Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 10
Tíminn 10 Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn 11 Hafrarmsóknarstofnun kynnir skýrslu um ástand nytjastofna við ísland. Leggur til aö leyft veröi aö veiða 300 þúsund tonn af þorski á naesta ári: Astandið sæmilegt ef þorsk- gangan kemur frá Grænlandi Hafrannsóknastofnun kynnti í gær skýrslu um ástand nytjastofna í hafinu við ísland. Þar er jaínífamt gerð grein fyrir ástandi sjáv- ar og settar ífam tillögur um aflahámark á næsta ári. Stofnun mælir með að leyft verði að veiða 300 þúsund tonn af þorski á næsta ári en tekur ffam að stofninn þoli ekki svo mikla veiði nema að umtalsvert magn af þorski skili sér frá Grænlandi. Fiskiffæðing- ar hafa í höndum sannanir fyrir því að þorsk- ur sem rak sem seiði til Grænlands 1984 hef- ur skilað sér á Islandsmið. Þeir segja jafn- framt að útilokað sé að segja til um hversu mikið af þessum þorski skili sér í veiðarfæri íslenskra sjómanna á næsta ári. Sjór kaldur og áta með minna móti, en... Astand sjávar hefur verið mjög sveiflu- kennt síðustu tvo áratugina. Skipst h a'ia a slæm og góð ár. Þetta sést vel ef skoðaðar eru mælingar á sjávarhita. Síðan 1965 hefiir meðalsjávarhiti í sjónum norðan við Siglu- nes sveiflast mjög mikið. A árunum 1967- 1971 fór meðalsjávarhitinn oft niður fyrir mínus eina gráðu en var næstu þrjú ár þar á eftir í kringum plús ein gráða. A áratugnum sem nú er að líða hafa sveiflumar haldið áfram. Síðustu tvö ár hefúr meðalsjávarhit- inn í sjónum norðan við Siglunes verið und- ir mínus 0,5 gráður. Sama er upp á teningn- um í ár en mælingar í vor sýndu að meðal- sjávarhitinn er lægri nú en hann var í fyrra og hittifyrra. Sama má segja um þörunga- framleiðslu og átu. Hvort tveggja var með minna móti vorið 1990. Jakob Jakobsson forstöðumaður Haffann- sóknastofnunar segir að ekki sé nein ástæða að leggjast í svartsýni þrátt fyrir að mæling- ar um ástand sjávarins gefi tileffii til þess. Hann segir að það hafi sýnt sig í gegnum ár- in að þessar mælingar hafi ekki mikið spá- gildi. Hafstraumar geti breyst og vaxtarskil- yrði fiskistofhanna þar með. Jakob minnir á að það hafi t.d. gerst 1983 en þá var ástand sjávarins ekki ósvipað og það var í vor og fiskiffæðingar voru því ekki bjartsýnir á út- litið. Þá komu hlýir hafstraumar upp að land- inu sem áttu sinn þátt í að þorskklak það ár og það næsta tókst sérstaklega vel. Árgang- urinn ffá 1983 er mjög sterkur ekki aðeins í þorski heldur einnig í síld, loðnu og grálúðu. Hagfræðingar geta án efa fundið þennan sterka árgang þegar þeir skoða efnahagslíf þjóðar síðustu árin. I gærkvöldi lögðu hafrannsóknarskipin Bjami Sæmundsson og Ami Friðriksson af stað í leiðangra. Þeim er ekki síst ætlað að at- huga hvemig klak hefúr tekist í ár og rann- saka seiði. Lélegir þorskárgangar gefa ekki tilefni til bjartsýni Þorskárgangamir ffá 1986-1989 em allir lélegir, ‘86 árgangurinn þó sínu verstur. Mikið hefúr verið veitt úr stóm árgöngunum frá 1983- 84 á síðustu árum. Nýjustu mæl- ingar gefa til kynna að stærð veiðistofns þorsk sé um 120 þúsund tonn. Þetta er held- ur minna en kom fram í síðustu skýrslu Haf- rannsóknastofnunar. Fiskifræðingar em því ekki bjartsýnir á ffamtíðina. En ástandið er ekki alslæmt. Arið 1984 rak mikið af seiðum frá Islandsmiðum upp að strönd Grænlands. Þar hafa þau alist upp í köldum sjó og em nú orðin af veiðanlegum þorski. Fiskifræðingar hafa vonast eftir að þessi stofn fari nú að skila sér heim og vísa þar til fyrri reynslu en mikið af seiðum rak til Grænlands 1973 og skilaði sér til íslands 1980-81. Nú hafa veiðst a.m.k. fimm merkt- ir þorskar sem vom merktir við Grænland 1984 en alls vom 2000 seiði merkt þá. Þetta sýnir að þessi Grænlandsfiskur er farinn að skila sér til íslands í einhverjum mæli. Spumingin er bara í hve miklum mæli? Þessari spumingu geta fiskifræðingar ekki svarað. Segja má að hér sé komið að stærsta og veigamesta óvissuþættinum í skýrslu Hafrannsóknastofnunar en þeir em eðlilega margir. I fýrra lögðu fiskifræðingar til að leyft yrði að veiða 250 þúsund tonn af þorski. Niður- staðan varð að sjávarútvegsráðuneytið leyfði að veiða 300 þúsund tonn. Þegar ráðuneytið tók þá ákvörðun horfði það m.a. til þorsk- göngu frá Grænlandi. Fiskifræðingar töldu sig ekki getað reiknað með henni í spá sinni því að óvissan um hvort og hvað mikið kæmi væri svo mikil. Nú telja fiskiffæðingar sig hafa það mikil gögn í höndunum að óhætt sé að reikna með göngu ffá Grænlandi þegar aflahámark er ákveðið. Eftir sem áður er með öllu óvíst hvað hún verður stór. Niðurstaða fiskifræðinga er því að leggja til að leyft verði að veiða 300 þúsund tonn af þorski á næsta ári. Útlit er fyrir að á þessu ári verði veiðin í kringum 310 þúsund tonn. í fýrra var hún 354 þúsund tonn. Fiskiffæð- ingar benda á að ef engin ganga komi ffá Grænlandi megi ekki veiða meira en 250 þúsund tonn af þorsk ef ekki á að ganga á veiðistofn og hrygningarstofn. í skýrslu Haf- rannsóknastofnunar kemur skýrt fram að nauðsynlegt geti verið að endurskoða þessar tillögur þegar nýjar upplýsingar um ástands stofnsins og veiðar við Grænland liggja fýrir í ársbyrjun 1991. Lagt til aö dregið verði úr veiðum á ýsu Ysuaflinn á árinu 1989 varð um 63 þúsund tonn og gert er ráð fýrir að aflinn á þessu ári verði 60 þúsund tonn. Veiðistofninn; þ.e. 4 ára fiskur og eldri, er nú áætlaður 200 þús- und tonn og hrygningarstofninn 130 þúsund Áætlaður afli 1990 og tillögur um hániarksafla 1991 (í þús. tonna) Estimated catclies i/i 1990 and recommended TACs for 1991 (thousand to/mes) Tcgund Species Áætlað 1990 Estimated 1990 Aflahámark 1991 Recomm. TAC 1991 Þar af aflahámark janúar-ágúst 1991 Recomm. TACforthe period January-August 1991 Þorskur (Cod) 310 300 240 Ysa (lladdock) 60 50 38 Ufsi (Saithe) 90 90 65 Karfi (Redfish) 90 80 55 Grálúða (Greenland halibut) 35 30 27 Síld (Herring) 90' 90 - Loðna (Capelin) 6002 J) - Humar (Nepltiops) 2.11 2.1 - Hörpudiskur (Iceland scallop) 13.5’ 12.5 - Rækja (Pandalus) 3.54 3.4S 1) Hámarksafli. (TAC.) 2) Ágúst-nóvember 1990. Augnst-November 1990. 3) Ráðgjöf síóar. Advice delayed. 4) Grunnslóð vcrtíðin 1989/90. I/tshore 1989/90 seaso/t. 5) Grunnslóð vertíðin 1990/91. Iushore 1990/91 season. tonn. Stóm árgangamir frá 1984 og 1985 em sem fýrr uppistaðan í ýsustofninum. Yngri árgangamir ffá árunum 1986, 1987 og 1988 virðast fremur lakir. Fyrstu athuganir benda til að 1989 árganginn sé aftur á móti stór. Framreikningar á stærð ýsustofnsins benda til þess að veiðistofninn muni minnka nokk- uð á næstu áram þegar lakari árgangar koma inn í veiðina. Gert er ráð fýrir að stærð ýsu- stofnsins verði um 170 þúsund tonn í árs- byijun 1991. I ljósi þessa leggur Haffann- sóknastofnun til að aflahámark árið 1991 verði 50 þúsund tonn. Óbreytt staða í ufsaveiðum Ufsaaflinn árið 1989 var tæplega 82 þús- und tonn og er gert ráð fýrir að hann verði 90 þúsund tonn árið 1990. I nýrri úttekt er veiðistofn ufsans áætlaður 70 þúsund tonn- um minni í ársbyijun 1990 en gert var ráð fýrir í síðustu úttekt sumarið 1989. Það er vegna þess að árgangur 1984 hefúr ekki reynst eins sterkur og þá var gert ráð fýrir. Þar sem aukin sókn í ufsa mun ekki leiða til aukins afraksturs til langffama leggur Haf- rannsóknarstofnun til að aflahámark árið 1991 verði 90 þúsund tonn. Lagt til að veidd verði 80 þúsund tonn af karfa Meiri stöðugleiki er í karfanum en ýmsum öðmm stofnum en það stafar m.a. af því að vaxtarhraði hans er hægur og líftími langur. Á árinu 1989 var karfaafli íslendinga 93 þúsund tonn og gert er ráð fýrir að hann verði í kringum 90 þúsund tonn á þessu ári. í þessu sambandi verða menn að muna að tal- ið er að karfl sem veiðist á Austur- Græn- landsmiðum, við ísland og Færeyjar tilheyri sama stofiiinum. Reyndar er karfinn sem veiðist við ísland ekki einn stofh því að hon- um er venjulega skipt í karfa (marinus) og djúpkarfa (mentella). Erfiðlega hefur gengið að mæla stofnstærð djúpkarfans en áætlað hefúr verið að sameiginlegur veiðistofn beggja karfastofnanna sé í kringum 100 þús- und tonn. Haffannsóknarstofnun leggur til að leyft verði að veiða 80 þúsund tonn af karfa á næsta ári. Draga verður úr sókn í grálúðu Talið er að grálúða við Austur- Grænland, Island og Færeyjar tilheyri sama stofni. Sókn í grálúðu hefur aukist gífúrlega á síð- ustu þremur ámm en verð á grálúðu hefúr hækkað mikið á sama tíma. Frá árinu 1986 hefur aflinn vaxið úr 31 þúsund tonn í 62 þúsund tonn árið 1989. Fiskifræðingar telja að ekki sé hægt að halda áfram að auka sóknina með sama hætti ef ekki á að ganga vemlega á stofninn. Þeir telja reyndar að veiðin sé of mikil í dag og leggja til að afli fari ekki ffam úr 30 þúsund tonnum árið 1991 Jakob Jakobsson forstöðumaður Hafrannsóknarstofnunnar og Sigfús A. Schopka fiskiffæðingur glugga í skýrsluna. Tlmamynd PJetur Síldarstofninn er til fyrirmyndar Síldarafli hefúr aukist nær stöðugt ár ffá ári síðustu 15 árin. Stofninn hefúr einnig stækk- að og er nú talið að hrygningarstoíninn sé kominn upp i 500 þúsund tonn. Fiskiffæð- ingar telja því óhætt að veiða 90 þúsund tonn á næsta ári, en síldarafli á síðasta ári var 97 þúsund tonn og talið er að hann verði um 90 þúsund tonn á þessu ári. Jakob Jakobsson sagði að margt megi læra af því hvemig tekist hefúr að byggja upp síldarstofninn á síðustu ámm. „Það hefur tekist að byggja upp þennan stofn vegna þess að það var farið að tillögum fiskifræð- inga og vegna þess að náttúmlegar aðstæður í sjónum vom hagstæðar,“ sagði Jakob. Óvissa um loðnuna Loðnuaflinn á loðnuvertíðinni 1989-1990 var 799 þúsund tonn og kvóti sem var 900 þúsund tonn náðist því ekki. Fiskiffæðingum gekk illa að mæla stofnstærðina á síðasta ári einkum vegna hafiss. Þeir hafa því orðið að notast við eldri gögn. Lagt er til að ekki verði veitt meira en 600 þúsund tonn af loðnu á veiðitímabilinu júlí-nóvember 1990. Fiski- ffæðingar ætla sér síðan að mæla stærð veiðistofnsins næsta haust og setja fram til- lögur um hámarksafla á síðari hluta vertíðar- innar 1990/1991 í ffamhaldi af þeirri mæl- ingu. Eftir Egil Ólafsson: .-a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.