Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. ágúst 1990 Tíminn 11 tekjuskatti heldur 10,7 milljörðum Það er um 1.000 fleiri en í fyrra. Álagðir eignaskattar eru samtals rúmlega 1,3 milljarða kr., sem er um 100 m.kr. lækkun fráí fyrra. Þessi lækkun stafar af þvi að eignaskatt- ar „stórríkra" hafa lækkað verulega milli ára. Bæði hefur skattprósentan á (hreinar) eignir umfram 8 milljónir á mann nú lækkað um rúman fjórðung (úr 2,7% í 1,95%) og sömuleiðis geta stóreignamenn nú fengið þennan „stóreignaskatt" lækk- aðan eða niðurfelldan ef þeir hafa litlar tekjur. Alls eru það um 5 þús. manns sem eiga hreinar eignir yfir 8 millj. (hjón 16 m.kr.) og lenda samkvæmt því i efra eignaskatts- þrepinu. Aðeins tæplega þriðjungur þess- ara eignamanna (1.650 manns) þurfa hins vegar að greiða þann „stóreignaskatt" að fullu. Hinir fá hann niðurfelldan að hluta (vegna tekna undir 140 þús.kr.á mánuði í fyrra) eða að öllu leyti (vegna tekna undir 70 þús. á mánuði) vegna tekjuviðmiðunar. Eins og áður er frá greint virðist fólk jafh- vel geta átt 100 milljóna eignir eða meira án þess að hafa af þeim 15 millj. kr. tekjur, sem hlýtur að teljast léleg ávöxtun eign- anna. Skattalækkun hjá fyrirtækjum Álagður tekjuskattur á lögaðila (fyrir- tæki) nemur um 3,8 milljörðum króna. Það er aðeins 3% hærri upphæð en árið áður, þannig að tekjuskattur fyrirtækja hefur lækkað um 10-15% að raunvirði milli ára. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvi nær helmingur (45%) skattsins er áætlaður. Þykir því raunhæft að reikna með að endanlegar tekjur af tekjuskatti fyrirtækja verði mun lægri en áðurnefhd upphæð. Álagning launatengdra gjalda (lífeyris-, slysa- og atvinnuleysistryggingagjald) er um 3,2 milljarðar. Það er 18-19% hækkun milli ára, sem er raunhækkun miðað við launahækkanir á sama tíma. Og ekki hafa öll fyrirtæki tapað sem bet- ur fer. Því álagðir eignaskattar fyrirtækja hafa hækkað um 16% milli ára. Þeir nema um 1,2 milljörðum króna á þessu ári, eða litlu lægri uþphæð en eignaskattar einstak- linga. Skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði hækkar hins vegar minna, eða um 10% milli ára. Skýringin er sögð lítil hækkun fasteignaverðs vegna offramboðs. Reykvíkingar ríkastir Sem að líkum lætur nema álagðir skattar skattstjórans í Reykjavík drjúgum hluta af allri skattlagningu í landinu, enda yfír 38% allra íslendinga búsettir í borginni og sömuleiðis flest stærstu fyrirtæki lands- manna þar til húsa. Af öllum eignaskatti einstaklinga er t.d. um 55% lagður á Reykvíkinga. Og fyrirtæki í borginni eiga að greiða álíka hlutfall af öllum álögðum eignaskatti félaga. Einstaklingar í Reykjavík sem gert er að greiða yfír 5,5 m.kr. í heildargjöld eru 23 að þessu sinni, hvar af fimm eiga að greiða yfír 10 milljónir. Langhæsti út- svarsgreiðandinn í þessum hópi er Þor- valdur Guðmundsson, um 2,8 m.kr., sem gefur til kynna um 40 milljóna kr. tekjur á síðasta ári. Helmingur hópsins borgar yfir milljón í útsvar, sem þýðir um og yfir 15 milljóna tekjur. Umsvifin virðast hins vegar langmest hjá Herluf Clausen, sem gert er að greiða yfir 8 millj. kr. í aðstöðugjald. Það er nærri 5 millj.kr. hærra aðstoðugjald en hjá næsta manni enda á Herluf nafhbótina „skatta- kóngur Reykjavíkur" því að þakka, ásamt með mikilli lækkun eignaskatta Þorvaldar Guðmundssonar, sem áður bar titilinn. Heildargjöld þessara tveggja eru rúmlega og tæplega 20 milljónir í ár. Þeir hafa þó eignast harðan keppinaut í Hafharfirði, Þorleif Björnsson. Heildar- gjöld hans eru rúmar 19 m.kr. og jafhframt tvöfalt hærri en nokkurs annars einstak- lings i því skattumdæmi. 22 lögaóilar yfir 40 milljónir Aðeins 22 lögaðilar í Reykjavík og á Reykjanesi (og þá væntanlega á landinu) fá álögð yfir 40 m.kr. heildargjöld (þ.e. tvöfalt meira en „skattakóngarnir"). Nær fjórðungur þessara fyrirtækja eru bankar og sparisjóðir. Islenskir Aðalverktakar eru þó langsam- lega efstir á blaði með tæplega 400 m.kr. Næstur er hins vegar Búnaðarbankinn með tæplega 270 millj.kr. (og vekur at- hygli að hann greiðir yfir tvöfalt hærri tekjuskatt en nokkurt annað fyrirtæki í borginni, eða 211 m.kr.). Sambandið, Eimskip og Flugleiðir koma næst í röðinni með heildargjöld milli 140 og 150 m.kr. Íáí

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.