Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 20

Tíminn - 02.08.1990, Blaðsíða 20
AUCLÝSINCASÍMAR: 680001 — 686300 RÍKiSSKIP NÍITÍMA FLUTNINQAR Hotnarhúsinu v/Tn/ggvagötu. •8 28822 _____ SAMVINNUBANKINN BYGGÐUM LANDSINS PllMISSAN Réttur bíll á réttum stað. Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Slmi 91-674000 ¦^.^abriel HÖGG- > DEVFAR Versltó hjá fagmönnum Hamarshófða 1 - s. 67-6744 Tíminn FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST1990 Miklar annir Gjaldheimtu vegna óskiljanlegra álagningaseðla: Gjaldheimtu- og álagningarseðlar, sem Reykvíkingar hafa fengið senda undanfarna daga, hafa ekki allsstaðar vakið óskipta hrifningu. Sérstaklega hefur verið haft orð á að seðill- inn værí svo flókinn að hann skildist engan veginn. Hefur fólk mikið velt fyrír sér gjaldi í framkvæmdasjóð aldr- aðra, inneign og greiðslu inneignar þó skuld værí samtímis fyrír hendi, barnabótaauka og svo mætti áfram telja. Nokkrum hefiir brugðið í brún við að fá í hendur seðla stílaða á látna ættingja og búast má við að um tvö hundruð Reykvíkingar geti alls ekki komist til botns í útreikning- um Gjaldheimtunnar, hvernig sem þeir bera sig að, þar sem um kerfís- villu er að ræða. Þá var að sögn mikil örtröð fólks í húsakynnum Skattstofunnar í gær. Þar var kom- inn fjöldi manna sem ekki áttaði sig á að endurgreiðslur eru póst- sendar og ætlaði að fara og ná í ávísunina sína. „Þegar komið er með mismunandi reglur og mismunandi gjalddaga verður þetta óhjákvæmilega dálítið afbrigðilegt og flókið", sagði Sig- urður Kristjánsson deildarstjóri í Gjaldheimtu Reykjavíkur. Þetta sagði hann að gæti þó ekki skrifast á reikning gjaldheimtunnar. En starfsmenn þar væru einvörðungu að framfylgja fýrirskipunum lög- gjafans. Símalínur skattstjóra og Gjaldheimtunnar hafa verið rauð- glóandi undanfarna tvo daga. En þó mikið hafi verið spurt og leitað eft- ir útskýringum taldi Sigurður vera von á öllu meira spurningaflóði þegar seðillinn hefði borist fleirum í hendur. ¦ „Það er svo stutt síðan seðillinn var sendur út að viðbrögðin eru ekki komin að fullu. Þeir, sem eiga í vandræðum, virðast fyrst og fremst ekki geta áttað sig á heild- inni, það er að segja hvernig niður- staðan er fengin. Ein helsta ný- breytnin er gjald í framkvæmda- sjóð aldraðra sem var tekið upp aft- ur í ár. Það er aðeins einn gjalddagi í stað þess að tölunni sé skipt niður á fimm mánuði, en þetta verður til þess að rugla seðilinn dálítið. Nú, barnabótaaukinn hefur valdið rugl- ingi sem og það, að nokkuð margir fá útgréidda ofgreidda gjaldfallna staðgreiðslu núna en eiga síðan að greiða aftur til baka í september og fram í desember, þar sem inneign má ekki ráðstafa upp í ógjaldfallna liði", sagði Sigurður. Samkvæmt breyttum lögum stóð til að svokallaður vaxtaauki yrði greiddur út fyrsta september eins og á öllum seðlunum stendur. Er þar um að ræða nýja aðferð við út- reikning á vaxtabótum, en útborg- un var flýtt til fyrsta þessa mánaðar þannig að ekki þarf að búast við öðrum eins glaðningi í september. Standi CR fýrir aftan upphæð þýð- ir það inneign sem viðkomandi muni fá greidda. „Þetta fór allt saman of seint á stað, en þá einu kerfisvillu sem komið hefur fram, má finna þegar fólk á ógreidda fyrirframgreiðslu og líka inneign í staðgreiðslu. Þeg- ar gjalddagarnir voru búnir til, var inneignin notuð tvisvar." Þetta mun þegar hafa verið leiðrétt og sagði Sigurður að einungis væri um 200 manns að ræða sem þætti ekki mik- ið miðað við 70 þúsund útsenda seðla. Varðandi látið fólk, sem fengið hefúr senda seðla, sagði Sig- urður að G7tjaldheimtan fengi sínar upplýsingar úr þjóðskránni, þannig að ekki væri um misskilning að ræða. Þarna væru á ferðinni þeir sem ættu óuppgerða skuld eða inn- eign samkvæmt framtalí. „Það er algengast að þetta sé vegna eigna- skatts úr óskiptu dánarbúi." jkb i Maður á mótorhjöli: Féll 70 metra Maður, sem var að keyra um á mót- orhjóli í Kerlingafjöllum seint á þriðjudagskvöld, slasaðist mikið þegar hann féll á hjóli sínu 50-70 metra ofan í gil. Maðurinn var að keyra utan vegar og ætlaði að stökkva upp á veginn. Hann náði ekki að bremsa sig af og fór yfir veg- inn og ofan í gil sem er hinum megin við hann. Gilið er á bilinu 50 til 70 metra djúpt og snarbratt. í fallinu tókst manninum að kasta sér af hjól- inu áður en það lenti á klettum og gjöreyðilagðist. Hann lenti síðan í lausamöl í botni gilsins og er mesta mildi að ekki fór verr, en maðurinn meiddist aðallega i baki. Starfsmenn í Kerlingarfjöllum brugðust skjótt víð og komust til mannsins þar sem hann lá með fiillri rænu. Ekki þótti ráðlegt að flytja hann og því var hlúð að honum í gilinu, þar sem hann lá í tvo klukkutíma, eða þar til þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn. Hún var kölluð út um 22:00 og kom með manninn á Borgarspítalann um kl. tvö um nóttina. Maðurinn er starfsmaður í Kerlingarfjöllum. Líð- an hans er góð eftir atvikum. GS. Veðrið um verslunarmannahelgí: SKIPTAST Á SKINOGSKURIR UM ALLT LAND Samkvæmt spám Veðurstof- uniiar uin verslunarmánnahelg- ina verður hvergi alvont eða al- gott veður, að sðgn Einars Svein- bjðrnssonar veðurfræðings. Það ættí þvi að viðra nokkuð syipað tii útihátíða hvar sem er á land- inu, og einnig hjá þeim sem kjósa að eyða helginni utaii slíkra mðtsvæða, Einar sagði að á fðstudeginum yrði norðan- eða norðaustanátt og tiltölulega bjart veður á BUu Suðuriandi, en skýjað á Norður- landi og sum staðar úrkoma þar. Á laugardeginúm snerist dæmið svo við; það þykknaði upp á Suðurlandi en lértí til á Norður- landi, og liúast mættí við rign- ingu siðdegis á laugardag á Suð- ur- og Vesturlandi, og siðar a Suðausturlandi. Á sunnudag kæmi aftur norð- austanátt og þá létti tii á Suður- og Vesturlandi. Það ætti þvi ekki að skipta mali hvar folk er statt á landinu, það fær að ðllum lík- intlum sýnishorn af ðUu veðrí þessa htlgiua. —só Trédrumburínn portúgalski sem blýanturinn verður smíðaður úr. Timamynd: Sverrir Aðalsteinssoa Stefán Geir Karlsson hefur orðið sér úti um eins tonna viðardrumb frá Portúgal: Smíðar heimsins stærsta blýant Stefán Geir Karlsson lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Fyrir fjórum árum smíðaði hann heimsins stærsta herðatré, sem er skráð í heimsmeta- bók Guinnes. Nú ætlar hann að smíða stærsta tréblýant í heimi, en auglýsir eftir mátulegu blýi. Stefán hefur nú útvegað sér stóran trédrumb frá Portúgal, sem vegur um það bil tonn. Drumburinn er tæplega einn metri í þvermál og nærri fimm metrar á lengd. „Ég var í embættiser- indum í skipasmíðastöð í Portugal þar sem ég rakst á þennan drumb. Eigandi hans og ffamkvæmdastjóri skipasmíðastöðvarinnar sagðist vera stuðningsmaður listamanna og þess vegna gaf hann mér drumbinn. Haukafellið SF, sem var einmitt í smíðum í stöðinni, tók siðan drumb- inn og kom með til landsins í yik- unni." Stefán sagðist ætla að vinna blýant- inn með bæði vélum og handverk- færum. „Ég ætla að láta annan enda bolsins halda sér, en hinn endann vinn ég niður." Hann sagðist ekki vera búinn að útvega sér blý. „Mig vantar það ennþá, auglýsi hér með eftir blýi í fimm metra langan blýant. Það þarf helst að vera ferkantað. Annars vantar mig einnig vinnustofu, því ég er með drumbinn í fanginu á blettinum heima hjá mér eins og er, ef svo má að orði komast." Stefán kannaðist ekki við að slíkir risablý- antar hafi verið gerðir áður. Hann sagðist því eiga von á, að blýanturinn yrði skráður hjá Guinnes ef hann sæktist eftir því, sem hann er ekki bú- inn að ákveða. Stefán gerði einnig risastórt herðatré fyrir um fjórum árum síðan og það var unnið með aðstoð frá trésmíða- verkstæði Slippfélagsins. Herðatréð hefiir verið i geymslu hjá Smára og að hans sögn hefur það ekki gengið út. „Þessa stundina vantar mig til- finnanlega aðstöðu til að geta byrjað á blýantinum", sagði Stefán að lok- um. -hs.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.