Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 15. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasfml: 680001. Kvöldsfman Áskrift og dreifing 686300, ritstjóm, fréttastjórar 686306, Iþróttir 686332, tæknideild 686387. Setnlng og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Varnir gegn ofbeldi Samkvæmt fréttum íjölmiðla sér borgarstjórinn í Reykjavík það til úrræða um starfsfrið og vinnuvemd strætisvagnastjóra í höfuðborginni að þjálfa þá í sjálfsvöm gegn árásum farþega. Komið hafa upp hug- myndir um að stúka vagnstjórana af í mann- og skot- heldum stjómklefum vegna árásarhættu ölóðra óald- arflokka. Vagnstjórar gera kröfu til þess að komið sé upp sérstöku fjarskiptakerfi í vögnunum til að auð- velda þeim að ná neyðarsambandi við lögreglu, ef al- varlega ber út af í samskiptum þeirra og farþega. Strætisvagnastjórar hafa auk þess talið nauðsynlegt að hafa lögreglu í vögnunum á vissum tímum sólar- hrings þegar árásarhætta í strætisvagnaþjónustunni er hvað mest. Allar þessar hugmyndir em til komnar vegna þess að ofbeldi fer sívaxandi í höfuðborginni og er komið á mjög alvarlegt stig sem hvorki lögregla né borgaryfír- völd kunna ráð við. Yfirvöld virðast á þessu stigi fóma höndum þegar til þess kemur að ræða raunhæf- ar leiðir til að uppræta ofbeldisverknað af því tagi sem á sér stað í Reykjavíkurborg og svara ffemur með því að búast skuli til vamar gegn ofbeldinu en upp- ræta það eins og það hljóti að vera viðvarandi og óviðráðanlegt. Viðurkennt skal að yfirvöldum er vandi á höndum í leit að úrlausnum í þessu efni. Lögreglustjórinn í Reykjavík segir réttilega að ofbeldisaldan sé þjóðfé- lagsmein sem leita verði orsaka að á breiðiun gmnd- velli. Þessa ábendingu lögreglustjóra ber að taka al- varlega. í henni er fólgin áminning um að hversu mikilvægur sem viðbúnaður lögreglu er til vamar því að borgaramir verði fyrir ofbeldisárás, verður að gera félagslegar ráðstafanir til þess að draga úr ofbeldistil- efhum og sameina alla ráðamenn á þessu sviði um virkar aðgerðir. Borgarstjóm Reykjavíkur þarf að hafa miklu meiri forgöngu um aðgerðir í þessum efnum en verið hefur. Hún þarf að beitast fyrir samvinnu skólayfirvalda og fijálsra félagasamtaka um þessi mál og fá viðkom- andi ráðuneyti til samstarfs um jákvæðar, félagslegar lausnir frernur en að láta sitja við tæknilegan vamar- viðbúnað einan. Yfirvöld mega ekki láta á sannast að þau ætli að gefast upp á því að ráða niðurlögum of- beldishneigðar með jákvæðum aðgerðum. Þótt margir líti svo á að lögreglan sé vamarlið sem kalla skuli til þegar til árása og ofbeldis kemur, er tímabært að breyta þessu viðhorfi með því að fela lögreglunni sinn hluta þess forvamarstarfs sem vinna þarf til upprætingar lögbrotum. Hér verður ekki á neinn hátt dregið úr vilja lögreglu og lögregluyfir- valda um að breyta í ýmsu starfsháttum sínum og skipulagi, en þá má ekki útiloka hreinskilnislegar vun- ræður um skipan lögreglmnála og þá þörf sem það er að lögreglan sé jafhvirk í forvamarstörfum gegn lög- brotum sem hún er í glímu við ofbeldis- og afbrota- menn á vettvangi. Öryggismál reykvískra borgara em þó fyrst og fremst viðfangsefhi borgarstjómar. Borgarstjóm þarf að sinna þessum málum betur. :S VÍTT OG RRFITT : • ■ III III. . , . K Grófasta form dónaskapar Eftir árásarhrinur helgarinnar ber svo við að menn eru greinilega famir að hafa áhyggjur af sívaxandi ofbeldi unglinga og imgs fólks yfirleitt. Strætisvagnabílstjórar gera sam- þykktir um að aka ekki tilteknar leið- ir á síðkvöldum vegna þess að þeir eru beinlínis í lífshættu vegna árásar- gimi unglingahópa. Menn em lamd- ir, skomir og marðir af illþýði sem virðist hafa þann tilgang einan með svona andfélagslegri hegðan að vinna náunganum mein. Ráðist er á fullorðna konu í hennar eigin húsi og ungur maður þjarmar að henni á óhugnanlegan hátt. Hvað veldur þessu háttarlagi spyija menn hvem annan og svörin verða tilviljanakennd og ósannfærandi. Eitthvað er farið úrskeiðis og upp- eldishlutverk heimila, skóla og dag- heimila af ýmsu tagi er vanrækt. Auðvelt er að skella skuldinni á ein- hveija blóraböggla sem fyrst koma upp í hugann þegar leitað er skýringa á á svo andstyggilegu háttemi sem ofbeldi gagnvart náunganum er. Margar orsakir Einhvem tímann vom það kvik- myndimar og síðan myndbandaspól- ur með ofbeldismyndum sem áttu að smita út fiá sér. Má vel vera að þama sé að leita einnar orsakar af mörgum. Lausagangur unglinga og takmörk- uð tengsl við fjölskyldur sínar getur haft hin verstu áhrif, þó að því til- skyldu að fullorðna fólkið í fjöl- skyldunum sé hótinu skárra en ung- viðið. Agi í uppeldi hefur verið nánast bannorð irni skeið og svipað má segja um skólana. Það er kunnara en frá þurfi að segja að lögreglan má helst hveigi reyna að halda uppi skikk í þjóðfélaginu án þess að hljóta ámæli fyrir óþarfa af- skiptasemi og jafnvel lögregluof- beldi. Það er eins og stór hópur fólks hafi ekki getað vanið sig af að líta á lög- gæslu fra öðrum sjónarhóli en þeim sem þótti mest hrifandi, ofan af götu- vígum Parísar 1968. Beiting ofbeldis kemur fram i möig- um öðrum myndum en þeim að krakkaskríll reyni að taka strætis- vagnabílstjóra af lífi og að lumbrað sé á gömlum konum eða gestum og gangandi hér og hvar. I bílaumferðinni eru maigir og hættulegir ofbeldisseggir á ferð. Þeir ryðjast og troðast og bijóta umferð- arreglur hver um annan þveran og aldrei er neitt gert til að bægja þeim stórhættulegu ofbeldisverkum ftá. Umgengnisvenjur Fíkniefnaneysla er oft undanfari of- beldisverka og leiðir hvað af öðru neyslan og afbrotin. Með einhveijum sanni er hægt að halda fram að líkamlegt ofbeldi og árás á aðra manneskju sé eitthvert grófasta formið á dónaskap. Þeir sem ekki kunna eða kasra sig um viðhafa siðlegar umgengnisvenjur við sam- borgara sina em dónar sem ekki þykja í húsum hæfir. Hér getur verið komið að atriði sem ekki hefur verið gefinn eins mikill gaumur og skyldi. Hvar er almenn kurteisi kennd og hver kynnir uppvaxandi fólki eðli- legar og manneskjulegar samskipta- reglur? Kurteisi er annað og meira en ein- hveijar yfirborðslegar siðvenjur. Hún er reglur sem siðaðir menn setja sjálfum sér í samskiptum við aðra og er hógværðin aðall sannrar kurteisi. Ef menn hættu að temja sér dóna- skap við náungann í bílaumferðinni og sýndu þá sjálfsögðu kurteisi að virða umferðarlög í hvívetna hyrfi firringin brátt af götum og vegum og mannlífið yrði ofurlítið bjartara. Það er ekki nóg að setja reglur og lög um samskipti manna, það verður að kenna uppvaxandi þjóðfélags- þegnum þær og sjálfir verða þeir að hlú að mannasiðum sínum. í öllu hinu mikla menntakerfi og upplýsingaflæði úr fjölmiðlum ætti kannsi einhvers staðar að vera rúm fyrir tilsögn í undirstöðuatriðum mannasiða og jafnvel sjálfsaga. Ef samskiptareglur þjóðfélags eru ekki til eða ekki virtar leiðir það ekki til annars en stjómleysis og kaosar. Og þeir sem annast uppeldi mega ekki skorast undan þeim skyldum sem þeim eru lagðar á herðar. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.