Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. ágúst 1990 Tíminn 3' Afföll komin í 11% á húsbréfum: Fyrir milljónarbréf fást nú 884.000 kr. Afföll við sölu húsbréfa eru nú komin í um 11% með því að kaupendur þeirra gera nú orðið kröfu um 6,95% ávöxtun. Ef seljandi húss fær 8 m.kr. af verð- inu greiddar með fasteignaveðbréfi og skipti því fýrir húsbréf fengi hann nú rétt rúmlega 7 milljónir í pen- ingum við sölu þeirra húsbréfa. - þ.e. tæplega 884.000 kr. fýrir hverja milljón í bréfum. Þótt húsbréfin séu með rikisábyrgð hefur sýnt sig að kaupendur krefjast hærri ávöxtunar af þeim heldur en spariskírteinum rikissjóðs. Hvort ávöxtunarkrafa og þar með afíoll hækka enn ffekar á næstunni telja menn erfitt að spá um. En það mun framvegis ráðast á verðbréfamark- aðnum. Húsbréfin, sem gefin voru út hinn 15. nóvember s.l., bera fasta 5,75% vexti á ári umfram verðbólgu. Þá vexti fá þeir því sem selja fasteign gegn húsbréfum sem þeir eiga áfram þar til þau eru dregin út og greidd - þ.e. einhvemtíma á næstu 24 árum. Rétt er að taka fram að við skipti á fasteignaveðbréfum fyrir húsbréf er tekið 1% lántökugjald, sem nokkuð mun hafa verið á reiki hvort greitt er af seljanda eða kaupanda. Eftir skipti á 1 m.kr. fasteignaveð- bréfi fær seljandi íbúðar í hendur húsbréf (að nafnverði um 878 þús.kr.) að verðmæti 990 þús.kr. ef hann greiðir lántökugjaldið. Við sölu þeirra húsbréfa fengi hann rétt tæplega 884.000 kr. í peningum miðað við þau affoll sem nú gilda og greiðslu 0,5% innlausnargjalds. Á hveijum lenda svo þessi affoll? Að mati kunnugra ræðst það senni- lega að verulegu leyti af ástandinu á fasteignamarkaðnum hverju sinni. Ef fasteignasala er ffemur treg, þ.e. framboðið meira en eftirspumin, sé líklegt að affbllin lendi i raun að töluverðu leyti á seljanda. Þetta snú- ist hins vegar við vaxi eftirspumin meira en ffamboð á fasteignum. Þá sé líklegt að affollin lendi í raun á kaupanda í formi hærra verðs. Við kynningu á húsbréfakerfinu á s.l. ári var búist við að affoll gætu verið um 6-7% (og jafhvel enn minni ef vonir um vaxtalækkun á markaðnum næðu fram að ganga). Þá var bent á að þama væri um tals- vert minni affoll að ræða heldur en í raun ættu sér stað við fasteignasölu að hefðbundnum hætti. Þegar 75% útborgun i íbúð væri dreift á heilt ár án nokkurra vaxta í yfir 20% verð- bólgu þá svaraði það í raun til 10- 11% affalla af útborguninni. Nú hefur dæmið hins vegar snúist við. Affoll á húsbréfunum hafa hækkað í 11% á sama tíma og verð- bólga hefur snarminnkað. Takist áfram að halda verðbólgunni innan við 10% þýðir það að affoll á vaxta- lausri útborgun væm aðeins um 4- 5% á útborgunarárinu. Það er „lottófýrirkomulagið“ við endurgreiðslu húsbréfanna er ein höfuðástæða þess að markaðurinn krefst hærri vaxta af þeim heldur en öðmm ríkistryggðum bréfiim að mati verðbréfasala sem Tíminn leit- aði álits hjá. Eigandi húsbréfs veit aldrei hvort hann fær það endur- greitt eftir nokkra mánuði ellegar kannski ekki fyrr en eftir 1-2 ára- tugi. Sem fyrr segir er ekki á hreinu hvort kaupanda eða seljanda er ætl- að að greiða lántökugjald vegna skipta á fasteignaveðbréfi yfir í hús- bréf. Gildandi reglugerð segir að- eins að félagsmálaráðherra ákveði lántökugjald allt að 1% - en ekki orð um það hver á að greiða þetta gjald. Til þessa mun það jafnan hafa verið samkomulagsatriði milli selj- anda og kaupanda hvor greiðir gjaldið (10.000 kr.af hverri milljón kr.). Telja því ýmsir brýnt að ákvæði þar um komi inn 1 reglugerð: Að seljandi greiði ef gjaldið er hugsað sem skiptigjald, að kaupandi skuli greiða nema um annað sé samið ef þetta er i raun lántökugjald, eða þá að tekið sé ffarn ef greiðsla á að vera samkomulagsatriði. - HEI ir naiaa upp a afmæli á Mallorka: w KALLAÐA L0GREGLU Til rifrildis kotn á milli spænskr- ar lögreglu og nokkurra íslend- inga í bænum Kalador á Mall- orka f sfðustu viku. íslendingarn- ir sátu ínn á veitingastað á hóteli og voru að halda upp á afmæU eins landa sfns. Einhverjum hótel- gesta fannst hávaðinn af hátfðar- höldunum of mikiU og hringdi á lögreglu. Úr því varð mikið þras, en ekki kom tU neinna átaka. Um er ræða fjölskyIdufólk sem var á Mallorka á vegum Sam- vinnuferða- l.andsýnar. „Lög- rcglan hélt að þetta væru ein- hverjir ofstopamenn, sem væru með einhver ólæti. Þeir ætluðu að fara að taka einn íslendinginn með sér, en hann sýndí þeim að hann væri lögreglumaður sjálfur og i hópnum væru nuu lögfræð- ingar. Þá kom andUt á lögreglu- mennina og þeir róuðust. Þá átt- uðu þeir sig á þvi að þetta voru ekki neinar breskar fótboltabuli- ur“, sagði Helgi Jóhannsson, framkvæmdarstjórí Saravinnu- ferða-Landsýnar, um máiið. íslendingarnir voru flestir við skál en munu samkvæmt skýrsl- um, sem Helgi hefur fengið, ekki hafa verið með nein teljandi ólæti. „En þegar menn eru að halda upp á afmæU fram eftir nóttu þá er þeir kannski ekki alveg í stakk bunir að meta hversu mikinn há- vaða þeir gera,“ segir Helgi. Að sögn Helga voru íslending- arnir óhressir með þessa uppá- komu og fengnar voru skýringar á þessum asa frá lögreglu. Þð var ekki taUð ráðlegt að ieggja fram kæru á hendur lögregluþjónun- um. Helgi segir atburði sem þessa koma fyrir einstöku sinnum. „Þó eru íslendingar orðnir mjög stilltir í útlöndum. Það er af sem áður var.“ GS. Margrét Jakobsdóttir Líndal og Kristinn Gíslason við tóvinnu í baðstofunni í Árbæ. Árbæjarsafn um helgina: Starfshættir fyrri tíma Sunnudaginn n.k. verður mikið um að vera í Árbæjarsafni. Starfs- hættir íyrri tíma verða i brennidepli og má þar kynnast daglegum störf- um og afþreyingu eins og var hér áður fýrr. Má nefna tóvinnu í bað- stofu og bakstur í eldhúsi, skeifna- smíði í smiðju, lummubakstur og útskurður í Prófessorshúsi. Þá mun elsti bíll á Islandi aka um svæðið og kýr, kindur og hestar frá húsdýra- stakir gestir verða þeir félagar Gísli, Eiríkur og Helgi. Klukkan 14.00 verður messa í kirkjunni og þjónar sr. Kristinn Ágúst Friðfinns- son fyrir altari. Sápugerðin Frigg: Endurunninn salernispappír Sápugerðin Frigg hefur hafið sölu á endurunnum salemispappír undir vörumerkinu Fífa. Fyrirtækið vill með því móti leggja sitt af mörkum til umhverfisvemdar þar sem endumnninn pappír brotnar fyrr niður í umhverfinu og hann er því mun hentugri til notkunar til dæmis í sumarbústöðum og annars staðar þar sem rotþrær em. Hægt er að kaupa Fífu salemispappír í pökk- um með fjórum eða tólf rúllum. Norrænir raf- verktakar funda Dagana 15. og 16. ágúst verður haldinn á Hótel Sögu 17. fundur norrænna rafverktaka, en fundir þessir em haldnir þriðja hvert ár, til skiptis á Norðurlöndunum. Fundurinn var síðast haldinn hér á landi fyrir 15 áram að Laugarvatni og sóttu hann þá um 300 manns, raf- verktakar og eiginkonur. Á fundinum fjallar Guðmundur Gunnarsson, formaður FIR og for- stöðumaður Rafiðnaðarskólans, um rafvirkjann til ársins 2000 ásamt dir. Guy Hellman, rafverktaka ffá Finn- landi. Einnig fjallar Aðalsteinn Guðjohnsen, rafmagnstjóri í Reykjavík um starfsemi Rafmagns- veitu Reykjavíkur og rafveitna al- mennt undir heitinu „Að selja raf- magn“. Áuk þessara erinda verða mörg önnur en fundurinn mun að þessu sinni aðallega íjalla um viðskipti og menntun. garðinum verða þar einnig. Sér- -hs. w Kópasker: w N A a eík POST- flAUMC Nýtt póst- og símahús hefur verið teidö í notkun á Kópaskeri. Starf- semi Pósts og síma hefur um langt flAn Uo rúmmetrar að stærð. í husinu hef- ur verið komið fyrir nýrri staf- rænni simstöð með 258 númerum. árabil farið fram í gömlu íbúðar- húsi, sem hefur nú hln síðari ár hentað illa fyrir afgreiðslu- og tækjabúnað. Með tilkomu nýja hússins brevtist aðstaða öll, jafnt fyrir starfsraenn sem viðskipta- viní, í það horf sem best gerist nú. Húsið er 137 fermetrar og 557 Hafa 214 númer þegar verið tekin í notkun. Þjónustusvæði póst- og símaafgreiðslunnar nær yfir Presthólahrcpp, Öxartjarðar- hrepp og Kelduneshrepp. Stöðvarstjóri Pósts og sima á Kópaskeri er Kristvelg Arnadótt- ir. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.