Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 15.08.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Miðvikudagur 15. ágúst Í99Ó' KÍ KENNARASAMBAND ÍSLANDS VERKEFNA- OG NÁMSSTYRKJASJÓÐUR KENNARASAMBANDS ÍSLANDS AUGLÝSIR EFTIR UMSÓKNUM UM NÁMSLÁN Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að úthluta náms- launum til kennara sem hyggjast stunda nám skólaárið 1991-1992. Um er að ræða styrkveit- ingar skv. a-lið 6. greinar um Verkefna- og náms- styrkjasjóð Kf frá 15. febrúar 1990. Væntanlegir styrkþegar munu fá greidd laun á námsleyfistíma í allt að 12 mánuði eftir lengd náms. Hlutfall launagreiðslna verður í samræmi við umfang námsins. Umsóknum ber að skila á eyðublaði sem fæst á skrifstofu Kennarasambands íslands, Grettis- götu 89, 105 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. september n.k. Kransar, krossar, kistu- skreytingar, samúðarvendir og samúðarskreytingar. Sendum um allt land á opnunartíma frá kl. 10-21 alla daga vikunnar IMjymQW Miklubraut 68 ®13630 Sjáum um erfidrykkjur RISIÐ Borgartúni 32 Upplýsingar í síma 29670 Marmaralegsteinar með steyptu inngreyptu eða upphleyptu letri. Einnig möguleiki með innfellda Ijósmynd. Marmaraskilti með sömu útfærslum. Sólbekkir, borðplötur, gosbrunnar o.m.fl. Sendum um allt land. Opið 9-18, laugard. 10-16. t-- Marmaraiðjan Smiðjuvegi 4E, 200 Kópavogi Sími 91-79955. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö fráfall og útför Stefáns Reykjalín byggingameistara, Akureyri Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Lyflækningadeildar F.S.A. fyrir frábæra umönnun. Bjarni Reykjalín Svava Aradóttir Guðmundur Reykjalín Guðrún Jónsdóttir og barnabörn hins látna t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Magnús Guðmundsson frá Odda, Reyðarfirði sem lést á heimili sínu, Miðvangi 22, Egilsstöðum, 9. ágúst s.l., verður jarðsunginn frá Reyðarfjarðarkirkju fimmtudaginn 16. ágúst kl. 14.00. Unnur B. Gunnlaugsdóttir Þórunn A. Magnúsdóttir Ingvi G. Magnússon Helgi Þ. Magnússon Elín H. Jónsdóttir og fjölskyldur DAGBÓK Söngnámskeið í Holti Dagana 5. til 18. september næstkomandi verður haldið söngnámskeið í Holti í Ön- undarfirði undir nafhinu „Tónlistardagar i Holti“. Hin heimsfræga Wagner-söngkona, pró- fessor frú Hanne-Lore Kuhse frá Berlín, verður kennari á námskeiðinu en hún er okkur íslendingum áður að góðu kunn. Kennslan fer fram í sal Hjálms hf. á Flat- eyri. Nemendur dvelja i Bamaskólanum i Holti, en á báðum þessum stöðum er að- staða öll hin bcsta. 1 sambandi við námskeiðið verða haldn- ir tónleikar, auk þess sem nemendum gefst kostur á að skoða óperur og tónleika af myndböndum. Námskeiðinu lýkur með tónleikum þátttakcnda og er stefirt að þvi að halda þá sem víðast á Vestfjörðum. Þegar hafa skráð sig nemendur og söngvarar víðs vegar af landinu, en örfá pláss eru ennþá laus. Allar upplýsingar eru veittar í síma 94- 7672 hjá Ágústu Ágústsdóttur í Holti í Önundarfirði. Til hamingju Þann 21. júlf voru gefm saman f hjóna- band í Bessastaðakirkju af séra Frank M. Halldórssyni Shannon M. Sears og Davið Skúlason. Heimili þeirra verður í Dallas, Texas. Ljósm. Sigr. Bachman Galtalækjarhappdrætti Mótsgestir fjölmennustu útihátíðar versl- unarmannahelgarinnar nýafstöðnu, Bind- indismótsins í Galtalækjarskógi, fengu óvæntan bónus þcgar þeir tóku við að- göngumiðum sínum. Hver aðgöngumiði gilti nefnilega sem happdrættismiði. Nú hefur vcrið dregið í þessu happdrætti og handhafar aðgöngumiðanna með eftirtal- in númer hafa hlotið þessa vinninga: 1. Utvarpstæki frá Rönning. 1096 2. Coca Cola töskur. 8959, 8405, 5490 6460,4825,4826, 9939, 6669. 3. Mozart konfektkassar. 4827, 2000, 7791, 4836, 4835, 9302, 2177, 683, 5740. 4. Stórir Coca Cola boltar — mcrktir HM '90. 5065, 5064,4482,2344, 5757. 5. Mini Coca Cola boltar. 9169, 9469, 8381,6277, 5278 6. Sprite vindsængur. 8377, 264. 7. 2 bækur að eigin vali frá bókaútgáfu Æskunnar. 10169, 2760, 2332, 7586, 6656, 7252, 9627, 859, 9231, 9561. Vinninga skal vitja á skrifstofu Æskunn- ar í Templarahöllinni, Eiríksgötu 5, Reykjavík. Þangað skal einnig vitja óskilamuna frá Bindindismótinu í Galta- lækjarskógi. JEPPA- HJÓLBARÐAR Hágæða hjólbarðar HANKOOK frá KÓREU 235/75 R15 kr. 6.650. 30/9,5 R15 kr.6.950. 31/10,5R15 kr. 7.550. 33/12,5 R15 kr. 9.450. örugg og hröð þjónusta. BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Sfmar: 91-30501 og 84844. Gallerí Sævars Karls Nú stendur yfir í Galleríi Sævars Karls,, Bankastræti 9, myndlistarsýning Hall- dóru Emilsdóttur. Halldóra er fædd 29. júni 1956. Hún stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, málara- deild, 1982-1987, og Gerrit Rietveld Aca- demie, Amstcrdam, 1987- 1989. Halldóra hefur haldið tvær einkasýning- ar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Þessar myndir urðu til á árunum 1988-90 innan um önnur stærri verk. Myndimar eru unnar með gvasslitum á pappír og cru án titils. Sýningin stendur frá 3.-31. ágúst og er opin á verslunartíma. Tónleikar í Bolungarvík Tónleikar verða haldnir í Félagsheimil- inu í Bolungarvík laugardaginn 18. ágúst kl. 16.00. Þá munu Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja sónótu í F dúr eftir Brahms ásamt verkum eftir Fauré, Hindemith, Martinu og Boccherini. Félag eldri borgara Farin verður ferð um Reykjanes þann 18. ágústkl. 13.Fariðverðurfráskrifstofufé- lagsins Nóatúni 17. Verð kr. 1.500 með mat. Tónleikar á ísafiröi Tónleikar verða haldnir í Frímúrarasaln- um á ísafirði sunnudaginn 19. ágúst kl. 16.00. Þá munu Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari flytja „Arpeggione" sónötu Schuberts, sónötu í A dúr eftir Beethoven, ásamt verkum eftir Fauré og Hindemith. Annast dreifingu á matvörum og hvers konar kælivöru um land allt. Er með frystigeymslu fyrir lager. KÆLIBÍLL Sími 985-24597 Heima 91-24685 Hiö íslenska náttúrufræöifélag Helgina 25.-26. ágúst er áformað að fara upp að Húsafelli og gista þar eina nótt. Á Húsafelli verða skoðaðar jarðmyndanir í Húsafellseldstöðinni. Margt fleira er það markvert að sjá. Aðalleiðsögumaður verður Kristján Sæmundsson sem gjör- þekkir þessi svæði. Lagt verður af stað frá Reykjavík kl. 9.00 á laugardag og ekið um Hvalfjörð og Borgarfjörð en síðdegis á sunnudag hald- ið heim um Kaldadal og Þingveili. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 100 manns. Öllum er heimil þátttaka, en nauðsynlegt er að skrá sig í ferðina fýrir 21. ágúst nk. Tekið er á móti pöntunum í síma 624757 milli kl. 10 og 12 alla virka daga. Brunatækni á sjó Norræn nefnd um brunaprófanir, Nordt- est brand, heldur fund sinn á íslandi dag- ana 16. og 17. ágúst nk. í tengslum við ftmdinn verður haldinn opinn kynningar- fundur þar sem sérstaklega vcrður fjallað um brunaprófanir og öryggiskröfur vega bruna i skipum og mannvirkjum á hafrnu. Fundurinn verður haldinn í ráðstefnusal Rannsóknastofhunar byggingariðnaðar- ins að Keldnaholti og hefst fimmtudaginn 16. ágúst kl. 15.00. Reiknað er með að funduriiin standi til kl. 18.00. BÍLALEIGA með útibú allt í kringum landið, gera þér mögulegt að leigja bíl á einum stað og skila honum á öðrum Reykjavík 91-686915 Akureyri 96-21715 Pöntum bíia erlendis interRent Europcar -------- LITAÐ JARN A ÞÖK OG VEGGI Einnig galvaníseraö þakjárn Gott verö. Söluaöilar: Málmiðjan hf. Salan sf. Sími 91-680640 /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.