Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 14
14 TínrHnn -MiðVKkuda'gur 8'. -ágúst 1990 Páll Þorlákur Þorsteinsson fyrrverandi alþingismaður, Hnappavöllum Fæddur 22. október 1909 Dáinn 30. júlí 1990 Því get ég kvatt min gömluföðurtún án geigs og trega, þegaryfir lýkur, að hugur leitar hœrra fiallsins brún, og heitur blœrinn vanga mina strýkur. I lofti blika Ijóssins helgu vé og lýsa mérog vinum minum öllum. Um himindjúpin horfi ég og sé, að hillir uppi land með hvitum fiöllum. D.St. Þriðjudaginn 7. ágúst s.l. var Páll Þorsteinsson á Hnappavöllum borinn til hinstu hvílu frá Hofskirkju í Öræf- um. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu síðdegis mánudaginn 30. júlí. Páll var jafnan heilsuhraustur, svo að varla er þess minnst að honum hafi orðið misdægurt. Kom því andláts- fregn hans mjög á óvart, enda var engan bilbug á honum að sjá firam á síðasta ævidag. Páll var fæddur á Hnappavöllum 22. okt. 1909. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Þorláksdóttir og Þorsteinn Þorsteinsson er þar bjuggu, bæði af grónum bændaættum í Öræfum. Ungur missti Páll foður sinn, en ólst upp ásamt yngri bróður sínum, Gunnari, í skjóli móður sinnar og föðurbræðra, uns þeim bræðrum vannst aldur til að stofna ásamt móð- ur sinni sitt eigið bú á eignarjörð hennar, Hnappavöllum 11, árið 1933. Bjuggu þeir bræður þar félagsbúi, þar til Gunnar féll frá með þeim hætti, að hann fórst af slysforum við brúarbyggingu á Fjallsá á Breiða- merkursandi árið 1962. Eftir sem áð- ur studdi Páll búið með ekkju Gunn- ars og bömum. Þegar Gunnar féll frá, höfðu þeir bræður nýlokið myndarlegri upp- byggingu á bújörð sinni með því að byggja nýtt íbúðarhús, hlöðu, vot- heysgeymslu og peningshús, einnig höfðu þeir stóraukið nýrækt túna. Páll tilheyrði þeirri kynslóð sem lif- að hefur stórfelldastar breytingar sem orðið hafa hérlendis á einni mannsævi. Af eigin raun kynntist hann þeim aðstæðum að hafa ekki rafmagn, síma né útvarp, hvað þá sjónvarp, að engin véltæloni var kom- in til sögunnar til að leysa af hólmi orfíð og hrífuna. Hann var á yngri ár- um í hópi þeirra búhögu sveitamanna sem smíðuðu amboðin sin sjálfir. Hann tók einnig þátt í samstarfi sveitunga sinna byggðinni til lífs- bjargar, svo sem brimróðri við upp- skipun á vörum o.fl. Hann ólst upp við þann foma og almenna sveitasið, að lesnar vom upphátt og ræddar ýmsar sögur á vetrarkvöldvökum og lesnir húslestrar fyrir heimilisfólk er á hlýddi jafhframt því að vera með tóvinnu eða önnur verkefhi í hönd- um. Uppeldisáhrifm frá kvöldvökunum fomu vom hluti af því veganesti sem margir æskumenn þeirra tíma tóku með sér, er að heiman var búist og reyndist mörgum notadijúgt. Páll var í bamaskóla hjá Sigurði foðurbróður sínum. Hann stundaði síðar nám á Laugarvatni tvo fyrstu vetuma sem héraðsskólinn þar starf- aði á ámnum 1928-1930. Hann tók við bamakennslu í Öræfum haustið 1930 og gegndi því starfi til ársins 1942 að undanskildum vetrinum 1933-34, en þann vetur stundaði hann nám í Kennaraskólanum og lauk kennaraprófi þá um vorið. Ég naut þess að læra hjá Páli, ekki ein- ungis í bamaskóla, heldur einnig í nánu samstarfi, því að við ólumst upp sem fóstbræður á sama heimili. Get ég nefnt sem dæmi, að engin kennslustund er mér minnisstæðari en þegar ég nær fermingaraldri sat hjá honum í smiðju þar sem hann var að smíða skeifur eða ljábakka, og á meðan hann hitaði jámið var hann að fræða mig um bragreglur og bragar- hætti ýmissa ljóða. Og efti að ég hafði lokið bamaskóla veitti hann mér notadijúga tilsögn. Eftir að hann hafði verið á Laugar- vatni gekkst hann fyrir stofnun Ung- mennafélags Öræfa árið 1933 og var formaður þess um 15 ára skeið. Á þeim ámm hafði hann forgöngu um að efla fjölbreytt °g heilbrigt skemmtana- og félagslíf í sveit sinni, jafhframt ffamfomm í búnaðarhátt- um. Gekkst hann m.a. fyrir sund- kennslu og öðmm íþróttaæfmgum, er hann hafði numið á Laugarvatni. Félagsmálastörf af ýmsu tagi hlóð- ust á Pál, og reyndist hann á þeim vettvangi jafnan traustur og tillögu- góður. Hann sat í hreppsnefnd Hofs- hrepps frá 1934-1982, var hreppstjóri frá 1945-1984 og mörgum öðmm fé- lagsmálastörfúm gegndi hann í lengri eða skemmri tíma. Hann var alþing- ismaður Austur-Skaftfellinga og síð- ar Austurlandskjördæmis samtals 32 ár frá 1942-1974. Á Alþingi beitti hann sér mjög fyrir samgöngubótum um Austur- Skaftafellssýslu, brúar- gerðum, vegagerðum, hafnarmálum og flugmálum ásamt mörgu öðm sem hér er ekki hægt upp að telja. Páll var í ffamkomu sinni ekki mað- ur mikillar fyrirferðar, en hann óx af verkum sínum og nánari kynnum. Gilti það jafnt um rökræður á mann- fúndum, fyrirgreiðslu í almennum samskiptum og að tryggja með hygg- indum og Iagni ffamgang áhugamála fyrir kjördæmi sitt og þjóð. Svo sem ffam hefur komið eyddi Páll ekki mörgum ámm í setur á skólabekkj- um, en hann átti kjamgott bókasafn og var víðlesinn og hafði afburða- traust minni. Vora honum jafnan til- tækar tilvitnanir í bókmenntir ýmsar, kvæði, sálma og sjálfa ritninguna eft- ir því sem við átti. Kom honum það oft að góðum notum í ræðum og rit- um. Oft kom það í hans hlut að flytja ávörp og ræður við ýmis tækifæri. Hann var einstaklega laginn á að haga svo máli sínu að eftir væri tekið. Oftast flutti haiui ræður sínar blaða- Iaust, taldi það áhrifaríkari málflutn- ing. Ef tími hafði gefist til, mun hann þó oft hafa skrifað ræður sínar áður en hann flutti þær og festi þær sér í huga, einkum efnisröðun málsins, skildi svo blöðin eftir í skrifborðs- skúfíú sinni, þegar hann bjóst til mannfúnda til að flytja mál sitt. Á síðari áram hefúr Páll unnið nokkuð að ritstörfúm. Komið hafa út eftir hann eftirtaldar bækur: Þjóðlífs- þættir 1978, Mælt mál 1979, At- vinnuhættir Austur-Skaftfellinga 1981, Kaupfélag Austur-Skaftfell- inga 60 ára afmælisrit 1982, Sam- göngur í Skaftafellssýslum 1985. Auk þess hefúr hann skrifað ýmsar greinar í blöð og tímarit. Páll virti jafnan skyldurækni og heiðarleika í störfúm. Sem dæmi um stundvísi hans og reglusemi sagði mér eitt sinn ónefndur maður er bjó í Reykjavík að hann gæti sett klukk- una sína eftir Páli Þorsteinssyni, því að dag hvem er hann gengi til starfa á Alþingi færi hann alltaf á sama tíma firam hjá húsi sínu þar sem hann ætti leið um. Páll kunni því best að halda sinni áætlun ótruflaður, þó að sjálfsögðu gæti út af því bmgðið. En táknrænt má þó heita 1 hve ríkum mæli hann fékk þess notið þar til æviklukka hans var út gengin. Kærar em mér minningamar um ná- ið samband okkar Páls allt frá bemskuámm. Þær svífa mér nú fyrir hugskotssjónum eins og myndir á tjaldi. Að lokum flyt ég þér, vinur, hinstu kveðju mína og sveitunganna allra með alúðar þökk fyrir þitt heilla- dijúga ævistarf sem vonandi verður lengi búið að í sveitinni okkar og víð- ar. Þorsteinn Jóhannsson. Þegar ég heyrði um lát vinar mins, Páls Þorsteinssonar, fyrrverandi al- þingismanns, frá Hnappavöllum i Öræfum, kom ýmislegt upp í hugan- um. Ég kynntist Páli fyrst sem ung- lingur. Þegar hann var á ferðalagi sá ég til hans og oft kom hann á heimili foreldra minna. Engum sem kynntist Páli gat dulist að þar var á ferð óvenjulegur maður. Hann var glað- legur, hjartahlýr og maður fann fljótt þá góðvild sem lagði frá honum í allra garð. Hvert orð virtist yfirvegað og allt sem hann sagði var meitlað af hógværð og djúpri hugsun. Hann var sívinnandi en fór hljóðlega við allt sem hann tók sér fyrir hendur. Virð- ing fyrir gömlum dyggðum, þjóð- rækni og ættjarðarást vom grónar í eðli hans. Það er því auðskilið hvers vegna hann ávann sér mikið traust samtíð- armanna sinna, enda kom fljótt að því að þessi skarpgreindi og hæfi- leikamikli maður valdist til forystu og trúnaðarstarfa. Hann gerði sér fljótt grein fyrir möguleikum þjóðar- innar til að sækja fram á veg. Hann var þess fúllviss að aðeins samtaka- máttur og eljusemi fólksins gæti skil- að betra landi og bættum lífskjörum. Með þrotlausu starfi og þrautseigju tókst honum að fá marga til sam- vinnu við sig um margvísleg fram- faramál. Þar kemur fyrst í hugann samgöngumál. Páll aldist upp við slæmar samgöngur og þurfti að eyða miklum tíma í að fara yfir óbrúuð vatnsföll. Það gerði hann með sömu þolinmæði og einkenndi öll önnur störf hans og hann vann að úrbótum á þessu sviði með sama hætti. Hann lifði það að sjá mesta breytingaskeið í íslensku samfélagi og íýrir það var hann þakklátur og stoltur. Hann var alþingismaður Framsókn- arflokksins í 32 ár. Hann var fyrst í firamboði í Austur- Skaftafellssýslu í Alþingiskosningunum 1939 og síðar aftur 1942. Þá náði hann kjöri og átti óslitið sæti á Alþingi til 1974. Eg er þess fúllviss að fáir hafa haft jafn- mikil áhrif á störf og stefnu flokks- ins, þótt mikið af því hafi legið í þagnargildi. Mikið var til hans leitað til að móta ályktanir, vinna að undir- búningi mála og hann hvatti félaga sína til að fylgja eftir hinum ýmsu málum. Hann vildi oft á tíðum að aðrir kæmu ffarn með þau mál sem hann taldi mikilvæg og sýnir það best óvenjulega hógværð og lítillæti. Páli fannst það skipta mestu mál að hin- um ýmsu áhugamálum hans væri hrandið í ffamkvæmd. Honum var lítt um það gefið að láta á sér bera. Hann var maður sem hafði mikil áhrif á félaga sína og allir virtu hann og það sem hann sagði. Hann fúllyrti ekki en ef Páll sagði að hann gæti trú- að að hlutimir væm með einhveijum ákveðnum hætti, þá mátti í reynd treysta því að það væri rétt. Ef Páll gaf mönnum svör, þá efaðist enginn um réttmæti þeirra. Ef hann sagði að hann myndi reyna að koma hlutum í ffamkvæmd, þá treystu því allir að hann stæði við það. Ég átti mörg samtöl við Pál í gegn- um tíðina. Þó er mér minnisstæðast samtal sem ég átti við hann þegar hann ákvað að hætta þingmennsku vorið 1974. Hann hvatti mig til að fara í ffamboð í Austurlandskjör- dæmi en ég taldi ýmislegt vera því til fyrirstöðu. Hann tók mótbámm mín- um fálega og sagði við mig: „Það þýðir ekkert annað en að skella sér í þetta. Það gerði ég sem ungur maður og sé ekki eftir því.“ Ég hef alltaf munað þessi orð, ekki síst vegna þess að Páll hefúr í samtölum við mig yf- irleitt ekki kveðið jafn fast að orði. Það var alltaf gott að leita til hans um ráðleggingar og hann var hafsjór af ffóðleik um sögu lands og þjóðar. Ekkert var honum kærara en farsæld þjóðarinnar og hann gaf sig af heilum hug að öllum þeim málum sem hann tók sér fyrir hendur. Það var þrosk- andi og mannbætandi að starfa með Páli og kynnast honum. Persónuleiki hans og manngerð var áhrifarík og hann skildi eftir djúp spor í huga þeirra sem störfuðu með honum. Ekki vegna þess að hann ætlaði sér það, heldur vegna þess hversu hóg- vær og traustur hann var. Það var ekki hægt annað en bera virðingu fyrir slíkum manni. Ég hef oft hugleitt það með sjálfum mér, hvað Páll hefði getað gert ef hann hefði beitt greind sinni og dugnaði með öðmm hætti. Ef hann hefði gengið fram á áberandi hátt með hjálp nútímafjölmiðla. Enginn vafi er á því að hann hefði getað gert ýmislegt með öðmm hætti, en hann hefði áreiðanlega ekki getað unnið þjóð sinni betur á þann hátt. Störf hans era að mínu mati lýsandi dæmi um það hve mörgu er hægt að koma í ffamkvæmd á áhrifamikinn og hljóð- látan hátt. Síðustu árin gaf hann sig að ffæðistörfúm sem hann sinnti af alúð og nákvæmni. Það sem liggur eftir hann í rituðu máli er ómetanleg- ur ffóðleikur um sögu liðinnar tíðar þar sem glöggt kemur ffam djúp virðing hans og tryggð við ættjörðina og fólkið sem hana byggir. Framsóknarflokkurinn naut starfa hans alla hans ævi. Hann beitti sér á Alþingi fyrir margvíslegri löggjöf á sviði samgöngu-, æskulýðs-, at- vinnu- og félagsmála svo eitthvað sé talið. Hann gaf góð ráð við úrlausn allra mála á Alþingi og var ávallt til- búinn til starfa. Málum fylgdi hann eftir af mikilli rökvísi og þekkingu sem enginn bar brigður á. Ég vil fyrir hönd Framsóknarflokksins þakka honum að leiðarlokum langt og óeig- ingjamt starf. Ég og fjölskylda min emm þakklát fyrir að hafa kynnst honum og vottum aðstandendum hans okkar dýpstu samúð. Halldór Ásgrímsson. Vertu sœll, þú vinur margra kœr. Vel sé þér um aldir, nœr ogficer. Guð þér launifyrir allt og allt. Eilift dýrðar hnoss þú höndla skalt. H.S. Á gulnuðu blaði geymist þetta litla erindi, hið áttunda og síðasta í útfar- arminningu Þorsteins Þorsteinssonar, yngra, foður Páls Þorsteinssonar, ffænda okkar, sem við viljum tileinka þessi orð nú er hann er kvaddur hinstu kveðju. Þótt Páll væri á áttugasta og fyrsta aldursári, þá var hvorki að sjá né finna að þar færi gamall maður, svo kvikur sem hann var í hreyfingum og hugur hans skýr. Ekki vitum við heldur til að hann kenndi sér meins og því kom andlát hans mjög á óvart, en hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að kveldi 30. júlí s.l. Páll, eða „frændi“ eins og við bróð- urböm hans kölluðum hann einatt, var fæddur á Hnappavöllum 22. október 1909, sonur hjónanna Guð- rúnar Þorláksdóttur og Þorsteins Þor- steinssonar. Þau hjón höfðu þá hafið búskap á fóðurleifð Þorsteins, í Vest- ur-Hjáleigunni á Hnappavöllum, ásamt bræðmm hans. Stórum skugga brá á bemsku Páls, er hann 8 ára að aldri missti foður sinn, sem hann var mjög hændur að. Hann ólst upp í skjóli góðrar móður á fjölmennu menningarheimili, ásamt yngri bróður sínum Gunnari, föður okkar, sem lést af slysfömm 1962. Þeir fengu gott atlæti á allan hátt, nutu þess m.a. að á æskuheimilinu var hluta hvers vetrar starffæktur skóli, þvf einn föðurbræðra þeirra var bamakennari. Sá var einnig bókbind- ari og var bókband meðal þeirra greina heimilisiðnaðar, sem stundað- ar vom í Vestur- Hjáleigunni. Árið 1933 er þeir bræður vom vaxn- ir úr grasi fluttu þeir með móður sinni úr Vestur- í Austur- Hjáleigu. Á fyrstu áratugum aldarinnar var það ekki sjálfgefið að ungt fólk færi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.