Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 17

Tíminn - 09.08.1990, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 9. ágúst 1990 Tíminn 17 rkvrmwo i Mnr REYKJAVIK, SUMARFERÐ Hin árlega sumarferð Framsóknarfélaganna í Reykjavík verður farin laugardaginn 11. ágúst. Að þessu sinni verður farið á Snæfellsnes. Ferðaáætlun: Kl. 08.00 Lagt af stað frá B.S.Í. Áætlað að koma í Borgarnes kl. 10.00. Þar verður höfð stutt viðdvöl. Kl. 11.00 Frá Borgarnesi verður ekið að Búðum, þar sem nesti verður borðað. Kl. 14.00 Lagt af stað frá Búðum og ekið út að Arnarstapa. Þar gefst fólki tækifæri til að fara í stuttar gönguferðir og skoða sig um. Kl. 15.30 Farið frá Arnarstapa og ekið fyrir Jökul um Heilissand og Rif til Ólafsvíkur, þar sem haft verður stutt stopp. Kl. 17.00 Ekið frá Ólafsvík um Grundarfjörð yfir Kerlingarskarð og ekki stoppað fyrr en í Hvalfirði. Kl. 20.30 Lagt af stað frá Olíustöðinni í Hvalfirði og til Reykjavíkur. Áætlað er að koma til Reykjavíkur kl. 22.00. Verð kr. 2.500.- fyrir fullorðna. kr. 1.500.- fyrir börn yngri en 12 ára. Allar nánari upplýsingar um ferðina veitir Þórunn í síma 686300. Fulltrúaráðið. Héraðsmót framsóknarmanna í Skagafirði veröur í Miögarði laugardaginn 25. ágúst. Meðal dagskráratriöa: Ræöa, Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Nánar auglýst síöar. Nefndin. Skrifstofa Framsóknarflokksins Skrifstofa Framsóknarflokksins opnar aftur að afloknum sumarleyfum miðvikudaginn 8. ágúst aö Höfðabakka 9, 2. hæð. Þing Sambands ungra framsóknarmanna veröur haldiö að Núpi í Dýrafiröi dagana 31. ágúst til 2. september. Hannes Karlsson hefur verið ráöinn starfsmaöur SUF vegna þingsins og er hægt að ná í hann hér á Tímanum í síma 686300 frá kl. 9.00-13.00. Skilnaðarmál opnað á ný — David og Angie Bowie Nú eru tíu ár líðin síðan umdeild- asta rokkpar sögunnar, David Bo- wie og Angie, skildu. Angie hefur alltaf verið ákveðin og sagt það sem liggur henni á hjarta. Hún hefur ekki setið aðgerðarlaus í öll þessi ár sem liðin eru frá skilnað- inum. Hún sér um sjónvarpsþætti og hefúr gefið út sjálfsævisögu sína og er með eina aðra í smíðum. En það sem hefúr vakið athygli er að Angie hefúr ákveðið að opna aft- ur skilnaðarmál þeirra hjóna. Hún heldur því fram að David skuldi sér miklu meiri peninga en hún hefúr fengið frá honum. Þegar þau voru gift sá hún nefúilega um viðskipta- hlið hans og öllu scm því viðkom. Hún var á kaupi hjá honum á þess- um árum en segir það hafa verið lágt miðað við allt sem hún gerði fyrir hann. Angie á eina dóttur, níu ára, sem býr hjá henni. Hana átti hún með rokkara að nafni Drew Blood. Eins og áður sagði var hjónaband þeirra Davids og Angie afar villt miðað við önnur hjónabönd og þau voru ávallt í slúðurdálkum dagblað- anna. Hún lýsti því eitt sinn yfir í blaðaviðtali að hún væri gefin fyrir bæði kynin hvað kynlífi viðkom. „Eg gerði samkomulag við föður minn að ég myndi ekki vera með karlmanni fyrr en ég yrði 18 ára gömul. Astæðan fyrir þessu var að hann vildi ekki að ég yrði ólétt. Svo að ég ákvað bara að vera með stelpu í staðinn. Þá yrði engin hætta á þungun,“ segir hún. Þetta uppátæki hennar gerði allt vitlaust í háskólan- um hennar og hún var rekin. Síðustu tvö árin í hjónabandinu segir Angie hafa verið algert helvíti. „Eg vissi ekki hvort ég væri orðin rugluð eða allir í kringum mig. Líf Angie eins og hún lítur út í dag. okkar snerist um vín og dóp.“ Hún hafði aldrei snert vímuefni fyrr en hún var 29 ára. „David gerði mikið af þessu og því vildi ég líka prófa. Eitt sinn var ég uppdópuð og vinur Davids tók mynd af mér sem David notaði seinna til að sýna lögfræð- ingi. Þannig fékk hann umráðarétt- inn yfir syni okkar,“ segir hún. Angie var langt leidd á tímabili og reyndi þrisvar sinnum að stytta sér aldur. „Við David áttum yndisleg ár saman, en það voru aðeins síðustu tvö árin sem voru svona slæm.“ Nú hefur Angie breytt lífsstíl sín- um og hlakkar ávallt til að takast á við vandamál morgundagsins með bros á vör. David Bowie. Hann notaði myndirtil sönnunar því að Angie væri ekki hæf til að hugsa um son þeirra Zowie.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.