Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn 7 Friðrik Sophusson, alþingismaður: Tíminn, jöfnunargjald og „fleiri“ Leiöari Tímans hinn 31. júlí sl. fjallar um svokallað jöínunargjald. Það er gert með þeim hætti, að fyllsta ástæða er til að rifja nokkur atriði upp fyrir leiðarahöfundi og þeim, sem kynnu að hafa lesið leið- arann. I upphafi forystugreinarinnar segir orðrétt: „Morgunblaðið og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa krafist þess að svokallað jöthunargjald á inn- fluttar iðnaðarvörur verði fellt niður þegar í stað og bera fyrir sig gamlar yfirlýsingar iðnaðarráðherra og fleiri þeirri kröfu til réttlætingar." Staðreyndin er sú, að við setningu laga um jöfnunargjald var gert ráð fyrir niðurfellingu þegar virðis- aukaskattur tæki gildi. I greinargerð með frumvarpinu sagði m.a. orð- rétt: „Leggja ber áherslu á að álagn- ing þessa gjalds er tímabundin ráð- stöfún þar sem við upptöku virðis- aukaskatts félli gjaldið niður vegna þess að uppsöfiiunaráhrifum yrði þar með eytt.“ Alþingi íjallaði um málið, þegar fjárlagafrumvarpió var til af- greiðslu, og samþykkti tekjuáætlun, sem var við það miðuð að inn- heimta gjaldið til 1. júlí sl. Vilji Al- þingis liggur þvi fyrir í málinu, þótt ráðherrar vilji sem minnst af honum vita. Hverjir eru „fleiri“? Það sem er hinsvegar skringilegast við tilfærðan texta úr leiðaranum er að vitnað er i „gamla yfirlýsingu iðnaðarráðherra og fleiri“ (leturbr. höf.). Af hveiju upplýsir ekki Tím- inn hveijir þessir „fleiri" eru? Svar- ið er einfalt. Þessir „fleiri" eru m.a. Steingrimur Hermannsson forsætis- ráðherra. í bréfi forsætisráðherra, dagsettu 30. april 1989, til VSÍ og Vinnumálasambands samvinnufé- laga segir orðrétt: „Jöfnunargjald af innfluttum vörum verður hækkað tímabundið úr 3% í 5% og fellur niður og gjaldhlutfallið hækkað í samræmi við þessa yfirlýsingu. Forsætisráðherra sveik hinsvegar þetta loforð með dyggri aðstoð fjár- málaráðherra. Og nú hafa ráðherr- amir einnig hundsað vilja Alþingis með því að fella gjaldið ekki niður á miðju ári eins og Alþingi hafði samþykkt í fjárlögum. í þessum hógværu orðum „og flciri" er átt við þennan þátt málsins. Venjulega hef- ur Tíminn hvorki sparað pappír né prentsvertu til að tíunda orð og at- hafnir formanns Framsóknarflokks- ins. Afstaða aðila vinnu- markaðarins Leiðarahöfundur fjallar í leiðaran- um um afstöðu atvinnurekenda og efast um vilja þeirra til að fella gjaldið niður. í júlíhefti fféttablaðs VSI er gerð grein fyrir málinu orð- rétt á þessa leið: „Launanefnd ASÍ og VSI hafði ennfremur lagt til, að jöfhunargjald á innfluttar iðnaðar- vörur yrði lækkað úr 5% í 2,5%. Verðlagsáhrif þessa yrði u.þ.b. 1/3%. I fjárlögum var reiknað með að gjaldið skilaði 500 milljónum á árinu, en þær tekjur náðust strax á fyrri helmingi ársins. Áffamhald- andi álagning gjaldsins er því í reynd skattahækkun um sömu fjár- hæð. Fyrir liggur að a.m.k. tveir stjómarflokkanna vildu fara að þessari tillögu, en fjármálaráðherra hafði betur, svo ekki kemur til lækkunar gjaldsins að sinni og það þrátt fyrir yfirlýsingar ríkisstjómar um óbreytta skattheimtu og fyrir- heit á árinu 1989 um niðurfellingu gjaldsins við upptöku VSK. Skv. samþykkt ríkisstjómar ffá sl. þriðjudegi var málinu skotið á ffest og mun um sinn velkjast í ágrein- ingi milli fjögurra ráðherra í ríkis- stjóminni. Þessi afstaða veldur vonbrigðum, því með henni er stefnt að meiri skattheimtu en áður var við miðað.“ Ekki þarf að fara fleiri orðum um afstöðu VSI til málsins. Endurgreiðsla upp- safnaðs söluskatts I lok títtnefhds leiðara Tímans seg- ir orðrétt: „Hitt er annars rétt að þegar endurgreiðslu til útflutnings- iðnaðar er lokið á þessum uppsafn- aða söluskatti sem tilheyrir gömlu skattkerfí, og eftir að virðisauka- skatturinn er kominn til ffam- kvæmda, þá em ekki lengur fyrir hendi skilyrði til þess að innheimta jöfnunargjaldið. Þegar svo er komið verður tímabært að minna á afnám gjaldsins, en fyrr ekki.“ Hér örlar á skilningi, þótt ekki nái hann langt. Hinn 16. mars sl. lagði iðnaðarráðherra ffam tillögu um að endurgreiða uppsafhaðan söluskatt síðasta árs, en hann mun vera um 190 milljónir króna. Enn hefur rik- isstjómin ekki afgreitt málið. Árleg endurgreiðsla uppsafnaðs sölu- skatts hefur venjulega verið 40- 60% af innheimtu jöfhunargjalds sama árs. í eftirfarandi töflu ffá hagdeild Forsætisráðherra sveik hinsvegar þetta loforð með dyggri aðstoð f]ár- málaráðherra. Og nú hafa ráðherramir einnig hundsað vilja Alþingis með því að fella gjaldið ekki niður á miðju árí eins og Alþingi hafði samþykkt í Ijáríögum. fjármálaráðuneytis má sjá hveijar tekjur ríkissjóðs hafa verið af jöfh- unargjaldi og hve mikið hefur verið endurgreitt til iðnfyrirtækja. Forsætisráðherra gerður ómerkur orða sinna Að halda áfram að innheimta gjaldið eftir 1. júlí er hrein og klár skattahækkun, sem aflar ríkissjóði tekna langt umffam þau útgjöld, sem urðu til vegna bráðabirgðalag- anna, sem sett vom í síðasta mán- uði. Jöfnunargjaldið var sett á sín- um tíma til að efla iðnþróun. Nú hefur ríkisstjómin breytt því í al- menna skattheimtu, þrátt fyrir lof- orð forsætisráðherra um að leggja það af. Forsætisráðherrann hefur enn einu sinni verið gerður ómerkur orða sinna. Og nú án þess að Tím- inn hreyfi legg eða lið. Þvert á móti er formaður Framsóknarflokksins falinn í hugtakinu „fleiri" í forystu- grein Tímans. Tekjur af jöfnunargjaldi 1981-1989 Árið 1981 ........................... Árið 1982 ........................... Árið 1983 ............................... 110,4 Árið 1984 ............................... 142,6 Árið 1985 ............................... 217,9 Árið 1986 ............................... 282,7 Árið 1987 ............................... 403,9 Árið 1988 ............................... 513,4 Innheimtar Þaraf tekjur endurgreitt (m.kr.) (m.kr.) 37,8 20,9 66,6 37,8 110,4 57,1 142,6 79,4 217,9 113,1 282,7 169,9 403,9 263,2 513,4 225,5 Nú þegar hefur ríkissjóður inn- heimt u.þ.b. 550 milljónir í jöfnun- argjaldi án þess að endurgreiða eina krónu. Þótt ríkisstjómin hætti inn- heimtu gjaldsins nú þegar og greiddi útflutningsiðnaði 190 millj- ónimar fengi ríkissjóður í sinn hlut hærra hlutfall en nokkm sinni fyrr. Ég þakka Tímanum fyrir að birta þetta greinarkom mitt svo skjótt, þótt ég viti að mikið rúm þurfi til að skýra út, réttlæta og klóra yfir klúð- ur ríkisstjómarinnar í kjaramálun- um. Athugasemd við grein Friðriks Sophussonar Enginn ágreiningur er milli Tímans og Friðriks um að jöfhunargjaldið sé tímabundið. Hins vegar aðhyllist Tíminn svipaða skoðun og formaður Fél. ísl. iðnrekenda, að þar sem jöfnunargjaldið tengist endurgreiðslu uppsafh- aðs söluskatts, sé ekki ástæða til að gera mikið veður út af innheimtu þess meðan endurgreiðslu skattsins er ólokið. Við emm að vinna okkur út úr gamla söluskattskerfínu og að loknu því millibilsástandi sem er milli gam- als kerfls og nýs, er réttmætt að minna rækilega á afnám jöfhunargjaldsins. Um það fjallaði leiðari Tímans 31. f.m. og engu við það að bæta. Ritstj. VIÐSKIPTALÍFIÐ Bresk byggingarfélög Elsta kunna breska byggingarfélag- ið var stofnað í Birmingham 1775 og síðan allmörg næsta aldarfjórðung- inn, en flest þeirra með einungis fáum félagsmönnum, oft tuttugu til þijátíu. Að venju greiddu félagsmenn þeirra nokkra upphæð í sjóð áður en þau tóku að byggja yfir þá. Hlutkesti réð oft úthlutun byggðra íbúða. Yfirleitt hættu félögin störfum þegar þau höfðu byggt yfir félagsmenn sína. Á öndverðri 19. öld hófu byggingar- félög að taka við innlögnum til ávöxt- unar eingöngu og urðu þá öðmm þræði eins konar sparisjóðir (eða veð- bankar) en greiddu lítið eitt hærri vexti. Um starfsemi byggingarfélaga vom fyrst sett lög 1838 og vom þau jafhffamt viðurkenning stjómvalda á tilvist þeirra. Nokkur þeirra urðu var- anleg byggingarfélög sem opin stóðu nýjum félagsmönnum. Um miðja öld- ina var þó fátítt að tala félagsmanna þeirra væri umfram 200. Timarit um starfsemi þeirra, Building Socities Gazette, hóf göngu sína 1869 og það ár vora samtök þeirra mynduð, Build- in Societies Protection Association, en að nokkm ti! andófs gegn álögðu stimpilgjaldi. Stjómskipuð nefnd fjallaði um byggingarfélög 1870-71 (og önnur „Friendly Societies"). Upp úr álits- gerð nefndarinnar vora samin og samþykkt 1874 ný lög um þau sem í höfuðatriðum hafa gilt til þessa dags. Að þeim var starfsemi byggingarfé- laga einskorðuð við húsbyggingar og eignarhald á landi þeirra vegna. Nær tveim áratugum síðar, 1892, varð eitt stærsta byggingarfélagið, Portsea Bu- ilding Society, gjaldþrota og síðar á því ári einnig hið stærsta þeirra, Li- berator Building Society. Með laga- breytingum 1894 vom ákvæði um starfsemi þeirra þrengd (og síðari veðréttur af tekinn), og þeim gert að birta reglulega skýrslur um starfsemi sína. Vom 1895 starfandi 3.642 bygg- ingarfélög með 631.000 meðlimum og námu samanlagðar eigur þeirra 45 milljónum punda. Sakir samfellinga þeirra á milli fækkaði byggingarfé- lögum síðan. Töldust þau 1.336 í árs- lok 1918. Á millistríðsárunum 1918-39 jukust mjög umsvif byggingarfélaga, þótt enn fækkaði þeim. Þau vom 980 í árs- lok 1939. Hins vegar fjölgaði félags- mönnum þeirra á þessum tveimur áratugum úr 625.000 upp í liðlega 2.000.000 og lánþegum úr liðlega 500.000 í 1.500.000, jafhframt því að eignir þeirra uxu úr 68 milljónum punda uppi 773 milljónir punda. Tvennt stuðlaði einkum að vexti þeirra, lágir vextir og lögbinding leigu sem dró úr byggingu leiguhús- næðis. Jöfnum skrefum varð sam- keppni þeirra á milli hörð, og ágrein- ingur um starfsreglur olli því að tveir hópar drógu sig út úr heildarsamtök- um þeirra í nokkur ár. Aftur gengu þau þó í heildarsamtökin eftir setn- ingu nýrra laga um byggingarfélög 1939. Meðan hraðast var unnið að upp- byggingu eftir síðari heimsstyijöld- ina, þ.e. ffá 1945 fram yfir miðjan sjötta áratuginn, stóðu stjómvöld að byggingu leiguhúsnæðis, svo umsvif byggingarfélaga jukust ekki hratt. En er á sjötta áratuginn leið færðist á ný í vöxt að einstaklingar stæðu að bygg- ingu eigin íbúðarhúsnæðis og leituðu í því skyni fyrirgreiðslu byggingarfé- laga. Samkvæmt lögum settum 1959 léði ríkissjóður byggingarfélögum 100 milljónir punda til að endurlána kaupendum húsa, byggðra eftir 1919. Á sjötta áratugnum varð allnokkur umræða um lausafjárstöðu bygging- arfélaga, en 1959 var þeim veittur „tmstee status", þ.e. heimild til við- töku innlagna (án skuldbindinga). Ári síðar, 1960, var með lögum kveðið á um hvemig byggingarfélög mættu veija mótteknum innlögnumj Að þeim var eftirlitsmanni byggin'garfé- laga, skipuðum af ríkisstjóminni, heimilað að takmarka rétt þeirfy til að veita há lán sem og lán til fyiytækja svo sem verktaka. Með lögum um byggingarfélög, Building Sopieties Act, 1962 vom fyrri lög um þau felld saman í einn bálk. Frá 1950 til 1980 týndu byggingar- félög enn tölunni, þótt lánþegum þeirra fjölgaði. í ársbyijun 1950 vom þau 835 en 726 í árslok 1960 og 273 í árslok 1980. Lánþegar þeirra vom 1,5 milljónir 1951 en nær 5,5 milljónir 1980. Vextir byggingarfélaga vora 1988 felldir undir verðlagsráð ríkis- ins, Prices and Incomes Board. Að lögunum ffá 1962 er tilgangur byggingarfélaga að „safna (iðgjöld- um) með áskriftum félagsmanna" í samlag eða sjóð til útlána til félags- manna, en sjóðir félagsins geta verið í („ffeehold" eða „leasehold") fast- eignum. Frá 1981 hafa byggingarfé- lög þurft að hafa 50.000 pund í stofn- sjóði til að geta tekið til starfa. Til að öðlast „tmstee status“, þ.e. eins konar sparisjóðsréttindi, þarf lausafé bygg- ingarfélaga að nema kringum 7,5% af eignum þeirra (en andvirði eigna þeirra ræður nokkra um þá hundraðs- tölu). Innleggjendur í byggingarfélög em meðlimir þeirra að lögum, þótt margir þeirra geri ekki greinarmun á þeim innlögnum sínum og öðmm í banka eða sparisjóði. Lánveitingar byggingarfélaga til annarra en meðlima sinna til húsa- kaupa em allþröngar skorður settar. Á ári hverju mega aðeins 10% þeirra fara til stórra lána eða lána til fyrir- tækja. En kaup á skuldabréfum ríkis- ins og öðmm „gulltryggðum" standa þeim opin. Og þau geta veitt bönkum skammtímalán eða lagt fé inn á reikn- ing í þeim. I samtökum byggingarfélaga, The Building Societies Association, em tvö af hverjum þremur þeirra og öll hin stærstu. Aðildarfélög þess eiga 99% allra eigna byggingarfélaga. Samtökin em aðildarfélögum sínum til ráðgjafar og þeim til trausts og halds. Frá 1939 hefur stjóm samtak- anna sagt fyrir um vexti þá sem félög- in setja upp, (að heita má). Mánaðar- lega gefa samtökin úr fféttablað, Building Societies News, og árs- fjórðungslega tímarit, BSA Bulletin. Starfsfólk í byggingarfélögum stendur að Chartered Building Soci- eties Institute, sem stofnuð var 1934. Stofnunin sér um starfsmenntun þess að nokkmm hluta og lítur eftir hags- munum þess. Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.