Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 08.08.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnarhúsinu v/TrYggvogötu, S 28822 SAMVINNUBANKINN 1 j BYGGDUM LANDSINS | AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 91-674000 HOGG- Pg G. foj*' ^ 1/L. ■ ■ TAÍl Verslið hjá fagmönnum > varahlutir VtL Hamarsbofóa 1 - s. 67-67-44 I m Tíminn MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1990 Islenskt vatn á mörk- um alþjóðlegra staðla Miklu strangari kröfur eru gerðar til vatns sem kemur beint úr krana á íslandi heldur en vatns í umbúðum að sögn Sigurðar Greipssonar hjá Hollustuvemd ríkisins. Engir alþjóðlegir staðlar eru fyrir sýmstig vatns í flöskum eða öðmm umbúðum en vatn héríendis er víða mjög basískt og á mörkum alþjóð- legs staðals um pH gildi neysluvatns. Neysluvatn í Reykjavík og nágrenni hefiir pH gildi um 8,5, en samkvæmt alþjóða stöðlum á pH gildi vatns að vera á bilinu 6,5 upp í 8,5 og er það þvi alveg á mörkunum að vera of basískt. Vatnið er hlutlaust við pH gildi 7. Sigurður sagði þó að sýrustig vatns sem hefiir verið meðhöndlað á einhvem hátt, t.d. vatn sem hefiir verið gerilsneytt eða kolsýrt, lækki við geymslu. Eftir þvi sem Tíminn komst næst hafa engar rannsóknir verið gerðar hérlendis um áhrif basísks vatns á fólk. Sigurður sagði að basískt vatn gæti virkað þurrkandi á húð þegar það er notað til þvotta en á móti kæmi að vatnið okkar inniheldur miklu minna magn af steinefnum en viða erlendis, en rannsóknir hafa leitt það í Ijós að steinefni hafa einmitt mjög þurrkandi áhrif á húðina. Þórarinn Sveinsson mjólkurbústjóri Kaupfélags Akureyrar sem ffamleið- ir Akva vatn til útflutnings sagði að hvert land fyrir sig hefði sínar reglur sem vatn í umbúðum yrði að stand- ast. Hann sagði að alþjóðlegar grunn- reglur kynnu að vera kröfúminni um neysluvatn í umbúðum heldur en beint úr krananum en það þyrfti að taka tillit til mismunandi staðla hinna ýmsu landa. Allt vatn sem KEA flyt- ur út er efnagreint í hvetju landi fýrir sig áður en innflutningsleyfi fæst fyr- ir það, að sögn Þórarins. Þórarinn sagði einnig að vatnið sem þeir settu á umbúðir væri af sama vatnasvæði og veitukerfið á Akureyri fengi sitt vatn og það ætti því að standast allar þær kröfúr sem gerðar eru til kranavatns þar. Hann sagði að pH gildið á vatninu sem þeir flytja út væri 7,4 og vatnið væri mjög stein- efnasnautt. Það væri mjög lítið í okk- ar vatni annað en vatn og þvi yrði að selja það á þeim nótum. Akvavatnið er meðhöndlað með útfjólubláu ljósi til að eyða gerlum og sagði Þórarinn að það væri nær skilyrt á erlendum mörkuðum að vatn vaai meðhöndlað á einhvem hátt. Jón Scheving Thorsteinson ffam- kvæmdastjóri íslensks beigvatns, sem er dótturfýrirtæki Sólar hf. og sér um gosdrykkja- og vatnsftam- leiðslu, sagði að þeir reyndu að fylgja ströngustu stöðlum sem þeir finndu íyrir það vatn sem þeir flyttu út. Hann sagði að þeir hefðu gerilmagn vatnsins imdir þeim mörkum sem sett væru í innflutningslöndunum og þeir notuðu mikið af síum til að sía út örverur úr vatninu. Inntakið inn í verksmiðjuna væri síað og það síðan gert nokkrum sinnum á meðan ftam- leiðslu vatnsins stæði. Þá hefur ís- lenskt bergvatn einnig fengið erlend- ar rannsóknarstofúr til að efhagreina vatnið líkt og gert er við Akva vatnið á Akureyri. Jón sagði að þeirra vatn uppfyllti allar kranavatnskröfúr og þeirra markmið væri að hafa það sem hrein- ast. Vatnið rynni nánast alveg bernt inn til þeúra fra Vatnsveitu Reykja- víkur og þeirra hlutverk væri að reyna að menga það ekkert á leiðinni ofan í dósma. —só Harmleikur í Svíþjóð: Þrír íslendingar létust í bflslysi Þrír íslendingar og tveir Svíar lét- ust í hörðum árekstrí þriggja bif- reiða í Svíþjóð eftir hádegi á sunnu- dag. Fjórði Islendingurínn komst lífs af og er lítið meiddur. Einn Svii ligg- ur þungt haldinn á spítala. Islendingamir voru á leið fra Stokk- hólmi til Gautaborgar á tveimur bif- reiðum. Atburðurinn átti sér stað á þjóðvegi E3, sem er tveggja akreina, en þó ekki breiðari en svo að ef bifreiðar mætast á honum verður önnur að fara út fyrir bundið slitlag. Areksturinn varð með þeim hætti að bifreið Svíanna kom úr gagnstæðri átt við Islendingana. Svíamir viku af veg- inum en misstu við það stjóm á bílnum með þeim afleiðingum að hann valt þvert yfir veginn. Islendingamir náðu ekki að stýra frá bifreiðinni og bílar þeirra skullu hvorir á eftir öðrum á bíl Svíanna með fyrmefhdum afleiðing- um. Ekki er talið ráðlegt að greina fra nöfnum þeirra látnu að svo stöddu þar sem ekki hefúr náðst í alla aðstandend- ur þeirra. Islendingamir voru búsettir í Svíþjóð og höfðu unnið þar í nokkur ár. GS. . - — - . Flugvél nauö- lendir á Reykja- nesbrautinni Lítil tveggja hreyfla flugvél með tvo meim innanborðs nauðlenti á Reykjanesveginum á sunnudags- kvöldið. Vélin var að koma frá Kanada og var á leið til Reykjavik- ur þegar ljóst var að eldsneyti flug- vélarinnar dygði ekki alla leið. Flugvélin var þá nýkominn yfir Keflavík og tók flugmaðurinn þá ákvörðun að snúa vélínni til Kefla- víkurflugvallar. Bensínið dugði hínsvegar ekki alla leíð og tók flug- maðurinn þá ákvörðun að nauð- lcnda vélúmi á Reykjanesveginum eins og áður sagði. Ekki urðu slys á raönnunum en vélin er mikið skemmd. Að sögn Grétars Óskars- sonar hjá Loftferðaeftirlitinu er nú unnið að rannsókn slyssins. Búast má við niðurstöðum í lok septem- bers eða byijun októbers. -hs. San Giorgio, ítalska herskipið sem nú liggur við festar í Reykjavíkurhöfn. Skipið er sérstaklega smíðað til aðstoðar- og hjálparstarfa við strendur þar sem stríðsátök eða náttúruhamfarir herja. Timamynd; Pjetur. ítalskt herskip í Reykjavíkurhöfn: 457 ÍTALIR SETJA SVIP SINN Á BÆINN ítaiskt herskip, San Giorgio, kom til Reykjavíkur á mánudag og liggur nú við Ægisgarð. Um borð í skipinu eru 457 ítalir og þar af um 220 sjóliðsfor- ingjaefni sem eru nú í sinni fyrstu þjálfunarferð um Atlantshafið. I gær lögðu skipveijar blómsveig á leiði óþekkta hermannsins í Fossvogs- kirkjugarði og úrvalslið þeiira í knatt- spymu lék við lið KR- inga í gær. Þcir munu síðan fara í kynnisferðú um Reykjavík og Suðurland og hljómsveit skipsins mun leika á Lækjartoigi á morgun. Skip þetta er af nokkuð annarri gerð en önnur herskip. Þvi er ætlað að aðstoða varðsveitir Itala og Sameinuðu þjóð- anna í Líbanon og vera til taks ef bjaiga þarf fólki af hættusvæðum við strendur, t.d. ef jarðskjálftar verða eða aðrar nátt- úruhamfarir. Skipið var til sýnis fyrir al- menning í gær og verður til sýnis í dag og á morgun milli kl. 16:00 og 18:00. Það heldur ffá landinu á fostudag áleið- is til Kanada. Að sögn lögreglu hafa þessir 457 ítal- ir sett svip súin á miðbæinn og hafa m.a. verið áberandi í skemmtanalífi borgarinnar s.l. kvöld. Allt hefúr þó far- ið friðsamlega fram að sögn lögreglu og samskipti íslendúiga og ítalanna hafa verið með ágætum. Samkvæmt heimildum Tímans hefúr kvenþjóðúi sérstaklega látið heillast af dökkhærð- um ítölunum og jafnvel hafa nokkrar stúlkur fengið að laumast um borð og þá í öðium erindagjörðum en að skoða skipið. —GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.