Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 7
1 Miðvikudagur 15. ágúst 1990 Tíminn 7 Ernst Jiinger Martin Mayer: Emst Junger. Carl Hanser Verlag 1990. Emst Junger: Die Schere. Klett- Cotta 1990. Das Echo der Bilder — Emst Júnger zu Ehren. Herausgeben von Heimo Schwilk. Klett-Cotta 1990. Martin Mayer, höfundur þessa ítar- lega rits um Emst Jiinger og verk hans, er blaðamaður við Neue Ztircher Zeitung, sem er meðal virt- ustu blaða Vestur-Evrópu. Hann hefur ritað allmikið um bókmenntir og skrifar að jafnaði kjallaragreinar um menningarmál í blað sitt. Þessi bók er mikið rit, um 700 blaðsíður. Mayer ritar formála og hefst hann á þessum orðum: „Tutt- ugasta öldin mun ekki verða talin öld húmanisma, upplýsingar [Aufklárung] og skynsemi í sögu mannkynsins.“ Tuttugasta öldin er öld mikilla uppfyndinga, tækni- undra og gífurlegrar framleiðslu- aukningar, einnig öld nýstárlegrar listsköpunar og bókmennta, en jafh- framt er þetta öld hrikalegustu stétta- og þjóðamorða, öld pyntinga og viðurstyggilegs sadisma, öld andlegrar forpokunar og þrælslegrar kúgunar. Á þessari öld hefur mörg- um þjóðum verið haldið í skefjum með lygum og ríkisstöðlun og hafa þannig verið sviptar öllum ffumrétt- indum einstaklingsins og því að geta um frjálst höfuð strokið. Lygamar- tröðin hefur lagst yfir grónustu menningarriki Evrópu og henni létti ekki í nokkrum þessara ríkja fyrr en eftir 40 ára hrylling. Emst Junger segir söguna um valdatöku óffeskjanna í hinni mögn- uðu skáldsögu sinni, „Auf den Marmorklippen", sem kom út 1939. Sú saga hafði gerst áður með bylt- ingunni 1917 í Rússlandi. Þar náðu hliðstæð fyrirbrigði völdunum og á svipaðan hátt og 1933 á Þýskalandi. Ástæðumar fyrir pólitískri atburða- rás 20. aldar era mörgum augljósar, öðmm ekki, og koma þá oft til kenn- ingar af hugmyndafræðilegum toga. Skýringar út ffá „sögulegri nauð- syn“ em vissulega hæpnari nú eftir að „sögulegri nauðsyn" lauk með byltingunum seinast á síðast liðnu ári. Söguleg slys og tilviljanir eða ókyrrleiki í dulvitundinni? Kenning- amar em margvíslegar, en þeir sem hafa lifað og hrærst í stormviðrum aldarinnar eins og Emst Jiinger em nærtækustu vitnin. Jiinger hefúr lifað mjög viðburða- ríku lífi og íhugað atburðarásina öðmm ffemur. Bækur hans era vitn- isburðir um aldarandann. Hann gerðist sjálfboðaliði i þýska hemum við upphaf fyrri heimsstyrjaldar, hélt dagbækur og gaf út sína fyrstu bók, „Stahlgewitter", 1920, sem var byggð á dagbókunum. I þeirri bók leitast hann við að koma til skila reynslu hermanns, sem lifir stál- regnið. Jtinger sagði i viðtali löngu síðar að heimssfyrjöldin 1914-18 hafi verið siðasta styijöldin, þar sem maðurinn mátti sín einhvers gegn vélvæðingunni. Hann sýndi það sjálfur í raun, þar sem hann hlaut æðsta heiðursmerki þýska hersins fyrir ffamgöngu sína gegn stálkjöft- unum. Viðfangsefni Jtingers er æ of- an í æ, maðurinn á ystu nöf, einn gegn öllum. í bókmenntum þræddi hann eigin leiðir, stíll hans ber stundum keim af stálregninu, hann er agaður og nákvæmur. Hann er ar- istókratinn meðal þýskra höfúnda. Þvi var það, að Sartre sagðist hata hann, vegna þess, að hann væri aris- tókrati, en ekki vegna stjómmála- skoðana. Stjómmálaskoðanir hans vom e.t.v. tímaskekkja. Þær koma ekki síst fram í „Strahlungen“, dag- bókum hans úr síðari heimsstyrjöld, Ný bók frá Almenna bókafélaginu: Blóðugur blekk ingaleikur Almenna bókafélagið hefúr gefíð út bókina Blóðugur blekkingaleikur eft- ir Ion Mihai Pacepa í þýðingu Olafs B. Guðnasonar. Pacepa var um árabil yfirmaður rúmensku leyniþjónustunnar og einn nánasti aðstoðarmaður Nicolaes Ce- ausescus, hins fallna einræðisherra í Rúmeníu. Hér leysir Pacepa ffá skjóðunni svo um munar og greinir ffá baktjaldamakki Ceausescus og þjóna hans, hvemig þeir skipulögðu morð og ofbeldisverk á rúmenskum andófsmönnum, studdu dyggilega við bakið á ýmsum hryðjuverkasam- tökum og stunduðu skipulagðar og víðtækar njósnir um gervallan Vest- urheim. Samtímis rak Ceausescu um- fangsmiklar og áhrifarikar blekk- ingaaðgerðir á Vesturlöndum til að fegra ímynd sína. Svo nátengdur var Ion Pacepa öllum helstu myrkraverkum Ceausescus, að þegar hann flúði land og gekk á hönd Bandaríkjamönnum, hmndi rúm- enska leyniþjónustan, sem hann hafði stjómað, til gmnna. Útsendarar hennar um allan heim vom kallaðir heim, helstu undirmenn hans vom reknir og gripið var til mestu hreins- ana í rúmenska embættismannakerf- inu og kommúnistaflokknum eftir strið. Ámi Snævarr, fféttamaður hjá Sjón- varpinu, sem fylgst hefúr náið með atburðarásinni í Rúmeníu síðustu mánuði, segir þetta um bókina: „Þeg- eða öllu heldur lífsskoðanir, sem em mótaðar af prússneskum aga og evr- ópskum húmanisma og virðingu fyr- ir lífinu. Afstaða hans til þjóðemis- jafnaðarmanna eða sósíalista kemur skýrt í ljós í siðustu dagbókunum. Hann virðist hafa forðast þjóðemis- jafnaðarmenn, umgengist þá hópa innan þýska hersins, sem síðar stóðu að tilræðinu við Hitler, sem hann nefnir dulnefni i dagbókunum, „Kniebolo“. Jtinger tók að stunda náttúmffæði effir fyrri heimsstyij- öld, einkum skordýraffæði og grasa- ffæði, og þessa gætir mjög i skrifúm hans. Mayer rekur feril Jtingers sem rit- höfúndar og hugsuðar. Hann er oft flokkaður til súrrealista með fyrstu bókum sinum. Síðan rekur Mayer þær viðhorfsbreytingar sem koma fram í verkum hans og áhrifin, sem hann verður fyrir af Spengler, Max Weber, Heidegger og þau andáhrif sem verk Walters Benjamin höfðu á hann. Hinstu rök em viðfangsefhi hans og undraheimar náttúmnnar, sem hann reynir að tengja saman og síð- ast en ekki sist spumingin: „Hver er ég?“ Til hvers lifir maðurinn? Tákn og mýtur falla að því efni sem hann fjallar um hveiju sinni og draumam- ir em honum raunveralegri og meiri þáttur eigin tilvem en almennt er, einkum í siðari bókum hans. Honum var fyrr Ijóst en flestum öðmm, þýðing tækninnar fyrir mennska meðvitund og líf. í viðtali fyrir nokkmm ámm taldi hann að eyðing skordýrafánunnar myndi valda hrikalegum eftirköstum. Jtinger er samsinna Heidegger um hættuna sem mennskunni stafar af tæknivæðingunni, en hann er þegar öllu er á botninn hvolft, forlagatrúar og það skýrir lífshlaup hans og verk. Síðasta bók Jtingers, „Die Schere“, kom út þegar höfúndurinn var 95 ára gamall. Þetta er safh smágreina, alls 284, þar sem höfúndurinn fjallar í knöppu formi um flest allt það sem hefúr átt hug hans allan hans rithöf- undarferil. Hér kennir því margvís- legustu grasa. Þol mannsins er höf- uðviðfangsefni Jtingers. Hann hefúr reynt hrylling omistunnar, hmn evr- ópsks menningarheims, sökkt sér niður í djúp eigin dulvitundar og reynt áhrif deyfi- og eiturlyfja. Sem náttúmfræðingi er honum vel ljós hættan sem er samfara öllum til- raunum líftækninnar og sem hugs- uði hættan af útþynntri fjölmiðla- upplýsingu nútimans samfara nið- urkoðnun málkenndar og skýrleika. Hann sá hrylling heillar aldar og andstæðuna og hann telur sig vita, að öll náttúran leitar jafnvægis og getur tekið stökkbreytingum, flest allt er gjörlegt og engin fyrirsjáan- leg lok eða lausn. í lokaþáttum bók- arinnar ræðir hann um dauðann og þess sem er handan mennskrar ver- undar. Skæri Parcae, skæri örlagagyðj- anna, en þær skapa mönnum örlög við fæðingu og skæri Parcae hinnar uppmnalegu fæðingargyðju skera á naflastrenginn og maðurinn lifir ör- lög sín og deyr. Jtinger ræðir í þess- um íhugunum um aðra tegund skæra sem skera ekki. Menn lifa drauminn, uppljómunina, algleymið, heima sem em ekki af þessum heimi. Titill- inn táknar því skæri Parcae og tví- heima mennskrar reynslu, og þau skæri sem aðskilja þá heima án þess að skera á lifsþráðinn. „Das Echo der Bilder“ Titillinn er tekinn að láni frá Jtinger, úr „Das Abendteuerliche Herz“ 1938. Bergmál myndanna, minningin um séðar myndir, fylgja líkt og lagastef meistaranna og koma upp aftur og aftur. Tilefhi bók- arinnar var 95 ára afmæli Jtingers 29. mars s.l. Og höfúndamir, sem em úr báðum hlutum Þýskalands, em flestir fæddir eftir miðja öldina og flest allar samantektimar em áð- ur óbirtar. Hér em svipmyndir, ihug- anir og ljóð og eiga það sammerkt að tengjast textum eða snjallyrðum Jtingers og hafa mótast fyrir áhrif bergmálsins af verkum hans. Þetta em vel skrifaðir textar og vel unnin ljóð. Siglaugur Brynleifsson. ar ég las þessa bók fyrir nokkmm misserum, taldi ég hana bráð- skemmtilega ýkjusögu landflótta- manns. Á síðustu missemm hefúr komið á daginn, að hér em engar ýkj- ur á ferð ...“ Hin íslenska útgáfa Blóðugs blekk- ingaleiks hefúr nokkuð verið stytt með leyfi höfúndar. Bókin var mán- aðarbók Bókaklúbbs AB í júlí. Um- brot og útlit bókarinnar var í höndum Ritsmiðjunnar, prentun annaðist Steinholt og bókband Félagsbók- bandið-Bókfell. (Fréttatilkynning) UR VIÐSKIPTALIFINU LEADINO COMPANIES' MARKET SHARES 1B89 WORLD MARKET 19B9 TOTAL S9.5bn „Sport“-fatnaður sprettir úr spori Sport-fatnaður bjó við vaxandi markað á níunda áratugnum, og nam sala hans í heimi öllum um 15.5 milljörðum $ 1989, skóa um 9.5 milljörðum $ (í stað 4,5 millj- arða $ 1985) og fatnaðar um 6 milljörðum $. Fram til 1980 höfðu Vestur- Þjóðveijar frumkvæði um þann fatnað, einkum Adidas, en líka Puma. Var Adidas stærsti framleiðandi sport- fatnaðar fram til 1989, að Nike skaust fram fyrir það (en upphafsmaður Nike var þjálfari við háskólann í Oregon á síðasta áratugi). Á hælum þeirra er Reebok, sem framgang hlaut af „freestyle"- skó sínum til líkams- æfinga að nýjum sið (aerobics). Þessi bandarísku fyrirtæki, Nike og Reebok, óttast, að brátt verði mett- ur markaður þeirra í Bandarikjun- um og leita nýrra markaða. Á þeim skóm em lika japanskir keppinaut- ar þeirra, Acsis Tiger og Mizano. Ver Nike 1990 um 195 milljónum $ til auglýsinga. Að undanfömu hafa athygli vakið eigendaskipti í nokkmm helstu fyr- irtækjum í sport-fatnaði. Franskur þingmaður og íþróttaffömuður, Bemard Tapie, festi i fyrrihluta júlí - 'ÍlíílnélSOÍÍ ’W®**' Wíi'AHiifiilg s.l. kaup á Adidas. Hlut sinn í Puma hefúr Cosa Libermann, verslunarfélag í Hong Kong, selt sænsku fyrirtæki, Aritmos. Og fal- ur er hlutur Pentland Industries, bresks fyrirtækis, i Reebok. Markaöur sport-skóa 1989 A. Eftir heimshiutum (milljarðar $) Norður-Amerika 5,0 Evrópa 2,5 Asía og Kyrrahaf 1,8 Aðrir_____________________0,2 Alls 9,5 B. Markaðshlut- deild helstu framleiðenda Nike Adidas Reebok La Gear (í Los Angeles) Puma Aðrir Alls (%) 17 15 12 4 2 _____50_ 100 Stígandi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.