Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn 3 Eitt best stæða fyrirtæki á landinu stefnir að útboði nýs hlutafjár og sölu hlutabréfa á almennum markaði: Eimskipafélag Islands eykur enn á umsvif sín Á stjómarfundi hjá Eimskipafélagi íslands 1. ágúst síöastlið- inn var samþykkt að leggja ffam tillögu á næsta hluthafafundi, sem verður þann 28. ágúst n.k., um að auka hlutafé félagsins með sölu nýrra hlutabréfa að nafnverði allt að 86 milljónum króna. Nokkrir af stærstu hluthöfum félagsins hafa ákveðið að nýta sér ekki þann forkaupsrétt, sem þeir hafa, til að gera þetta hlutafjárútboð að virku almennu hlutaflárútboði. Frá blaðamannafundi í gær þar sem gerð var grein fyrir ákvæðum stjómar um hlutaQárútboð. Tlmainynd: P(etur Núverandi hlutafé félagsins er 844 milljónir króna og verður því aukningin á hlutafé um 10 af hundraði. Ef tiliagan fæst sam- þykkt yrði nafnverð heimilaðs hlutafjár félagsins því 930 millj- ónir króna. Hluthafar í Eimskipafélaginu eru alls 12.800. Þeir aðilar, sem fallið hafa frá forkaupsréttinum, eiga um 50 af hundraði af hlutafé félagsins. Alls eru það 26 einstaklingar og fyrirtæki, m.a. Sjóvá-Almennar, Skeljungur og Sameinaðir verktak- ar hf. Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskipafélagsins, sagði að ákveðið hefði verið að bjóða nýjum aðilum bréfin til kaups og því hefði verið nauðsynlegt að fá þessa aðila til að falla frá forkaupsréttinum, því það hefði verið fræðilegur mögu- leiki að ef allir núverandi hluthafar félagsins myndu nýta sér forkaups- réttinn, þá myndi ekkert af bréfun- um koma á almennan markað. Þess vegna var þessi leið farin til að tryggja það að bréfin komist á al- mennan markað. Sterk eftirspum er eftir hlutabréfum í félaginu. Með útgáfu þessara hlutabréfa ætlar fé- lagið að taka þátt í eflingu hlutafjár- markaðar, en stefnt er að því að ná til nýrra fjárfestara í hópi einstak- linga, viðskiptamanna og sjóða. Eimskipafélagið hefur alloft aukið hlutafé sitt með hlutafjárútboði, síðast 1983 um 2,3 af hundraði. Ár- ið 1976 var hlutaféð aukið um 10 af hundraði en í þau skipti voru það að mestum hluta þeir sem áttu fyrir hlut í félaginu sem keyptu bréfin. Því er þetta almenna hlutaíjárútboð nýjung hjá félaginu. Settar verða takmarkanir á hvað jafnt nýir sem núverandi hluthafar geta keypt mikið af nýju hlutabréf- unum. Bréfin verða seld í áskrift og er gert ráð fyrir að menn sendi inn skriflega beiðni um kaup á bréfum. Ef ásóknin í bréfin verður mikil er hugsanlegt að öllum þeim, sem sækjast eftir hlutabréfum, verði gefmn kostur á að eignast jafn stór- an hlut í félaginu. Forráðamenn félagsins standa í þeirri trú að viðunandi arðsemi megi skapa með auknu hlutafé. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipafélagsins, sagði að með hlutafjáraukningunni væri almennt verið að afla fjár til aukinnar starf- semi félagsins. T.d. eru fyrirhuguð kaup á fjórum skipum, auk ýmissa annarra fjárfestinga heima og er- lendis, s.s. gámakaupum, ffekari uppbyggingu i Sundahöfn og þar firam eftir götunum. Hörður sagði að hlutafjárútboðið væri ekki nauð- synlegt fyrir þessar fjárfestingar. Félagið myndi ráða við t.d. skipa- kaupin án þess að auka hlutafé fé- lagsins, en það myndi hins vegar lækka eiginfjárstöðu félagsins þar sem þá væri verið að auka skuld- setningu þess. Eignarhlutur núverandi hluthafa kemur til með að breytast örlítið ef þeir nýta ekki forkaupsréttinn og sem dæmi minnkar hlutur þess sem á 1 prósent í félaginu niður í 0,9 prósent. Aðspurður sagði Hörður að það væri ekki á döfinni nú að skrá bréf Eimskipafélagsins á verðbréfaþingi og sagði að forráðamenn félagsins teldu ekki brýna nauðsyn að gera það þar sem álitu að félagið veitti í sinni ársskýrslu og með öðrum hætti víðtækar upplýsingar um sinn rekstur og almennt viti þeir, sem vilji kaupa hlutabréf 1 félaginu, mikið um rekstur félagsins og þar að auki viti verðbréfafyrirtækin, sem eru í þessum viðskiptum, enn frekar um reksturinn. Herði þótti hins vegar ekki ólíklegt að einhvem tímann kæmi að þvf að hlutabréf Eimskips yrðu skráð á verðbréfa- þingi, en það væri óháð þessu og ekki væri nauðsynlegt að gera það út af þessu ákveðna útboði. Sala hlutafjárins kemur til með að fara fram í tvennu lagi. Annars veg- ar verða hlutabréf seld til þeirra hluthafa, sem vilja nýta forkaups- réttinn, og sér Eimskipafélagið sjálft um þann hluta að venju. Hins vegar verður samið við Verðbréfa- markað Islandsbanka um fram- kvæmd almenna útboðsins en Fjár- festingarfélag íslands mun jafn- framt taka þátt í sölu hlutabréfanna. Verðbréfamarkaður íslandsbanka sér um að gera útboðslýsingu 1 sam- ráði við Eimskip, en það er nú skylt að gera lögum samkvæmt þegar um er að ræða sölu markaðshlutabréfa, eins og hér er. Áætlað er að fyrri hluti útboðsins fari fram í septem- ber, en almenna útboðið f október og síðar. Eins og áður sagði er hlutafjárút- boðið háð samþykki hluthafafúndar og bjuggust forráðamenn fyrirtæk- isins við því að fá samþykki núver- andi hluthafa á hluthafafundinum sem haldinn verður 28. ágúst næst- komandi. —SE Lambros Lianeris, svæðisstjóri gríska ferðamálaráðsins, sem hér kom í fyrstu heimsókn sína í fyrri viku: „Getum boðið allt sem íslendingar vilja“ (fyrri viku voru hér á férð þrír fulltrúar gríska férðamálaráðsins (Greek National Tourist Organization). Voru það þeir Lambros Lianerís, sem er svæðisstjórí Skandinavíu, Finnlands og íslands, og þeir George Livieratos, svæðisstjórí í Noregi, og Athanassios Mamourídis, fjármálastjórí þessa svæðis. Fann fréttamðaur blaðsins þá að máli sl. laugardag, en þeir héldu utan á sunnu- daginn. Þetta var fyrsta koma hr. Lianeris tíl landsins, en hann er reyndur maður í ferðamálaþjónustu Grikkja og hefur starfað um árabil Kanada, S- Afríku og Saudi-Arabíu. Tók hann við starfi svæðisstjóra á Norðurlöndum í mai sL Hr. Lianeris kvaðst álíta að grundvöll- ur ætti að vera fyrir mikill aukningu ferðamanna héðan til Grikklands, en þeir munu nú aðeins vera um þúsund á ári. Fjöldinn var talsvert meiri eftir 1970, en dróst saman er efnahagur manna hér þrengdist eftir 1980. Gera menn sér vonir um að aukning verði nú að nýju, svo og fjölgun griskra ferða- manna hingað til lands. Ferðamannatíminn er áttamánuðir Forsendur fyrir þessu telja þeir þre- menningamir að hvort hafi landið um sig upp á einmitt það að bjóða, sem ekld er að finna i hinu landinu. Hvað að ís- lendingum snýr mun verðlag vera mjög hagstætt á Grikklandi og veðrátta með þeim hætti að ekki eru þar nema 22 dagar sólarlausir á ári. Veldur þetta því að megin ferðamannatímabilið er heilir átta mánuðir, eða frá apríl til nóvember. Heitast er í júlí og töldu þeir hagkvæmt fyrir Islendinga að velja lok ágúst eða september. Framboð á afþreyingu er óþijótandi, svo sem við íþróttaiðkanir, þ.á m. siglingar, og ekki þarf að taka fram fjölbreytni skipulagðra feijusigl- inga milli eyjanna í Eyjahafinu, sem enginn ferðamaður vill missa af. Á Grikklandi er meira að segja að finna vinsæl skiðalönd. Hagstæöur valkostur fyrir aldraða En þótt flestir komi að sumrinu, þá eru vetrannánuðimir vel fallnir til lengri dvalar i landinu og nefndu þeir að þá gæti verið hentugt fyrir sldpulagða hópa eftirlaunaþega og gamalt fólk að koma. Væru Krit og Rhodos mjög hent- ugir staðir til slfkrar dvalar og úrval t.d. ávaxta ætti að freista, sem teljast gæða- mestir i heimi. Hreinar baðstrendur Mjög almennur áhugi á sögu og menn- ingarverðmætum hér á landi ætti enn að hvetja til ferðalaga til Grikklands. Ferðaþjónustan er ákaflega háþróuð og skipulag til einstakrar fyrirmyndar, enda er ferðamannaiðnaður Grikkja stærsti liðurinn í efnahagslífi þeirra og Nýskipaður svæðisstjóri gríska ferðamálaráðsins, Lambros Lianeris (Lh.), og svæöisstjóri í Noregi, George LMeratos. (Tfmamynd g.e.) stærri en hin miklu umsvif á sviði skipaútgerðar. Spumingu um hvort vin- sældir Grikklands sem ferðamanna- lands gerðu þörf á að hvetja menn til heimsókna að sumarlagi, svöruðu þeir á þá leið að þrátt fyrir hinn mikla Qölda gesta, væri alltaf rúm fyrir fleiri, enda markvisst að því stefnt. Áhersla er lögð á að merrn fái notið óspilltrar náttúm og taka t.d. griskar baðstrendur öðrum fram. Hafa hinar stærstu þeirra hlotið mjög háa einkunn alþjóðlegs ferða- þjónustueftirlits og 67 minni baðstrend- ur viðurkenninguna „Gullkrossfiskinn" fyrir hreinlæti og tærleik. Listviðburðir Með fleiru, sem laða má feiðafólk til landsins, em tíðir og umfangsmiklir viðburðir á sviði lista, þ.á m. leiklistar, og stendur þessa dagana yfir keppni í Delfí í flutningi fomra leikja grískra skálda, sem leikhópar hvaðanæva úr heiminum taka þátt í. Það er því maigt sem laðar í landi 3000 eyja og 3000 ára sögu, eins og þeir þre- menningamir komust að orði. Enda

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.