Tíminn - 01.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 1. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin f Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aöstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls9,110 Reykjavík. Sfml: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð 1 lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverö auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Einangrun BHMR Ríkisstjómin hefur gert rétt í því að þrautreyna samningaleiðina í málefnum Bandalags háskóla- menntaðra manna í þjónustu ríkisins. Hins vegar verður að harma að sú viðleitni skyldi ekki bera ár- angur. BHMR gafst gott tækifæri til þess að brjótast út úr einangrun sinni með því að endurskoða viðhorf sín sem hafa dagað uppi í einstrengingshætti. Þótt félagsdómur hafí dæmt BHMR í vil hvað varð- ar launahækkun 1. júlí, er rangt að leggja í dóminn meira en í honum stendur. Dómurinn fjallar ekki um hinar efnahagslegu afleiðingar 4,5% hækkunar þeirr- ar sem hann telur BHMR eiga rétt til samkvæmt orða- lagi samningsins. Ef til vill heíur málflutningi fyrir dómi ekki verið hagað þannig að dómendum mætti vera það ljóst hverjar afleiðingar yrðu, þótt hitt kunni allt eins að vera að dómendum hafi ekki þótt það koma málinu við. Hins vegar getur ríkisvaldið ekki brugðist þannig við afleiðingum hækkunarinnar. Flestum hlýtur að vera það ljóst að ríkisstjóminni ber skylda til að gera ráðstafanir til þess að febrúarsam- komulagið í vetur haldist, að kaupgjalds-, verðlags- og efnahagsþróun fram á síðari hluta næsta árs verði í samræmi við áætlanir þar að lútandi. Þegar farið er að kanna hverjir standi að febrúarsam- komulaginu kemur í ljós að þar eiga hlut að máli hin almennu samtök vinnuveitenda og vinnumálasam- band samvinnufélaganna, bændasamtökin, banka- valdið og öll meginsamtök launastétta, Alþýðusam- band íslands og Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, nema hvað Bandalag háskólamenntaðra starfsmanna ríkisins telur sig standa utan við. Ríkisstjómin stend- ur að hinu víðtæka samkomulagi um kjara- og efna- hagsmál og hefur þar óefað samræmingar- og forystu- hlutverki að gegna. Eins og málum er nú háttað reyn- ir á forystu ríkisstjómarinnar að þjóðarsáttin um að kveða niður verðbólgudrauginn og koma einhverju viti í íslensk verðlagsmál haldist. Ríkisstjómin hefúr reynt að fara samningaleiðina gagnvart BHMR og leitast við að fá forystumenn samtakanna til þess að rjúfa einangrun sína ffá öðmm launþegum í landinu, þ. á m. BSRB, með því að gang- ast undir stefnu og markmið þjóðarsáttarinnar. Til- gangur þjóðarsáttarinnar er að tryggja kaupmátt launa með minnkun verðbólgu, koma jafnvægi á efnahags- þróun á Islandi. Greinilegt er að forystumenn BHMR hafna samn- ingaleið í þessu mikla hagsmunamáli þjóðfélags- heildarinnar. Þeir hanga á bókstaf samnings sem brostnar forsendur hafa í rauninni dæmt óhæfan. Ein- angmn og fríspil BHMR mundi ekki færa félags- mönnum samtakanna neinar kjarabætur, aðeins út- þynntar verðbólgukrónur og draga aðra launþega nið- ur í sama fenið. Launþegar hafa yfirleitt áttað sig á að sjálfvirkar kauphækkanir og víxlverkun milli launa, verðlags og vaxta em leið ófamaðar og kemur þyngst niður á launafólki. Það vekur því íurðu að háskóla- menntaðir starfsmenn hins opinbera skuli einangra sig í kjarabaráttu eins og þeir hafa gert. ! GARRI Brcsktir blaðamaður að nalni Bry- an Applcyard ritar á dögunum dálít- ið kvikindislega grein í Sunday Timt-s þar sem hann leggur út af orðura Kiirls ríkisarfa sera hann lét sérum mtnin fará á stúdentafundi i Cambridge, þcgar bann var þar við nám fyrtr 20 árura. „Oss ©r ekki skemmt“ Það var e.k. samkvamiisleikur á þessum fundi að viðstaddir áttu að segja hvað þeir retluðu að verða þegar þeír hefðu lokið háskúla- námt. Karl mun hafa verið seiun til svara> en stundí upp eftir nokkra þðgn: „Ég aetla að verða konungnr Evrópu," Kunnugir scgja að auövit- að hafi þetta verið konungleg gam- ansemi. Félogum hans fannst reyndar ttmi til kominn að hann segði fyrsta brandarann á ævinni — sem Appleyard segir reyndar að sé cirrnig sá síðasti—þvt Karl prins er aivörumaður og í frantan eins og Viktoría langa-langa-langamma hans, sem gekk jafnan með það scm á cnsku er kaliað eftir henni: we- arc-not- amnsed-svip, sem merkir að hleypa hrúnum, ef einhverjum: hrckkur gamanyrði af vor, því kon- ungborið fólk þolir ekki gáttlæti. lin það er síöur en svo að Appley- ard greinarhöfundur sé uð álastt Rarli ríkísarfa fyrir að vera alvönt- gefinn að uppiagi. Þvert á raótí hcldur hantt að þttð gefi komið hon-. um að góðum notum síðar, efhann kann að fara mcð það. En aðalatrið- ið fyrír ríkisarfann sé að þckkja sinn vitjunartima, fylgjast með því sem er að gerast t Evrópu, einkum frá ogmeð töftaártalinu 1992, sem á að marka tímamót í þróutiarsögu Bandaríkja Evrópu eins og tilkynnt hcfur venð. Aö vera vera Bryan Appleyard vetður ckki skil- itm öðruvísi en svo að hann sé að benda Karli prinst á aö hann skuli gcra sig kláran til að verða f raun- verulcikanum konungur Evrópu, þvi að Evrópuríkið bráðvantar al- mennilegan höfðingja áður en iangt um liður. Með því að vísa til rita lærðra manna segir Appleyard að Stór-Evrópubúar niimu fretnur hall- ast að þvi að bafa konung yftr sér eu forseta, •forsetacrobættin hljóti að missa fílvemgnmdvöllinn. Miðaó við það hlutvcrk sem nútimaþjóð- höfðingja sé ætlaö — sem cr að vcra án þess að vera — sé miklu heppilcgra að hafa crfðakónga, það leynist alltaf einhver dul yfír svo eðalbornu fölki, þótt vuria sé við að búast að konungur eða ættmenn hans verði teknir í guðatölu i Evr- ópu framtíðarinnar eins og gerðtst með Filipus drottnmgarmann, föð- ur Karls rikisarfa, sem fólk tignar sem guð á fjarlægum skerjagarði einum í Kyrrahafinu. Það kemur af sjálfú sérað greinar- höfnndurinn í Sunday Tnnes ráð- leggur Karli prínsi að iáta uf með þá konungshegðun, sem hentar e.t.v. móður htuis, að minna á sig sera þjóðhöfðíngja alls Breska samvcld- tsins. Konungsmetnaður af því tagi er cintóm svcitamennska. Ef hann ætlar að vcrða konungur Evrópu, verður hann að draga úr brcskrí sér- visku um það hvað það merki að vera konungur og vita hvemtg á að viðhalda hæstu virðmgu hins breska konungsdóms eftir að Bretar hafa afsalað sér fuliveldi cins og allar hinar þjóðimar, hvort sem þær búa viö konungdóm eða forsela- embætti. En það hefur Appleyard greinarhöfundur fyrir satt að lítil eftirspum verðt eftir forsetum f framtiðarriki Evrópu, eins og fytr er frá sagt, og gcfur í skyn að breska krúnan eigi eftír að hrapa niður heföarstigann þegar Evrópu- ríkið cr komið á, ncma Karl geri stúdentagrinið að alvðru og verði konungur Evrópu! Að öðrum kosti lendi hann á sömu tignargráðu og fursltu- af Mónakó og Liechfensteín og aðrír afdala- og útjaðrakóngar Stór-Evrópu. Meinhæöin áminning Grcinín i Sunday Timcs er auðvit- að mesti gálgahúmor og hefur trú- lega ckki mikið gildi í hátíðlegum orðræðum. Hins vegor má iesa þaö út úr þessari grein að höfundur hennar er að minna landa sína á hvert stefnir um ftiUveldi Bretlands þcgar það hefur gengist undir stjómskipulag Evrópuríkisins. Það er ekki eínasta að ríkísstjómín og þingið verði að beygja sig undir al- ríkisvaldið, heldur kann það að draga úr tignarstöðu og áhrtfavaldi konungdómsins, því samciningar- tákni sem hann er fyrir breska sam- veldið. Aftneinhæðni og kvtkíndts- skap er Bryan Appleyard að segja Karli eriðaprinsi að hann kunni að enda sem smákóngur að nafohót í útjaðri Bandaríkja Evrópu. Fða eins og þar segir: „Kóngar og smáfúrstar komast í mát, þótt Karl hafi dálitla sjansa. En forsctar veikjast á brothættum bát i brimsjó- um fiátignarglansaA Garrí mmmm. VÍTT OG BREITT Eðlileg hagræöing og einföld Lítil frétt um hagræðingu birtist í Tímanum í gær og leiðir frasögnin hugann að því hvort ekki fara millj- arðar á milljarða ofan í súginn vegna ofvirkni í samgöngum. Fréttin fjallar um þá ákvörðun að KEA hætti rekstri flutningabíla og auki sjófluminga á kosmað landflutn- inga. Þeir KEA menn sjá sér hag i því að losa sig við stóm vöruflutningabíl- ana og bjóða þá út þá þungaflutninga sem fram fara á landi en notast við sjóflutninga mestan part. Þótt KEA dragi stórlega úr flum- ingskostnaði er áreiðanlega hægt að reikna út með góðum vilja að spam- aður vegna minna vegaslits sé mun meiri en kaupfélagsins ef litið er á dæmið i heild. Og sé litið á allt fluminga- og sam- göngukerfi landsins í heild þá kemur óhjákvæmilega í ljós að það er marg- falt. Góðar samgöngur em hverri þjóð lífsnauðsynlegar og fámenn þjóð í stóm landi gæti ekki búið við góð lífsskilyrði eða framfarir á flestum sviðum þjóðlífsins nema að sam- göngur séu í góðu lagi. Hve mikiö? Hins vegar hljóta að vera takmörk fyrir hvað hægt er að eyða miklu í samgöngumál og fámennið hlýtur að setja einhveijar skorður við hve mik- ils má kosta til samgöngukerfa og flumingatækja. Vaxandi kröfur um bætt samgöngu- mannvirki em viðvarandi og að sjálfú leiðir að kvartanir yfir að of lítið sé að gert ganga eins og vel smurðar eilífð- arvélar. Sömuleiðis viðmiðanir við aðra landshluta, svo ekki sé talað um hve samgöngumar em mildu flottari hjá tugmilljónaþjóðum, sem búa á sléttlendi við temprað veðurfar og lygn vamsfoll, sem víðast hvar em dýrmætar samgönguæðar og náttúm- legar hafnir, en ekki illbrúanlegir far- artálmar, eins og íslensku ámar. Öll þessi ósanngjama samanburðar- fræði hefúr tryllt margan góðan mör- landann, sem fæst jafnvel til að trúa því að til séu sjálfvirkar maskínur sem leggi ódýra vegi samkvæmt hug- arburði. Vegir með slitlagi sem liggja yfir ótrúlega margar brýr og brátt gegnum ótrúlega mörg og löng göng hlykkjast á milli allra byggða og út um annes sem ekki em öll byggð. Hafnir em í hveiju plássi sem liggur að sjó og ein- hver reiðinnar ósköp vantar á að flug- vellir séu eins margir og stórir og þurfa þykir. Farar- og flumingatæki em mikil og mörg og er þetta allt á þönum, yfir- leitt hálflómt, stundum galtómt og stundum er nýtingin líka sæmileg. Ofvöxtur og vannýting Otrúlega stórir bílar, með svakalega mikla tengivagna þjösnast um landið þvert og endilangt á veikbyggðum vegum sem þola ekki nema mjög tak- markaðan öxulþunga mikinn hluta ársins. I svona bílum er efni til bygginga og aðrar þungavörur fluttar um langa, laslega vegu. Á sama tima siglá strandferðaskipin meira og minna tóm og er kvartað jöfhum höndum yfir því að þau veiti ekki nægilega góða þjónusm, sem varla er von þar sem flutningar eru allt of litlir, og að þau beri sig ekki. Það em ekki einasta skipin sem eru vannýtt heldur einnig hafhimar. En svo virðist sem markaðshyggjan kunni engin ráð til að flytja vöm um landið á hagkvæman hátt og eftir því sem best er vitað er fyrmefhd ákvörð- un KEA fyrsta sporið í þá átt að minnka flutningskostnað með eðli- legum hætti. Flug og áætlanabílar keppast um farþega og er nýting tækja, vegakerfa og flugvalla langt fyrir neðan öll vel- sæmismörk, nema örstutt tímabil á ári hveiju. Einkabílisminn er enn eitt sam- göngukerfið sem eykur á óhag- kvæmnina. Öll þessi ofboðslega dýru sam- göngukerfi eru sögð koma athafnalíf- inu til góða og auka lífsþægindin. Svo er manni t.d. sagt um allan gauraganginn á vetrum þegar fjall- vegir teppast og iðulaus stórhrið geis- ar í heilum eða öllum landsfjórðung- um dögum saman. Þá er mokað og mtt í djöfúlmóð og fjölda manns stefnt í lífshættu við að koma gos- drykkjaformum eða steypustyrktar- jámi milli landshlutanna. Ef flug leggst niður af náttúrlegum orsökum dagpart eða svo ærast tjölmiðlar og fréttaflutningurinn af töfinni ætlar engan enda að taka. Og allan ársins hring er verið að vara bílaeigendur við að fara ekki þennan eða hinn veg- inn af aðskiljanlegum ástæðum, en þeir fara samt. Margt af því óðagoti og ofvirkni í samgöngumálum sem nú á sér stað mætti lagfæra ef menn gætu áttað sig á að þeim liggur ekki svona ofboðs- lega mikið á. Og margfalt flumingakerfi gerir lífs- baráttuna aðeins erfiðari og miklu dýrari en hún þarf að vera. Hér þarf ekkert miðstýrt skipulag til að bæta úr. Ef fijáls samkeppni og að- lögun að markaðsaðstæðum fengju að njóta sín gæti fordæmi KEA orðið hvati að vitrænu skipulagi sam- göngu- og flutningakerfa fámennrar þjóðar i griðarstóru landi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.