Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 Tíminn 5 Alþýðubandalagið og hinir stjórnarflokkarnir deila um tvenns konar útfærslu bráðabirgðalaga: Allir, eða flest allir lögbundnir í þjóöarsátt Ríkisstjórnin mun koma saman til fundar klukkan þrjú í dag og þá, væntanlega, ganga frá setningu bráðabirgðalaga. Drög aö lögum eru til í tvenns konar útgáfum. Önnur tekur til vinnumark- aðarins alls, en hin er einskorðuð við þá hópa launamanna sem þegar hafa gengið frá samningum. Þingflokkar Alþýðuflokks, Borgara- flokks og Framsóknarflokks hafa gefíð ráðherrum sínum fullt umboð til laga- setningar, samkvæmt fyrri kostinum, en meirihluti þingflokks Alþýðubanda- lagsins telur sig ekki geta staðið að lagasetningu er bindi hendur þeina sem hafa rétt til að semja. Samkvæmt áliti lögfræðinga er sú leið að setja lög er taka til vinnumarkaðarins alls mun tryggari heldur en hin. Bæði þingmenn Alþýðuflokks og Framsóknarflokks hallast að þessari lausn, sem fæli í sér að 4,5% launahækkun BHMR yrði tekin til baka og þær stéttir, sem eiga eftir að semja um sín kjör, yrðu gerðar aðilar að þjóðarsáttinni með lögum. Þetta telja Alþýðubandalagsmenn ekki koma tií greina og benda á að það sé ekki lýðræðislegt að binda kjarasamn- inga i lög að aðilum þeirra forspurðum. Á móti kemur sú spurning hvort bráða- birgðalög, sem í raun binda BHMR - menn eina inn í þjóðarsáttina, standist jafriræðisreglur laga. Alþýðubandalagsmenn virðast hins vegar ekki setja það sem skilyrði nú, sem var krafa þeirra á þriðjudag, að launahækkun BHMR standi, en víxl- hækkunarákvæði i samningi þeirra við rikið verði tekin til baka. Samstarfs- menn þeirra i ríkisstiórn hafa ekki ver- ið til viðræðu um annað en að þessi hækkun gangi til baka og samkvæmt heimildum Tímans var rætt um það í fullri alvöru á þriðjudag að bráða- birgðalög þess efnis yrðu sett með eða án þátttöku ráðherra Alþýðubandalags- ins. Steingrimur Hermannsson forsætis- ráðherra sagði í samtali við Tímann í gær að ríkisstjórnin myndi ekki treysta sér til að sitja áfram ef ekki næðist sam- komulag um bráðabirgðalög er kæmu í veg fyrir að verðbólga blossaði upp á ný. Málið virðist hins vegar ekki snúast lengur um hvort hækkun BHMR verði tekin til baka, heldur hvernig. Líf ríkis- stiórnarinnar, sem var í hættu eftir yfir- lýsingu þingflokks Alþýðubandalags- ins á þriðjudagskvöld, virðist þess vegna ekki vera það lengur. Þingflokkar stjórnarflokkanna sátu á fundum í gær og eftir síðasta fund þingflokks Alþýðubandalagsins voru ráðherrar flokksins bjartsýnir. Að- spurður um hvort ríkisstjómin væri í hættu sagðist Svavar Gestsson vonast til að svo væri ekki. „Ég vona að þetta séu bara tiausta- brestir í ríkisstjórninni, frekar en að þetta hafi áhrif á hana til tjóns á einn eða annan hátf', sagði Svavar. „Égheld að við leysum þetta mál, já, við ætlum að gera það." Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráð- herra staðfesti í samtali við Tímann eft- ir þingflokksfundinn, að spumingin væri ekki um hvort bráðabirgðalögin yrðu sett heldur hvernig þau yrðu út- færð. „Núna síðasta sólarhringinn hefur þetta kannski snúist fyrst og fremst um hvort að ætti með lögum að fara binda kjör samtaka sem eru með frjálsa og lausa samninga og hafa ekkert verið á dagskrá inn í þessum umræðum," sagði Ólarur. „Við höfum talið eðlilegt að það yrði rætt við þessi samtök og þau gerðu sína samninga af fiisum og frjálsum vilja." - Hvað ætlið þið ykkur langan tíma til þess að ræða við þessa aðila? „Við ætlum að reyna að ljúka þessu á morgun," sagði Ólafur Ragnar. -ÁG Atlantal-hópurinn kemur til viðræðna Bæjarráð Hafnarfjarðar hefur ekki gefið upp alla von varðandi hugsanlega staðsetningu nýs álvers í Straumsvík. Um miðjan þennan mánuð, hinn 13. til 15. ágúst, koma erlendir aðilar Atlan- tal-hópsins til landsins og verður þá haldinn fundur með bæjar- ráðsmönnum Hafnarfjarðar þar sem ætlunin mun vera að leggja fram áætlanir og útreikninga varðandi hugsanlegan kostnað við byggingu álversins miðað við staðsetningu í Straumsvík. En það eru fleiri fullir áhuga á stað- setningu álvers. Iðnaðarráðherra, Jón Sigurðsson, mun funda með forsvars- mönnum sveitarfélaga í Eyjafirði á morgun á Akureyri. Er fundurinn hald- inn að frumkvæði Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Þá verður haldinn fundur í Reykjavík hinn 14. með Steingrími Hermannssyni og Atlantal- hópnum. Jaíhframt hefur stjórn Sambands sveit- arfélaga á Suðurlandi sent frá sér álykt- un þar sem meðal annars segir: „Sveit- arfélögin munu ekki líða að hagur Suð- umesjabúa verði borinn fyrir borð í þessu máli og minna á að hagsmunir Suðumesjamanna og allra landsmanna fara saman í málinu því ef álverið verð- ur ekki staðsett á hagkvæmasta staðn- um hefur það aðeins i för með sér að lifskjarabati verður ekki sá sem vænst er í landinu." „Okkur kom það mjög á óvart þegar við fréttum það inn á bæjarráðsfund á sínum tíma að staðsetning álvers í Straumsvík hefði skyndilega dottið út úr myndinni. Við ætlum meðal annars að leita skýringa á þessu. En það er mikill einhugur i bæjarráði Hafnar- fjarðar um að álverið rísi í Straumsvík og við höfum ekki gefið upp vonina um að svo geti orðið", sagði Ingvar Viktorsson formaður bæjarráðs Hafh- arfjarðar í samtali við Tímann. Ein af þeim ástæðum, sem nefhd var sem orsök þess, að hætt var við athug- anir varðandi álver í Straumsvík, var að í vissri vindátt væri hætta á töluvert mikilli mengun i Hafharfirði. „Þáð get- Hafnarfjörður: Hótel í KRON? Kvikmyndahús Hafharfjarðar, sem rekur skemmtistaðinn Hafnarfjarðar- bíó, hefur nú gert tilboð í húseignina að Strandgötu 26-28. í því húsi hefur Kaupfélag Hafharfjarðar haft aðsetur sitt og eigandi hússins er KRON. Að sögn Péturs Stephenssen, fram- kvæmdarstjóra Kvikmyndahúss Hafharfjarðar, er alls óvíst um hvort að kaupin fari fram, en ef af þeim verður er hugmyndin að reka í húsinu gistihús. Kauptilboðið er gert með þeim fyr- irvara að Hafnarfjarðarbær samþykki kaup á baklóðum Strandgötu 26-28 fyrir kr. 12 milljónir. Bæjarráð Hafn- arfjarðar hefur ekki samþykkt þau kaup, en að sögn Þorsteins Steinsson- ar, staðgengils bæjarstjóra Hafnar- fjarðar, eru baklóðirnar mikilvægar fyrir uppbyggingu miðbæjarkjarnans og því muni bæjarsjóður ekki verða Þrándur í Götu fyrir kaupum Kvik- myndahúss Hafharfjarðar á húseign- inni, en þó með þeim fyrirvara að sýnt verði fram á að sú starfsemi sem þar verði rekin muni hafa góð áhrif á miðbæinn. Að sögn Péturs er ekki ætlunin að reka í húsinu stórt hótel, heldur er rætt um gistiheimili með um 12 her- bergjum. „Við erum með hitt húsið við hliðina og því myndi þetta henta ágætlega", segir Pétur. GS. ur varla heitið að við þekkjum þá átt hér svo fátíð er hún. Hingað til hefur mengunin í Hafharfirði mælst mest þegar vindurinn stendur af Reykjavík, vegna útblásturs bifreiða og annars." Bæjarverkfræðingur Hafharfjarðar mun á fundinum leggja fram kostnað- aráætlanir vegna hafhargerðar og fleira en þær athuganir hafa staðið sleitulaust síðan umræðan komst á skrið. Sænskur ráðgjafaverkftæðingur, sem starfar á vegum Atlantal-hópsins, vinn- ur nú að lokafrágangi skýrslu, sem byggð er á athugunum sem hann gerði hér á landi. I skýrslunni er meðal ann- ars gerður samanburður á hagkvæmni við byggingu álvers á þeim þremur stöðum sem valið hefur snúist um að undanförnu, Keilisnesi, Eyjafirði og Reyðarfirði. „Hann hefur dvalist hér mikið að undanförnu, heimsótt hvem stað og rætt við bæði sveitarstjórnir, verktaka, ýmsa ráðgefandi aðila og okkur hér. En ég veit auðvitað ekki ná- kvæmlega hvað kemur út úr þeirri skýrslu. Við höfum auðvitað staðið fyr- ir okkar eigin rannsóknum líka en okk- ar niðurstaðna er ekki að vænta fyrr en hans skýrsla verður komin", sagði Garðar Ingvarsson hjá Markaðsskrif- stofu Iðnaðarráðuneytisins í samtali við Tímann. Garðar gerði ekki ráð fyr- ir að skýrslan lægi fyrir áður en Atlan- tal-hópurinn kemur hingað til lands. „Ég geri ráð fyrir að skýrslan verði þá rétt ókomin. Aðilar Atlantal-hópsins vilja aftur á móti auðvitað ræða við menn en samningar standa nú yfir þó endanleg ákvörðun um staðarval hafi ekki verið tekin." jkb Tveir kunnir hestamenn á Mumey rum fyrír skömmu, Steinþór Gestsson fomiaður LH til margra ára og Þorkell Bjamason hrossaræktarráðu- nautur. Timamynd GTK Hestamenn ekki af baki dottnir Landsmót hestamanna var haldið í byrj- un júlí eins og menn muna, eitt stærsta hestamannamót hér á landi til þess. Hestamenn eru hins vegar ekki af baki dottnir, því mikið er um mótahald í sumar. Meðal annars verða tvö stór Hestamannamót haldin næstu tvær helgar. Um veslunarmannahelgina verður árlegt hestamannamót félaganna Léttfeta, Stíganda og Svaða í Skagafirði á Vrndheimamelum. Þar verður keppt í gæðingakeppni, kappreiðum og íþrótta- keppni, sem Hestaíþróttadeild Skaga- fjarðar sér um. Um aðra helgi verður árlegt stórmót Sunnlendinga haldið á Mumeyrum. Að því móti standa öll hestamannafélögin á Suðurlandi, ásamt Búnaðarfélagi ís- lands. Þar verður kynbótasýning, gæð- ingakeppni, kappreiðar og fleira. -hs. Páll Þorsteinsson fv. þingm. látinn Páll Þorsteinsson fyrrverandi alþing- ismaður er látinn. Páll var þingmaður um 30 ára skeið. Hann sat á þingi fyr- ir A- Skaftafellssýslu 1942 -1959 og fyrir Austurlandskjördæmi 1959 - 1974. Páll var fæddur á Hnappavöllum í Öræfum 22. október 1909, sonur hjónanna Þorsteins Pálssonar bónda og Guðrúnar Þorláksdóttur. _ Hann lauk prófi frá Kennaraskóla íslands árið 1934 og gengdi auk þing- mennsku fjölda trúnaðarstarfa fyrir kjördæmi sitt. - ÁG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.