Tíminn - 01.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 01.08.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINQASÍMAR: 680001 — 630300 | ■III r SAMVINNUBANKINN | í BYGGÐUM IANDSINS RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hotnarhúsinu v/Tryggvogolu, S 28822 Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sfmi 91-674000 LONDON - NEW YORK - STOCKHOLM Kringlunni 8-12 Sími 689888 Tíminn MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1990 Skipafélög gagnrýna starfshætti Eimskips Eimskipafélag íslands festi nýveríð kaup á Skipaafgreiðslu Vestmannaeyja. Með í þeim kaupum fylgja meðal annars 400 fermetra vöruskemmur, skrifstofur og ýmiss tækjakostur. Kaupverðið mun vera á milli 30 til 35 milljónir króna. Bætast þessar eignir þá í hóp 12-13 hundruð fermetra salthúss sem Eimskip hefur gert kaupleigusamning við Landsbankann um auk 8100 fermetra svæðis á bryggjunni í Vestmannaeyjum í eign félagsins. Kaupleigusamningurinn mun sam- kvæmt heimildum Tímans nema um 27 til 28 miiljónum króna. Aðspurð- ur sagði Hjörleifur Jakobsson, for- stöðumaður áætlanaílutninga Eim- skipafélagsins, það ekki vera ætlun félagsins að kaupa upp Vestmanna- eyjar. „Við munum engu að síður leggja kapp á að styrkja Skipaaf- greiðslu Vestmannaeyja með bætt- um tækjakosti, endurbótum á hús- næði og öðru því um líku,“ sagði Hjörleifúr. Forráðamenn Ríkisskipa annars vegar og Skipadeildar Sambandsins hins vegar eru lítið hrifnir af kaupum Eimskips á Skipaafgreiðslu Vest- mannaeyja. Afgreiðslan hefúr til þessa verið umboðsaðili tveggja fyrmefhdu félaganna sem munu nú bæði hafa fengið í hendur uppsögn þess samnings. Þórir Sveinsson, framkvæmdastjóri markaðs- og flutningasviðs Ríkisskipa, segir framvindu mála ekki vera í samræmi við umræður sem farið hafa fram innan nefndar sem skipuð var að til- stuðlan samgönguráðherra og átti að leita leiða til samstarfs skipafélag- anna um strandferðaþjónustu. „Full- trúar þessa þriggja skipafélaga hafa unnið sameiginlega að tillögum um samstarf og hagræðingar í strand- flutningum. Viðræðuhópurinn er ennþá starfandi og þvi má segja að kaup Eimskips á Skipaafgreiðslunni hafi komið okkur frekar á óvart. Þau eru ekki alveg í anda þeirra viðræðna sem fram hafa farið,“ sagði Þórir í samtali við Tímann. Omar Jóhannsson framkvæmda- stjóri Skipadeildar Sambandsins tel- ur almennar og eðlilegar venjur í samskiptum skipafélaganna hafa verið brotnar. „Að sjálfsögðu hefúr það komið okkur á óvart þegar svo virðist vera sem samkeppnisaðilar okkar virði ekki venjulega sam- keppnishætti. Á húm bóginn vitum við að Eimskip hefúr í gegn um árin af og til verið að fjárfesta í fyrirtækj- um samkeppnisaðilanna þannig að frá þeirri hlið á maður að vera við þessu búinn,“ sagði Omar. Hann nefndi einnig að fúlltrúar félaganna þriggja hefðu undirritað samkomu- lag á vegum áðumefnds viðræðu- hóps þar sem samþykkt var að vinna að aukinni hagræðingu í strandflutn- ingum. „Hópurinn komst síðan með- al annars að þeirri niðurstöðu að í stað þeirra fimm skipa sem annast hafa strandfluminga undanfarin ár mætti ná fram þeirri hagræðingu að nota aðeins Ijögur skip. Ríkisskip áttu þijú þessara skipa, Skipadeild Sambandsins eitt og Eúnskip eitt. Fyrir mánuði síðan bætti Eimskip síðan við sjötta skipinu í samkeppni við okkur og Ríkisskjp og í bága við samkomulagið. Þegar svona gerist veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort hugur fylgi máli i samninga- viðræðum eða hvort málið hafi tekið einhveija stefnu utan samkomulags- ins,“ sagði Omar. Hann sagði það liggja Ijóst fyrir að Skipadeildin myndi framhalda og auka þjónusm við Vestmannaeyjar. Aftur á móti kæmi ekki til greina að skipaaf- greiðsla í eigu Eúnskipafélagsms yrði umboðsaðili Sambandsins í Eyjum þar sem slíkt þýddi beinan aðgang samkeppnisaðilans að bók- um og skrám Skipadeildarinnar. Hjörleifúr vildi ekki kannast við að neinar leikreglur hefðu verið brotnar. „Viðræður okkar við fýrrverandi eigendur fyrútækisins hafa staðið í nokkum tíma. Upphaflega voru það þeú sem leituðu til okkar og buðu skipaafgreiðsluna til kaups. Okkur þótti þetta álitlegur kostur til hag- ræðingar rekstri og þvi var gengið til samninga.“ Varðandi fýrmefnt sam- komulag vegna hagræðingar í strandflumingum sagði Hjörleifúr forráðamenn Ríkisskipa hafa talið nauðsynlegt að skipunum yrði ekki fækkað úr fimm í fjögur. „í fram- haldi af þeirri umræðu lögðum við til að Ríkisskip gæti fækkað sínum skipum um eitt, buðumst til að leggja fram fimmta skipið og tókum það frumkvæði að setja M.S Stuðla- foss í strandsiglingar." Aðspurður sagði Hjörleifúr hins vegar ekki hafa verið gerða um það neina samþykkt hvort Rikisskip myndu fækka sínum skipum. Hann vildi hins vegar benda á að allar viðræður hafa legið niðri að undanfömu. jkb 54 tonn lögð inn í Aflakaupabankann Ellefú skip hafa lagt inn í Aflakaupabankann samtals um 54 tonn af fjöl- mörgum tegundum fisks, sem áöur var hent, á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá stofnun bankans. f fréttabréfi Rannsóknarstofnunar fiskiðn- aðarins segir þar af tæpan helming vera tindabikkju en útlit er fyrír að tekist hafi að skapa markað fýrír lausfryst tindabikkjubörð í Frakklandi. Er vonast til að skilaverð fýrír þessi börð sé 110 til 120 krónur á kíló. Viðbrögð sjómanna munu hafa ver- ið misjöfn en flestir hafa þó tekið hugmyndinni vel. Tilraunir standa sömulciðis yfir með vinnslu á gull- laxi en af honum hafa safnast ein tíu tonn. Verið er að leita kaupenda á Norðurlöndum og í Þýskalandi en þar er mikill áhugi fýrir gulllax mamingi fýrir hendi, einkum vegna góðra bindieiginleika. Töluverður áhugi hefúr jafnframt verið fýrir ýmsum flatfisktegundum svo sem skrápflúm og öfugkjöftu. Hafa sam- tals safnast af þeim tegundum tíu tonn og jafnharðan gengið út aftur. Einnig eru þekktar söluleiðir fýrir langhala, háf og lýsu í Rússlandi og verið að kanna sölumöguleika í öðr- um löndum. T.a.m. hafa Japanir sýnt tveimur fýrmefndu tegundunum áhuga og er verið að útbúa sendingu sýnishoma þangað. Þá hefúr einnig verið staðið fýrir kynningu fýrmefndra fisktegunda hér á landi í samvinnu við ýmis veit- ingahús og stórmarkaði. Að sögn Einars Þórs Bjamasonar hjá Rann- sóknarstofnuninni hefúr landinn tek- ið þessari nýbreytni ágætlega. Stofn- unin sér að mestu leyti um þá papp- frsvinnu sem fýlgir markaðssetningu sem og tilraunir með nýjar tegundir. Eiginleg söfnun fisksins og vinnsla fer hins vegar fram á vegum ýmissa fyrirtækja í fiskiðnaði. Sagðist Einar eftir reynslu þessa hálfa árs telja bankann eiga framtíð fýrir sér. Eink- um og sér í lagi vegna kvótans því menn ættu ekki annars úrkosti en að athuga nýjar leiðir. Flestir gerðu sér grein fýrir að hagnaður væri lítill til að byija með og áhætta töluverð en það breyttist vonandi þegar lengra um liði. jkb Hitaveitugeymamir tveir sem áður stóðu á Öskjuhlíð voru hlutaðlr í sundur og fluttir upp á Reynisvatnsheiði á Nesjavallahæð þar sem nú er veríð að endurreisa þá. Nýir geymar hafa leyst þá af hólmi í Oskjuhlíðinni en gömlu geymamir munu áfram gegna því hlutverki að innihalda heitt vatn þó svo að Reykvíkingar muni ekki framar njóta þess vatns. Annar geymanna verður tekinn í notkun nú strax í hausL ÞRIR SLUPPU OMEIDDIR ÚR ÞYRLUSLYSI í GÆR >rír menn sluppu ómeiddfr þeg* ar lítil þyrla frá Þyrluflugj hf. i tteykjavík skail til jarðar í mýr- lendi hjá Eyjabakkalóni skammt frá Snæfelli í Fljótsdal í gær- morgun. Þyrlan var í lágflugi nokkra metra frá jðrð i mælinga- verkefni fyrir Landsvirkjun þeg- ar vélin missti flugið er hún flaug fram af barði og loftuppstreymi breyttist og skaB bún til jarðar og valt í heilan hring á jörðinni. Auk flugmanns voru tvcir starfsmenn Landsvirkjunar í vélinni og kom- ust þeir allír út úr vélinni ómeiddir. Þyrian sem er nýleg og kostar um 6 milljónir er talin ónýt. Kolaportið: Málaö á veggi Borgarráð mun á næstunni taka til umræðu beiðni um heimild fýrir því að myndskreyta Kolaportið. Það er Helga Mogensen, leigutaki Kola- portsins og umsjónarmaður laugar- dagsmarkaðarins, sem Ieggur fram beiðnina. Að sögn Helgu er ætlunin að fá ungt og upprennandi listafólk til að mála á fleti inni í Kolaportinu. „Það er hugmyndin að taka þessa gráu fleti og gera fallegar myndir," segir Helga. GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.