Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn- r Tímirm MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifetofiirLyngháls9,110 Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Austurlönd nær Einræðisherra íraks, Saddam Hussein, lét verða af því sem stórveldin og Arabaríkin yfirleitt þóttust ekki eiga von á, að gera innrás í nágrannalandið Kuwait. Aðdragandi innrásarinnar minnir um margt á undan- fara innrásar Þjóðverja í Pólland 1. september 1939 og innrásin sjálf var leifturstríð herveldis gegn smá- ríki, í sama dúr og þýska innrásin í Pólland, sem var upphaf síðari heimsstyijaldar. Þótt samlíking af þessu tagi sé ekki gerð til þess að ofgera áhrif innrásarinnar í Kuwait á heimsfriðinn er hún eigi að síður áminning um hversu tæpt er um ffið- arhorfur í ýmsum heimshlutum. Engum blöðum er um það að fletta að Austurlönd nær, allt hið víðlenda svæði við Miðjarðarhafsbotna og Persaflóa í heims- hluta Araba og múslimsks siðar, eru óffiðarsvæði og hafa verið áratugum saman. Þegar allt þetta stóra heimssvæði er tekið sem heild er flókið að greina or- sakir og ástæður hins ófriðvænlega ástands, því að það eru ekki eingöngu ættflokkadeilur og frumstæð ásælni í hvers annars lönd sem rekur á eftir sífelldum skærum og vopnaskaki. Stórveldin og Evrópuríkin eiga sinn þátt í að viðhalda óffiði og viðbjóði hemað- arátaka á þessu svæði, ef horft er yfír heildarsviðið og gang mála þar. Hervæðing Miðausturlanda hefur orð- ið fýrir tilstilli stórveldanna og fleiri landa, sem séð hafa þeim fyrir vopnum og aðstöðu til að efla heri sína og skæruliðasveitir. Hvað varðar hemaðarmátt Iraks og útþenslupólitík núverandi einræðisherra og flokksmanna hans, hafa Irakar ekki staðið einir. Sovétmenn og Frakkar hafa stutt þá dyggilega. Ofriðurinn við Iran í átta ár gerði auðvitað hvort tveggja að lama fjárhag þeirra og treysta Irak sem herveldi. Ekkert ríki á þessu svæði ræður yfir jafnstómm her, jafnvel búnum og vel skip- uðum þrautreyndum stríðsmönnum. Þegar þar við bætist að ríkisstjóm Iraks er herská og ætlar sér stór- an hlut meðal Araba í skjóli hemaðarmáttar, þarf síst að koma á óvart að Saddam Hussein ákvað að taka smáfurstadæmið Kuwait herskildi, þegar ekki samd- ist milli ríkjanna um ágreining þeirra út af skuldamál- um og yfirráðum yfír olíulindum og olíuverði á heimsmarkaði. Þótt Kuwait kunni að vera auðugasta land í heimi er það ekkert herveldi. Það er smáríki, veikt og fámennt sem í hemaðarlegu tilliti er upp á aðra komið, þ.á m. Bandaríkjamenn, en hefur auk þess reynt að kaupa sér ffið af Irak með fjárhagsleg- um og diplómatiskum stuðningi. En nú hefur Kuwait mátt reyna það að tilraun þeirra til að standa á eigin fótum í ágreiningi við Irak kostar þá hemaðarinnrás og fyrirætlun Iraka um að leggja landið undir sig og gera það sér algerlega háð. Þar að auki hefur Kuwait þolað þá raun að vinveitt ríki hafa ekki treyst sér til að veita þeim beina hemaðaraðstoð. Arabaþjóðimar hafa ekki þorað að hreyfa sig og Bandaríkjamenn fara sér hægt um annað en að lýsa samstöðu sinni í orði. Enginn veit nú hver framvinda þessa stríðs milli Iraks og Kuwait verður. Ahrif þess geta þó orðið afdrifarík með ýmsum hætti. Hitt er of- sagt að með þessu sé verið að rjúfa ffið í Austurlönd- um nær. Þetta er aðeins ný útfærsla á hemaðarátökum í heimshluta sem er óffiðarbæli. Laugardagur 4: ágúst 1990 Q kJ AMKVÆMT venju verður mikið um dýrðir um þessa helgi, þjóðhátíð í Eyjum og verslunar- mannahelgi í landi. Liðið er á aðra öld síðan Vestmannaeyingar hófu að gera sér dagamun fyrstu helg- ina í ágústmánuði og halda þjóð- hátíð sína í Heijólfsdal og er sá siður rakinn til þjóðhátíðarinnar miklu 1874, sem haldin var til að minnast þúsund ára búsetu í land- inu. Vissar hefðir hafa þróast í hátíða- haldi þeirra Eyjamanna og hefúr þeim tekist að halda þeim fúrðu- vel við í gegnum breytilega tíma. En á síðari árum heyrast fúllorðir Vestmannaeyingar kvarta hljóð- látlega yfir þvi mikla aðstreymi fólks ofan af landinu, sem Ijær há- tíð þeirra annan og framandi brag en þeir áttu að venjast á meðan heimamenn vom ekki ofúrliði bomir af aðkomufólki sem veit ekki betur en að þjóðhátíð í Eyjum sé venjuleg sukksamkoma með aðkeyptum skemmtikröftum og haga sér samkvæmt því. Verslunarmannahelgin á sér einnig langa sögu og var nefnd frí- dagur verslunarmanna áður en at- vinnumenn í skemmtanahaldi virkjuðu hana til að plokka pen- inga af bömum og drukknum ung- lingum. Rútubílaeigendur eiga sinn þátt í þeim undarlegu straum- hvörfúm sem frídagur verslunar- manna tók áður hann var gerður að slarkhátíð ungmenna. Frídagur verslunarmanna er mánudagurinn eftir fyrstu helgi í ágúst og var í fyrstu nokkurs kon- ar baráttudagur verslunarfólks, sem vakti athygli á kjömm sínum þennan dag og var hann jafnframt notaður til hóflegrar upplyftingar og fóm þeir sem ftiið áttu stund- um út fyrir bæjarmörk þegar vel viðraði. Svo verkaðist að hátíðisdagur verslunarfólks varð almennur frí- dagur og helgin langa er notuð sem tilefni útiskemmtana hvar sem danspalli eða upphækkun fyr- ir tónlistariðkun og unglingaheld- um girðingum verður við komið. Eini staðurinn sem ekki þýðir að bjóða upp á til slarkskemmtana þessa helgi er höfúðborgarsvæðið. Þar vill ekkert ungviðið veifa bokkum og veina þrjá sólarhringa samfleytt. Fyrir nokkmin ámm var reynt að koma upp svona uppákomum í Viðey og endaði það ævintýri allt í tapi og fjárhagslegu önþveiti. Byggðastefnan virðist því eink- um vera virk um verslunarmanna- helgina, en þá dregur og laðar landsbyggðin íbúa höfuðborgar- svæðisins til sín, uppfull með fýr- irheit um sukk og skemmtikrafta. Blautlegar útiskemmtanir Utiskemmtanir á Islandi em sér- kennilegur kapítuli í þjóðarsög- unni. Fátt ber þolgæðinni fegurra vitni en sú bjartsýni sem einkenn- ir alla þá sem efna til mannfunda undir berum himni og láta þá standa yfir jafnvel sólarhringum saman. Rysjótt veðurfar gerir marga vel undirbúna hátíðina heldur blautlega og fyrir kemur að þær Qúka út í veður og vind í bók- staflegum skilningi. Em dæmi um það fersk í minni. Oft em útisamkomur vel lukkað- ar og hinar skemmtilegustu fyrir alla aðila og eiga sjálfsagt margir góðar minningar frá sælum sum- ardögum þegar fólk kemur saman til að sýna sig og sjá aðra, reyna með sér í íþróttakeppni og stíga sporið undir harmóníkuleik eða standa í þvögu ffammi fyrir dáð- um gítarspilurum og skemmtana- fólki sem vel kann þá list að draga að sér athygli. En dimmir skuggar hvíla einnig yfir minningum um útihátíðir þar sem vímuefnanotkun, slysfarir og ekki síst ofbeldi skilja eftir sig ævarandi ör. Það hörmulegasta er að þeir sem verst eru leiknir eftir taumlausar svallhelgar eru böm og unglingar. En það er einmitt til hinna ungu og ómótuðu aldursflokka sem höfðað er til í forkynningum skemmtana- haldara, sem vonast til þess eins að raka saman fé með fáránlega háum aðgangseyri að afgirtum réttum sem manneskjum er smal- að í. Algjört ábyrgðarleysi Enginn ber ábyrgð á fyrirbærum eins og verslunarmannahelgi. Því er ekki við neinn að sakast þótt margir liggi í valnum eftir uppá- komumar og aðrir hljóti þau sár á líkama og sál sem aldrei gróa. En í ár ber svo við að allt í einu er farið að vara við þeim hættum sem útisamkomuhald býður upp á og greinilega í æ ríkari mæli. Ekki svo að skilja að ekki hafi áður ver- ið minnst á þann brag allan sem víða tíðkast þar sem ungu fólki er smalað saman, en án þess að því sé verulegur gaumur gefinn. I Kastljósi sjónvarps s.l. sunnu- dag kom fram fólk sem maður verður að álíta að sé ábyrgt orða sinna og skýrði frá því að það sé algengt á útiskemmtunum eins og þeim sem hvað ákafast hafa verið auglýstar fyrir þessa helgi, að kyn- ferðisglæpir séu framdir á stúlk- um, allt niður í 13 ára gömlum. Það er sagt upp í opið geðið á þjóðinni að þetta sé algengt og að stundum séu kunningjar að verki og í öðrum tilvikum aðvífandi glæpamenn. Svo er skýrt frá eins og ekkert sé að velferðarþjóðfélagið sé svo burðugt, eða hitt þó heldur, að of- beldisglæpir séu ekki kærðir. Fómarlömbin þegja og eru sakbit- in fyrir að hafa orðið fyrir svona hremmingum. Komung stúlka var dregin fram á skerminn til að skýra frá því að þijú illmenni hafi nauðgað henni á þann hátt að greinilegt er að sad- istar ganga sperrtir á meðal vor og heldur blygðunin ein vemdar- hendi yfír þeim. Þetta tiltekna ofbeldi var sett í samband við svokallaða úti- skemmtun. Enn var skýrt frá því að það sé al- gengt sport á útiskemmtunum, þar sem fólk hnoðast um í tjaldbúð- um, að nauðgarar leiti svona fóm- arlömb uppi og komi ffam vilja sínum án þess að nokkuð sé að gert. Kunningjaglæpir Þá eiu svokallaðar kunningja- nauðganir fyrirbæri sem allt i einu er farið að gefa gaum og kvað tjaldbúðasukkið vera tilvalinn vettvangur til þeirra manndóms- rauna. Það fer ekki á milli mála að áfengisþamb og önnur vímuefna- notkun er meira en algeng á útihá- tíðahöldum og er það sukk allt eðlilegur undanfari þeirra glæpa sem þar em framdir. Til þessa hafa eigendur lang- ferðabíla eða þeir sem selja inn í þær ungmennaréttir sem skemmt- anahald verslunarmannahelgar samanstanda af, ekki þurft að bera neina ábyrgð á því sem ffam fer á því löghelgaða plássi sem þeir selja fólki inn í eða inn á. Svo á að heita að engum veit- ingamanni líðist að leyfa bömum og unglingum undir lögaldri að þamba áfengi, eða neyta annarra vímuefna í sínum húsum. En allt er þetta í lagi í langferðabílum og inni í löghelguðum girðingum skemmtanahaldara. Að minnsta kosti bera rútueigendur eða skemmtihaldsmenn enga ábyrgð á því sem fram fer á þeirra löghelg- uðu svæðum. Vel getur verið að einhveijum lesanda þyki hér vera fúll djúpt í árinni tekið og útmálað í sterkum litum það sem miður fer í úti- skemmtanahaldi, eins og því sem tíðkast víða um land um verslun- armannahelgi. Svo er þó því miður ekki. Þótt ekki væri hægt að tína til nema eitt eða tvö dæmi um að ofbeldisglæp- ir séu framdir á unglingum í þeim solli sem kallaður er tónleikahald eða eitthvað slíkt í nafni félaga- samtaka um verslunarmannahelgi, er það nóg til að fordæma það sukk allt saman. En sé það ýkjulaust með farið, að dólgar vaði uppi og nauðgi og misþyrmi unglingum sem öðmm í stórum stíl, þá er eitthvað meira en lítið að. Hægt er að bera upp þá spumingu hvers konar fólk það sé sem legg- ur sig eftir peningagróða af jafn- dýrkeyptum skemmtunum og þetta sadistagaman er og það má einnig velta upp þeirri spumingu hvar það þjóðfélag er á vegi statt, sem lokar augunum fyrir svívirð- unni og telur það bera vott um ffjálslegt umburðarlyndi að gera nákvæmlega engar siðferðislegar kröfúr til sín eða annarra, síst bama sinna, hvort sem þau teljast í hópi fómarlamba eða ofbeldis- manna. r I algleymi vímunnar Lögvemdaður drykkjuskapur og vímuefnanotkun er aðeins partur af af þeirri hópsefjun sem skipu- lögð útihátíðahöld með hljóm- sveitum, tjaldbúðum og öllu sam- an er. A svona kamivölum er víst sjálf- sagt að sleppa ffam af sér beislinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.