Tíminn - 02.08.1990, Qupperneq 9

Tíminn - 02.08.1990, Qupperneq 9
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 Tíminn 9 AÐ UTAN ' „" . * Finsterwalde f Austur-Þýskalandi voru reknar vel metnar þjálfunarbúðir, sem kallaðar voru „Stasilageri‘, eftir öryggislögreglunni. Þarernú bamaskóli. raft tm ■■■ mwm B '' 11 ^ . • i í '-■•' ■ jJm Hryðjuverkamenn áttu áður griðland í ríkjum Austur-Evrópu f The Sunday Times var nýlega flallað um eitt leyndarmál kommún- istaríkjanna i Austur-Evrópu, sem núna fýrst er að koma í dagsljósið. í þessum ríkjum hlutu hryðjuverkamenn þjálfun og griðland milli ódæðisverkanna, sem þeirfrömdu í öðrum löndum. Nú ersá tími lið- inn, en heldur er ólíklegt að hermdarverk heyri þar með sögunni til. Sagt er að Saddam Hussein, fraksforseti, td. bjóði öfgasinnuðum Palestínumönnum alls kyns aðstoð og skjól. Langþreyttir íbúamir við Dolni Brez- any, um 15 km fyrir utan Prag, vönd- ust einkennilegum heræfingunum sem hermennimir í bækistöðvunum í gömlu erkibiskupshöllinni í miðju þorpinu stunduðu. Alltaf öðm hveiju drundu þyrlur yfir staðnum, með hermenn hangandi í köðlum, bundnum um ökklana, sem vora tilbúnir að skera sig lausa þegar þeir flugu yfir stöðuvatn í grenndinni. Á kvöldin mátti heyra skothríð og menn beijast handan við rúmlega tveggja metra háan múrvegg sem um- lukti búðimar. Flestir stóðu í þeirri meiningu að her- mennimir tilheyrðu tékknesku úrvals fallhlífasveitunum, Rauðu húfúnum, en nafh þeirra prýddi innganginn að búðunum þar sem velvopnaðir verðir vora á hveiju strái. Aðeins einn staðar- maður nálgaðist sannleikann þegar hann rakst á fallhlífarmann sem var að villast á nærliggjandi akri fyrir þrem árum. „Hann var í tékkneskum her- búningi en gat varla talað nokkra tékk- nesku. Málfar hans og útlit var eins og hjá Araba,“ segir Jiri Suchomelova. Suchmelova hafði meiri áhyggjur af hvort akurinn hans hefði orðið fyrir einhveijum skemmdum en ókunna manninum og gleymdi þessu atviki hið snarasta. Hann hafði þó, án þess að vita það, rekist á leyndaimál sem fyrst nú er að koma í ljós. Dolni Brezany var ekki venjuleg herbækistöð, heldur æfingabúðir fyrir hryðjuverkamenn, einar af mörgum sem dreifðar vora um Austur- Evrópu. Hryöjuverkamönnum veitt aöstoö í 20 ár Þó að vestræna leyniþjónustumenn hafi lengi grunað að ríkin í Sovétblök- kinni hafi séð hópum hryðjuverka- manna ffá Vesturlöndum, Austurlönd- um nær og Þriðja heiminum fyrir skjólshúsi, vopnum, herþjálfún og bakhjarli, er það ekki fyrr en nú, eftir fall kommúnismans, sem kemur í ljós hversu víðtæk þessi aðstoð var. Að því er leyniþjónustur og fyrram hryðjuverkamenn, sem hlutu þjálfún í Austur-Evrópu halda ffam, veittu ör- yggissérfræðingar kommúnista þús- undum hryðjuverkamanna aðstoð á 20 ára timabili, allt ffá þvi upp úr 1960. Þeir sem nutu góðs af vora allt ffá hryðjuverkahópum í Vestur- Evrópu, s.s. ítalska Rauða hemum og Rauðu herdeildunum vestur-þýsku, til palest- ínskra skærahða og affiskra frelsis- hreyfinga, s.s. vopnaða hluta Affíska þjóðarráðsins. Sumir illræmdustu hryðjuveikamenn heimsins, þ.á m. Carlos — „Sjakal- inn“ og Abu Nidal, vora fastir við- sldptavinir, sem höfðu heimild til að gera áætlanir, undirbúa og fram- kvæma árásir sínar ffá griðlandinu handan jámtjaldsins. Innan vestrænna leyniþjónusta era menn þeirrar skoðunar að þessi aðstoð hafi verið tekin upp í stórum stíl eftir að ráðamenn í Kreml ákváðu að nota hryðjuverkamenn til að reyna að koma óróa af stað á Vesturlöndum. Þó að Moskvumenn reyndu að láta líta svo út sem þeir sjálfir kæmu þar hvergi nærri með því að setja þjálfúnarbúðimar upp öðrum ríkjum í Austur-Evrópu, vora flestir leiðbeinendumir ffá KGB eða liðsforingjar í sovéska hemum. Að þvi er Palestínumenn, sem sóttu námskeið 1 Austur-Evrópu, segja vora búðimar eins og háskólar í hermdar- verkum. Þeir sem lifðu af margra vikna harða þjálfún útskrifúðust sem upplýsingasafnarar, hlutgengir í leyni- legar aðgerðir, og, sem mikilvægast var, lærðir og fagmannlegir dráps- menn. Hagnýt fræöi hryöju- verkamanna Nýlega rifjaði reyndur meðhmur PLO upp þegar hann tók þátt í átta vikna þjálfúnamámskeiði í búðum á ýmsum stöðum í Búlgaríu snemma á Carios og Abu Nidal áttu griðland I Austur-Þýskalandi. níunda áratugnum, ásamt 30 öðrum Aröbum og nokkrum Affíkumönnum. Hann segir námskeiðið hafa byijað á fyrirlestrum yfirmanna í KGB. Þeir skýrðu þar frá undirstöðuatriðum, s.s. að segja nýliðum að tala ekki hátt um hvað væri á döfinni á kaffihúsum, og enduðu á tilsögn um hvemig ætti að fá inngöngu í leynileg samtök og ffemja banatilræði. I aðalhryðjuverkabúðunum í Austur- Þýskalandi, í Finsterwalde nærri Dres- den, sem þekktar vora undir nafninu „Stasilager“ í höfúðið á öryggislög- reglu rikisins, var áherslan helst lögð á hvernig best væri að koma bráð fyrir kattamef. Þeim sem sóttu námskeiðið, sem stóð í tvo mánuði, var sagt til um notkun ýmissa vopna, þ.á m. hvemig hitta ætti skotmörk úr bílum á hreyfingu. Þeim var líka kennt að falsa númeraplötur bíla, vegabréf og önnur skjöl. Banatil- ræði vora sett á svið til að kenna nem- endum hvemig þeir ættu að ráða af dögum ffammámenn í kaupsýslu og stjómmálum, og lagt var nákvæmt mat á ffammistöðuna. Margir þeirra sem sóttu námskeiðin snera heim til að setja upp eigin þjálf- unaibúðir, sem reknar vora á svipaðan máta. Einn útskrifaður Palestínumað- ur segist hafa orðið að skrá hjá sér mjög nákvæmar athugasemdir og teikningar til að hann og félagar hans gætu þjálfað nýhða þegar þeir kæmu affur til Líbanon. Best aö vera í Austur-Þýskalandi Austur-Þýskaland var mesta eftirlæti nemendanna. Ekki bara að álitið var að þar væri kennslan væri best, en auk Finsterwalde var litið svo á að kennsl- an í Friedrich Engels-herskólanum í Dresden væri fyrsta flokks, heldur var allur aðbúnaður líka mjög góður. Sagt er að Carlos, hryðjuverkamaðurinn frá Venezúela, hefði hafl aðalbækistöðvar sínar í Berlín ffá 1979, þar sem hann bjó með ástmey sinni á Metropole hót- elinu meðan hann gerði áætlanir um ffekari árásir á vestræn skotmörk. Abu Daud, sem grunaður er um að vera einn forystumannanna í árásinni á Ólympíulið Israelsmanna í MUnchen 1972, er líka sagður hafa notað Aust- ur-Berlín sem höfúðstöðvar. Þetta skjól naut greinilega stuðnings Erichs Honecker, hins afsetta leiðtoga Aust- ur-Þýskalands. Austur-Þýskaland veitti líka fúllkom- ið skjól félögum Rauðu herdeildanna sem eftirlýstir vora í Vestur-Þýska- landi. A.m.k. átta fyrrum meðlimir hafa verið handteknir síðan Berlínar- múrinn var rifinn. En hvert og eitt landa Austur- Evrópu kom sér upp eigin sérgrein í þjónustu við hryðjuverkamenn. Að sögn fyrrver- andi nemenda var Ungveijaland í góð- um metum vegna þess að þar var að- búnaður líkari því sem búast má við í sumarleyfisbúðum en í því ofl fábreyti- lega umhverfi sem boðið var upp á í öðrum kommúnistaríkjum. Ungveija- land bauð upp á sundlaugar, leikfimi- sali og góðan mat og var kallað, Jivild- ar- og skemmtunarmiðstöð" hryðju- verkamanna sem nutu lífsins milli verkefna. Carlos dvaldist þar a.m.k. 1 eitt ár rétt fyrir 1980, að þvi er nýju stjómvöldin í Ungveijalandi upplýsa Tékkóslóvakia var líka í miklum met- um fyrir að útvega vopn, sérstaklega byssur eins og vélbyssuna sem notuð var við að ráða sendiherra ísraels í Bretlandi af dögum 1982. Auk þess vora þar í landi þjálfaðir u.þ.b. 100 Palestínumenn á ári í Dolni Brezany og öðram búðum í grennd við Karlovy Vary, á þýsku landamærunum. Tékkneska sprengiefniö semtex og hryöjuverka- menn frá Júgóslavíu Semtex, sprengiefnið sem því sem næst er ómögulegt að finna og ffam- leitt er í Tékkóslóvakíu, var látið í té með viðamiklum leiðbeiningahand- bókum. Að því er heimildir innan tékknesku leyniþjónustunnar herma gerðu tékkneskir leynilögreglumenn tvær prófanir á flugvélum rétt upp úr 1980 til að komast að raun um hversu mikið þyrfti af semtex til að sprengja flugvél 1 loft upp. í Ijós kom að 200 grömm nægðu. Álitið er að slflcar ráð- leggingar hafi verið ómetanlegar fyrir Alþýðufylldnguna til ffelsunar Palest- inu, sem talið er að hafi sprengt upp flugvélina yfir Lockerbie í Skotlandi. Það er líka álitið að sprengjumennim- ir í Lockerbie hafi haft bækistöðvar í Júgóslavíu meðan þeir undirbjuggu verknaðinn. Júgóslavar komu sér upp sérlega nánu sambandi við palestínska hryðjuverkamenn og veittu þeim hem- aðarlega þjálfún. Hryðjuverkahópar Abus Nidal, sem réðust á flugvellina í Róm og Vín 1987, era grunaðir um að hafa lagt upp í árásarleiðangrana ffá Júgóslavíu. Nicolae Ceausescu, fyrrum einræðis- herra í Rúmeníu, var líka áhugasamur um að rétta palestínskum hópum hjálparhönd og átti nána samvinnu við Jasser Arafat, forystumann PLO. Leynilögregla Ceausescus, Securit- ate, veitti PLO þjálfún í búðum norður af Búkarest. Securitate sá Iíka Arafat fyrir möig hundrað folsuðum vega- bréfúm og rafeindahlerunarbúnaði. En greiðamir vora ekki allir á annan veg- inn. Álitið er að PLO-menn hafi verið að verki í Paris 1977 þegar ráðist var á rúmenskan andófsmann sem gagnrýnt hafði Ceausescu. Það vora ekki þjálfúnarbúðir fyrir hryðjuverkamenn í öllum löndum Austur-Evrópu. Pólveijar sendu að vísu ráðgjafa til Mið-Austurlanda, en að öðra Ieyti náði aðstoð þeirra ekki lengra en að sjá þeim fyrir vopnum, keyptum á svarta markaðnum. Allt til 1987 hafði þar aðsetur vopnavið- skiptafyrirtæki kallað SAS, sem var í eigu Abu Nidals. Álitið er að hann eigi nokkrar húseignir í Póllandi. Gorbatsjov og lýöræðis- vakning bundu enda á starfsemina Aðstoðin sem Austur-Evrópuríkin veittu hryðjuverkamönnum fór dvín- andi effir að Míkhail Gorbatsjov komst til valda fyrir fimm árum. Eitt hans fyrsta verk var að loka þjálfúnar- búðum Rússa sjálffa þar sem boðið hafði verið upp á herforingjaráðsnám- skeið fyrir reynda hermdarverkamenn. Nú hefúr skólinn aftur tekið upp fyrri starfsemi sem venjulegur herforingja- skóli. En það var lýðræðisvakningin í Aust- ur-Evrópu sem endanlega batt enda á stuðninginn við hryðjuverkahópa. í einu vetfangi vora sambönd rofin, þó að ýmsir innan vestrænna leyniþjón- usta hafi trú á að atvinnulausir öiygg- issérlfæðingar kommúnista starfi nú sem lausráðnir og bjóði þjónustu sína hveijum þeim sem getur borgað. Hryðjuverkasamtök hafa eflaust misst mátt við að missa fyrrverandi vemdara sína og hafa farið að leita að nýjum bakhjörlum í Iiak, Líbýu, Alsír og Norður-Kóreu. Það er kaldhæðnislegt að stuðningur Sovétmanna bak við tjöldin við hryðjuverkastarfsemi hafði farið dvín- andi einmitt um það leyti sem yfirvöld í Moskvu vora að verða sífellt áhyggjufyllri vegna hættunnar á slíku athæfi innan eigin landamæra. í októ- ber nk. koma tveir hershöfðingjar KGB, sem sestir era í helgan stein, til London á ráðstefnu um baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi. Yfirvöld í Kreml senda mennina á ráðstefhuna vegna þess að þau hafa áhyggjur af hættunni á að íslamskir heittrúarmenn taki upp skæraliðastríð gegn yfirráð- um Moskvu.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.