Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 1
Þýðir björgun Aral veðurbreytingu hér? Sovétmenn hyggjast nú gera björgun Aralvatns að sínu helsta umhverfismáli í ár, en vegna mannvirkja og áveituframkvæmda á svæðinu í kríngum vatnið hefur það minnkað jafnt og þétt þannig að byggð, sem fýrír nokkrum áratugum stóð á bökkum vatnsins, er nú tugi kílómetra frá því. í viðræðum Páls Péturssonar, forseta Norðurlandaráðs, við ráðamenn í umhverfis- málum í Sovétríkjunum, er hann var þar á ferð á dögunum, kom fram að Sovétmenn hyggjast veita nokkrum stórám, sem falla í Norður- ís- hafið suður á bóginn og í Aralvatn og freista þess að snúa þróuninni þar við með þeim hætti. Hér er á ferðinni í breyttri mynd hugmynd sem reifuð var á valdatíma Krúsjoffs og var hugsuð í tengslum við raforkuframleiðslu en náði aldrei fram að ganga. Vísindamenn segja óljóst hveijar afleiðingar þessa geti orðið, en hins vegar sé Ijóst að verði umfang þessara framkvæmda mikið, muni það hafa áhríf á haf- strauma og veðurfar við Island. • Blaðsíða 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.