Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Bæjarráð Borgarnesbæjar samþykkir að kaupa einkabíl bæjarstjórans til þess að láta hann hafa aftur í vinnuna. Forseti bæjarstjórnar og bæjarstjóri: „EKKERT OEDLILEGT VIÐ ÞESSI KAUP“ Bæjarráð Borgamess hefur samþykkt að kaupa einkabifreið bæjarstjórans og láta honum hana í té til afnota í vinnu sinni fýr- ir bæinn. Um er að ræða nýlega Subarubifreið og er kaupverðið 1,1 milljón króna. Forseti bæjarstjómar og bæjarstjórinn sjálfur eru sammála um að þetta sé eðlileg ráðstöfun. Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokk- ur standa saman að meirihluta í bæj- arstjóm í Borgamesi. Að sögn Sig- rúnar Símonardóttur, forseta bæjar- stjómar og oddamanns sjálfstæðis- manna, borgar sig fyrir bæjarfélagið að bærinn eigi þá biffeið sem bæjar- stjórinn notar í vinnunni, í stað þess að greiða akstur og biffeiðastyrk. — En hvað tekur langan tíma að láta þessa fjárfestingu bæjarins borga sig? „Miðað við þá útreikninga sem við höfðum, þá mundi það taka svona tvö, þijú ár,“ sagði Sigrún. „Miðað við þau kjör sem hann hafði áður. Reyndar er nokkur tími síðan við tókum þetta fyrir, en við tökum mál- ið upp aftur i næstu viku, þannig að þá væri hægt að fá endanlegar upp- lýsingar.“ — Nú er kaupverð biffeiðarinnar rúmlega ein milljón króna. Er akstur bæjarstjóra í Borgamesi fyrir bæjar- félagið það mikill að kaupin borgi sig upp á tveimur til þremur ámm? „Hann keyrir töluvert, samkvæmt ffamlögðum reikningum og sam- þykktum af fyrrverandi bæjarstjóm. Hann hafði fastan akstur og síðan keyrði hann töluvert fyrir bæinn,“ sagði Sigrún. — Þetta er þá ekki hluti af hans launakjörum að kaupa af honum einkabílinn og láta hann hafa hann aftur til afhota? „Nei, nei. Það var það nú ekki,“ sagði Sigrún. — Það hefúr ekki komið neitt annað til greina en að kaupa af honum hans eigin bíl? „I sjálfu sér hefði það þess vegna geta komið til greina en það var líka alveg eins goh að gera það eins og að fara að kaupa einhvem annan. Það stóð jafhvel til, þegar hann keypti þennan bíl i upphafi, að bærinn keypti hann, en ekkert varð af því. En eins og ég segi, var það samþykkt að gera þeha en það er ekki búið að ganga ffá þvf ennþá,“ sagði Sigrún Símonardóttir. Oli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri í Borgamesi, staðfesti í samtali við Tímann um þeha mál, að bærinn hefði keypt umræddan bíl til þess að leggja honum til f vinnuna og bíllinn væri ekki notaður til annarra verka á vegum bæjarins. — Nú tíðkaðist það fyrirkomulag áður að bæjarstjóra var greitt fyrir akstur á eigin bíl. Hvers vegna var þessi breyting gerð? „Eg sæhi mig ekki við þann kíló- mehaakstur, sem kallar á að vera með bíl raunverulega bundinn i þessu og þess vegna varð úr að bæjarstjóm- in valdi þennan kost,“ sagði Óli Jón. — Þannig að þér finnst að þetta sé ekkert óeðlilega að málum staðið? „Nei, það er það ekki,“ sagði bæjar- stjórinn. - ÁG Olga Havel, forsetafrú Tékkóslóvakíu: Sykurmolar bæta sam- skipti þjóða Svavari Gestssyni inennta- málaráðherra hefur borist þakkarbréf frá Olgu Havel, eig- inkonu Vaclav Havel, forseta Tékkóslavíu. Þakkir frú Havel eru fyrir stuðning menntamála- ráðuneytisins við Kr hljóm- sveltarinnar Sykurmolanna til Tékkóslóvakfu á dögunum. Sykurmolarnir héldu tónleika í Prag dl styrktar börnum sem þurfa á langtímameðferð að halda vegna nýrnasjúkdóma. Það var forsetafrú Tékkóslóv- akíu sem átti frumkvæðið að því að fá Sykurmoiana til Prag og í bréfi sínu til Svavars Gests- sonar segir hún að tónleikarnír hafi teldst vel og það fé sem safnaðist muni koma að góðum notum og m.a. gera foreldrum barnanna kleift að dveljast með börnunum hluta af meðferðar- tímanum. Þá segir Olga Havel að hún sé viss um að tónleikarnir muni efla samvinnu þjóðanna á menningarsviðinu og að hún vonist til að samsldpti þjóðanna muni styrkjast í framtíðinnl ÞRJATIU OG TVEIR NYIR STÓÐHESTAR í ÆTTBÓK Það sem af er þessu ári hafa 32 stóðhestar náð lágmarksein- kunn til að færast í ættbækur Búnaðarfélagsins, en til að ná þeim árangrí þurfa hestamir að fá einkunnina 7,75 minnst, og mega að auki hvergi fá lægrí einkunn fýrír sköpulag eða kosti en 7,0, að skeiði þó undanskildu. Gunnar Bjamason, fýmim hrossaræktarráðunautur og höf- undur rítverksins ,/Ettbók og saga íslenska hestsins á 20. öld“, hefúr nú gefið þessum stóðhestum ættbókamúmer. Em núm- erín frá 1141 til 1172, og gefin samkvæmt gamla kerfinu, þ.e. þess kerfis sem Theódór Ambjömsson notaði á sínum tíma. Roði 1156 frá Kolkuósi er einn þeirra stóðhesta, sem færðir hafa ver- ið í ættbók á þessu árí. Knapi á hestinum er Matthías Eiðsson. Hér á eftir fara stóðhestamir sem náð hafa ættbókarfærslu og eru ætt- bókamúmerin þau sem Gunnar Bjamason hefur gefið þeim. Um þessi hross verður fjallað í sjötta bindi ritverks hans sem mun koma út í haust. Dropi 1141 frá Miðsitju. Rauðstjömóttur með leist á v. aft- urh. Fæddur 1985. Faðir: Hervar 963 ffá Sauðárkróki. Móðir: Perla 4663 ffá Kúskerpi. Eigandi: Gunnar Amarsson, Reykjavík Eðall 1142 frá Hólum. Rauðblesóttur, glófextur. Fæddur 1985. Faðir: Feykir 962 ffá Haf- steinsstöðum. Móðir: Eldey 5477 frá Hólum. Eigandi: Hólabúið í Hjaltadal. Mozart 1143 frá Hellishólum. Svartur. Fæddur 1985. Faðir: Óð- ur 937 frá Torfastöðum. Móðir: Hrafnhetta ffá Reykjavík. Eigandi: Láms Sigfússon, Hellishólum Orri 1144 frá Þúfu. Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Otur 1050 ffá Sauðárkróki. Móðir: Dama ffá Þúfú. Eigandi Indriði Ólafsson, Þúfú. Mímir 1145 frá Ytra-Skörðugili Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Her- var 963 frá Sauðárkróki. Móðir: Skerpa 5430 ffá Ytra-Skörðugili. Eigandi: Sæmundur Á. Hermanns- son, Sauðárkróki. Krummi 1146 frá Kálfholti. Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Byr frá Skollagróf. Móðir: Hrefna ffá Kálfholti. Eigandi Jónas Jónsson, Kálfholti. Hósías 1147 frá Kvíabekk. Dökkjarpur, fæddur 1986. Faðir: Gustur 923 ffá Sauðárkróki. Móðir: Skerpa 5485 ffá Kvíabekk. Eigandi Kristín Andrésdóttir Kvíabekk. Dagur 1148 frá Mosfellsbæ. Leirljós, fæddur 1986. Faðir: Blakkur 977 ffá Reykjum. Móðir: Drottning 5391 ffá Stykkishólmi. Eigandi Leifúr Kr. Jóhannesson, Mosfellsbæ. Börkur 1149 frá Laugarvatni. Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Hraín 802 ffá Holtsmúla. Móðir: Sjöfn 4036 ffá Laugarvatni. Eigandi: Þor- kell Þorkelsson, Laugarvatni. Gammur 1150 frá Tóftum. Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Otur 1050 ffá Sauðárkróki. Móðir: Gáta ffá Tóftum. Eigandi: Ásgeir Her- bertsson, Reykjavík. Bragi 1151 frá Reykjavík. Rauðblesóttur, fæddur 1985. Faðir: Snældu-Blesi 985 ffá Ár- gerði. Móðir: Frigg 5094 ffá Kirkjubæ. Eigandi: Hörður G. Al- bertsson, Kópavogi. Mökkur 1152 frá Varmalæk. Brúnn, fæddur 1986. Faðir: Borg- fjörð 909 ffá Hvanneyri. Móðir: Kolbrún 4970 ffá Sauðárkróki. Eig- andi: Bjöm Sveinsson, Varmalæk. Blær 1153 frá Höfða. Brúnn, fæddur 1985. Faðir: Gust- ur 923 frá Sauðárkróki. Móðir: Ösp ffá Kolkuósi. Eigandi Hjörleifúr Jónsson, Akranesi. Silfurtoppur 1154 frá Sigmund- arstöðum. Bleikálóttur, fæddur 1986. Faðir: Hamar 1081 ffá Litla-Bergi. Móðir: Blika ffá Sigmundarstöðum. Eig- andi: Reynir Aðalsteinsson, Sig- mundarstöðum. Sólon 1155 frá Hóli. Brúnn, fæddur 1984. Faðir Nátt- fari 776 ffá Ytra-Dalsgerði. Móðir: Blesa 4823 ffá Möðrufelli. Eigend- ur: Systkinin, Hóli. Roði 1156 frá Kolkuósi. Rauðtvístjömóttur, fæddur 1979. Faðir: Funi ffá Kolkuósi. Móðir Dögg ffá Kolkuósi. Eigendur: And- ers og Lars Hansen, Árbakka. Safír 1157 frá Viðvík. Brúnn, fæddur 1985. Faðir: Hrafn: 802 ffá Holtsmúla. Móðir: Gloría 4233 ffá Hjaltastöðum. Eig- andi: Jóhannes Viðarsson, Akur- eyri. Trosdan 1158 frá Kjartansstöð- um. Rauðblesóttur, fæddur 1986. Fað- ir: Hervar 963 ffá Sauðárkróki. Móðir: Tema 5777 frá Kirkjubæ. Eigandi Þorvaldur Sveinsson, Kjartanstöðum. Aðall 1159 frá Aðalbóli. Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Sirkus 1015 ffá Húsavík. Móðir: Freisting 5518 ffá Bárðartjöm. Eigandi: Höskuldur Þráinsson, Aðalbóli. Nasi 1160 frá Hala. Rauðnösóttur, fæddur 1985. Faðir: Þokki 1048 ffá Garði. Móðir: Glóa ffá Hala. Eigandi: Markús Ársæls- son, Hákoti. Djákni 1161 frá Sleitustöðum. Brúnskjóttur, fæddur 1985. Faðir: Hrafn 802 ffá Holtsmúla. Móðir: Kvika ffá Sleitustöðum. Eigandi: Sigurður Sigurðsson, Sleitustöðum. Sokki 1162 frá Sólheimum. Brúnskjóttur fæddur 1986. Faðir: Krnmmi ffá Sólheimum. Móðir: Sokka frá Sólheimum. Eigandi: Valdimar Ó. Sigmarsson, Sólheim- um. Kveikur 1163 frá Miðsitju. Brúnn, fæddur 1986. Faðir Gustur 923 ffá Sauðárkróki.- Móðir Perla 4119 ffá Reykjum. Eigendur: Jó- hann Þorsteinsson, Miðsitju, o.fl. Goði 1164 frá Ytra-Skörðugili. Jarpur, fæddur 1986. Faðir: Þáttur 722 ffá Kirkjubæ. Móðir: Brúð- kaupsjörp 5678 ffá Vatnsleysu. Eig- andi: Finnur Bjömsson, Ytra- Skörðugili. Þokki 1165 frá Höfn. Jarptvístjömóttur, fæddur 1986. Faðir: Stormur ffá Bjamamesi. Móðir: Gláma ffá Eyjahólum. Eig- andi: Olgeir Olafsson, Höfn. Funi 1166 frá Skálá. Rauður, fæddur 1984. Faðir: Her- var 963 ffá Sauðárkróki. Móðir: Iða ffá Tungufelli. Eigandi: Jóhannes Sigurðsson, Kópavogi. Gustur 1167 frá Vindási. Rauður, fæddur 1984. Faðir: Sörli 653 ffá Sauðárkróki. Móðir: Sokka ffá Vindási. Eigandi: Jón Þorvarð- arson, Vindási. Hlöðvir 1168 frá Hindisvík. Jarpur, fæddur 1985. Faðir: Ófeig- ur frá Hindisvík. Móðir: Ör ffá Hindisvík. Eigandi: Hindisvíkurbú- ið, Vatnsnesi. Þokki 1169 frá Kflhrauni Brúnn, fæddur 1985. Faðir: Gust- ur 923 ffá Sauðárkróki. Móðir: Þokkadís ffá Kilhrauni. Eigandi: Guðmundur Þórðarson, Kílhrauni. Mánatindur 1170 frá Úlfsstöðum. Rauðtvístjömóttur, fæddur 1985. Faðir: Kjarval 1025 ffá Sauðár- króki. Móðir: Lipurtá ffá Úlfsstöð- um. Eigandi: Óskar Halldórsson, Úlfsstöðum. Djarfur 1171 frá Vorsabæ. Móbrúnn, fæddur 1985. Faðir: Gassi 1036 ffá Vórsabæ. Móðir: Dáð 5564 ffá V-íragerði. Eigandi: Bjöm Jónsson, Vorsabæ II. Vorboði 1172 frá íbishóli. Rauðblesóttur, fæddur 1984. Faðir: Atli 1016 ffá S.-Skörðugili. Móðir: Blesa ffá Lundi. Eigandi: Sigmjón Jónasson ffá S.-Skörðugili.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.