Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1990, Blaðsíða 6
Tíminn 6 Laugardagur 11. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Glslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guömundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstofurLyngháls9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Augiýsingasimi: 680001. Kvöldsímar Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð i lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Erindi Verslunarráös Bréf Verslunarráðs íslands til forsætisráðherra um málefni Ríkisútvarpsins, Pósts og síma, Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og Lyfja- verslunar ríkisins þarf e.t.v. ekki að koma á óvart, en hlýtur eigi að síður að vekja athygli. Verslunarráðið vekur máls á hugmyndum, sem ekki eru nýjar af nálinni í hugmyndaheimi nýk- apitalismans. Þrátt fyrir það hefiir krafan um einkavæðingu þeirrar þjónustu og þjóðarumsvifa sem hér um ræðir, ekki verið sett fram af Verslun- arráðinu sem slíku í þessum búningi eða beint svo milliliðalaust að ríkisstjóm eins og raun ber nú vitni. Bréf Verslunarráðs er efnislega áskomn á ríkis- stjómina að fara að beita sér fyrir því að Ríkisút- varpið verði lagt niður, að póst- og símaþjónusta í núverandi formi fari sömu leiðina og að einkarétt- ur ríkisins um innkaup og sölu áfengis verði af- numinn, svo og þau afskipti sem ríkisvaldið hefur af lyQasölu og lyfjainnkaupum. Nú kann að vera að ýmsum muni þykja erindi Verslunarráðs bamalegt og ekki þess virði að eyða löngum tíma í að svara því eða hugsa um efni þess. Þó fer fjarri því að það sé rétta afstaðan að láta eins og þetta erindi hafi ekki komið fram. Flest bendir til þess að bréf Verslunarráðs sé betur undirbúið og ekki eins einfeldningslegt sem það lítur út fyrir að vera. Bréfið er hugsað sem sókn- arvopn nýkapitalista og milliliðastéttarinnar um að auka þjóðfélagsumsvif sín, auka gróðamögu- leika sína, eignast stærri hlut í þjóðarbúskapnum. Þeir munu fylgja þessu bréfi eftir með fullum sannfæringarkrafti sem m.a. - og ekki síst - mun beinast að því að sannfæra almenning um að milliliðastarfsemi aðila Verslunarráðs sé færari um að annast útvarpsrekstur, áfengisútsölu og uppbyggingu almannaþjónustu, t.d. pósts og síma, en þær stofnanir sem Verslunarráð vill leggja niður. Hér er um pólitískt baráttumál sér- hagsmunaafla þjóðfélagsins að ræða. Fjarri fer því að einkavæðingarstefna Verslunar- ráðs og gróðaaflanna í landinu eigi þann hljóm- grunn meðal almennings sem dirfska umræddra bréfaskrifta til forsætisráðherra kann að bera með sér. En þótt svo sé ekki, eiga andstæðingar slíkrar stefnu ekki að láta hana þegjandi framhjá sér fara. í því sambandi skal nú sérstaklega minnst á út- varpsrekstur, sem augljóst er að Verslunarráðið ætlar að láta frekar til sín taka. Þess verður áreið- anlega freistað að herða pólitíska aðför að Ríkis- útvarpinu, sem er ein elsta og mikilvægasta menningarstofnun landsmanna. Þeir sem gera sér grein fyrir hinu mikla og margþætta hlutverki Ríkisútvarpsins verða að sameinast um að hnekkja sérhagsmunastefnu milliliðanna í mál- efnum þess. EKKI HEFUR alltaf verið jafntíðfbrult um Öræfa- sveit í Austur-Skaftafellssýslu eins og nú er að verða ár eftir ár þegar ferðamönnum er vísað frá hinum fagra og rómaða þjóð- garði í Skaftafelli vegna ágangs af fjölmenni sem staðurinn ræð- ur ekki við að veita viðtöku. Sú var tíðin að Öræfín voru ein- angruð og jafnvel torsótt yfir- ferðar innan sveitar. Reyndar er ekki langt síðan að lega Öræfa minnti á að sveitin væri eins og eyja sem aðskilin væri frá meg- inlandi og eftir því erfítt að kom- ast þangað. Ekki eru nema 16 ár síðan Öræfasveit komst í eigin- legt akvegasamband með smíði brúar yfir Skeiðará, en sú brú varð ekki fyrst og fremst fræg fyrir það að gera leiðina i Öræfi fullkomlega bílfæra, heldur hitt að þá hafði opnast hringvegur um landið. Vígsla þessa stórmannvirkis fór ffam við hátíðlega athöfh sumar- ið 1974, þegar einnig var minnst 1100 ára afmælis Islandsbyggð- ar. En hvaða sveit skyldi fremur tengjast þeim atburði en einmitt Öræfin? Því að svo segir íslensk landnámssaga að Ingólfur Amar- son, hinn viðurkenndi ffumland- námsmaður íslands, hafi fyrst komið að landi við Ingólfshöfða og haft vetursetu þar áður en hann nam land í Reykjavík og staðfestist þar. Páll Þorsteinsson Nýlátinn er á 81. aldursári einn hinn kunnasti og ágætasti Öræf- ingur á síðari timum, Páll Þor- steinsson, fyrrverandi alþingis- maður. Páll var bóndi á fæðing- arstað sínum, Hnappavöllum, þar sem reyndar er margbýlt og nokkurt býlahverfí eins og víðar í þessari sveit. Hann var einnig hreppstjóri Hofshrepps og stund- aði bamakennslu um allmörg ár í sveit sinni, enda lærður kennari og var þar í öllu þátttakandi og forystumaður í sveitarmálum og menningarlífi, fastbundinn átt- högunum eins og ffekast má verða. En Páll Þorsteinsson var þjóðkunnur sem alþingismaður. Hann sat á þingi 32 ár, frá 1942 til 1974, fyrst þingmaður Austur- Skaftafellssýslu í 17 ár, eins og kjördæmaskipanin var þá, en síð- an þingmaður Austurlandskjör- dæmis í 15 ár, þegar ný kjör- dæmaskipun hafði verið tekin upp. Páll var í hópi þeirra manna sem lengsta þingsetu hafa átt fyrr og síðar. Hann bar þess þó engin merki að hann væri „bardaga- maður“ eins og stundum er látið að liggja að þingmaður eigi að vera og því fremur sem hann ætl- ar sér meiri áhrif í þingsölum. Sýslungar hans og samflokks- menn völdu hann þingmannsefni meðan sýslan var einmennings- kjördæmi og tryggðu honum nægilegt fylgi í kosningum 1942 til þess að ná kjöri, og þeirri stöðu hélt hann við góðan orðstír upp frá því. Ef ekki hefði komið til kjördæmabreytingin 1959, sem lagði niður einmennings- kjördæmi eins og Austin--Skafta- fellssýsla hafði verið í fúll 100 ár, hefði Páll Þorsteinsson áreið- anlega haldið áffam að vera fúll- trúi Austur-Skaftfellinga á Al- þingi um mörg ókomin ár, en úr því varð hann einn af 5 þing- mönnum Austurlands, þar sem þrír voru lengi ffaman af sam- flokksmenn hans úr Framsóknar- flokknum, þótt á síðari árum hafí hlutföllin breyst flokknum í óhag, enda liðin tíð að Fram- sóknarflokkurinn hafí það yfir- burðafýlgi í ýmsum kjördæmum, sýslum og landshlutum, sem hann hafði áður. Varla gat hjá því farið að það festist við Pál að hann væri um- ffam allt fúlltrúi Austur-Skaft- fellinga í hinu víðlenda og sund- urleita Austurlandskjördæmi, sem náði norðan ffá Langanes- strönd suður um til Öræfa. En naumast hefði hann sjálfúr viljað viðurkenna að hann bæri aðeins hagsmuni heimasýslu sinnar fyr- ir bijósti allra hluta kjördæmis- ins. Hitt er jafhvíst að svo rótgró- inn sem hann var orðinn sem þingmaður Austur-Skaftfellinga fyrir kjördæmabreytinguna, hlaut hann að sinna málefhum sýslunga sinna af sérstökum áhuga, enda eðlilegt að til hans væri leitað öðrum ffemur þegar slík mál voru til meðferðar þann- ig að miklu skipti. Öðru vísi en aðrir Páll Þorsteinsson óx upp í þjóð- félagi sem ungu fólki nú kann að sýnast fjarlægt, því að hann er kominn á fullorðinsár fýrir síðari heimsstyrjöld, að ekki sé minnst á lýðveldisstofnunina 1944, sem nú er að verða algeng viðmiðun um kaflaskipti í sögunni. Þótt ekkert sé út á slíka kapítulaskipt- ingu að setja, má það ekki gleymast að framfarahugur og þjóðfélagsbreytingar koma til sögu miklu fýrr. Menn af kyn- slóð Páls Þorsteinssonar og með langlífí hans hafa því verið þátt- takendur í sköpun íslandssögu á lengsta skeiði samfelldra breyt- inga og aldahvarfa frá upphafi landsbyggðar. Slíkum mönnum gat að lokum ekki komið neitt á óvart. Páll Þorsteinsson tók fúllan þátt í verkum sinnar samtíðar og lagði þar reyndar mikið ffam. Þótt hann væri ekki sá sem mest bar á í þingfréttum, rækti hann þingmannsstarfið af mikilli al- vöru og skilaði því með sóma. Á orði hefur verið haft að hann hafí kynnt sér þingmál hveiju sinni flestum betur, auk þess sem hann var allra manna minnugastur og ffóðastur um þingsöguna. Páll tók því afar virkan þátt í meðferð þingmála og stóð ekki á góðum ráðum af hendi hans þegar vandasöm mál voru til umfjöll- unar. Meðal samþingsmanna sinna var hann því talinn vitur og ráðhollur og naut almennrar virðingar. Var hann þó hvorki fýrirferðarmikill, hávær né stór- orður, heldur allt hið gagnstæða, seintekinn, hægur og orðvar. Þótt Páll hefði ágæta yfírsýn yf- ir landsmál í heild og vildi leggja sitt lið til úrlausnar hinum sam- eiginlegu málum þjóðarinnar, var hann fýrst og fremst ötull þingmaður kjördæmis síns og vildi að sitt fólk nyti þeirra ffam- fara og réttindamála sem var á valdi Alþingis og rikisstjómar að koma ffam. Þarf varla að nefna, að sem fjárveitingavald ræður Alþingi því hvemig ríkisfé er skipt og hlýtur það því að verða eitt af aðalstörfúm þingmanna að hafa áhrif á skiptinguna. Stund- um er þetta sjálfsagða þing- mannsstarf kallað skammarheit- inu fýrirgreiðslupólitík, sem í flestum tilfellum er óviðeigandi, þótt auðvitað séu til menn sem þykjast láta svo að sér kveða sem „fýrirgreiðslumenn" að það end- ar í skrumi og skömm. Páll Þor- steinsson gerði sig ekki sekan um slíkt, en hafði vakandi auga með því að kjördæmi hans fengi sinn hlut af því fé sem Alþingi ráðstafaði til ffamfara og ffam- kvæmda í landinu. Sókn í þeim efnum undirbjó hann af fýrir- hyggju, næstum að segja áætlun- argerð sem hann vann í samráði við heimamenn og i góðu sam- starfí við embættismenn og aðra ráðamenn á viðkomandi sviði og kom málum sínum þannig ffam að þau skiluðu sér í höfú að því er virtist fýrirhafnarlítið, a.m.k. hávaðalaust. Páll Þorsteinsson verður sam- ferðamönnum sínum minnis- stæður, ekki síst þeim sem sátu með honum á Alþingi og komust að raun um að í allri hógværð sinni og skrumleysi var hann áhrifamaður og óþreytandi mála- fýlgjumaður, þar sem það kom í hans hlut að vera í fýrirsvari. Það var eins og hann vildi láta ásann- ast að meira vinnur vit en strit. Þótt það sé ekki endilega þess vegna að Páll Þorsteinsson sker sig nokkuð úr þeirri mynd sem menn gera sér af atkvæðamiklum stjómmálamanni — því að eng- inn ffýr þeim vits — má það ljóst vera að Páll valdist til þing- mennsku við aðstæður sem vom fýrir hendi fýrir mörgum áratug- um meðan kjördæmin vom fá- menn og auk þess einmennings- kjördæmi þar sem atvinnuhættir vom tiltölulega fábreyttir, sem vissulega hlaut að setja sinn svip á stjómmálaviðhorf almennings. Ef svo kynni að vera að menn með skapgerð og framgangsmáta Páls Þorsteinssonar eigi erfíðara uppdráttar í stjómmálum en áður var, er það saknaðarefni, því að með fordæmi sínu sýndi hann að hægt er að ná farsælum árangri á stjómmálasviði með því einu að vinna samviskusamlega að mál- um og vera samkvæmur sjálfúm sér í öllum meginskoðunum. Fjarlægir atburðir? Ríkisstjómin ákvað í fýrri viku að veija þjóðarsátt um skynsam- lega þróun efnahags- og kjara- mála með öllum tiltækum ráðum. Hún beitti valdi til þess að stöðva launahækkanir sem fæm ffam úr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.