júní 1924, bóndi í Leirhöfn. Búfræðingur. Kona: Dýr- leif Andrésdóttir. Þau eiga 4 dætur. 2. Birna, f. 20. apríl 1927, d. 4. sept- ember 1928. 3. Jón, f. 7. júlí 1929. Hagræðingur að mennt, lærði í Noregi. Kona: Val- gerður Guðrún Þorsteinsdóttir. Þau eiga 3 syni. 4. Hildur, f. 28. desember 1930. Nám í Kvennaskóla Reykjavíkur. Gift Sigurði Þórarinssyni frá Laufási í Kelduhverfi. Þau eiga eina dóttur. 5. Helga, f. 28. desember 1930. Nám við héraðsskólann í Reykholti. Gift Pétri Einarssyni. Þau eiga tvo syni. 6. Birna, f. 20. júní 1932. Ógift. Nám í Gagnfræðaskóla Húsavíkur. 7. Anna, f. 13. janúar 1943. Nám í Kennaraskóla íslands. Giftist Barða Þórhallssyni, Björnssonar, frá Vík- ingavatni. Maður Önnu er látinn. Þau eignuðust þrjú börn. Arið 1923 tók Andrea við búsfor- ráðum í Leirhöfn. Vel fór á með þeim tengdamæðgum, báðar geðprýðis- konur. Leirhöfh er við fjölfama leið. Þar var mikill gestagangur. Vegurinn lá nær bænum þá en nú. Búið stórt og margt að annast. Það reyndi á þrek hinnar ungu húsfreyju, sem stóðst prófið með ágætum. Ég heyrði því við brugðið, hve vel Andrea hefði hugsað um tengdamóður sína, aldr- aða. Helga Sæmundsdóttir var heilsuhraust, þar til hún fékk slag og lamaðist, síðasta árið sem hún lifði. Helgadóáriðl930. Hjónaband Andreu og Helga var farsælt og hamingjusamt. Kveð ég þessa heiðurskonu með vinsemd og virðingu. Guð blessi hana. Börnum hennar, tengdabörnum, barnabörn- um, ættingjum og vinum, sendi ég samúðarkveðjur. Þórarinn Jónsson BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið. gera þér mögulegt að leigja bil á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíla eriendis interRent Europcar Það mun svo Ijúft, að búa á bernskudögum, við birtu náttleysunnar, sérhvert vor. Hvar minjablóm, i kœrum heima- hógum, með höfgum ilmi grær, við sérhvert spor. Hún, sem bjó i slikum heimahögum bar heiðríkjunnar svipmót, alla tið. Þannig var hún, allt að ellidögum, gæddyndisþokka, glœsileg ogfrið. Það varsvo gott að una um ævi langa í œttarbyggð, svo nærri bernskurann. Sömogjöfn, var hennar gæfuganga, því göfgan, traustan, hlaut hún eig- inmann. Það varrausn, áþekktu hófuðbóli, þar bar allt um starfsgleðina vott. Börnum þeirra hjóna hollur skóli, sem hefur reynst þeim veganesti gott. Heimabyggðin hefur mörgu að skarta, þótt húmi líka svalt, við nyrstu höf Ylgeislanna guðdóms birtan bjarta blessi og signi, um eilifð, þeirra gröf Þ.S.J. Það er kunnara en frá þarf að segja að hvar æskusporin liggja með fal- legri og hrífandi minningu um fyrstu árin, hlýja og óeigingjarna framkomu þeirra sem eldri eru í garð barnsins, þar vill maður eiga hlutdeild, ekki aðeins ísfólkinu heldur einnig í land- inu og telja það sitt. Þannig varð mér innanbrjósts hinn 18. júlí þessa mánaðar er mér, ásamt félögum mínum á leið úr gæsluflugi á flugvél Landhelgisgæslunnar, gafst kærkomið tækifæri til að fljúga með strönd Melrakkasléttu í ólýsanlega fallegu veðri. Hún tók mér fagnandi Sléttan og fylltist ég stolti að eiga hana. Þarna var Raufarhöfh, Ás- mundarstaðir, Leirhöfh og önnur ónefhd höfuðbýli sléttunnar, ávallt þar, óbifanleg. Mér var hugsað til þess að á áætlunarstað, Húsavík, dveldi á sjúkrahúsinu kona hverrar minning mér var svo kær, jafhframt fylltist ég trega að eiga þess ekki tækifæri að heilsa upp á hana. Á Húsavík væru mér færð þau tiðindi úr Leirhöfh á Melrakkasléttu að amma mín, Andrea Pálína, væri öll þá fyrr um nóttina. Svona er Sléttan, hugsaði ég, hún tekur í mót frændum sínum, falleg og björt, hún kveður jafhframt þá sem hún ól og undu hag sínum hverfi bet- ur, skartandi sínu fegursta. Hvar eru mörk þess að muna Andr- eu fyrst? Hún var alltaf í Leirhöfh og hjá ungu barni og unglingi stendur tíminn í stað. Andrea Pálína fæddist á Ásmundar- stöðum á Melrakkasléttu og var á átt- ugasta og níunda aldursári er lausnar- inn nam hana til sín eftir langvarandi heilsubrest. Hún giftist afa minum Helga Kristjánssyni, bónda í Leir- höfn (d. 17. september 1982), 8. sept- ember 1923. Þau bjuggu allan sinn búskap í Leirhöfh, samrýmd, greind og tillitssöm hjón sem sómi var að. Amma Drea, eins og hún ávallt var nefhd, var fjölkunnug og menntuð kona. Hún lauk verslunarskólaprófi í Reykjavík og kenndi að námi loknu við farskóla á Melrakkasléttu böm- um þeirra tíma sem ég núna tel mér eldri menn. Ég sótti alls kyns fróðleik i gnægta- brunn þekkingar hennar, hún var og einnig fyrsti læknirinn sem veitti mér aðhlynningu. Svo bar við að um slátt hafði ég troðið mér í hlöðuna í Leir- höfh til að ólmast í heyinu sem hey- blásari spjó, líkt og drekarnir eldi í ævintýrunum, í hólf og gólf. Skemmtilegast var að láta drekann kaffæra sig og grafast undir en ég þurfti, af forvitni bamsins, endilega að horfa á heyið koma og að sjálf- sögðu fékk ég allt túnið i andlitið og augun. Önnur nærstödd böm komu mér til hjálpar og þangað flúðu þau með sjúklinginn sem öryggið og hlýjan var mest beint til ömmu Dreu. Hún tók við mér og að rannsókn lok- inni slengdi hún mér á hnén á sér og sleikti augun. Komin og sársaukinn hurfu eins og hendi væri veifað. Ég man að ég hugsaði: Mikið ofsalega er hún amma nú klár, ef hún hefði ekki bjargað þessu hefði ég þurft að fara með túnið í bæinn. Þær eru margar fallegar og hrifandi minningarnar um ömmu Dreu og ég spyr því geymir maður alltaf þakk- lætið uns þeir er þess eru verðir eru komnir undir græna torfu. Þvi talar maður aldrei til þeirra á meðan þeir enn geta heyrt hvað maður vildi segja? Þess óska ég eins, um leið og ég þakka þér, amma mín, samveruna, að heimkoman á sléttuna grænu sé jafh- yndisleg og kvaddi Sléttan þín. Þórður Ferðafólk! VEITINGASKALINN BRÚ, HRÚTAFIRÐI BYÐUR YKKUR VELKOMIÍM Við erum í leiöinni hvortsem þiö farið á Strandir eða éfram til Norðurlarids eða að norðan og vestan áleiðsuður. Vlð bjóðum upp á VEITINGAR: Fjölbreyttur matseðill og ýmsir sméréttir ásamt kaffi og meðlætL Öl - gos og sælgæti ásamtýmsum smávörum og nesti íferðalagið. Mþjónusta Bensín — olíur og ýmíslegt fýrír bílínn. VEITINGASKALINN BRU HRÚTAFIRÐI - Sími 95-11122

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.