Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Fjölbreytt tónlistardagskrá í Listasafni Sigurjóns Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Sig- uijóns Olafssonar næstkomandi þriðjudag 14. ágúst kl. 20.30 ætla fjórar ungar tón- listarkonur að flytja fjölbreytta dagskrá. Þær cru Signý Sæmundsdóttir söngkona, Hlff Siguijónsdóttir fiðlulcikari, Nora IComblueh sellóleikari og Þóra Friða Sæ- mundsdóttir píanóleikari, en þær eru allar þekktar úr tónlistarlífi Reykjavíkur. Á cfnisskránni eru ariur cffir Bach og Handcl fyrir sópran, fiðlu og bassa cont- inuo, Konscrtaría cflir Mozart, Söngvar fyrir fiðlu og sópran eftir Vaughan Willi- ams og nokkur þckkt sönglög cftir Brahms. Þar að auki mun Nora Kom- bluch leika Sarabanda úr einleikssvítu nr. 5 cffir Bach og Hlif Siguijónsdóttir flytur einlciksvcrk eftir pólska tónskáldið Grazyna Bacewicz. Að vcnju munu tónleikamir standa í um það bil klukkustund og verður kafFistofa safnsins opin að þeim loknum. LITAÐ JARN A PÖK OG VEGGI Einnig galvaníseraö þakjárn Gott verö. Söluaðilar: Málmiöjan hf. Salan sf. Sími 91-680640 ✓ Útivist Helgarferðir 10.-12. ágúst. Þórsmörk-Básar. Fjölskyldufcrð. Hin ár- lcga fjölskylduferð Útivistar í Bása á Goðalandi. Skemmtileg bamadagskrá, m.a. ratlcikur, pylsugrill og varðcldur. Verð kr. 4.500.-/5.000,- Sumar að Fjallabaki. Álftavatn - Hólms- árlón - Strútslaug - Brytalækir - Eldgjá - Landmannalaugar. Gist í húsum, lcttar göngur, náttúmundur norðan Mýrdalsjök- uls. Rúta fylgir hópnum. Upplýsingar og leiðarlýsing á skrifstofú Útivistar, Gróf- inni 1. Sunnudagur 12. ágústkl. 08.00. Athugið brcyttan brottfarartíma. Þórsmcrkurgang- an. Móciðarhvolsalda - Lambey. Gcngin vcrður áfram gamla þjóðleiðin um Hvol- hrcpp mcð viðkomu á Stórólfshvoli. Síð- an um Dufþakskot (Dufþckju) út í Lamb- cy og inn cftir henni. í Lambey er citt fcg- ursta útsýnið í Fljótshlíðinni. Staðfróðir Rangæingar vcrða fylgdarmcnn. Missið ckki af göngu í Þórsmerkurgöngunni, þcssari cinstæðu fcrðaröð. Farið vcrður frá BSI, bcnsínsölu, Árbæjarsafni og frá Fossncsti kl. 08.00, á Sclfossi kl. 09.00 og Grillskálanum á Hcllu kl. 09.30. Fargjald er kr. 1.500,- frá Reykjavík, kr. 750,- ffá Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-24685 Sclfossi og Hcllu. Frítt fyrir böm í fylgd mcð fúllorðnum. Skálafell á Hcllisheiði kl. 13.00. Létt ganga á Skálafell. Af fellinu er fagurt út- sýni. Brpttfor frá BSÍ, bensínsölu, stansað við Árbæjarsafn. Verð kr. 1.000.-. Frítt fyrir böm í fylgd með fúllorðnum. Sjá- umst! Útivist Norræna húsiö: Fyrirlcstur um leiðangur til íslands 1772 Olof Kaijser, fyrrvcrandi scndiherra Sví- þjóðar á Islandi, hcldur fyrirlcstur í fúnd- arsal Norræna hússins sunnudaginn 12. ágúst kl. 16.00. Fyrirlesturinn fjallar um leiðangur vís- indamanna til Islands 1772, en í þcirri för vom mcðal annarra Svíamir Daniel Karl Solandcr og Uno von Troil. Uno von Tro- il ritaði bókina „Bréf frá Islandi", að leið- angrinum loknum, og hefúr hún komið út í íslenskri þýðingu Haraldar Sigurðsson- ar. Olof Kaijscr (f. 1914) var scndihcrra á íslandi á ámnum 1972- 1978. Hann ferð- aðist mikið um landið og eignaðist hér marga vini og kunningja. Hann starfaði í sænsku utanríkisþjónustunni frá 1939 til 1980 er hann lét af störfúm. Allir em hjartanlega velkomnir á fyrir- lesturinn. Frá Félagi eldri borgara Farin vcrður 2 daga ferð um Snæfellsncs 12. ágúst nk. Upplýsingar á skrifstofú fé- lagsins. Einnig vcrður ferð á vegum Péturs H. Ólafssonar 18. ágúst nk. um Fjallabak syðri og nyrðri. Upplýsingar á skrifstofu félagsins. SkálhoHskirkja. Sumartónleikar í Skálholtskirkju 15 ára afmælishátíð Önnur tónleikahelgi Sumartónleika í Skálholtskirkju verður helguð verk- um eftir Johann Sebastian Bach og ættmenni hans. Bachsveitin í Skál- holti mun leika á öllum tónleikum helgarinnar en hljóðfæraleikarar í sveitinni leika einungis á gömul bar- okkhljóðfæri. Þrennir tónleikar eru haldnir hverja tónleikahelgi; tvennir á laugardag kl. 15:00 og 17:00 og einir á sunnudag og hefjast þeir kl. 15:00. Dagskrá seinni laugardagstón- leikanna verður svo endurtekin ld. 15:00 á sunnudaginn. Kl. 17:00 er messa. Prestur er Guðmundur Óli Ól- afsson og organisti Hilmar Öm Agn- arsson. í messunni verður flutt kant- ata úr dagskrá laugardagsins. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis. Tónleikar í Kjallara Keisarans Rokk-klúbbur Geisla mun halda tónleika í Kjallara Keisarans fimmtudaginn 9. ág- úst í tilefni af hópferð til Donington í Englandi, sem klúbburinn skipulcggur í samráði við Ferðaskrifstofúna Átlantic. Þar munu koma fram hljómsvcitimar Exizt og Boneyard. Sérstakir gestir verða hljómsveitin Leynivínsalamir. Húsið verður opnað fyrir Doningtonfara kl. 21.00 og fyrir aðra gesti kl. 22.30. Tón- leikunum lýkur kl. 01.00. Miðavcrð er 500 kr. Aldurstakmark er 18 ár. Tekiö er á móti tilkynn- ingum og fréttum í Dag- bók Tímans á morgnana á milli kL 10 og 12 í sfma 68 63 OO. Einnig er tekiö viö tilkynningum í póstfaxi númer 68 76 91. ÖLL VINNSLA PRENTVERKEFNA MINNING Valný Bened i ktsdótti r frá Brandaskarði Fædd 27. desember 1898 Dáin 1. ágúst 1990 Þegar langt er liðið á hlýtt og sólríkt sumar, kveður okkur elskuleg frænka og ömmusystir mín. Mér finnst tíminn dæmigerður, því alltaf var hlýtt og bjart í kringum hana. Hún unni því sem fallegt var, þó lífið hafi ekki alltaf farið mildum höndum um hana, frekar en marga aðra af þessari kynslóð. Það er erfitt til að hugsa að hún sé horfin okkur, en Guð ræður. Árin hennar voru orðnin býsna mörg, bráðum 92. Við sem þekktum hana náið, fannst hún aldrei gömul. Það var eins og léki um hana ungur og ferskur blær til hinstu stundar. Ekki er mér grunlaust um að hún hefði getað og viljað lifa lengur, ef ekki hefði komið til illskeyttur sjúk- dómur, sem enn í dag er erfitt að ráða við. Hún var komin í góða og þægilega íbúð að Álfaskeiði 64 í Hafharfirði og undi þar hag sínum vel. Ég á margar góðar minningar ffá ferðum mínum til Valnýjar, ffá bamsaldri til fullorðinsára. Hún var höfðingi heim að sækja; þó ekki væri alltaf úr miklu að spila, fór enginn svangur eða leiður úr hennar húsum. Frænku minni var margt gott gefið, sem vert er að þakka að leiðarlokum. Hún var bráðgreind og dugleg við allt sem hún fékkst við. Mikil og fal- leg handavinna er til eftir hana, en þær systur Valný og Málfffður amma mín vom einstakar hannyrðakonur. Ég man ekki eftir þeim öðmvísi en með handavinnu. Þeirra samband var gott og náið alla tíð, en amma lést 3. janúar 1984. Blessuð sé minning hennar. Bókhneigð og ljóðelsk var ffænka min í meira lagi, og átti létt með að koma saman stöku og gerði töluvert af því, alveg fram á þessa síðustu vordaga. Fjölskyldutengsl rækti hún af alúð, og fylgdist vel með öllu sem var að gerast. Við eigum elskulegri ffænku mikið að þakka. Valný átti sitt heimili fyrir norðan í mörg ár í Skagafirði og á Akureyri. Hún eignaðist fjögur böm og bjó lengst af með þeim, síðustu ár með Valdimar elsta syni sínum í Hafnar- firði, þar til hann lést fyrir rúmu einu ári síðan. Það var henni þungt áfall sem hún var ekki búin að jafna sig á. Já, ffænka var einstök hetja og fékk að halda sinni reisn til lokadags. Val- ný var fædd að Króki á Skagaströnd. Foreldrar hennar vom Margrét Frið- geirsdóttir og Benedikt Sigvaldason, er lengst bjuggu á Brandaskarði. Valný og systkini hennar kenndu sig ávallt við þann stað. Þar býr nú bróð- ursonur hennar, Jón Vilhjálmsson. Um tíma bjó Valný með Guðmundi Jóhannessyni og eignaðist með hon- um þrjú böm. Þau eru Margeir Bragi, Friðgeir Hreinn og Ástheiður Fjóla. Áður átti hún Valdimar Eyberg Ingi- marsson. Hún stóð að mestu ein að uppeldi bama sinna og var þeim ffamúrskarandi ástrik og góð móðir. Ég og fjölskylda mín sendum böm- um hennar, tengdabömum, bama- og langömmubömum innilegar samúð- arkveðjur. Hennar minning lifir. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem) Inga Björk Hólmsteinsdóttir. Bognar aldrei, brotnar í bylnum stóra seinast. Þessar hendingar Stephans G. Stephanssonar duttu mér í hug, þeg- ar elskuleg móðursystir mín, Valný Benediktsdóttir, kvaddi þennan heim. Hún andaðist á St. Jósefsspít- ala þann 1. þessa mánaðar eftir nokkurra vikna legu. Hún var orðin altekin illvígum sjúkdómi þegar hún loks fór í rannsókn og ekkert hægt að gera nema lina þrautimar. Það var hennar eiginleiki að standa á meðan stætt var og alla tíð að huga meira að öðmm en sjálfri sér. Hún frænka mín var gerð úr góðum efniviði til sálar og líkama, heilsteypt og æðmlaus á hverju sem gekk. Hún sigldi ekki alltaf lygnan sjó í gegnum þetta líf, en stóð af sér stormana og hretin með mikilli prýði og virtist koma heil og óskemmd út úr boðafollunum og jafnvel rismeiri eftir en áður. En hún átti líka sínar glöðu og góðu stundir. Bömin hennar fjögur vom henni öll sérlega góð og umhyggju- söm og bama- og bamabamabömin henni til mikillar gleði. Hún breiddi sig líka út yfir allt sitt fólk af fádæma góðvild og umhyggjusemi. Hún bjó i Hafnarfirði nú síðustu árin og hélt þá heimili með elsta syni sínum, en varð fyrir þeirri raun að missa hann fyrir einu og hálfú ári síðan. Þá flutti hún í litla, notalega íbúð á vegum Sólvangs í Hafnarfirði. Þar leið henni vel og átti gott samband við nábýlisfólkið. Ég ætla ekki að rekja lífsferil þess- arar frænku minnar neitt náið en minnast hennar, vegna þess hve hún var mér kær. Hún var meira og minna á heimili foreldra minna ffá því ég man fyrst eftir mér og var i miklu uppáhaldi hjá okkur Hólmsteini bróður mínum. Hún lék við okkur lítil, las fyrir okk- ur sögur og kenndi okkur fyrstu ljóð- in sem við lærðum. Hún vár mjög ljóðelsk, enda vel hagmælt og hélt því ffam í háa elli, eins og öllu sínu andlega atgervi. Mamma mín og hún voru afar samrýndar systur og varla annarrar minnst svo hinnar sé ekki getið. Á seinni árum eftir að mamma fór að vera hér fyrir sunnan að vetr- inum, áttu þær því láni að fagna að búa í nágrenni hvor við aðra. Hittust þær þá oft og gistu gjaman nokkrar nætur hvor hjá annarri. Ég sé fyrir mér gleðina á andliti mömmu minn- ar þegar hún e.t.v. óvænt sá systur sína koma í heimsókn. „Ó, kemur nú elsku systir mín,“ var viðkvæðið og svo var faðmast, hlegið og spjallað. Alltaf var nóg að starfa hjá þeim, því báðar voru mikið fyrir handavinn- una. Þær saumuðu út, hekluðu og pijónuðu og svo var gefið á báða bóga. Já, hún ffænka mín var búin að ylja mörgum höndum og fótum, stór- um og smáum. Það var meira en yl- urinn úr ullinni sem vermdi mann, það var líka hlýjan ffá þeim góða hug sem lagður var í verkið. Valný mín safnaði sér ekki veraldar auði í þessu lífi. Hún átti aldrei sitt eigið húsnæði eða blett til að rækta, var þó í eðli sínu mikil ræktunarmanneskja. Ef hún eignaðist eitthvað ffam yfir brýnar þarfir, þá var alltaf einhver sem henni fannst betur komin að því en hún sjálf. Með góðu og kristilegu lífemi í þessum heimi er talað um að maður safhi sér auði á himnum sem mölur og ryð fái ekki grandað. Ef svo er, hef ég þá trú að hún ffænka min hafi að góðu að hverfa hjá Guði sínum. Við systkinin og allt okkar fólk söknum ffænku okkar, en eitt sinn skal hver deyja. Við þökkum fyrir allar góðu stundimar, sem við höfúm átt með henni, og minnumst hennar ætíð með gleði í huga. Hólmfríður J. Jóhannesdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.