Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 14.08.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 14. ágúst 1990 Þjó6armoröi6 var „óheppileg mistök" Og Khmeramir em fyrir löngu komnir i sókn. Allt frá ársbyijun í ár hafa þeir lagt undir sig land, frá flóttamannabúðum í Thailandi sem þeir nota sem bækistöðvar og hafa þar notið góðs atlætis með mannúð- araðstoð Vesturlandamanna. „Frels- uðu landsvæðin" ná yfir stóra Iandshluta í vestur- og norðvestur- hluta Kambódíu. Þeir sem áður stunduðu fjöldamorðin þykjast nú hafa tekið sinnaskiptum. Þjóðar- morðið á eigin fólki er nú skýrt sem „óheppileg mistök“. Þá sjaldan ókunnugir heilsa upp á þá í herbúðunum í frumskóginum, kynna þeir sig sem foðurlandsvini sem snúið hafi baki við kommún- ismanum og ætli að ffelsa heima- land sitt undan „hemámi Víet- nama“. „Við höfúm ákveðið að taka upp fijálslynt þingræðislýðræði, fijálsan markaðsbúskap og endur- reisn búddismans,“ segir yfírhers- höfðingi Rauðu khmeranna, Son Sen hershöfðingi. En staðreyndin er önnur. Að vísu reyna endurbomir Rauðir khmerar að lægja óttann hjá almenningi með gjöfúm eins og hrísgijónum og bómullarefhum, en enn þann dag í dag er ungt fólk neytt til að ganga í þjónustu þeirra. Strit kvenna og stúlkna, sem draga hrísgijón og lyf, skotfæri, jarðsprengjur og skrið- drekasprengikúlur um frumskóginn segja stjómmálafúlltrúar Rauðu khmeranna vera „sjálfboðaframlag til hagsbóta foðurlandinu“. „Nú er þaö landiö allt sem við berjumst um“ Son Sen hershöfðingi segir að síð- an um mitt síðasta ár hafi Khmer- amir barist opinberlega gegn Víet- nömum. „Stríðinu í frumskóginum er lokið, nú er það landið allt sem við beijumst um.“ Og það er líka farið að renna æ betur upp fyrir bandarískum þing- mönnum. Fregnir af því að Rauðu khmeramir undirbúi árás á höfúð- borgina Phnom Penh, mmskuðu við öldungadeildar- og fúlltrúa- deildarþingmönnum. Skyndilega virtist ekki útilokað að „blóðvell- imir“ ffá áttunda áratugnum yrðu aftur staðreynd — og í þetta sinn niðurgreiddir beinustu leið ffá Washington. „Kambódíustefna stjómarinnar er ótrúverðug og óréttlætanleg, það verður að stöðva hana,“ sagði leiðtogi demókrata í öldungadeildinni. Og hún var stöðvuð. George Bush neyddist til að snúa við blaðinu áður en skoð- anabreytingin í þinginu gæti endað með tapi í atkvæðagreiðslu. „Mark- mið okkar var að Víetnamar yfir- gæfú Kambódíu, og því markmiði er nú náð,“ lýsti James Baker utan- ríkisráðherra yfir i París. Víetnamar og Kambódíumenn fognuðu hinni óvæntu stefnubreyt- ingu, en hún mætti skilningsleysi flestra bandamanna Bandaríkjanna í Asíu og varð leiðtogum and- spymusamtakanna áfall. Sihanouk sendi símskeyti ffá sumarsetri sínu í Norður-Kóreu og sagði skoðana- breytingu bandarískra yfirvalda verða stórkostlegan ávinning fyrir stjómina í Phnom Penh. Hann lof- aði „glóandi einbeitni" í baráttunni gegn því að semja ffið við Víet- nama. Enn styöja Kínverjar þrífylkinguna Nú treystir þrífylkingin á stuðning Kínveija. Þeir em þó eitthvað að linast i stuðningnum, en vopn em þeir þó tilbúnir að senda. Rauðu khmeramir em hins vegar ekki á flæðiskeri staddir hvað vopn varðar. Þeir hafa þegar komið fýrir geysilegum vopnabirgðum á „frels- uðu landsvæðunum". Þeir em reyndar svo ofvopnvæddir að þeir hafa getað leyft sér að selja hluta þeirra til Búrma. Borgarastyijöldin getur átt eftir að standa ámm saman. Sókn Rauðu khmeranna í Kambódíu varð til þess að Banda- ríkjamenn sneru skyndilega við blaðinu í afstöð- unni til Indókína. Það er ekki lengur forboðið að hafa tengsl við Kamb- ódíu og Víetnam. I Kambódíu hefúr ekki ríkt ffiður um margra ára skeið. Þar hafa tekist á andstæðar fylkingar kommúnista af öllum gerðum og eins og venja hefúr verið hafa stórveldin haft puttana í átökunum. Bandaríkja- menn hafa nú komist að þeirri nið- urstöðu að þeir hafi veðjað á rangan hest með því að styðja skæmliða- hreyfingu þriggja fylkinga sem bar- ist hafa gegn stjómmni f Pnom Penh, en hún hefúr aftur á móti not- ið stuðnings Víetnama, sem Banda- ríkjamenn hafa litið á sem svama óvini eftir ósigurinn í Víetnamstríð- inu 1975. í þrífylkingunni em hins vegar öflugastir Rauðu khmeramir sem á valdaámm sínum drápu um eina og hálfa milljón landa sinna. Nú, eftir brottfor víetnamskra her- sveita, sækja Khmeramir hart fram í Kambódíu og stefna að því að ná öllu landinu á vald sitt. Bandaríkja- menn hafa nú snúið við blaðinu og styðja ekki lengur þrífylkinguna. I Der Spiegel er fjallað um þetta mál nýlega. Á markaðinum i Phnom Penh vöktu þeir mesta athygli, banda- rískir hermenn í einkennisbúningi flughersins og með flugmannsgler- augu á nefinu röltu ffamhjá sölu- básunum, þar sem framandlegar kryddjurtir, ísskápar og mynd- bandstæki vom til sölu. í miðri höfúðborg Kambódíu, þar sem ekki hefúr sést Ameríkani í einkennisbúningi f hálfan annan áratug, vakti ferð þessara sjö manna flugáhafnar viðeigandi eftirtekt. Göngufor flugmannanna markaði söguleg tímamót þar sem áhöfnin hafði þ. 24. júlí sl. flogið til Kamb- ódíu með hóp bandarískra sérffæð- rnga sem eiga að bera kennsl á lík- amsleifar bandarískra hermanna sem féllu þar á sínum tíma. Þetta réttarlæknislega framlag er fyrsta opinbera sambandið milli yfirvalda í Washington og kommúnista- stjómarinnar í Phnom Penh eftir 15 ára bitran fjandskap. Það var ekki fyrr en einni viku áð- ur sem Bandaríkjamenn höfðu snarsnúist í pólitískri stefnu sinni í Indókína, þegar þeir lögðu niður margra ára stuðning sinn við sam- tök sem barist hafa gegn yfirvöld- um í Phnom Penh. Nú lýsti James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, því yfir eftir fúnd með Eduard Shevardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, að Bandaríkjamenn myndu gera allt sem í þeirra valdi stæði til að koma i veg fyrir að Rauðu khmeramir kæmust á ný til valda í landinu. Sú stutta yfirlýsing, ásamt tilkynn- ingu um að „einnig yrðu teknar upp viðræður við Víetnam um Kamb- ódíu“ er alger kúvending og varpar fyrir borð landfræðilegum stjóm- málakreddum og gömlu sálffæði- legu oki sem hefúr ákvarðað utan- ríkisstefnu Bandaríkjanna allt frá því Víetnamstríðinu lauk. „Óvinur óvinar míns er vinur minn“ Stórveldið hefhdi harma sinna eft- ir ósigurinn 1975 með því að ein- angra Víetnam pólitískt og með áhrifamiklum efnahagsþvingunum — aðstoð og stjómmálastuðning fengu yfirvöld í Hanoi aftur á móti frá Sovétríkjunum, sem nýttu Víet- nam sem fótfestu í Austurlöndum fjær. Þegar hersveitir Víetnamanna hlutuðust til um málefni nágranna- ríkisins Kambódíu 1979 og bundu þar með endi á blóðugt harðræði Rauðu khmeranna og ráku steinald- arkommúnistann Pol Pot ffá völd- um, túlkuðu Bandaríkin innrásina sem sönnun um útþenslustefnu Ví- etnama, og grannlandið Kína for- dæmdi hinn gamalgróna óvin Víet- nam sem „Trójuhest" sovésku heimsyfirráðastefhunnar. Möndullinn Washington-Peking var myndaður til að króa heimsyfir- ráðastefhu Sovétmanna af. Banda- fíkin voru komin á „landabréf Kina“ og sósíalíska alþýðulýðveld- ið tók upp samband við erkikapita- listaríkið Bandaríkin, trútt kjörorð- inu „Ovinur óvinar míns er vinur minn“. Bandarísk stjómvöld lögðu and- stæðingum stjómvalda í Phnom Penh til um 15 milljónir dollara á ári, Kínverjar útveguðu vopnin sem þeirri fjárhæð nam. Landamærarík- ið Thailand, sem skuldbundið er báðum stórveldunum, lagði sitt lóð á vogarskálamar og bauð skæmlið- unum skjól meðfram landamæmn- um. Það að Bandaríkjamenn styddu ekki aðeins hersveitir Norodoms Sihanouks prins og þær sem em undir stjóm fyrrverandi forsætis- ráðherra hans, Son Sann, með að- stoð sinni við „andspymumennina" heldur hefðu líka um leið samstarf við dauðasveitir hinna kommún- ísku Rauðu khmera, sem stóðu fyr- ir þjóðarmorði á yfir 1,5 milljón Kambódíumanna — skeytti jafhvel Jimmy Carter Bandaríkjaforseti ekkert um það þó að hann væri ósveigjanlegur málsvari mannrétt- inda um allan heim. Sihanouk prins, sem CIA hafði velt úr sessi 1970, gerði í staðinn Bandaríkjunum þann greiða að gefa baráttunni lýðræðislegt yfir- Algeng sjón í flóttamannabúöunum: Örkumla fólk sem hefur komist í tæri við jarðspnengju. bragð, samt sem áður hafa það ver- ið Rauðu khmeramir skelfilegu sem allt fram á þennan dag hafa haft hemaðarlega tögl og hagldir í þessu samstarfi. Prinsinn hefúr hvað eftir annað komið fram fyrir allsheijarþing Sameinuðu þjóð- anna og barist gegn því að stjómin í Phnom Penh hljóti viðurkenn- ingu. Þökk sé stuðningi yfirvalda í Washington og Peking hafa stjóm- arerindrekar Pols Pot verið opin- berir fulltrúar Kambódíu hjá Sam- einuðu þjóðunum. Borgarastyrjöldin sem gleymdist á tímum alþjóölegs spennufalls Sóðaleg borgarastyijöldin í rúst- uðu landinu gleymdist alheiminum á tímum alþjóðlegs spennufalls og staða stríðandi fylkinga breyttist eftir árstíðunum. Á tímum monsún- vindanna lögðu Rauðu khmeramir undir sig land, á þurrkatímunum gripu stjómarherinn, ásamt víet- nömskum hersveitum til gagnárása. Óbreyttir borgarar landsins vora of- urseldir þessum umskiptum án þess að geta rönd við reist. Stórskota- liðsárásir og jarðsprengjur rifú i tætlur bóndakonur, fiskimenn og skólaböm. Á alþjóðavettvangi fékk málið sína meðhöndlun og með reglulegu millibili fóm friðarráðstefnur út um þúfúr í París og Tókýó. Eftir tíu ára baráttu og að 25.000 mönnum follnum rann upp fyrir gamlingjunum i stjóm Víetnams það ljós að þetta stríð væri óvinn- andi. Víetnamar létu undan þrýst- ingi Gorbatsjovs og hófú að kalla herlið sitt heim. Á sl. hausti yfir- gáfú síðustu hermenn þeirra Kamb- ódíu. Vestrænar leyniþjónustur álíta að a.m.k. 3000 víetnamskir hemaðar- ráðgjafar séu þar um kyrrt. Án þeirra væm 99.000 illa þjálfaðir stjómarhermenn Kambódíu auð- veld bráð 40.000 strangt öguðum liðsmönnum Rauðu khmeranna. Rauðu khmeramir em vel vopnum búnir og hafa Kínveijar séð til þess. Khmeramir em m.a.s. svo aflögu- færír að þeir hafa selt vopn til Búrma. Bandaríkjamenn snúa við blaðinu í afstöðunni til Indókína

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.