Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminr Fimmtudagur 2. ágúst 1990 KOMUM HEIL HEIM Á ferðalagi er að mörgu að hyggja. Við ár og vötn þarf að sýna aðgæslu. Rétt- ar varúðarráðstafanir koma í veg fyrir að fólk þurfi að grípa til örþrifaráða. nánd við gastæki. A tjaldstað þarf að fara varlega með eld. Börn má aldrei skilja ein eftir í nánd við gastæki. Þegar ekið er yfir ár, skiptir öllu máli að velja rétta leið. Vaðið á ánni breytist á skammri stundu. Þess vegna má aldrei treysta því, að hjólför við árbakka bendi til þess að þar sé öruggasta leiðin. DAGBOK Gott er að taka nauðsynlegan öryggisbúnað með í ferðalag. Slökkvitæki get- ur komið í góðar þarfir. Einnig er sjúkrakassi mikilvægur til að búa um sár. Örlítil gætni og fyrirhyggja getur skipt sköpum og gert ferðalagið farsælt og ánægjulegt. Slysin gera ekki boð á undan sér, en afleiðingar þeirra geta varað ævilangt. Eigendur Listasmíði sf., þeir (var Þór Þórisson (tv.) og Eiour Bjöm Ingólfsson (th.). Listasmíöi sf. Undir nýju nafhi, Listasmíði sf. að Súð- arvogi 9, Reykjavík, er hafin framleiðsla á karmlistum, kverkalistum, loftlistum, gólflistum, myndarammalistum (Kjar- valsrömmum) og flaggstöngum. Er það sama framleiðsla og Slippfélagið í Reykjavík hafði áður og prýðir mörg af eldri húsum landsins. Einnig verður sinnt margs konar sér- smíði, svo sem á listum, gluggum, hurð- um, pallastigum og handriðum. Píanótónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar Nina Margrét Grimsdóttir píanóleikari mun koma fram á næstu þriðjudagstón- leikum í Listasafhi Sigurjóns Ólafssonar þann 7. ágúst nk. og hefjast tónleikarnir kl. 20.30. Á efhisskránni eru Sónata í B- dúr KV 333 eftir Wolfgang Amadeus Mozart og Fjögur Impromptu ópus 90 D 899 eftir Franz Schubert. Nína Margrét Grímsdóttir fæddist í Reykjavík árið 1965. Hún nam píanóleik hjá Málfríði Konráðsdóttur í Tónmennta- skólanum í Reykjavík og síðar í Tónlist- arskólanum í Reykjavík, hjá Halldóri Haraldssyni, þaðan sem hún lauk einleik- araprófíárið 1985. Hún hlaut styrk frá breska sendiráðinu til framhaldsnáms í London 1985-1988 þar sem hún sótti meðal annars tíma til Philip Jenkins og Peter Feuchtwanger. Árið 1988 Iauk Nína Margrét L.G.S.M. Perfor- mance Diploma frá Guildhall School of Music and Drama og M.A.- prófi árið eft- ir frá City University í London. Lokarit- gerðir hennar fialla um íslenska píanótón- list og mikilvægi tónlistarkennslu í grunnskólum. Auk fyrrgreindra kennara Nínu Margrétar má nefha Edith Picht-Ax- enfeld, Richard Langham Smith og Bern- hard Oram. Nína Margrét hefur komið fram á tón- leikum bæði innanlands og utan, m.a. á tvennum einleikstónleikum sem haldnir voru á vegum E.P.T.A. (Evrópusambands píanókennara) í vor og á ljóðatónleikum í júnf sl. ásamt Sigríði Jónsdóttur söng- konu. Ferðaþjónusta skáta: Spennandi ferðir í ágústmánuði gangast Skátasamband Reykjavíkur og Bandalag íslenskra skáta 1 samvinnu við Iþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur fyrir ferðalögum unglinga á aldrinum 13 til 17 ára. Eftirtaldar ferðir verða i boði: l.Reykjanesferð Gengíð frá Kleifarvatni, yfir Sveifluháls, Trölladyngju og Keili. Gist við Arnarvatn en daginn eftir gengið niður á Vigdísar- velli, þaðan í Krísuvík og endað í Hvera- hlfð. Leiðsðgn: Félagar úr Hjálparsveit skáta f Njarðvík. Tími: Ferð A: 10. til 12. ágúst. FerðB:17.till9.ágúst. 2. Hengilssvæðið Gengið frá neyðarskýlinu á Hellisheiði að Skarðsmýrarfjalli. Gist f skátaskálum. Gengið frá Skarðsmýrarfjalli um Fremstadal og Kattartjarnir niður á Ul- fljótsvatn. Leiðsðgn: Páll Sigurðsson. Tími: Ferð A: 17. til 19. ágúst. Ferð B: 24. til 26. ágúst. 3. Hvalfjörður-Þingvellir Gengið frá Botni í Hvalfirði til Þingvalla um Leggjarbrjót. Gist í tjöldum á leiðinni. Tími: 24. til 26. ágúst. Fyrir hvert námskeið verður haldið und- irbúningskvöld fyrir þátttakendur. Þau verða á miðvikudegi fyrir ferð. Þar verða kennd grunnatriði í ferðamennsku. Nánari upplýsingar og skráning í síma 91-15483 og 91-23190. Útivist um verslunar- mannahelgina Sunnudagur 5. ágúst Kl. 10.30: Prestastígur. Gengin vörðuð leið frá Staðarhverfi í Grindavík þvert yf- ir Reykjanes- eldstöðvakerfjð að Kalman- stjörnum í Höfhum. Verð kr. 1000. Kl. 13.00: Tóastígur-Rauðasel. Gengið eftir götuslóða á milli sjö gróðurvinja í Afstapahrauni og siðan yfir að Rauðaseli. Stutt gönguferð um lyng- og kjamvaxið gróðurlendi með tilheyrandi blómskrúði. Verðkr. 1000. Mánudagur 6. ágúst Kl. 08.00: Básar í Goðalandi. Dagsferð á þennan rómaða stað á sérstöku tilboðs- verði. Aðeins kr. 1500. Kaupstaðarferð: Kl. 08.00: Fljótshólar- Eyrarbakki. Gengið verður frá Fljótshólum gegnt Háfi við árósa Þjórsár og áfram með ströndinni um Baugstaði, Stokkseyri og út á „Bakka". Fylgt verður sem næst gömlu þjóðleiðinni og rifjað upp ýmislegt um kaupstaðarferðir á fyrri tíð. Fylgdarmenn sögu- og örnefhafróðir Árnesingar. Litið inn í Rjómabú Baugstaða, Þuríðarbúð og Sjóminjasafhið á Eyrarbakka. Göngunni lýkur þar sem gömlu verslunarhúsin á Eyrarbakka stóðu. Kl. 13.00: Þuríðarbúð-Eyrarbakki. Rjómabú Baugstaða skoðað. Sameinast síðan morgungöngunni við Þuríðarbúð. Hægt er að stytta gönguna og fara i stutta fjöruferð. Tilvalin ferð fyrir fjölskyldu- fólk. Kl. 13.00: Flóinn. Skoðunarferð í rútu um Flóann. Komið við á nokkrum sögu- stööum og söfhum á suðurströndinni. Fróðleg ferð fyrir þá sem treysta sér ekki í gðnguferðina. BrottfÖr í ferðirnar 6/8 frá BSÍ- bensin- sölu, Árbæjarsafhi og Fossnesti á Sel- fossi, klukkustund síðar en frá BSÍ. Verð kr. 1200, kr. 600 frá Fossnesti. Ályktun stjórnar Alþýóubanda- lagsins í Reykjavík Stjórn Alþýðubandalagsins í Reykjavík varar við hugmyndum sem fram hafa komið um að beita lagasetningu til að ógilda kjarasamninga launafólks og at- vinnurekenda. Stjórn ABR minnir á að frjáls samnings- réttur er einn af hornsteinum þess lýðræð- is- og jafhréttisþjóðfélags sem Alþýðu- bandalagið berst fyrir. fhlutun rikisins f frjálsan samningsrétt er óverjandi og gild- ir þá einu hvaða samtök launafólks eiga i hlut, hvort það eru Bandalag háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna, Bandalag starfsmanna rikis og bæja, Alþýðusam- band íslands eða önnur samtök eða hópar. Alþýðubandalagið hefur undir öllum kringumstæðum talið það skyldu sína að standa vörð um réttindi launafólks, og þvi skýtur það skökku við að áhrifamenn f Alþýðubandalaginu skuli yfirleitt ljá máls á slikri aðför. Stjóm ABR harmar að ekki skuli finnast lausn í deilu BHMR og rikisins, en lýsir fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni og þá sérstaklega forsætísráðherra og fjár- málaráðherra, sem lét undir höfuð leggj- ast að ræða við starfsmenn sína svo mán- uðum skipti í vetur og vor. Allt tal um að Félagsdómi sé um að kenna hvernig kom- ið er, er ábyrgðarlaust og beinlínis vara- samt. Stjórn ABR hvetur allt alþýðubandalags- fólk til að leggjast gegn lagasetningar- áformunum og telur að ráðherrar flokks- ins eigi að segja störfum sínum í rikis- stjórninni lausum, verði það niðurstaðan á þeim vettvangi að fara að launafólki með valdbeitingu. Samhljóða samþykkt á stjómarfundi 31. júlí 1990. ÍHverjum bjargar það næst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.