Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 28.07.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 28. júlí 1990 HELGIN 3E 15 Innanhússfrágangur Tilboð óskast í innanhússfrágang á efstu hæð og um 2/3 hlutum næstefstu hæðar K-byggingar Landspítalans, Reykjavík. Ennfremur að reisa og fullgera bráðabirgðalyftu og -stigahús austan við bygginguna. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borg- artúni 7, Reykjavík, frá og með þriðjudegi 31. júlí 1990 gegn 10.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð berist á sama stað eigi síðar en þriðjudag- inn 21. ágúst 1990 kl. 11:00 f.h. og verða þá opn- uð í viðurvist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS _____BORGARTÚNI 7. 105 REYKJAVlK_ Ferðafélögin: ÚRVAL FERÐA Jafnan hafa ferðafélögin boðið upp á sérstakar ferðir um verslunar- mannahelgar og á því verður engin breyting nú. Ferðafélag íslands og Utivist eru nú byrjuð að skrá fólk í ferðir sínar. Hjá Ferðafélagi íslands hafa flestir skráð sig í Þórsmerkurferð, þar sem m.a. er ætlunin að ganga Fimm- vörðuháls. Þá eru einnig upppöntuð öll tjaldstæði í Langadal, 350 talsins, og er biðlisti eftir þeim langur. Aðrar ferðir sem F.í. býður upp á eru gönguferðir um Nýjadal, Vonarskarð og Trölladyngju, einnig um Land- mannalaugar, Eldgjá, Gljúfur og Leitarfoss. Þá er einnig á döfinni gönguferð um Lakagíga, Hólmsárlón og Alftavatn. Þess má geta að ferðir í Landmannalaugár og Þórsmörk eru famar um hveija helgi. Ekki verður boðið upp á neina sérstaka gönguferð í Landmannalaugum, en eins og áður sagði munu þeir sem fara í Þórsmörk ganga Fimmvörðuháls. Útvist verður einnig með fjölmargar ferðir um verslunarmanahelgina. Það verður boðið upp á ferð í Bása og einnig gönguferð frá Skógaá um Fimmvörðuháls og niður í Bása. Meðal annarra ferða má nefna ferð I Núpsstaðarskóg og einnig gönguferð um Langasjó, Sveinstind og Laka- gíga. Þá ætlar Útivist að vera með dagskrá fyrir gönguskíðafólk, þ.e. heilum degi verður varið á göngu- skíðum um Langjökul og gist verður tvær nætur í Fjallkirkjunni. Önnur ferð fyrir gönguskíðafólk hefst með því að farið verður upp Sólheimajök- ul með skíðalyftu, síðan verður geng- ið vestur Mýrdalsjökul og gist á Fimmvörðuhálsi. Þeirri ferð lýkur síðan í Básum. GS. o> í I * < Annað varðar hreint súkkulaðifrauð en hitt myn tus úkkulaðifrauð. Tvö smámál sem snerta alla þjóðina. Takið þau fyrir strax. ERLÁGÚST INNI í MYNDINM HJÁÞÉR? Gjalddagi húsnœðisldna er 1. dgúst. Gerðu ráð fyrir honum í tœka tíð. 16. ágúst leggjast dráttarvextir á lán með lánskjaravfsitölu. h september leggjast dráttarvextir á lán með byggingarvísitölu. Gjalddagar húsnœðislána eru: 1. febrúar- 7. maí - 7. ágúst- 7. nóvember. Sum lán hafa fjóra gjalddaga á ári, önnur aðeins einn. SPARAÐU ÞÉR ÓÞARFA ÚTGJÖLD AF DRÁTTARVÖXTUM OG HAFÐU ALLTAF NÆSTU GJALDDAGA INNI í MYNDINNI. [Íb HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS LJ SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK ■ SÍMI 696900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.