Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Gunnar Dal: UPPRUNI ARIA Aría erfýrst getið um 2000 f. r. Þeir höfðu þá lengi veríð bændaþjóð í Balúkistan fýrír norðan lönd Harappamenningarínnar. f upphafi annars árþúsundsins f.Kr. verða miklir fólksflutningar í tempraða beltinu í Evrópu og Vestur-Asíu. Sennilegasta ástæðan er sú að þurrkatímabil gengur yfir þessi landsvæði og Irfisskilyrði verða verrí á stórum landsvæðum. í Balúkistan var lífsbaráttan hörð. Langvarandi þurrkar nægðu til þess að rót komst á búsetur mann, sem vildu leita nýrra og betrí landa. Ein slík þjóð nægir til að skríðan farí af stað. En hver var þessi þjóð sem ýmsir Evrópumenn á 20. öld kenndu sig gjaman við? Sömu menn voru jafn- an stoltir af að geta talist .jireinir ar- íar“. Ariar, eins og allir núlifandi jarðar- búar, eru komnir út af fimmta mann- inum, hómó. Hómó er sagður koma fyrst ffam i Vestur-Asíu fyrir 35-40 þúsund árum. Sumir mannffæðingar telja hann eldri eða um 100.000 ára gamlan. Hann dreifðist um allan heim og tekur útlitsbreytingum eftir því í hvemig loftslagi hann býr og því vistffæðilega um hverfi sem hann er háður á hveijum stað. Eftir 30-40 þúsund ára dvöl í fjalllendi.á ffemur köldum og votviðrasömum landsvæðum, hefúr regnið og kuld- inn gert hann hvítan. Og hár hans verður sítt og slétt. Hann varð fagur, hraustur og stórvaxinn vegna erfiðra og hollra lífsskilyrða. Og margir urðu bláeygir og ljóshærðir. í Bakúkistan lifðu aríar í dreifðum fjallaþorpum. Þeir bjuggu í húsum gerðum úr timbri en þakið var úr stráum. Þeir voru bændur sem rækt- uðu kom og komust upp á að brugga drykkinn „sóma“. Og hann virðist hafa verið óspart notaður. Og þeir stunduðu nautgriparækt og kvikfjár- rækt og áttu góða hesta. Vegna nálægðar við Indusmenning- una fyrst og ffemst bárust til þeirra á þriðja árþúsundinu f.Kr. áhrif ffá borgarmenningu. Þeir lærðu að nota hjól til að búa til áhöld úr leir, en sú tækni var fúndin upp í Mesópótam- íu. Þeir bjuggu til koparáhöld en þekktu ekki jám. Og þeir beittu stríðsvögnum dregnum af hestum, en það hafði reynst öðrum samfélög- um sigurstranglegt. í Balúkistan em nú aðeins hjarð- menn vegna þurrka en áður en aríar bijóta niður Harappamenninguna virðist þar hafa verið meiri gróður og votviðrasamt. Þegar það breyttist þótti þeim ekki lengur lift í fjöllun- um og leita betri landa. Þeir bmtu undir sig Harappamenningarsvæðið fyrir sunnan Balúkistan og undirok- uðu fólk sem stóð á miklu hærra menningarstigi en þeir. Aríamir sköpuðu ekki í fyrstu indverska menningu. Þeir eyddu henni og til- einkuðu sér það sem eftir lifði síðar. En hvaðan er menningin í Indus- dalnum komin og hvemig var hún? Harappamenningarsvæðið er að vísu víðlent. Það var víðlendara menn- ingarsvæði en menningarsvæðin í Mesópótamíu og Egyptalandi. Aðal- borgimar vom Harappa við fljótið Raví og Móhenjó-daró neðar við indusfljót. Minni borgir stóðu dreifðar ffá hlíðum Simlafjalls niður til Karachi og ffá Sutkagan- Dor við Arabíuflóa til Lothal við Rangpúr. En sú bændamenning sem staðið hafði í aldaraðir ffá Palestínu og Sýrlandi til Mesópótamíu og írans náði ekki til Indlands utan Harappa- svæðisins. Annars staðar á Indlandi vom veiðimannafélög á steinaldar- stigi. Harappamenningin kemur svo skyndilega að hún hlýtur að vera innflutt. En hvaðan? Hvar annars staðar var svipaða menningu að finna? Hvergi nema í Mesópótamíu, landinu þar sem borgarmenning heimsins verður til. Sú menning er í fyrstu ekki sköpuð af Súmerum heldur af Ubaidþjóðinni. Þetta fólk dregur nafn sitt af þorpi í Úr í Suður- Mesópótamíu, en Úr var bæði nafn á borgmni og héraðinu í kring. Biblían segir okkur að ættfaðir ísraels, Abra- ham, hafi einnig komið úr þessu hér- aði og flutt menninguna í vestur. En það er önnur saga. Ubaidþjóðin þekkti málmbræðslu og lagði hinn fyrsta gmndvöll borgarmenningar í Mesópótamiu og þar með fyrsta gmndvöll siðmenningar í heimin- um. Þetta fólk stjómaðist af trú og musterispresturinn var leiðtogi fólksins. Ubaidþjóðin beið ósigur fyrir Súm- erum en Súmerar tileinkuðu sér menningu hennar, en fóm síðan sín- ar eigin leiðir. Þeir þróuðu annað þjóðfélagsform með konungi og aðli sem fóm með öll völd í stað muster- isprestsins. Og Ubaidþjóðin talaði aðra tungu og hafði aðra trú en Súm- erar. Það er eðlilegast að álykta að Ub- aidþjóðin hafi farið ffá Mesópótam- íu eftir að hún beið ósigur fyrir Súm- erum og stofnað nýtt ríki í Dilmun, hinu gamla paradisarlandi sem skáldin i Mesópótamíu höfðu fyrir löngu skapað í ljóðum sínum. Þetta draumaland varð síðar vemleiki í líki Harappamenningarinnar í Indus- dal. Indverska borgarmenningin kom svo snögglega að hún er óhjákvæmilega aðflutt. Og það er aðeins um tvær þjóðir að ræða sem höfðu þróað slíka menningu og þær vom báðar í sama landi, Mesópót- amíu. Þessar þjóðir vom Súmerar og Ubaidþjóðin. Súmerar vom tiltölu- lega nýkomnir sem ráðandi þjóð í Mesópótamíu þegar Harappamenn- ingin rís. Þeir vom sigurvegarar og höfðu enga sýnilega ástæðu til að flytja sig í burtu. Ubaidþjóðin hafi hins vegar rika ástæður til að fara ffá Mesópótamíu. Og þegar þjóðskipu- lag og menning í Indusdal er borið saman við þessar tvær þjóðir sést greinilegur skyldleiki með menn- ingu Ubaidþjóðarinnar. Hins vegar En hver var þessi þjóð sem ýmsir Evrópumenn á 20. öld kenndu sig gjarnan við? Sömu menn voru jafnan stoltir af að geta talist „hreinir aríar“. er Indusmenningin að ýmsu leyti hrein andstaða við samfélagsgerð Súmera. Súmerar stjómuðu riki sínu með öflugum her. Konungur og að- allinn fóm með öll völd. I Harappa- menningunni í Indusdal, eins og hjá Ubaidþjóðinni, stjómuðust menn af trú: Guð átti landið. Allt var að láni fengið ffá honum. Hann setti mönn- um siðalögmál sem öllum bar að lúta. Musterisprestamú- vora um- sjónarmenn hans. Það þurfti lítið annað vald en iögmál sem menn trúðu að kæmi að ofan. Skáldin í Mesópótamíu höfðu ort um það ljóð að guð þeirra hefði farið til Indus- dals og þvegið landið hreint og gefið því hlutverk í ffamvindu menningar- innar. í Indusmenningunni var þess- um ljóðum aldrei gleymt. Almenn- ingsböðum var jafhvel komið fyrir efst í borgarvirkjunum. Að baða sig var trúarathöfn. Og sú trúarathöfn hefúr lifað inn í hindúatrú nútímans. Bæði hjá Ubaidþjóðinni og i Har- appamenningunni í Indusdal var það guðsþjónusta að halda sjálfúm sér hreinum. Þessi hreinleiki varð líka að ná til húsa og hluta. Það var sjálf- sögð þjónusta við guð að halda eign hans, landinu, hreinu. Þegar þjóðskipulag Ubaidþjóðar- innar er borið saman við þjóðskipu- lag Indusmenningarinnar sést sami skyldleiki. Ekkert bendú- til að í Har- appamenningunni hafi hervald verið ríkjandi. Þar var aðeins lágmarks viðbúnaður til vamar borgunum og vopnabirgðir litlar. Þar hafa hvergi fúndist nein merki um könunga, hvorki konungagrafir né konungs- hallir. Engu að síður einkenndist þessi menning af miklum aga. Hún varð flestum öðmm „menningum“ langlífari og stöðugri. Hún var orðin fúllmótuð um 2500 f.Kr. og hélst eft- ir það lítið breytt næslum þúsund ár. Hreppamenningin stóð jafnfætis mennúigu Súmera og menningu Eg- ypta. Þeir notuðu letur sem enn hef- ur ekki tekist að ráða. Byggingarlist þeirra var á háu stigi. Næg matvæla- ffamleiðsla var í sveitum til að halda uppi borgarmenningu. Þar vom fjöl- margar iðngremar, málmbræðsla, fataiðnaður, leirkerasmíði, gim- stemaslípun og skartgripagerð. Hús- gagnaiðnaður þeirra var eftirsóttur i öðrum löndum. Sama var að segja um ýmsa hluti gerða úr gulli og fila- beini. Með þetta allt var verslað í fjarlægum löndum. Götur borganna vom beinar og vel skipulagðar. Alls staðar var vatnsveita og lokað ffá- rennsliskerfi. En þetta auðuga samfélag borgar- menningar, sem staðið hafði flestum slíkum samfélögum lengur, féll skyndilega. um 2500 f.Kr., þegar þetta menningarsvæði í Indusdal var fúllmótað, var miklu meiri úrkoma í þessum heimshluta og fjöllunum i norðri en síðar varð. Þurrkaskeiðið sem í hönd fór í byijun annars árþús- tmdsrns f.Kr. kann að emhveiju leyti að hafa orsakast af því að skógum var eytt i stómm stíl, bæði vegna ræktunar og eins vegna þess að iðn- aðurinn þarfnaðist mikils timburs. Timbur var einnig flutt úr Iandi. En aðalorsök þess að Indusmenningin var brotin niður er að sjálfsögðu koma aríanna. Þessir fagursköpuðu, hvítu vígamenn komu norðan úr fjöllum Balúkistan. Þeir hjuggu nið- ur með sverðum sínum karlmenn, konur og böm og skildu líkin eftir ógrafin á strætum borgarinnar. Ariar sömdu Vedabækur, en elst þeirra er Rjgveda skráð um eða eftir 1500 f. Kr. Trú aria er hindúatrú en mikið af þeirri trú er sótt í trú hinna sigraðu. Aríar fyrirlitu ,jiinn litaða kynstofn“, þó að þeir smám saman tileinkuðu sér menningu hans. Vegna þessarar fyrirlitningar komu þeir á hinu illræmda stéttakerfi (cast) sem byggt var á „varna", hörundslit. LESENDUR SKRIFA 1..• • L'.. Hver græddi á hverjum Háskólaborgari, það var virðingar- heiti á lærðustu mönnum landsins, þeim tiltölulega sárafáu sem luku Háskólaprófi. Stúdentspróf þótti stór áfangi og litið var upp til þeirra sem því náðu. Það þótti ekki neitt lítið að vera gagnfræðingur eða að hafa kennarapróf. Kennaraskólinn var þriggja vetra skóli. Siðar komu ung- Iingaskólar, til dæmis Laugarvatns- skóli og fleiri. í framhaldsskóla fóm aðeins þeir sem áhuga og hæfileika höfðu á bóknámi. Þá var skólaskylda í sveitum ffá 10 til 13 eða 14 ára. Þeir sem vildu læra meira vora ekki orðnir leiðir og áhugalausir eins og algengt er nú þegar skólaskylda er víst ein tíu ár og þar að auki miklu lengri tíma á hveijum vetri en áður var. Nú þykja þeir varla menn með mönnum sem ekki hafa stúdentspróf. Lengi var aðeins einn menntaskóli, Menntaskólinn í Reykjavik. Síðan kom annar á Akureyri, enda hafði fólki í landinu fjölgað. Nú man ég ekki hvað þeir em orðnir margir, en margir em þeir og unga út urmul af stúdentum á hverju ári, sem flestir fara í Háskóla. Haft er það eftir Há- skólamönnum að sumir stúdentar séu varla læsir eða skrifandi þegar þeir koma þangað. Ef Háskólalærðum mönnum mis- líkar við sína vinnuveitendur, sem að mestu em ríkisstofnanir, þurrkast af þeim heiðurssvipur Háskólaborgar- ans. Þeir hafa sinn félagsskap og kjósa sér yfirmenn. Yfirmenn þeirra ákváðu fyrir eina helgi í júnílok að Háskólamenn, sem starfa hjá ríkinu, myndu ekki hafa heilsu til að mæta á sinn vinnustað, þá næstkomandi mánudag. Ekki veit ég hvort þeim var úthlutað líkamlegu eða andlegu heilsuleysi, og þykir mér það síðar- nefnda líklegra. Hvað margir þeirra lögðust í fylupestina veit ég ekki. Dómur var nýlega kveðinn upp í svonefndu Hafskipsmáli. Hafskip varð gjaldþrota fyrir nokkmm ámm. Útvegsbankinn tapaði mestu, og fór á hausinn, — eða hvað? Tapið í kringum Hafskipsgjaldþrotið er af sumum talið mörg hundmð milljón- ir. Var þetta engum að kenna? Þama urðu engar náttúruhamfarir. Græddi nokkur á tapi bankans eða skipafé- lagsins? Málareksturinn er búinn að standa í mörg ár og kosta ríkið tugi milljóna. Margir vom ákærðir, bæði Hafskipsmenn og Útvegsbanka- menn; þeir reyndust allir saklausir. Atti þá enginn sök á öllu þessu tapi? Hveijir fengu þessar milljónir sem málið er búið að kosta ríkið? Vora það einhveijir heilsulausir Háskóla- borgarar? Hvað er næst, hvað gera sakleysingjamir nú? A ríkið kannske eftir að fá fleiri reikninga frá þessu heiðarlega gjaldþroti Hafskips- manna? Vilji Háskólamenn halda sínu virð- ingarsæti í hugum íslendinga, sem þeir höfðu fyrr á öldinni, verða þeir að vinna til þess. Þeir verða að velja sér stjómarmenn sem hægt er að líta upp til. Þeir verða að halda aftur af þeim mönnum íslenskum, sem vilja gera ísland að útkjálkafylki í nýju stórveldi, sem hefði æðsta vald í ís- lenskum efnahags- og dómsmálum. Guttormshaga, 23. júlí, Þorsteinn Daníelsson. Orsök vandræðanna Smáflokkar með heimsbyltingar- þrá, sem upp komu á áttunda áratug aldarinnar, fóm síminnkandi uns í sumum þeirra var aðeins eftir einn maður sem kunni alla speki flokks- ins og hugðist gera heimsbyltingu samkvæmt henni þegar tími væri til kominn. Samtímis þessu urðu allir aðrir leiðir á pólitík og fóm að hugsa meira um það að koma sér fyrir í auðstéttum íslands, eins og til dæm- is hjá þessum vel höldnu og vel launuðu menntamönnum sem nefn- ast því skrýtna nafni béháemmarar, hygg ég það hafi þótt beinlínis ófint að ver að vasast í félagsmálum sam- takanna. Afleiðingin varð sú að þeir létu þau lítt virðulegu störf eftir þeim sem vildi, en það var trotsky- isti. Þess vegna er komin upp sú skrýtna staða, að hinir værakæm borgarar, sem kjósa sinn virðulega Steingrím, Þorstein/Davíð, Jón Baldvin eða Olaf á notalegum kosn- ingadögum, beita nú trotskyistanum til þess að sprengja undan sér þjóð- félagið (sem þeir alls ekki ætíuðu sér). Einhvem veginn minnir þetta ástand hinnar menntuðu stéttar, sem upp hefur komið í landi vom, á skriðdýrajötna miðaldar jarðsög- unnar. Þeir vom gífúrleg bákn, með litinn heila, og stjómuðust hreyf- ingar aftari hluta búksins af tauga- miðstöð í mjöðmunum (þvi að það var of langt upp í heila!). Þannig vissi heilinn eiginlega ekki hvað var að gerast í fótunum og halanum. Trotskyistinn i mjöðmum BHMR er að vísu enginn heili, en ef litli heil- inn þama uppi hugsaði sig um, þá mundi honum varla lítast á hvað er að gerast þama niður frá. Hvort hann getur nokkuð við þessu gert úr því sem komið er, er annað mál. Þ.G.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.