Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn 'rj'Miðvikudágur8.*"ág'úsYT990 2SSSÖ HAFNAMÁLASTOFNUN RÍKISINS Utboð Hafnarstjórn Grindavíkur og Hafnamálastofnun ríkisins óska eftir tilboðum í verkið „VIÐGERÐ Á HAFNARGARÐI OG SJÓVÖRN". Verkið er fólgið í að vinna grjót og raða í hafnargarð og byggja upp sjóvörn vestan við höfnina. Alls um 6,000 m3. Verkinu skal lokið fyrir 31. október 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hafnamálastofnunar að Vesturvör 2, Kópavogi, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkur- braut 42, Grindavík, þann 20. ágúst 1990. Hafnarstjóm Grindavíkur Hafnamálastofnun ríkisins Auglýsing Hafnarljarðarbær óskar eftir að ráða forstöðumann skrifstofu húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar (áður Stjórn verkamannabústaða). Jafnframt er óskað eftir starfsmanni til almennra skrif- stofustarfa á sömu skrifstofu. Nánari upplýsingar um störfin veitir forstöðumaður kostnaðareftirlits á Bæjarskrifstofunum eða í síma 53444. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst nk. og skal umsóknum skilað á Bæjarskrifstofurnar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær. STARFSMANNAFÉLAG REYKJAVÍKURBORGAR auglýsir eftir umsjónarmanni að Úlfljótsskála og orlofshúsum félagsins að Úlfljótsvatni í Grafningi. Viðkomandi þarf að geta hafið starf sem fyrst. Um er að ræða búsetu allt árið. Starfinu fylgir lít- il íbúð. Umsóknum, ásamt meðmælum, skal skilað í skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Grettisgötu 89, fyrir 17. ágúst nk. Stjómin. Um virðisauka- skattskylda vöru í auglýsingum, verðmerkingum í verslunum, verðlist- um og víðar skal uppgefið verð á skattskyldri vöru og þjónustu vera með virðisaukaskatti. Reglur þessar eru settar með heimild í 45. gr. I. nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Reykjavík, 31. júlí 1990. VERÐLAGSSTOFNUN FRA HEILSUGÆSLUSTÖÐ KÓPAVOGS Staða hjúkrunarforstjóra er laus til umsóknar. Einnig er laus 50% staða móttökuritara. Umsóknir berist fyrir 31. ágúst 1990 til stjórnar Heilsugæslustöðvar, Fannborg 7, 200 Kópavogi. Ragnar Snorri Magnússon, form. stjórnar, veitir nánari upp- lýsingar í síma 642022. Æskilegt er að um- sækjandi geti hafið störf sem fyrst. Baggafæriband óskast Óska eftir baggafæribandi. Upplýsingar í síma 98-31347 í hádeginu. Stöðugt hækkandi skuldir og greiðslur af verðtryggðum lánum ekki lengur algilt lögmál: Lægri greiðslur af lífeyrislánum heldur en síðast „Veistu hvað? Afborgunin af lífeyríssjóðsláninu mínu er lægri núna heldur en síðasta greiðsla." Undrunarsvipurínn leyndi sér ekki á andliti unga íbúðarkaupandans sem sagði frá þessari reynsiu sinni eins og um stórfrétt væri að ræða. Sem og margir aðrirtaldi hann það alltað því náttúrulögmál að greiðsluraf verð- tryggðum lánum hlytu eilíflega að hækka en gætu aldrei lækkað. En mikið rétt. Greiðslur af lífeyris- sjóðslánum nú í ágúst geta orðið mörg þúsund krónum lægri heldur en á síðasta gjalddaga í febrúar, sam- kvæmt upplýsingum Hrafns Magn- ússonar, framkv.stj. Sambands al- mennra lífeyrissjóða. Þama er um tvær samverkandi ástæður að ræða: Vextir margra lífeyrissjóðslána lækk- uðu úr um 8,5% í byijun ársins niður í 7% eftir febrúarsamningana. Og lánskjaravísitalan hefur aðeins hækk- að um 4,2% þetta hálfa ár (febrúar- ágúst). Hrafn tók dæmi um einnar milljón kr. lán tekið fyrir ári (ágúst 1989) til 15 ára með tveim afborgunum á ári. Greiðsla (afborgun, vextir og verð- bætur) af slíku láni var um 83.220 kr. i febrúar s.l. En nú í ágúst er greiðsla komin niður í 76.830 kr. Greiðsla af þessu láni hefur því lækkað um rúm- ar 6.400 krónur þetta hálfa ár. Stórlega hefúr einnig dregið úr hækkun uppreiknaðra eftirstöðva. Effir 1. gjalddaga í febrúar voru „eft- irstöðvar með verðbótum eftir greiðslu" komnar í tæplega 1.061 þús. Eftir 2. gjalddaga lánsins nú í ágúst verða eftirstöðvar með verð- bótum tæplega 1.068 þús.kr. eftir greiðslu. Uppreiknaðar eftirstöðvar þessa láns hafa því hækkað um rúmlega 60 þús. kr. (i 22% verðbólgu) á fyrra hálfs árs tímabilinu, en aðeins um 7 þús.kr. (í 8-9% verðbólgu) síðasta hálfa árið. Og þeir sem nú eru að greiða af Líf- eyrissjóðslánum, sem þeir tóku á ár- unum upp úr 1980, munu nú loksins sjá uppreiknaðar eftirstöðvar lánsins lækka í stað þess að hækka. Hvort svo heldur áfram ræðst af því hvort áffam verður hægt að halda verð- bólgunni í 7-8% (eða jafnvel lægri) ellegar hún fer aftur á skrið, t.d. f 20- 30% eins og algengt hefur verið á undanfömum árum. Rétt er að taka ffam að þær lækkan- ir á greiðslum sem hér hefur verið tekið dæmi um gilda ekki í sama mæli um öll önnur lán. Algengir meðalvextir á verðtryggð- um skuldabréfum bankanna hafa t.d. ffemur hækkað heldur en lækkað; úr 7,7% s.l. haust, í 7,8% í janúar og upp í 8% um þessar mundir. Upp- færðar eftirstöðvar verðtryggðra bankalána hafa væntanlega á hinn bóginn lækkað með hverri afborgun nú að undanfomu. Hvað lán Húsnæðisstoftnmar snertir hefur heldur ekki verið um vaxta- lækkanir að ræða. Þau em líka jafn- greiðslulán, þannig að greiðslur af þeim lækka ekki þó svo að skuldin lækki. Greiðslur af þessum lánum geta því aðeins lækkað að verðbólga yrði minni en engin (þ.e. verðlækkun á almennu vömverði og þjónustu) ellegar að nafnvextir lánanna lækki. - HEI Steingrímur J. er nýkominn úr opinberri heimsókn til Grænlands: Frekari samvinna í landbúnaði hugsanleg Steingrimur J. Sigfiísson, samgöngu- og landbúnaðarráðherra, var í opinberri heimsókn í Grænlandi um síðustu helgi í boði Kaj Egede, sem fer með landbún- aðar-, samgöngu- og sjávarútvegsmál í grænlensku landstjóminni. Steingrímur heimsótti sveitarfélögin þijú á Suður- Grænlandi, skoðaði atvinnustarfsemi þar og möguleika þar að lútandi. Með- an á heimsókninni stóð ræddi Stein- grimur við Kaj Egede um samstarfs- möguleika landanna, einkum hvað varðar landbúnað. Samstarf á sviði landbúnaðar hefur um langan aldur verið verulegt á milli ís- lands og Gramlands. Á það ekki síst við hvað varðar menntun í jandbúnaði og rannsóknarstarfsemi. I viðræðum Steingríms og Egede kom fram áhugi á að auka það enn ffekar. Þeir félagamir ræddu um að gefa grænlenskum nem- endum aukna möguleika á landbúnað- amámi hérlendis, bæði grunnnámi og framhaldsmenntun. Einnig ræddu þeir um að koma á fót námsferðum bænda milli landanna og samstarfsverkeífú í sauðfjárrækt, ræktun og nýtingu beiti- landa. I fýrra gáfu íslensk stjómvöld Græn- lendingum námsstyrki fýrir tvo nema til að stunda ffamhaldsnám í landbúnaði hérlendis. Það var gert í tilefni af 10 ára afmæli grænlensku heimastjómarinnar. Steingrímur sagði í samtali við Tímann, að í þessari ferð hafi verið gengið frá þeim málum. ,Jafhffamt viljum við halda áffam og stuðla enn frekar að þvi, að grænlenskir landbúnaðamemar geti komið hingað í starfsþjálfun, eins og þeir hafa reyndar gert.“ Eiga íslendingar og Grænlendingar eitthvað sameiginlegt varðandi land- búnaðarmál? , Já, þeir eiga það, einkum vegna þess að landbúnaðurinn í Grænlandi er að langstærstum hluta sauðfjárrækt, a.m.k. miðað við okkar skilgreiningar á hefð- bundnum landbúnaði. Enn sem komið er, þá eru aðrar greinar í hefðbundnum landbúnaði í mjög litlum mæli.“ Stein- grimur sagði að Grænlendingar vasra aðeins famir að þreifa fyrir sér í t.d. fiskeldi og hreindýrarækt. ,J>annig að það gætu einnig komið fleiri fletir sem við ættum sameiginlega hvað varðar landbúnaðarmál.“ -hs. Murneyri skal vera í eintölu Samkvæmt ábendingu Steinars Páls- sonar í Hlíð í Gnúpveijahreppi skal það tekið fram að hestamótstaðurÁmesinga heitir Mumeyri en ekld Mumeyrar, eins og sagt var í frétt hér í blaðinu á dögun- um. I eintölu skal nafiiið vera. —sá Bíræfnir þjófar Þeim brá heldur í brún, starfsmönn- um á Bílasölu Matthíasar, þegar þeir mættu til vinnu í gærmorgun. Þar höfðu verið á ferð einhverjir bíræfnir þjófar, því við þeim blasti hjólalaus bíll. Lögreglan tók málið strax í sínar hendur og vonast til að leysa málið bráðlega. Tímaniynd: Pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.