Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.08.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 4. agúst HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Maðurinn féllst á að koma með lög- reglunni og síðan var honum hjálpað niður að bílnum þar sem konan lá enn í blóðugu sætinu. Hann hrópaði i ör- væntingu: - Guð minn góður, það er Denise. Þeir skulu fá að gjalda þessa. - Hveijir? var haxm spurður. - Ég veit það ekki með vissu, var svarið. Þegar komið var aftur upp á veginn reyndist búið að hafa uppi á leigubíl- stjóranum. Hann var kominn og var beðinn að virða fyrir sér eiginmann Denise ef hann skyldi vera farþeginn af bensínstöðinni um nóttina. Bílstjór- inn kvað svo ekki vera og hann hefði ekki ekið farþeganum til verkamanna- húsanna sem Stawkowski bjó í. Tusing vildi nú fá að vita hvað Stawkowski hafði átt við þegar hon- um var tilkynnt um atburðinn. Stawkowski kvaðst tilbúinn að greina frá öllu en yrði að byrja sög- una á byijuninni svo betri yfirsýn fengist. Hann rifjaði upp að þau hjónin hefðu flutt frá smábænum Mound City í Missouri þar sem þau höfðu verið saman síðan í skóla. Þau giftu sig strax eftir útskrift og áttu nú fjög- ur böm. - Lífið var erfitt þama, sagði Stawkowski. - Ég varð atvinnulaus og á endanum fluttum við til Lincoln en þar var ástandið lítið betra. Besta starf sem honum bauðst var að elda mat á veitingastað við flugvöllinn. Tekjumar nægðu hvergi til að ffarn- fleyta sex manna fjölskyldu þó svo að húsnæðið væri ódýrt. Skyndilega hafði hann svo séð að Denise virtist hafa meiri auraráð en eðlilegt gat talist. Hún fór að kaupa fot á bömin og dýran mat sem hann vissi að þau höfðu ekki ráð á. Þegar hann spurði Denise um þetta sagði hún að foreldrar sínir hefðu sent sér peninga. Hótaði að fara með börnin - Ég vissi að það var haugalygi, sagði Stawkowski. - Þau vom ekkert betur stödd en við. Þá sagðist hún hafa fengið lán hjá vinum sínum og ég vissi að það var önnur lygi. Loks sagði Denise manni sínum hvaðan peningamir komu. Hún hafði haft samband við kunningja sinn ffá Mound City sem seldi flkniefni. Hann hafði látið hana fá efni og út- vegað henni sambönd i Lincoln. Það- an komu peningamir. Stawkowski sagði að þau hjónin hefðu rifist mik- ið vegna þessa. Hann hefði sagt konu sinni að engu máli skipti hversu fá- tæk þau væra, þau gætu aldrei lagst svo lágt að gerast fíkniefhasalar. - Ég sagði henni að fýrr eða síðar yrði hún handtekin og send í fangelsi og hver ætti þá að sjá um bömin, sagði Stawkowski. - Það sem meira var: Hún fór þijár eða fjórar ferðir til Mound City í viku til að sækja efhin og vanrækti bömin. Hún sagði að hvort sem mér líkaði betur eða verr skyldi hún útvega peninga til að sjá fyrir bömunum og nógur afgangur væri til að borga bamfóstra. Ágreiningur hjónanna jókst stig af stigi og loks kom þar að að Stawkowski sagði Denise að ef hún hætti þessu ekki tæki hann bömin og sækti um skilnað. - Mér var auðvitað ekki full alvara, játaði hann. - Ég vissi að ég gat ekki hugsað um böm- in og ég elskaði Denise. Ég vildi bara að hún sneri baki við þessum óþverra. Þá yrði lífið bjartara. Klukkan níu um kvöldið náði riff- ildið hámarki þegar Denise tilkynnti manni sínum að hún tæki bömin og yfirgæfí hann. Hann gæti eldað mat ef hann vildi en hún sætti sig ekki við þetta iíf. Síðan tæmdi hún veski sitt og sýndi honum að í því vora meira en 2.000 dollarar í reiðufé. Þegar Stawkowski var sagt að ekk- ert veski hefði fundist í bílnum, svar- aði hann því til að hann væri hand- viss um að einhver af viðskiptavin- um Denise hefði drepið hana. Hann kvaðst hvorki vita hver hefði útveg- að henni efnin eða hverjum hún seldi þau í Lincoln. Neðan Tusing talaði við Stawkowski fór lögreglan með leigu- bílstjóranum þangað sem hann hafði ekið manninum ffá bensínstöðinni um nóttina. Kallað var á Tusing um talstöð og spurt hvort ræða skyldi við manninn sem virtist vera heima. Tus- ing bað um að húsið yrði haft undir eftirliti þangað til hann kæmi sjálfur. Síðan bar hann saman bækur sínar við Lahner og Stawkowski. Áætlunin var sú að fara inn í húsið og Stawkowski með til að athuga hvort hann þekkti viðkomandi. Svo var gert og maðurinn kom út. Hann var spurður hvort hann hefði hringt á leigubíl ffá bensínstöðinni við Park Air um nóttina. Kona á gulum Cadillac Maðurinn viðurkenndi það fuslega. Hann kvaðst hafa verið í samkvæmi með kunningja sínum en viljað fara heim á undan kunningjanum. Þeir höfðu rifíst og endirinn varð sá að hann fór einfaldlega út og að bensín- stöðinni til að hringja á bíl. Stawkowski virti manninn fyrir sér á meðan og kvaðst handviss um að hafa aldrei séð hann áður. Tusing bað menn sína að athuga hvort saga mannsins stæðist en hafði á tilfinn- ingunni að hún væri líklega sönn. Þá sagði Stawkowski lögreglunni naffi konunnar sem gætti bama hans og næst var farið þangað. Bömin vora heima hjá konunni sem Denise hafði sagt að þau hjónin hefðu rifist og hún ætlaði að yfirgefa hann. Den- ise hafði spurt konuna hvort hún vildi hafa bömin til frambúðar ef af því yrði. Nokkra effir það fór Denise út og sagði konunni að hún ætlaði að gista hjá vinkonu sinni og léti hana vita seinna hvort af skilnaðinum yrði. Konan vissi hvað vinkonan hét og lögreglan talaði við hana. Hún sagði að Denise hefði komið til sín um ell- efuleytið og þær spjallað saman góða stund um þá ætlun Denise að yfirgefa mann sinn. Síðan fóra þær út í búð til að kaupa ís, gosdrykki og snakk. Meðan þær vora í búðinni sá hún Denise tala við fólk á gulum Cadill- ac. Sjálf þekkti bamfóstran ekki fólk- ið en Denise neffidi að það væri kunningjar sínir. Þær fóra síðan heim aftur og horfðu á sjónvarpið en nokkra síðar hringdi dyrabjallan. Denise fór til dyra og ræddi við stúlk- una sem kom, úti á dyrapallinum en kom svo inn aftur og sagðist þurfa að skreppa frá og ganga ffá viðskiptum við Goldie. - Veistu hver þessi Goldie er? vildi lögreglan vita en konan hristi bara höfuðið. Hún sagðist ekki hafa séð gestinn en vitað að Denise seldi fikniefni til að sjá fyrir fjölskyldunni. Hún sagði að sér væri illa við það en hins vegar notaði Denise ekki efnin og hún hefði ekki séð aðra leið til að afla fjölskyldunni tekna. Að fengnum þessum upplýsingum sagði Tusing: - Við eram að nálgast það. Denise var með þessari Goldie um miðnættið en fannst myrt klukk- an hálfijögur. Finnum Goldie. Lahner ákvað að leita upplýsinga hjá fíkniefnadeildinni. - Ef hún er neytandi vita þeir kannski eitthvað um hana. Heimilisvinir á ferö Nú kom skýrsla ffá rannsóknarstof- unni. í bilnum höfðu fundist blóðugir inniskór sem ekki vora af Denise og einnig sígarettustubbur en Denise hafði ekki reykt. Tekið var munn- vatnssýni af stubbnum ef vera kynni að einhver yrði granaður sem hægt væri að nota til samanburðar. Þá fannst tómur pakki undan Kool-síg- arettum og hann hafði verið opnaður í botninn. Lögreglumenn vissu að fólk sem reykir marijúana opnar oft sígarettu- pakkana þannig. Éf leitað er á því virðist það vera með venjulegan, óupptekinn pakka. Klukkan fjögur síðdegis hringdi kona á lögreglustöðina og kvaðst hafa séð í sjónvarpsfréttum að kona hefði fundist myrt í grennd við Air Park. Hún kvaðst sjálf hafa ekið um þessar slóðir um þrjúleytið nóttina áður og þá tekið stúlku sem var á gangi upp í, ekið henni í hverfi skammt frá og skilið hana þar eftir. Hún kvaðst ekki vita nafh stúlkunnar en hún hefði verið rúmlega tvítug og með sérkennilega gult hár, nánast gyllt. Húsahverfið þetta reyndist hið sama og Stawkowskihjónin bjuggu í. Nú flýtti Lahner sér til Stawkowskis og spurði hvort hann kannaðist við stúlku um tvítugt með gyllt hár. - Goldie Fisher, næstum hrópaði hann. - Guð minn góður, hún og rón- inn vinur hennar hafa drepið Denise en hvers vegna? Þær vora góðar vin- konur. Til skýringar á því sagði Stawkowski að Goldie og vinur hennar, Hermann Buckman byggju í nágrenninu. Hann þekkti hvoragt þeirra vel en Goldie hefði oft litið inn til að tala við Denise. Stawkowski sagði að sig hefði ekki grunað að Goldie væri einn af við- skiptavinum Denise fyrr en kona hans kom heim með rándýra kápu sem hún sagði að Goldie hefði gefið sér. Skömmu síðar þegar hann kom heim úr vinnunni einn daginn var Denise búin að eignast myndbands- tæki. Hún kvaðst hafa keypt það af Hermanni Buckman. - Þetta var eitt af því sem við rifumst um, sagði Stawkowski. - Ég var viss um að Hermann hefði stolið tækinu og ef það fyndist hjá okkur, yrði Denise meðsek. Eitt enn gat Stawkowski bent lög- reglunni á: Goldie og Hermann áttu gulan Cadillac. Með þessar upplýs- ingar í pokahominu lét Tusing hafa gætur á heimili Goldie og Hermanns. Þau vora ekki heima þegar lögreglan kom en um sjöleytið um morguninn renndi gulur Cadillac upp að húsinu. Karlmaður ók og Ijóshærð kona sat við hlið hans. Um leið og lögreglan nálgaðist bíl- inn stökk parið út og tók til fótanna. Ekki tók langa stund að elta skötu- hjúin uppi og þau vora handtekin og úrskurðuð í gæsluvarðhald meðan málið var rannsakað. Við rannsókn kom í ljós að myndbandstækið sem Denise hafði var hluti af miklu þýfi sem rænt var við innbrot og það nægði í bili til að ákæra Buckman. Sannanir koma fram Tusing og Lahner fóra með þær sannanir sem þeir höfðu til saksókn- ara og kváðust hafa vitni að því að Denise hefði talað við par á gulum Cadillac um miðnættið. Maðurinn hefði verið svartur og konan gullin- hærð. Þremur stundarfjórðungum síðar hefði Denise farið með stúlku sem hún kallaði Goldie. Denise Stawkowski hefði verið skotin til bana milli klukkan eitt og hálffjögur. Kona á bíl hefði tekið ljóshærða stúlku upp í bíl sinn og ekið henni í hverfið þar sem Goldie og Hermann bjuggu. Eftir að hafa skoðað málavexti bað saksóknari Tusing að bíða með morðákærana þar til fleiri sannanir fengjust en óhætt væri að halda þeim fyrir innbrotið á meðan. - Það liggur ekki lífið á meðan hægt er að halda þeim, sagði hann. - Kannski þið finnið byssu eða eitt- hvað sem beinlínis tengir þau morð- inu. Menn fíkniefnalögreglunnar sem höfðu athugað feril Goldie Fisher höfðu fengið nafn Hermanns Buck- man og kváðust hafa upplýsingar sem tengdust hlut hans í morðmálinu. Þeir höfðu haft samband við mann sem þeir granuðu um fíkniefnasölu og lofað honum griðum ef hann gæti veitt upplýsingar um Hermann. Sá sagði að Hermann hefði hringt til sín um fimmleytið morðmorguninn og viljað kaupa kókaín. Maðurinn kvaðst hafa beðið hann að gleyma því. Hann vissi að Hermann var yfirleitt auralaus og stóð illa í skilum. Þá sagðist Buckman hafa reiðufé og vildi borga 1.000 dollara fyrir 15 grömm af kókaíni. Maðurinn kvaðst hafa verið viss um að þetta væri bara gabb og hafnaði öllum við- skiptum. Þá æpti Hermann í símann að hann væri nýbúinn að drepa einn dópsala og dræpi annan bráðum ef hann fengið ekki kókaínið. Hins veg- ar hefði Hermann ekki nefnt nafn Denise eða sagt nánar frá morðinu. Tæknimenn á rannsóknarstofu lög- reglunnar höfðu nú fundið nægar sannanir til að hægt yrði á ákæra Her- mann Buckman fyrir morð að yfir- lögðu ráði og Goldie Fisher sem meðseka. Blóð á jakkanum, sem Her- mann var í þegar hann var handtek- inn, var ekki úr honum sjálfum en í því vora sjaldgæfir efnisþættir sem fundust líka í blóði Denise Stawkowski. Auk þess kom munn- vatnssýnið af sígarettustubbnum heim við munnvatn Hermanns. Undarleg hjónavígsla Fjóram mánuðum eftir ákærana fóra Hermann og Goldie þess á leit að þau yrðu gefin saman. Þá var eftir að vita hvaða áhrif það gæti haft á réttarhöldin yfir parinu. Saksóknari taldi enga meinbugi á hjónabandinu því samkvæmt Iögum Nebraska breytir það engu um vitnaleiðslur ef hjónin era gefin saman eftir að glæp- urinn er framinn. Tusing sagði að sín vegna mættu þau gifta sig en helst ekki fara í brúð- kaupsferð. Goldie og Hermann vora nú sótt hvort í sitt fangelsi og flutt á skrifstofu Tusings til að ganga í hjónaband. Athöfnin var nánast óraunveraleg i lítilli skrifstofunni. Brúðurin var í stuttum, hvítum kjól og brúðguminn i dökkbláum fanga- búningi. Engir hringar komu við sögu en brúðhjónunum var leyft að kyssast eftir 10 mínútna athöfn. Síð- an var þeim ekið í fangelsin aftur. Af Stawkowski er það að segja að hann flutti burt frá Lincoln með böm- in sín fjögur til að hefja nýtt líf ann- ars staðar. Hermann Buckman kom íyrir rétt- inn í lok janúar 1990 tæpu ári eftir morðið. Saksóknari kallaði til 40 vitni og lögð vora fram 207 atriði sannana þann hálfa mánuð sem rétt- arhöldin stóðu yfir. Veijandi kallaði aðeins þrjú vitni og Buckman talaði ekki sjálfur sér til vamar. Veijandi lagði áherslu á það atriði að ákæravaldið hefði engin vitni sem séð hefðu Buckmann með hinni myrtu á þeim tíma sem hún hefði verið myrt. Hann sagði að sannanir gegn honum væra nær allar byggðar á líkum og þær fáu sem áþreifanlegar væra gætu verið til komnar á annan hátt en vegna morðs- ins. Það tók kviðdóm aðeins fjórar klukkustundir að komast að þeirri niðurstöðu, síðdegis föstudaginn 13. febrúar, að Hermann Buckman væri sekur um morð að yfirlögðu ráði. Dómsuppkvaðningu var hins vegar frestað þar sem veijendur kváðust myndu áfrýja dómnum til hæstarétt- ar. Þegar þetta er skrifað situr Goldie Fisher enn í fangelsi og bíður réttar- halda. Hún telst að venju saklaus þar til annað verður sannað fyrir rétti. Hermann Buckman, sambýlismaður Goldie, þurfti Goldie Fisher var vinkona Denise og góður við- að fullnægja fíkn sinni og sveifst þá einskis. skiptavinur en stundum vantaði hana peninga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.