Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 2
Laugardagur 11. ágúst 1990 • 2 Tíminn — EIMSKIP— HLUTHAFAFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands veröur haldinn í Súlnasal Hótels Sögu þriöjudaginn 28. ágúst 1990 og hefst kl. 15:00. ------- DAGSKRÁ ----- Tillaga um aukningu hlutafjár Hf. Eimskipafélags íslands með sölu nýrra hluta allt að 86 milljónum króna. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins frá 23. ágúst til hádegis 28. ágúst. Reykjavík, 3. ágúst 1990 STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS Útsala Útsala Britains landbúnaöarleikföng. Indíánatjöld. Fjarstýrðir b(l- ar. Barbie leikföng. Fisher Príce. Sandgröfur. Hjólaskaut- ar. Sparkboltar. Legokubbar. Talstöðvar áður kr. 6.500 nú kr. 4.500. Sundlaugar Stærð 152x25 183x38 224x46 Áður kr. 1550 kr. 2489 kr. 3400 Nú kr. 1200 kr. 1990 kr. 2700 Rafhlöður Stór, áður kr. 59.- nú 12. stk. kr. 350.- Mið, áður kr. 43.- nú 24 stk. kr. 480.- Lítil, áður kr. 34.- nú 24 stk. kr. 350.- 10 — 20 — 50% afsláttur Póstsendum LEIKFANGAHÚSIÐ Skólavörðustíg 8. Sími14806 'A-js'" Heilsugæslustöð á Seltjarnarnesi Tilboð óskast í 3. áfanga framkvæmda við heilsugæslu- stöðina á Seltjarnarnesi. Um er að ræða innanhússfrá- gang af hluta húsnæðisins sem nú ertilbúinn undir tréverk og nokkrar breytingar á þeim hluta hússins sem verið hef- ur í notkun. Heildarflötur heilsugæslustöðvarinnar er um 1000 m2, en hlutinn sem tilbúinn er undir tréverk er um 350 m2. Verkinu skal skila í tvennu lagi: Fyrri hluta 15. janúar 1991, en verkinu öllu 2. apríl 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík, til og með mánudegi 27. ágúst, gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. ágúst 1990, kl. 11:00. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7. 105 REYKJAVIK gaumhvalamálið wwmni rnjng ~i m 4 ti-u? ZrnZ’ÍT1: «v»d «f b 2r*- B .Soyöunónnum. 'nW“u' (flórir - fylgj- - “nnu lamhyJl?ÍT^'0 buS * /'Watvmnuveiðarhúf feait J>að xnilíkmi (seTn*?0* Sidnrv H„lt un < vidf: sk ri: nefn ar á ári t Fulltrúi Seychelles-eyja í vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins segir að ekki hafi verið rétt greint frá störfum nefndarinnar í íslenskum fjölmiðlum: Er að reyna að gera íslensku vísindamennina tortryggilega Sidney Holt, fulltrúi Seychelles-eyja í vísindanefnd Alþjóða hvalveiðiráðsins, rítar harðorða grein í Morgunblaðið síðastíiðinn laugardag. Holt segir að fulltrúar íslands á ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í Hollandi í síðasta mánuði hafi rangfært fréttir af störfum ráðsins og vísindanefndarínnar. Hann segir m.a. frá- sögn Jóhanns Sigurjónssonar sjávarííffræðings af því sem gerð- ist á fundum vísindanefndar Alþjóða hvalveiðiráðsins hafa veríð „gróflega villandi“ og að rangt hafi veríð farið með staðreyndir í ýmsum mikilvægum atríðum. Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur. Er Tíminn leitaði álits Jóhanns Sig- uijónssonar á þessum ásökunum sagði hann: „Ég stend við allt það sem ég hef sagt við fjölmiðla um þetta mál og er tilbúinn til að endur- taka það.“ Jóhann kvað Holt nánast engin dæmi nefna um rangtúlkanir íslenskra vísindamanna á því sem fram fór í visindaneíhdinni. Þó segði hann að félagar í íslensku nefndinni hefðu ítrekað haldið þvi fram að vís- indanefudin hafi samþykkt að flokka skuli hrefnustofiiinn við ísland með stofnum, sem lítið eða ekkert hafa minnkað frá því að atvinnuveiðar hófust, og að þetta væri „einfaldlega ósatt“. Jóhann sagði að í skýrslu vísinda- nefridarinnar stæði eftirfarandi: „Það var samdóma álit nefndarinnar, að ef niðurstöður HITTER reiknilíkansins fyrir Miðatlantshafsstofninn, einsog hann er nú skilgreindur, eru notaðar við mat á ástandi stofnsins, beri að flokka Miðatlantshafs hrefnustofn- inn sem stofn á byijunar nýtingar- stigi.“ „Það er sem sagt álit Holts að þessi niðurstaða nefhdarinnar sé ekki marktæk vegna þess að fyrir henni liggja ákveðnar fræðilegar forsendur. Þetta er auðvitað reginfirra, enda liggja ákveðnar forsendur fýrir öllum vísindalegum niðurstöðum, jafti- framt því sem þessi vinnuaðferð er alls ekki ný á nálinni hjá nefndinni og niðurstöðumar voru þess eðlis að þó svo aðeins svartsýnustu spár væru teknar til greina, sýndu þær að ástand stofnsins væri með ágætum,“ sagði Jóharrn. Um aðrar niðurstöður nefndarinnar sagði Jóhann, að það hefði verið samdóma álit nefndarinnar að sam- kvæmt talningum væri fjöldi hrefna á hafsvæðinu A-Grænland-ísland-Jan Mayen um 28.000 dýr. Um þetta hefði ekki verið neinn ágreiningur. Jafhffamt hefðu athuganir bent til að veiðar á t.d. 200 dýrum á ári hafi eng- in umtalsverð áhrif á stofnstærðina. Holt talar um í greininni að honum finnist óviðeigandi að íslenska ríkis- stjómin hafi beðið um umsögn vís- indanefndarinnar um nýtingu á þess- um stofni, að vísindamennimir hafi „almennt verið þeirrar skoðunar að þetta væri léttvæg spuming, sem verðskuldaði léttvægt svar“ og bæri því að harma að Gunnlaugur Kon- ráðsson, hrefnuveiðisjómaður frá Ár- skógssandi, léti óánægju í ljós með ákvörðun ráðsins að taka ekki til greina óskir um að veiðar verði leyfðar á ný. Um þetta sagði Jóhann: „Sem betur fer er það ekki rétt að vís- indamennimir hafi almennt verið þeirrar skoðunar, enda aðalhlutverk nefndarinnar að veita svör við spum- ingum um hæfilegt veiðiþol hvala- stofna. Ljóst sé nú orðið að hrefnu- stofninn hér við land þolir veiðar og því í hæsta máta eðlilegt að þeir sem orðið hafa fyrir alvarlegum búsifjum vegna yfirstandandi banns við hrefnuveiðum, vilji að málaleitan þeirra sé sinnt. Þetta sýnir einungis að þessi maður er ekki i neinum tengslum við raunveruleikann. Hann vill ekki undir neinum kringumstæð- um ræða um hversu mildar veiðar þessi stoín þoli.“ í greininni segir Holt að nýtt stjóm- unarkerfi fýrir hvalveiðar verði ekki tilbúið íyrr en i fyrsta lagi 1991 og það væri athyglisvert fyrir íslend- inga, sem litið hefðu svo á að um tímabundna veiðistöðvun væri að ræða. Jóhann sagði þá röksemd ffá- leita að ekki væri óhætt að leyfa veiðar fyrr en þetta kerfi sé fúllmót- að. „Með sömu röksemd hefði mátt leggja til veiðibann á þorski íýrir fimm ámm síðan, þegar menn vom að velta fýrir sér með hvaða hætti væri best að standa að fiskveiði- stjómuninni hér við land.“ Jóhann sagði Holt vera einn helsta talsmann hvalfriðunarsinna innan Alþjóða hvalveiðiráðsins. Til marks um þetta mætti nefna að hann væri studdur af Intemational Fund for Animal Welfare, en samtökin hafa það að stefnumiði að stöðva veiðar á hvölum a.m.k. til ársins 2000. Jóhann sagði að svo virtist sem grein Sidney Holts væri skrifúð í þeim eina til- gangi að gera íslensku vísindamenn- ina tortryggilega. Holt skrifaði þessa grein ekki sem vísindamaður heldur sem áróðursmaður. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.