Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 4
4 Ttminn ' MlðVikudácfur 8. ágúst 1990 Mikil samstaða um viðskiptabann: lyrkir stöðva olíu- flutninga frá írak í gær samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að setja írak- stjóm og leppstjóm hennar í Kúvæt í algert viðskiptabann til að mótmæla innrás íraka í Kúvæt Þetta er víðtækasta viðskipta- bann sem samþykkt hefur verið í sögu samtakanna. Öryggisráð- ið hefur aðeins tvisvar áður samþykkt slíkt viðskiptabann; annað gegn Suður- Afríku en hitt gegn stjóm hvítra manna í Ródesíu. Saddam Hussein, óalandi og óferjandi. Hann var í gær bannfærður af Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Illa hefur gengið að framfylgja þessum viðskiptabönnum en nú virðist vera mikill samhugur ríkis- stjórna um að það skuli gert. I gær tilkynntu Tyrkir að þeir myndu virða bann Öryggisráðsins og sama dag stöðvuðu þeir olíuflutninga frá Irak um land sitt en meira en helm- ingur olíu íraka rennur um olíu- leiðslur í Tyrklandi. Önnur olíu- leiðsla liggur um Saudi Arabíu og hefur flutningur olíu um hana verið minnkaður. I gær var þess beðið með eftirvæntingu hvort Saudi- Ar- abar myndu fara að dæmi Tyrkja og stöðva flutning á olíu um land sitt en óstaðfestar fréttir hafa borist af því að írakar hafi hótað að ráðast inn í landið ef það verður gert. 13 af 15 fulltrúum í Öryggisráðinu greiddu atkvæði með viðskipta- banni á Irak. Tveir sátu hjá en það voru fulltrúar Kúbu og Jemen. Je- men er eina Arabaríkið sem á full- trúa í Öryggisráðinu. Arabaríki og mörg hlutlaus lönd hafa verið mjög hikandi við að setja Iraka í við- skiptabann. Ein ástæða þess er að sum lönd óttast hemaðarofbeldi ír- aka. Önnur ástæða er sú að mörgum olíuauðugum löndum geðjast vel sú stefna Saddam Husseins að hækka olíuverð, sem honum hefur tekist svo um munar, en þriðja ástæðan er sú að írakar eru skuldum vafnir og lánadrottnar þeirra vilja gjaman fá hjá þeim olíu upp í skuldimar. Engu að síður virtist í gær vera mikill samhugur um ályktun Öryggisráðs- ins. Bandaríkin, Japan og ríki Efna- hagsbandalags Evrópu höfðu áður tilkynnt um viðskiptabann á írak en með atkvæðum sínum í Öryggis- ráðinu bættust mörg lönd í hópinn. Þar á meðal vom Sovétríkin, Kína, Kanada og Finnland. Svíar, Norð- menn og íslendingar sögðu í gær að lönd þeirra myndu virða viðskipta- bannið og hafa þá allar Norður- landaþjóðirnar tekið þátt í banninu. Japanir sögðu í gær að viðskipta- bann á Irak myndi koma illa við japönsk fyrirtæki þar sem írakar skulduðu þeim ofíjár og hefðu Irak- ar heitið því að greiða skuldirnar með olíu. Engu að síður ætla Japan- ir að virða viðskiptabannið. Pól- verjar sögðu líka að viðskiptabann kæmi þeim illa en þeir myndu engu að síður virða það. Svisslendingar sem venjulega hafa ekki tekið þátt I alþjóðaaðgerðum af þessu tagi samþykktu líka að taka þátt í þessu banni og líta margir á það sem merki um aukinn vilja þeirra til að aðlaga sig að stefnu Efnahags- bandalags Evrópu. Sérstaka athygli vakti í gær að Arabaþjóðimar létu hjá líða að taka undir ályktun Ör- yggisráðsins. Þýskaland: Uppgangur í vestri en kreppa í austri Aldrei hafa jafnmargir haft vinnu í V- Þýskalandi og nú en á sama tíma eru nærri milljón Austur-Þjóðveijar at- vinnulausir eða við það að missa vinn- una. Opinber gögn um þetta vom birt í gær og hafa tölumar ffá V- Þýskalandi orðið til þess að margir hagfVæðingar hafa spáð „atvinnu- undri“ á næstunni líkt og varð f Bandaríkjunum um miðjan níunda áratuginn. I V-Þýska- landi hefúr undanfarið verið um 7% atvinnuleysi sem telst vera vel viðun- andi. I Austur-Þýskalandi er atvinnu- leysi nú 3.1%. Þótt það sé ekki há tala er það gífúrleg breyting ffá því sem áður var og hefúr atvinnuleysi tvö- faldast á aðeins einum mánuði. Þetta hefúr meðal annars orðið til þess að menn óttast efnahagslegt hrun í Aust- ur-Þýskalandi og vilja stjómmála- menn reyna að forða því með því að flýta sameiningu þýsku rikjanna. Efnahagsþróunin í austur- og vestur- Þýskalandi er ekki ótengd. Að sögn eins leiðtoga „Kristilegra demókrata" Horst Guenther hafa aukin kaup Aust- ur-Þjóðveija á vestur- þýskum vam- ingi orðið til þess að fjölga störfúm í V-Þýskalandi. Hins vegar hafa Aust- ur-Þjóðveijar keypt minna af heima- tilbúnum vömm nú þegar vestrænar vörur em á boðstólum og hefúr þetta leitt til minnkandi eftirspumar effir austur- þýskum vömm sem aftur leið- ir til þess að minna er fyrir A-Þjóð- veija að gera. Afríska þjóðarráðið haettir vopnaðri baráttu: Svartir og hvítir öfgamenn óánægðir Afríska þjóðarráðið (ANC) hét því í gær að hætta vopnaðri bar- áttu sinni og reyna þess í stað samningaleiðina. Afríska þjóðar- ráðið hefur stundað skæruhemað í 29 ár gegn stjóm hvítra manna og hefur það staðið í vegi fýrír samningaviðræðum. Svartir og hvítir öfgamenn vom ein- ir um að Iýsa yfir óánægju sinni með þessa ákvörðun í gær. Stjómarand- stöðuflokkur hægri íhaids-öfga- manna lýsti í gær vopnahléssamning- um stjómarinnar sem óhæfum og ólöglegum. „Afriska þjóðarráðið hef- ur ekkert umboð til samninga við lögmæt stjómvöld þessa lands. Sam- tökin hafa aðeins áhuga á fúllum völdum og vilja ekki deila þeim með neinum,“ sagði Andrias Treumicht, foringi flokksins við fréttamenn. Ríkisstjóm S-Affíku, undir stjóm de Klerks brást hins vegar vel við vopnahlésyfirýsingu ANC og sam- þykkti áætlun um lausn pólitískra fanga og um heimkomu útlaga. I yfir- lýsingu sem ríkisstjómin og ANC birtu sameiginlega sagði að „við er- um sannfærðir um að það sem ákveð- ið var í dag geti orðið merkur áfangi á leið til raunverulegs ffiðar og vel- megunar í landi okkar“. Leiðtogar svartra öfgamanna í PAC- samtökun- um lýstu yfir óánægju sinni með vopnahléssamninginn. Þeir sögðust ekki myndu virða hann og myndu halda áfram vopnaðri baráttu gegn ríkisstjóminni. PAC er klofningsbrot úr afríska þjóðarráðinu ANC. Það var stofnað 1961 og hefúr stundað minniháttar skæmhemað síðan. „PAC mun beita öllum ráðum til að steypa þvi stjómmálakerfi sem kann að verða efnt til með viðræðum ANC og Suður- Afríku-stjómar" sagði for- seti samtakanna, Zeph Mothopeng, við fréttamenn. Almennt vom þó við- brögð manna mjög jákvæð og var Desmond Tutu erkibiskup var í hópi þeirra sem fögnuðu vopnahlésyfir- lýsingunni. Það þótt þó varpa nokkr- um skugga á yfirlýsinguna að í gær kom til mannskæðra átaka í Natan- héraði milli stuðningsmanna ANC og Zútumanna. Bandaríkjamenn fara með herlið inn í Saudi Arabíu í dag: Kveikiþráðunnn tekinn að brenna? Bandarikjaforseti skipaði flota og flugherí viðbragðsstöðu I gærþannig að fyrirvaralítið yrði hægt að senda bardagasveitir inn í Saudi Arabíu til að veija landið hugsanlegri árás hers Iraka. Þetta var tilkynnt í bandarísku sjón- varpsstöðinni CBS i gær en útsend- ing var rofin tíl að koma fréttinni á Ifamfæri. Jafnframt kvaðst sérstakur fféttamaður CBS í Hvíta húsinu hafá vissu fyrir því að bandarískar her- sveitir myndu ganga á land i Saudi Arabíu fyrrihluta dags í dag. Talsmaður Hvíta hússins sagði af þessu tilefni að íraskar hersveitir i Kúvæt væm alvarleg ógnun við Saudi Arabiu. Hann vildi hvorki játa né neita staðhæfingu fréttamanns CBS. Sovétmenn stofna gjaldeyrismarkað Sovétmenn tilkynntu í gær að þeir myndu á næsta ári stofna heima- markað fyrir gjaldeyri þar sem verslað yrði frjálst með Rúblur, gjaldmiðil Sovétríkjanna. í opin- berri tilkynningu sagði að ákvörðun um þetta tæki gildi 1. janúar á næsta ári og væri liður í því að koma á markaðshagkerfi og ffjálsri gjald- miðilsverslun. Gjaldmiðilsmarkað- ir verða opnaðir í Moskvu og í öll- um höfuðborgum Sovétlýðveld- anna. Með þessu verða gjaldeyris- viðskipti þó ekki með öllu frjáls því að áffam verður bannað með lögum að flytja rúblur úr landi. Gengi gjaldmiðilsins mun heldur ekki ráð- ast á þessum markaði og í gær var ekki ljóst hvort erlendir bankar myndu fá að versla á honum. Á gjaldeyrismarkaðnum verða erlend- ir gjaldmiðlar boðnir til sölu og verða seldir hæstbjóðandi. I Sovét- ríkjunum er nú skráð tvöfalt gengi á rúblum. I opinberum viðskiptum er látið heita að rúblan sé 1.72 dollara virði (u.þ.b. 100 kr.) en ferðamenn geta keypt hana á tífalt lægra verði. Á svörtum markaði fást allt að 25 rúblur fyrir einn dollara. (Ein rúbla kostar þá u.þ.b. 2,20 krónur). Sov- éskir embættismenn viðurkenna að gengi rúblunnar sé ekki rétt skráð og þeir hafa í æ ríkari mæli tekið upp vöruskipti í viðskiptum innan Sovétríkjanna og miða verð á vöru jafnvel við Bandaríkjadali. Þau orð Sovétmanna, að þessar ráðstafanir verði fyrsta skrefið í átt að fijálsum gjaldeyrisviðskiptum hafa komið vestrænum bankamönnum á óvart. Sovéskir eínahagsráðunautar hafa hingað til sagt að fijáls gjaldeyris- viðskipti hæfúst tæplega í Sovét- ríkjunum fyrr en eftir 5 ár. Viðræður í næsta mánuði? Lithaugar gætu hafið formlegar við- ræður við Moskvu í næsta mánuði um sjálfstæði Lithaugalands sagði forseti landsins, Výtautas Landsberg- is á þriðjudag. Hann sagði í viðtali við fféttamann Reuters að Eystrasalt- slöndin biðu enn viðbragða Sovét- stjómar við tillögum sínum um fyrir- komulag viðræðnanna. „Það er ekk- ert hægt að segja ákveðið um hvenær viðræðumar hefjast en það væri mögulegt að þær hæfúst í septem- ber,“ sagði hann. Áður en það verður sagði hann að þyrfti að semja fúndar- dagskrá þar sem tekið væri ffam um hvað skuli rætt, hvaða skilyrði verði sett og hvert markmið viðræðnanna skuli verða. Hann sagði að þótt margt væri enn óljóst í samskiptum Lit- hauga og Sovétstjómar væm þau þó langtum betri nú en áður þegar Sov- étmenn hótuðu því að knýja ffam vilja sinn með hervaldi. Hann sagði að stuðningur landsmanna væri enn mikill við sjálfstæðishreyfinguna og neitaði ásökunum um að þing Lit- hauga tefði fyrir viðræðum við Sov- étmenn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.