Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 15
Laugardagur 4. ágúst 1990 Tíhíínn 23 ÍÞRÓTTIR Körfuknattleikur: (slandsmótið í knattspyrnu: Breytingar geröar á leikdögum í 1. deild Vegna feröar íslenska Iands- liðsins í knattspyrnu til Færeyja í næstu viku hafa nokkrir leikir í 1. deild verið færðir tiL Leikur KR og Þðrs, sem vera átti á flmmtudaginn, veröur Icikinn sunnudaginn 12, ágúst kl. 16.00. Sama dag kl. 19.00 verður leik- ur KA og Fram, en sá leikur atti upphaflega að fara fram á fðstu- daginn 10. ág. Sömu sögu er að segja um leik ÍA og Víkings, hann verður á sunnudag 12. ág. kl. 19.00. Leikur FH og ÍBV fer fram laugardaginn 11. ág., eins og til stóð, og Valur og Stjarnan leika á sunnudag kl. 19.00 eins og til stóð. BL Johan Cruyff næsti lartdsliðsþjálfari Hollendinga? Knattspyma: Tekur Cruyff við hollenska liðinu? Hinum heimsfræga knatt- spyrnumanni hér á árura áður Og núverandi þjálfara Barcelona á Spáni, Johan CruyfT, hefur ver- ið boðið til viðræðna við Rinus Michels, fyrrum landsliðsþjálf- ara Hollands. Umræðuefnið er hvort Cruyff hafi áhuga á að verða næsti landsliðsþjáifari HoUands. „Ef ég hefði verið spurður í maí, heföi ég örugglega sagt já. Nú vil ég fá aö vita hvað hefur breyst síðan þá. í maí hafði enginn sam- band við mig en nú gera þeir það,“ sagði Cruyff í fyrradag. Talsmaöur hoUenska knatt- spyrnusambandsins sagði í gær að Cruyff mundi hitta Michels I næstu viku, en hann er einn af iykUmönnum sambandsins. Cru- yff er nú staddur í Holiandi, þar sem BarcelonaUðið er í æfinga- búðum, Cruyff er enn svekktur yfir að fá ekld tækifæri með hoUenska Uðið á HM á Ítalíu. Leikmenn landsliðsins viidu fá hann sem þjálfara, eftir að þeir flæmdu Thijs Libregts burtu, en knatt- spyrnusambandið setíi Leo Be- enhakker, þjálfara Ajax, sem þjálfara til bráðabirgða. Sem kunnugt er var hoUenska Uðiö ekkl nema svipur hjá sjón á HM og féU úr keppni eftir ósigur gegn V-Þjóðverjum í 16 Uða úrsUtum keppninnar. Cruyff á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Barcelona. Hann hefur þó ekki útilokað að til greina komi að hann taki að sér hlutastarf fyrir landsUðið. BL Golfskáli þeirra Garðbæinga, sem vígður var í fyrradag. Níu holu völlur kiúbbsins á Vífilsstaðatúni var þá einnig formlega vígður. Timamynd Pjetur. JÚGOÓSLAVINN DINO RADJA TIL LIÐS VIÐ IL MESSAGGER0 R0MA Dino Radja treður með tilþrifum á landsleik með Júgóslavíu. Hann mun leika á Ítalíu næsta vetur „Við teljum að Radja eigi fullt er- indi í NBA-deildina, en ekki í Bost- onliðið eins og stendur. Við látum hann ekki alfarið af hendi, heldur lát- um hann leika í Evrópu í tvö ár, en eftir það er möguleiki á að við fáum hann til Boston," segir Gavitt. Hann bætti við að Radja mundi leika mun meira á Italíu, en í NBA-deildinni, og Radja, sem er 2,11 metrar á hæð, mundi öðlast góða reynslu með því að leika með II Messaggero. „Hann mun njóta sín mun betur á Ítalíu eins og stendur, heldur en í NBA-deild- inni,“ segir Gavitt. Forseti II Messaggero Roma, Carlo Sama, tilkynnti á fimmtudaginn að Radja hefði gert fimm ára samning við liðið. „Um leið og við vissum að hann mundi ekki Ieika með Boston Celtics í vetur, hófum við að ræða við hann. Samningar við hann gengu hratt og vel íyrir sig,“ sagði Sama. „Með tilkomu Radja mun lið okkar verða enn sterkara en áður og við munum ná góðum árangri í stórmót- um. Boston Celtics hefur oftar sigrað i NBA-deildinni en nokkurt annað lið. Síðastliðin þijú ár hefur liðinu þó ekki tekist að komast í sjálfa úrslita- leikina um meistaratitilinn. Liðið hefur áður átt samskipti við II Mess- aggero Roma. Það var út af réttinum á bakverðinum Brian Shaw, en hann gerði samninga um að leika með báð- um liðunum. í janúar i fyrra gerði Shaw samning við Boston til fimm ára og var samningurinn metinn á 6,2 milljónir dala. í ágúst gerði hann síð- an tveggja ára samning við ítalska liðið að verðmæti 1,7 milljónir dala. Bandarískur dómstóll hefur dæmt samning hans við ítalska liðið ógild- an og gert honum að slíta tengsl sín við liðið. Hann á yfir höfði sér 5000 dala sekt á dag, virði hann ekki úr- skurð dómstólsins. BL Hveijum bjargar það /r m. * næst Bandariska NBA liðið Boston Celt- ics hefur geftð júgóslavneska lands- liðsmanninum Dino Radja leyfi til að leika með ítalska liðinu 11 Messag- gero Roma næstu tvö árin. Italska liðið segir hins vegar að Radja haft skrifað undir 5 ára samning. Boston Celtics valdi Radja í annarri umferð í leikmannavalinu i fyrra og mun áffam halda réttinum á Radja, hvað viðkemur NBA-deildinni. Dave Gavitt, talsmaður Boston Celtics, segir að Radja, sem var í liði Júgóslava sem sigruðu Bandaríkja- menn í úrslitaleik körfuknattleiks- keppni ftíðarleikanna, muni hugsan- lega leika með Boston keppnistíma- bilið 1992-1993. >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.