Tíminn - 03.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 03.08.1990, Blaðsíða 3
' Föstudagur 3. ágúst 1990 l 1.1. > . Tíminn 3 Fréttarskýring Þar sem ekki var að öllu leyti farið rétt með í frétt i fyrradag um nýtt flugskýli Flugskóla Helga Jónssonar á Reykjavíkurflugvelli, er rétt að gera grein fyrir eftirfarandi. Flugrekstur Helga Jónssonar skipt- ist nú í tvennt, Flugskólann og Flug- félagið Óðinn hf. Flugskólinn á nú fjórar flugvélar, sem notaðar eru til kennsluflugs, og Flugfélagið Óðinn á fimm flugvélar til farþegaflugs. A þessu ári bættust þijár skrúfuþotur í flota flugfélagsins, sem allar taka 18 farþega. Vegna þessarar fjölgunar er þörf á nýju flugskýli, sem nú er fyrir- hugað að byggja á Reykjavíkurflug- velli. Flugskýlið á að rúma allar fjór- ar flugvélar Flugskólans og fimm vélar flugfélagsins. -hs. Aðstoðarmaður Lands- bergis í heimsókn: Ræðir við stjórnvöld Bodunas, aðstoðarmaður Landsberg- is, forseta Litháen, kemur hingað til lands í dag til viðræðna við íslensk stjómvöld. Hann mun m.a. ræða við utanrikisráðherra um málefhi Lithá- en. Bodunas er á fertugsaldri og er með doktorsgráðu í fomffæði. Hann hefur verið aðstoðarmaður Landsbergis síðan hann tók við embætti. GS. Tjaldsvæðin á Laugarvatni: Vilja frið- sælar nætur Tjaldmiðstöðin á Laugarvatni vill áminna fólk, sem gistir á tjaldsvæðun- um þar, um að þau séu ekki skemmti- staðir þar sem leyfilegt sé að hafa í ffammi hávaða. Starfsfólk Tjaldmiðstöðvarinnar segir að þeir, sem nota tjaldsvæðin, eigi rétt á ffiði og ró, og þá sérstaklega um nætur. Allir, sem virða almennar umgengnis- reglur og vilja njóta náttúm landsins í ffiði, era boðnir velkomnir á tjaldsvæð- in á Laugarvatni. —só Leiðrétting í ffétt Tímans um landsig á Þing- völlum, sem birtist í blaðinu á þriðju- dag, var farið rangt með nafn Dóru Þórhallsdóttur, eiginkonu sr. Heimis Steinssonar, þjóðgarðsvarðar, og hún sögð Þórarinsdóttir. Á þessu er hér með beðist velvirðingar. rétti tíminn til að reyna sig! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 fæddist árið 1775 í Nystad í Finn- landi, og lést árið 1838. Eftir hann liggja margar tónsmíðar. Flytjendur eru Tuula-Maija Tuo- mela, píanó og sópran, Matti Pas- anen tenór, Petri Lindroos bassi og Risto Hirvonen barýtón. Leikstjóri er Lisbeth Landefort. Sungið verður á sænsku, en áheyr- endur munu fá textahefti þar sem allir textamir eru á sænsku og ís- lensku. Friðþjófssaga verður fiutt tvisvar á laugardag í Valhöll, kl. 15:00 og kl. 20:30. Á sunnudag hefst dag- skráin kl. 16:00 í Norræna húsinu. —SE Það má búast við því að lítíð verði að gera á fasteignasölum, ef a//;r húseigendur tækju upp á því að auglýsa hús sín eins og þessi ágæti Garðbæingur gerir. Ókumenn á Reykjanesbrautinni hafa tekið eftir þessari nýstárlegu auglýsingu, en spumingin er hvort það gefi betri raun að auglýsa hús sín sjálfur eða setja þau á fasteignasölu. Tónlistarviðburður á Þingvöllum og í Norræna húsinu: Finnska kammeróperan flytur Friðþjófssögu Um helgina gefst íslenskum tónlistarunnendum einstætt tækifærí, þegar finnska kammeróperan flytur Fríö- þjófssögu eftir Esaias Tegnér við tónlist finnska tónskáldsins Bemhards Crusells í hótel Valhöll á Þingvöllum á laugar- dag og í Norræna húsinu á sunnudag. Finnska kammeróperan var stofn- uð vorið 1989 og var fyrsta verk- efni hennar að flytja Friðþjófssögu á tónlistarhátíð í Nystad í Finn- landi. Kammeróperan er hér á veg- um Norræna hússins, Menningar- sjóðs Islands og Finnlands og Nor- ræna menningarsjóðsins. Friðþjófssaga er kvæðabálkur og kom fyrst út árið 1825. Hann bygg- ir á fomaldarsögunni Friðþjófssaga hins ffækna. Mörg tónskáld hafa samið tónlist við kvæðin og er Bemhard Crusell einn þeirra. Hann

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.