Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 1
4.-5. júlí 1990 TULLINS KVÆÐIA ISLENSKU SNUIN Segjast verður að bæði á sautjándu öld og þeirri nítjándu reis skáldskaparlistin hærra með þjóð vorri en á þeirrí átjándu. Á sautj- ándu öld voru Austfjarðaskáldin á ferðinni, svo og Hallgrímur Pétursson, en Jónas og Bjarni á þeirrí nítjándu. Hin merkustu skáld átjándu aldar voru þeir Eggert Ólafsson og Jón Þoríáksson og eiga þeir báðir það sam- eiginlegt að kveðskapur þeirra er langtum minna kunnur og um hönd hafður nú til dags, en þeirra sem minnst var á hér að ofan. Þó komu mörg afbragðs verk frá hendi beggja og þó einkum Jóns, enda var skáldskapar- andi hans ríkarí en Eggerts, í þeim skilningi sem nú er í slíkt lagður. Hér er ætlunin að segja frá Jóni Þoríákssyni og erfrásögnin meir bundin við skáldskaparíþrótt hans, en einkahagi, eins og oftar er gert í frásögum af æviferli hans. Vonum við að menn verði nokkru að fróðarí um þau afrek í víðernum andans, sem hinn fátæki prestur vann við svo frumstæðar aðstæður og hugsast má og enn hefur ekki veríð sýndur sá sómi er skyldi, svo sem með vönduðum útgáfum á þýðing- um hans hinum miklu. JON ÞORLAKSSON var fæddur í Selárdal 13. desem- ber 1744. Foreldrar hans voru séra Þorlákur Guðmundsson prófasts Vernharðssonar og kona hans, Guðrún Tómasdóttir Jónssonar. Hann kom í Skálholtsskóla 1760 og lauk þar stúdentsprófi 1763. Næstu ár þar á eftir var hann í þjónustu þeirra Magnúsar amtmanns Gíslasonar og Ólafs amtmanns Stefánssonar, þar til 1768 er hann vígðist aðstoðarprestur til Saurbæjarþinga, en það brauð var honum veitt sama ár. Jón missti prest- skap 1770 fyrír barneign með Jór- unni, dóttur Brynjólfs Bjarnasonar hins rika í Fagradal, en hann vildi með engu móti gefa Jóni dóttur sína. Vorið 1772 fékk Jón uppreisn á broti þessu og var honum þá veittur Staður í Grunnavík, en það sama ár 61 Jórunn Brynjólfsdóttir honum annað barn og missti hann svo hempuna öðru sinni. Árið 1773 var prentsmiðjan stofhuð í Hrappsey og réðst Jón þangað að undirlagi Finns biskups Jónssonar, vafalaust með það fyrir augum að hann tækist á hendur starfa nokkurn fyrir forráðamenn prentverksins. Eigi urðu þau vistaráð langæ, en talið er að Jón hafi m.a. unnið að latneskri þýð- ingu fyrra bindis Skarðsannála fyrir Ólaf Olafsson. Vorið 1774 kvæntist Jón Margréti, dóttur Boga Benedikts- sonar í Hrappsey, og munu þau bráð- lega hafa flutt að Galtardal á Fells- strönd. Bjuggu þau þar síðan, þar til Jóni var veitt Bægisá 1788. Fór hann þá norður, en kona hans ekki, og var þar með lokið samvistum þeirra. Var Jón siðan prestur á Bægisá til dauða- dags, 21. okt. 1819, og er hann löng- um kenndur við þann stað. Fátt er nú kunnugt um skáldskap Jóns Þorlákssonar áður en hann réðst til vistar í Hrappsey 1773, nær þrítug- ur að aldri. Fjarstæða væri þó að ætla að hann hafi ekki sitthvað ort fram til þess tíma, svo skáldmæltur maður. Hitt væri nær, að margur sá kveð- skapur hafi eigi alls kostar verið af því tagi, er best hæfði kennimannlegri stöðu og hafi honum því siður verið til haga haldið. Kveðskapur Tullins Jón Sigurðsson segir í ævisögu Jóns framan við síðara bindi ljóðmæla hans að Ólafur Olafsson hafi fengið honum í hendur kvæði ellir skáhlið Chr. B. Tullin til hýðingar á islcnsku. . — - ¦ .....|...... Greintfrá Jóni Þorlákssyni og andlegum stórvirkjum hans, sem unnin voru við hinar bágustu kringumstæður Velgjörðarmaður Bægisárklerks, Ami biskup Þórarinsson. er Jón kom til Hrappseyjar, og bendir það til þess að allmikið orð hafi þá þegar legið á skáldskap Jóns, enda eru þau fáu kvæði sem varðveitt eru eftir hann allt frá því um 1770, allvel gerð. Má vera að þessi frásögn Jóns Sigurðssonar sé á rökum byggð, þótt hitt sé óneitanlega liklegra að Jón Þorláksson hafi fyrr haft kynni nokk- ur af kveðskap Tullins, er þá hafði um hrið verið talinn einna mest skáld í Danmörku og jafnvel borið við að snúa einhverju eftir hann á íslensku. Hitt er víst að árið 1774 eru prentuð í Hrappsey Nokkur þess alþekkta danska skálds herr Christ. Br. 'l'ull- inns kvæði, með litlum viðbæti annars efnis, á íslensku snúin af J. Th. í kveri þessu eru fáein kvæði þýdd eftir aðra höfunda en Tullin og loks nokkur frumort kvæði. Sá háttur var hafður á útgáfu þýðinga þessara að danski textinn var prentaður ásamt þýðingunni, síða á móti síðu, og er bágt að sjá gagnið af slíku, því að varla myndi erlenda kaupendur Hrappseyjarbóka hafa skort útgáfur Tullinskvæða á frummálinu. En hvað um það. Þessi bók var fyrst og fremst alger nýjung hér á landi, efni og hætt- ir óvenjulegt, og þótt þýðingar Jóns séu hér yfirleitt lakari að máli og formi en síðar gerðist, mátti þetta samt dágott kallast á sínum tíma. Svo virðist og að bókin hafi fengið góðar viðtökur, því að 1783 kemur út í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.