Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 2. ágúst 1990 Fimmtudagur2. ágúst 1990 Tíminn 11 Af 19,4 milljarða tekjuskatti heldur ríkissjóður eftir 10,7 milljörðum Líklega senda margir „stórríkir“ fjár- málaráðherranum sínum blessunaróskir í huganum þegar þeir sjá skattseðilinn sinn þetta árið (eftir öll ósköpin í fyrra). Dæmi fínnast um að eignaskattur hjóna hafi lækkað um 1,5 m.kr. 2 m.kr. og jafhvel allt upp í 3 milljónir kr. milli ára, vegna lækk- unar á skattprósentu í efra þrepi eigna- skattsins — og ekki síður vegna tekju- tengingar skattsins. T.d. virðist eignaskatt- ur ríkustu eiginkonu í Reykjavík (með a.m.k. 150 m.kr. eignir) hafa lækkað á 2. milljón kr. vegna þess hve lágar tekjur hún hafði í fyrra. Svipuð ástæða virðist fýrir 600 þúsund og upp í 1 m.kr. lækkun lækk- un eignaskatts nokkurra annarra „100 milljóna kvenna". Til marks um hverra eignaskattar hafa lækkað segir það sína sögu að eignaskatt- ar þeirra 11 einstaklinga sem skipuðu lista 20 „ríkustu" Reykvíkinga bæði nú og í fyrra er nú tæplega 8 m.kr. lægri en þá (lækkað úr 26,5 m.kr. niður í 18,7 m.kr.). En þessi tæplega 8 m.kr. lækkun er fjórð- ungur þess sem eignaskattar 25.000 borg- arbúa lækkut)u samtals á milli þessara ára. Ráðherra tíðrætt um tekjujöfnun „Það sem ríkissjóður fær í sinn hlut er að- eins lítill hluti heildarálagningarinnar — meginhlutanum er ráðstafað til tekjujöfh- unar“. Þetta sagði fjármálaráðherra, Olaf- ur Ragnar Grímsson, á fréttamannafundi þar sem honum varð tíðrætt um tekjujöfn- unaráhrif tekjuskattsins. Ráðherra benti á að af 19,4 milljarða álögðum tekjuskatti einstaklinga haldi ríkissjóður aðeins 10,7 milljörðum króna (6% af launum lands- manna) eftir til sinna nota. Um 8,7 millj- arða sendi ríkissjóður hins vegar aftur út til landsmanna sem bamabætur (4,3 millj- arða), húsnæðisaðstoð (2,1 milljarð) og vegna greiðslu útsvars fyrir þá launa- lægstu sem greiða útsvar sitt með per- sónuafslættinum (2,3 milljarða). Ráðherra benti á að tekjur sveitarfélaganna af út- svörum eru 12,5 milljarðar, eða mun hærri en það sem ríkið heldur eftir af tekjuskatt- inum. 100.000 ávísanir í póst Aldrei þessu vant geta „gluggabréf ‘ orð- ið gleðiefhi þessa dagana. Um 100.000 ávísanir frá ríkissjóði, að upphæð um 3,5 milljarðar króna, hafa nýlega verið póst- lagðar til skattgreiðenda. Auk bamabóta sem greiddar em með öllum bömum fá 90% einstæðra foreldra nú sendar ávísanir með bamabótaauka og meira en þriðjung- ur allra hjóna með böm sömuleiðis. Um fimmtungur framteljenda fær húsnæðis- eða vaxtabætur. Sömuleiðis fær fjöldi manns endurgreitt það sem þeir hafa ofgreitt í tekjuskatt og útsvar af ýmsum ástæðum, samtals um 1,9 milljarða kr. Þar hefúr m.a. verið tekið til- lit til kostnaðar á móti „bílastyrkjum". Sömuleiðis fá um þrjú þúsund manns end- Álagning launatengdra gjalda (lífeyris-, slysa- og atvinnuleysistryggingagjald) er um 3,2 milljarðar. Það er 18-19% hækkun milli ára, sem er raunhækkun miðað við launahækkanir á sama tíma. Og ekki hafa öll fyrirtæki tapað sem bet- ur fer. Þvi álagðir eignaskattar fyrirtækja hafa hækkað um 16% milli ára. Þeir nema um 1,2 milljörðum króna á þessu ári, eða litlu lægri upphæð en eignaskattar einstak- linga. Skattur á skrifstofu- og verslunar- húsnæði hækkar hins vegar minna, eða um 10% milli ára. Skýringin er sögð lítil hækkun fasteignaverðs vegna offramboðs. Reykvíkingar ríkastir Sem að líkum lætur nema álagðir skattar skattstjórans í Reykjavík dijúgum hluta af allri skattlagningu í landinu, enda yfir 38% allra íslendinga búsettir í borginni og sömuleiðis flest stærstu fyrirtæki lands- manna þar til húsa. Af öllum eignaskatti einstaklinga er t.d. um 55% lagður á Reykvíkinga. Og fyrirtæki í borginni eiga að greiða álika hlutfall af öllum álögðum eignaskatti félaga. Einstaklingar í Reykjavík sem gert er að greiða yfir 5,5 m.kr. í heildargjöld eru 23 að þessu sinni, hvar af fimm eiga að greiða yfir 10 milljónir. Langhæsti út- svarsgreiðandinn í þessum hópi er Þor- valdur Guðmundsson, um 2,8 m.kr., sem gefúr til kynna um 40 milljóna kr. tekjur á síðasta ári. Helmingur hópsins borgar yfir milljón í útsvar, sem þýðir um og yfir 15 milljóna tekjur. Umsvifin virðast hins vegar langmest hjá Herluf Clausen, sem gert er að greiða yfir 8 millj. kr. í aðstöðugjald. Það er nærri 5 millj.kr. hærra aðstoðugjald en hjá næsta manni enda á Herluf nafhbótina „skatta- kóngur Reykjavíkur“ því að þakka, ásamt með mikilli lækkun eignaskatta Þorvaldar Guðmundssonar, sem áður bar titilinn. Heildargjöld þessara tveggja eru rúmlega og tæplega 20 milljónir i ár. Þeir hafa þó eignast harðan keppinaut í Hafnarfirði, Þorleif Bjömsson. Heildar- gjöld hans em rúmar 19 m.kr. og jafhframt tvöfalt hærri en nokkurs annars einstak- lings í því skattumdæmi. 22 lögaöilar yfir 40 milljónir Aðeins 22 lögaðilar í Reykjavík og á Reykjanesi (og þá væntanlega á landinu) fá álögð yfir 40 m.kr. heildargjöld (þ.e. tvöfalt meira en „skattakóngamir"). Nær Qórðungur þessara fyrirtækja em bankar og sparisjóðir. Islenskir Aðalverktakar em þó langsam- lega efstir á blaði með tæplega '400 m.kr. Næstur er hins vegar Búnaðarbankinn með tæplega 270 millj.kr. (og vekur at- hygli að hann greiðir yfir tvöfalt hærri tekjuskatt en nokkurt annað fyrirtæki í borginni, eða 211 m.kr.). Sambandið, Eimskip og Flugleiðir koma næst í röðinni með heildargjöld milli 140 og 150 m.kr. urgreiddan skatt vegna þess að þeir keyptu hlutabréf i atvinnurekstri fýrir 400 millj.kr. á síðasta ári. Framteljendiu- i hópi einstaklinga reynd- ust um 192 þús.á þessu ári. Þar bætast svo við rúmlega 15 þús. lögaðilar (atvinnurek- endur). Skatturinn hækkar þó mun meira en barnabæturnar Þótt fjármálaráðherra haldi á lofti tekju- jöfhunaráhrifúm tekjuskattsins virðist engu að síður ljóst að tekjuskattar hækkar á þeim hluta þjóðarinnar sem ekki skuldar þeim mun meira vegna húsakaupa. Álagðir tekjuskattar einstaklinga vom 15 milljarðar í fýrra en 19,4 milljarðar í ár. Það er 29,3% hækkun milli ára. Á sama tíma hækkar t.d. heildampphæð bamabóta (og b.b.auka) aðeins um rúmlega 16%, en bætur með hverju bami um tæplega 14% milli ára. Það hlutfall tekjuskattsins sem endurgreitt er í formi bamabóta hefur lækkað úr tæplega 25% í fýrra niður í rúmlega 22% á þessu ári. Með sama hlut- falli og í fýrra hefðu bamabætur orðið um 500 millj.kr. hærri á þessu ári en raun er á. Tekjuskatturinn hækkaó langt umfram útsvörin Fjármálaráðherra leiddi hjá sér spumingu um hækkun tekjuskatta þeirra sem engar endurgreiðslur fá vegna bama eða skulda. Og torvelt er að sjá nákvæmar tölur þar um úr þeim gögnum sem ráðuneytið hefur dreift enn sem komið er. Af yfirlitum um álagningu í Reykjavík og á Reykjanesi er hins vegar ljóst að tekjuskatturinn hefúr þar hækkað miklu meira en útsvörin, en þau em sem kunnugt er flöt prósenta á öll laun. Sömuleiðis hef- ur skattgreiðendum fjölgað nokkm meira heldur en útsvarsgreiðendum, sem gefúr til kynna að færi sleppa nú við greiðslu tekjuskatts heldur en í fýrra. I þessum tveim skattumdæmum hækkaði meðalupphæð útsvars á hvem greiðanda hækkaði um rúm 11% og tæp 13% milli ára. Tekjuskattur hækkaði á hinn bóginn um 22-24% að meðaltali á hvem greið- anda — eða í kringum tvöfalt meira held- ur en bæði meðalútsvarið og bamabætur með hveiju bami. Skuldlitlir „blæöa“... Þeir 25.500 einstaklingar sem nú njóta ára. Það þýðir að húsnæðisbætumar hafa lækkað að raungildi (sem getur verið um- hugsunarvert fýrir þá sem vilja treysta því að vaxtabætumar verði um alla framtíð jafh „rausnarlegar" og nú á 1. árinu). ... nema nokkrir „stórríkir“ Af einstaklingum er það dijúgur fjórð- ungur ffamteljenda, eða um 52 þús. manns, sem gert er að greiða eignaskatta. Það er um 1.000 fleiri en í fýrra. Álagðir eignaskattar em samtals rúmlega 1,3 milljarða kr., sem er um 100 m.kr. lækkun frá í fýrra. Þessi lækkun stafar af því að eignaskatt- ar „stórríkra" hafa lækkað vemlega milli ára. Bæði hefúr skattprósentan á (hreinar) eignir umffam 8 milljónir á mann nú lækkað um rúman fjórðung (úr 2,7% í 1,95%) og sömuleiðis geta stóreignamenn nú fengið þennan „stóreignaskatt“ lækk- aðan eða niðurfelldan ef þeir hafa litlar tekjur. Alls em það um 5 þús. manns sem eiga hreinar eignir yfir 8 millj. (hjón 16 m.kr.) og lenda samkvæmt því í efra eignaskatts- þrepinu. Aðeins tæplega þriðjungur þess- ara eignamanna (1.650 manns) þurfa hins vegar að greiða þann „stóreignaskatt“ að fúllu. Hinir fá hann niðurfelldan að hluta (vegna tekna undir 140 þús.kr.á mánuði í fýrra) eða að öllu leyti (vegna tekna undir 70 þús. á mánuði) vegna tekjuviðmiðunar. Eins og áður er ffá greint virðist fólk jafn- vel geta átt 100 milljóna eignir eða meira ánþess að hafaafþeim 15 millj. kr. tekjur, sem hlýtur að teljast léleg ávöxtun eign- anna. Skattalækkun hjá fyrirtækjum Álagður tekjuskattur á lögaðila (fýrir- tæki) nemur um 3,8 milljörðum króna. Það er aðeins 3% hærri upphæð en árið áður, þannig að tekjuskattur fýrirtækja hefúr lækkað um 10-15% að raunvirði milli ára. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, þvi nær helmingur (45%) skattsins er áætlaður. Þykir því raunhæft að reikna með að endanlegar tekjur af tekjuskatti fýrirtækja verði mun lægri en áðumefhd upphæð. hinna nýju vaxtabóta virðist eini hópurinn sem kann að sleppa léttar ffá skattheimtu rikissjóðs á þessu ári heldur en í fýrra (auk kannski nokkurra stóreignamanna). Heildarupphæð vaxtabóta (um 1,4 millj- arðar) er nær tvöfalt hærri heldur en sá vaxtaafsláttur sem þær leysa af hólmi. Meðal vaxtabætur á mann eru um 64% hærri en vaxtaafslátturinn i fýrra. Af launum flestra annarra virðist ljóst að ríkissjóður tekur nú stærri skerf heldur en árið áður. T.d. má benda á að upphæð hús- næðisbóta (til 11 þús. skattgreiðenda) hef- ur aðeins hækkað um tæplega 10% milli

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.