Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.08.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Föstudagur 10. ágúst 1990 Norrænir höfundar fræðirita halda fund Dagana 2.-5. águst var haldið í Gautaborg fyrsta mót norrænna höf- unda fræðirita og kennslugagna. A mótið komu 320 höftindar og starfsmenn útgáfufyrirtækja, þar af 20 frá Islandi. Fimm almennir fyrir- lestrar voru haldnir en annars fóru 4- 6 námsstefnur ffam samtímis alla mótsdagana. Islendingar höfðu framsögu á átta af 36 námsstefnum eða fúndum móts- ins. M.a. flutti Anna Kristjánsdóttir lektor framsögu á námsstefnu um málrækt á tölvutímum og Heimir Pálsson, ffamkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda, talaði á fúndi um gagnrýni og mat á kennslu- bókum. Ingvar Sigurgeirsson lektor greindi ffá, í öðru af tveimur ffam- söguerindum sínum, rannsókn sinni á notkun námsgagna í 4.-6. bekk grunnskóla hér á landi og viðhorfúm kennara og nemenda til þess. Rann- sóknin leiddi m.a. í ljós að kennsla virðist vera mjög bókbundin þar sem kennslubækumar stýra að jafúaði því sem gerist í kennslustofúnum. Hagþenkir, félag höfúnda ffæðirita og kennslugagna, annaðist undirbún- ing mótsins hér á landi og styrkti 10 höfúnda til farar á mótið. —SE Stefnir í metár Aldrei áður hafa fleiri útlendingar stigið fæti á íslenska grund og nú það sem af er þessu ári. í fyrra komu 85.025 erlendir ferðamenn til lands- ins frá áramótum til 31. júlí, en nú hafa 88.507 erlendir ferðamenn gist Island ffá áramótum um lengri eða skemmri tíma. í júlí komu alls 33.529 erlendir ferðamenn til landsins. Mestur fjöldi kom frá Vestur-Þýskalandi, 7.287 einstaklingar. Frá Frakklandi komu 3.830 manns, ffá Bandaríkjunum 3.683, og frá Stóra-Bretlandi 3.147 ferðamenn. Frá Skandinavíu komu 7.126 manns. Færri Islendingar hafa komið til landsins það sem af er þessu ári sam- anborið við sama tímabil í fyrra. Þá komu 75.449 íslendingar til landsins en nú hafa komið 73.215 íslendingar til landsins. Einhver samdráttur virð- ist því vera í ferðalögum landans. Þess má geta að 141 Austur- Þjóð- verji kom til landsins i júlímánuði og hefúr tala ferðamanna þaðan marg- faldast miðað við síðustu ár. —SE Sumarferð framsóknar- félaganna í Reykjavík Sérstæður menningarviðburður: Indverskur fiðluleikari með tónleika á íslandi Árleg sumarferð ffamsóknarfélag- anna í Reykjavík verður farin laugar- daginn 11. ágúst nk. Að sögn Finns Ingólfssonar, formanns fúlltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, verður ferðin með nokkru öðru sniði í ár en undanfarin ár. „Við höfum yf- irleitt farið í fjallaferðir en breytum Afhending viðurkenninga fyrir snyrtilegt umhverfi íbúðarhúsa og at- vinnufyrirtækja í Kópavogi árið 1990, fer ffarn í Félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2, í dag klukkan fjögur. Gripir, sem veittir verða til viður- kenningar, eru áletruð verk eftir lista- nú til og forum um Snæfellsnesið, vegna þess að við höfúm orðið vör við mikinn áhuga fólks á slíkri ferð,“ sagði Finnur. Lagt verður af stað frá BSÍ kl 08:00 á laugardagsmorgun og ekið sem leið liggur í Borgames þar sem gert verð- ur stutt stopp. Þaðan verður síðan far- mennina Sigrúnu Einarsdóttur og Sören Larsen í Gler í Bergvík á Kjal- amesi. Það em Lionsklúbburinn Muninn, Lionsklúbbur Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópavogs og Kiwan- isklúbburinn Eldey sem standa að af- hendingunni. í lokin verður boðið upp á skoðunarferð um bæinn. ið að Búðum á Snæfellsnesi, þar sem fólk borðar nestið sitt. Sigrún Magn- úsdóttir, borgarfúlltrúi mun þar ávarpa ferðalanga. Að loknu matar- hléi verður farið að Amarstapa en þar mun Kristinn Kristjánsson kennari ffá Hellissandi lýsa staðháttum. Kristinn er gjörkunnur á þessum slóðum og þess má geta að það var hann sem var leiðsögumaður í sjón- varpsþættinum „Gönguleiðir" sem sýndur var í vor þegar farið var um Snæfellsnes. Frá Amarstapa verður farið fyrir Jökul um Hellissand, Rif, Ólafsvík, Grandarfjörð, Kerlingarskarð og suður til Reykjavíkur. Áætlaður komutími til Reykjavikur er á milli 21:00 og 22:00 á laugar- dagskvöld. Að sögn Finns verða leiðsögumenn í öllum rútubílunum og á hann von á mikilli þátttöku. Indverski tónlistarmaðurinn Lakshiminarayana Subramaniam, sem er einn frægasti fiðluleikari Indverja nú á tímum og nýtur al- þjóðlegrar viðurkenningar á sínu sviði, verður með tónleika í lista- safni Sigurjóns Ólafssonar laugar- daginn 11. ágúst kl. 17:00. Subramaniam er m.a. kunnur fyr- ir að hafa unnið indverskri tónlist- arhefð ný lönd með samtengingu við vestræna tónlist, bæði við þá tónlist sem flokkuð er til sígildrar evrópskrar hefðar og þá sem telst til hinnar afrisk- amerísku, djass- inn. Hann hefúr m.a. leikið með Ye- hudi Menuhin og Fílharmóníu- hljómsveitinni í New York, gefið út tvöfalda hljómplötu ásamt hin- um firæga franska fiðlungi, Steph- ane Grappelli, og komið ffam á einleikstónleikum eða með klass- ískum hljómlistarmönnum og djasshljómlistarmönnum í Royal Albert Hall, Carnegie Hall, Madi- son Square Garden, í Bolsjoj-leik- húsinu, Hollywood Bowl og mörgum fleiri stöðum. —SE Indverski fiðlusnillingurinn Lak- shminarayana Subramaniam. VIÐURKENNINGAR TIL SNYRTIMENNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.