Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1.6. ágúst 1990 riTímihn 3 Mjólkurframleiðsla hefur verið mikil í sumar og því er fyrirsjáanlegt að margir bændur koma til með að framleiða umfram kvóta: Margir bændur farnir að fram- leiða upp í kvóta næsta árs Mjólkurframleiðsla það sem af er þessu árí er heldur meiri en hún var á sama tíma í fyrra. Flest bendir því til að allmargir mjólkurframleiðendur komi til með að framleiða umfram kvóta í ár. Bændur geta fært ailt að 15% af framleiðslu á þessu verðlagsárí yflr á það næsta og því fá ailflesdr greitt fyrir aHt sem þeir framleiða. Þórarinn E. Sveinsson, mjólkur- samlagsstjóri hjá Kaupfélagi Ey- fírðinga á Akureyri, sagði að flest bendi til að um helmingur innleggj- enda hjá KEA fari fram yfir kvóta á þessu verðlagsári. Þeir sem það gera notfæra sér heimildina um að færa allt að 15% framleiðslunnar yfír á næsta verðlagsár. Þórarinn sagðist telja að Hjá einstaka fram- leiðanda myndi þessi heimild ekki duga. Harm sagðiist hins vegar ekki vera trúaður á að þessir bændur færu að hella niður mjólk eins og komið hefur fyrir á síðustu árum. ,d>eir fáu sem framleiða umfram þessi 15% koma til með að leggja mjólkina inn upp á von og óvon um að eitthvað verði borgað fyrir um- frammjólkina. í fyrra voru borguð 6% af grundvallárverði fyrir hana og góðar líkur eru á að það verði borgað eitthvað meira fyrir hana í ár. Mönnum finnst líka að ekki komi annað til greina en að nýta mjólkina sem best nú þegar menn tala um að ekkert megi út af bera ef ekki eigi að koma til mjólkur- skorts," sagði Þórarinn. Hlífar Karlssen, mjólkurbússtjóri hjá Kaupfélagi Þúigeyinga á Húsa- vík, sagðist búast við að innleggj- endur hjá KÞ myndu nýta kvótann mjög vel á þessu framleiðsluári. „Mjófkurframleiðsla í sumar hefúr verið mjög mikil. Það voraði hér einstaklega vel eftir harðan vetur. Kýr voru komnar út í byijun júní á góðan haga. Tíðarfar hefúr verið mjög gott i allt sumar og fram- leiðsla því mikil. Það má þvi búast við að fúllvirðisréttur verði nýttur í botn,“ sagði Hlífar. Indriði Albertsson, mjólkursam- lagsstjóri hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga í Borgamesi, sagði að margir, um 40 bændur, hefðu klárað kvótann um síðustu mánaðamót og því væri fyrirsjáanlegt að mjög margir bændur færu eitthvað ffam yfír að þessu sinni. Indriði sagði að bændur á Snæfellsnesi væru flestir búnir eða að klára kvótann þessa dagana, en staðan væri betri hjá bændum í Mýra- og Borgarfjarðar- sýslu. Skýringin í þessu er sú að ár- in sem kvótinn er miðaður vié voru verðurfarslega mjög slæm á Snæ- fellsnesi og því sitja bændur þar um slóðir uppi með of htinn kvóta. Ekki lágu fyrir upplýsingar hjá Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi um hve margir koma til með að framleiða umffam kvóta í ár. Þar á bæ töldu menn að ástandið væri svipað og það var í fyrra og að nokkuð margir bændur færu ffam- yfir. Sú spuming hefúr vaknað hvort bændur sem framleiða á þessu verðlagsári 15% af ffamleiðslu- heimild næsta árs séu ekki famir að taka fúllmikla áhættu. Gísli Karls- son, framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs, var spurður hvort ein- hveijar líkur væra á að bændur sem notað hafa þessa heimild fengju að ffamleiða 100% á næsta ári. Gfsli sagði að ekki væri gert ráð fyrir því samkvæmt núverandi reglum. 15% heimildin væri einungis miðuð við þetta eina ár, en reglugerð gerði ráð íyrir að tniðað væri við 5%. Gísli sagði að flest benti til að kui- vigtun á þessu verðiagsári yrði um 104 milljónir lítra sem er nokkur aukning frá fyrra ári. Birgðir hafa því aukist talsvert í sumar, en þær mirtnkuðu mikið síðastliðinn vetur. Þórarinn E. Sveinsson sagðist ótt- ast mjólkurskort ef sú framleiðsla sem var umfram kvóta á þessu ári verður til að lækka ífamleiðslu- heimild næsta verðlagsárs. Hann sagði að það væri það mikið jafn- vægi í ffamleiðslunni að smávægi- legur samdráttur ylli mjög fljótt vandræðum hjá mjólkursamlögum. „Það var útlit fyrir mjólkurskort í vor,“ sagði Hlifar Karlsson. „Ástæðan var fyrst og ffemst sú að margir ffamleiðendur nýttu sér heimild á ffamleiðsluárinu 1988-89 til að færa 5% yfir á næsta ffam- leiðsluár. Þeir stóðu því ffammi fyr- ir þvi að mega aðeins ffamleiða 95% af kvóta í ár og reyndu þvi að draga ik ffamleiðslu. Síðan upp- götvuðu menn í vor að framleiðslan hafði minnkað svo mikið að það horfði til vandræða og þá var tekin þessi ákvörðun um að menn mættu færa 15% yfír á næsta ár. Sú ákvörðun kom allt of seint," sagði Hlífar. Engin ákvörðun hefúr verið tekin um hvort miðað verður við 15% eða 5% á næsta ári, en mjólkurbús- stjóramir sem Tíminn ræddi við vora sammála um að úr því að ákvörðun var tekin um að leyfa bændum að færa 15% milli fram- leiðsluára yrði að miða við þá tölu áffam -EÓ Miklar framkvæmdir á vegum Dalvfkurkirkju: Safnaðarheimili nú, pípuorgel í haust Þessa dagana eru framkvæmdir við uppbyggingu safnaðar- heimilis við Dalvíkurkirkju í fullum gangi. Á síðasta hausti var tekinn grunnur að safnaðarheimilinu og sökklar steyptir en í sumar er áætlað að steypa húsið upp, gera það fokhelt og mála að utan. Byggingafýrírtækið Daltré hf. á Dalvík annast fram- kvæmdimar. Að sögn Séra Jóns Helga Þórarins- sonar em ffekari ffamkvæmdir við safnaðarheimilið sjálft ekki áætlaðar á þessu ári. Hins vegar er gert ráð fyr- ir að ljúka uppbyggingu og frágangi á tengiálmu milli safnaðarheimilisins og kirkjunnar. Frágangi tengiálm- unnar skal lokið um miðjan október. í tengiálmunni verður aðstaða fyrir kirkjukör og þar verður í haust sett upp nýtt 13 radda pípuorgel en smíði þess stendur nú yfír hjá fyrirtæki í Aaskov í Danmörku. Áætlaður kostnaður við smíði orgelsins er um 9 milljónir króna. Þegar hafa safnast ríflega 4,5 milljónir í orgelsjóð, en það sem á vantar fjármagnar söfnuð- urinn auk þess sem gengist verður fyrir söfnun er nær dregur vígslu org- elsins. Jón Helgi gat þess að margar veglegar gjafir hefðu borist, bæði i orgelsjóð og eins vegna safnaðar- heimilisins. Gert er ráð fyrir að orgel- smiðurinn hafi nóvembermánuð til að vinna að uppsetningu, og í byijun aðventu verði allt tilbúið. Jón Helgi sagði að þá yrði haldin vígsluhátíð, auk þess sem afmælis kirkunnar yrði minnst, en hún er 30 ára á þessu ári. hiá-Akureyri. Stórstúka íslands að færa út kvíarnar: BINGÓ í TÓNABÍÓI Bingó Stórstúku Islands festi ný- lega kaup á Tónabíói í Skipholti og verður húsið opnað formlega annað kvöld, föstudagskvöld, með bingókvöldi. Árið 1982, nánar tiltekið 27. nóv- ember, hóf Stórstúka íslands bin- góhald til fjáröflunar fyrir bind- indishreyfinguna. Aðalhvatamenn og þeir sem hafa séð um rekstur þess ffam á þennan dag era Krist- inn Vilhjálmsson og Guðlaugur Sigmundsson. Starfsemin byijaði í Glæsibæ, en flutti ári seinna í Tónabæ, þar sem hún hefúr verið til þessa dags. Bingóið, sem nú er sjálfseignar- stofhun, réðst í kaup á eigin hús- næði á þessu ári er það keypti Tónabíó í Skipholti. Húsið hafði staðið autt um skeið og þarfhaðist Kristinn Vilhjálmsson og Guð- laugur Sigmundsson, forsvars- menn bingósins. því gagngerðrar endumýjunar, sem þegar er lokið. Innréttingar em allar nýjar og komið hefúr ver- ið fyrir fúllkomnasta tækjabúnaði til bingó-, ráðstefnu- og skemmt- anahalds. Salurinn er því mjög vel búinn og án efa einn best búni sal- urinn á landinu til þeirra nota. Eins og áður sagði verður húsið formlega opnað með bingókvöldi föstudaginn 17. ágúst og verður ffamvegis spilað þar þrisvar í viku, sunnudaga, miðvikudaga og föstu- daga. Þess á milli verður salurinn leigður til ráðstefnu- og skemmt- anahalds. Reykjavíkurborg: JÖRÐ, KEYPTI HVERRI VIKU Borgarráð hefúr samþykkt að kaupa jörðina Leirá í Kjalames- hreppi fyrir 34 milljónir. Jörðin er staðsett við hliðina á jörðinni Álfs- nesi sem Reykjavíkurborg keypti í vetur, en þar er fyrirhugað að urða sorp ffá borgarbúum. Þegar Álfsnes- ið var keypt var talað um að borgin keypti fleiri jarðir í nágrenninu ef áhugi jarðareigenda væri fyrir hendi. í síðustu viku keypti borgin jörðina Þormóðsstaði af Landsbanka Islands á 31 milljón. Þormóðsstaðir em stað- settir við Skeijafjörðinn. - EÓ Nýtt kerfi fyrir tilkynningaskyldu sjómanna hugsanlega tekið í notkun: Stöðugt samband skips og lands Yfirvöld munu á næstunni taka ákvörðun um hvort nýtt kerfi fýrír tilkynningaskyldu sjómanna verður tekið í notkun. Kerf- ið er að mestu þróað af Þorgeiri Pálssyni verkfræðingi og byggir á nýrrí tækni í fjarskiptamálum og gagnaflutningi. Það er algjöríega sjálfvirkt og með tilkomu kerfisins myndi verða stöðugt gagnasamband milli lands og skips, án þess að menn kæmu þar nærrí. Kerfíð virkar á þann veg að settur er sérstakur búnaður um borð í skipin. Stöð í landi kallar upp skip- ið og þessi búnaður svarar því með skeyti sem inniheldur auðkenni skipsins, staðsetningu þess og aðrar upplýsingar sem kunna að vera fyr- ir hendi. Gert er ráð fyrir að kerfíð í landi verði fólgið í um 30 stöðvum, sem ná til allrar strandlengjunnar. Stöðvamar skila síðan upplýsing- unum til miðstöðvarinnar, þ.e. til tilkynningaskyldunnar. Þar er upp- Iýsingum safhað saman og tölva fylgist með umferð skipa og gerir vart við ef ekki berast tilkynningar ffá einhveiju skipi. Að sögn Þorgeirs er kostnaður við uppsetningu landstöðvakerfisins áætlaður um 100 milljónir króna. Ekki liggur á ljósu hvað búnaður um borð í skipin kemur til með að kosta, en ffamleiðsla á honum er nýhafin. Skipseigendur myndu fjár- magna þann búnað sjálfir. Siðastliðin tvö ár hefur þessi bún- aður verið reyndur í fimm skipum og til þeirrar tilraunastarfsemi hefur fengist fjármagn ffá stjómvöldum. En það er á valdi fjárveitingavalds- ins nú hvort kerfíð verður tekið í notkun að fullu. Á næstunni verður þó búnaður í tuttugu og fimm skip tilbúinn til notkunar. Að sögn Þor- geirs mun að öllum líkindum taka um þijú ár að setja kerfið upp í landi, ef af því verður á annað borð. Eins og áður segir er þetta kerfi sjálfVirkt og því myndi það fyrir- byggja vandamál, sem er orðið mönnum áhyggjuefni, þ.e. að sjó- menn tilkynni sig ekki til skyldunn- ar eða gefi upp ranga staðsetningu. Að sögn Ólafs Ársælssonar hjá til- kynningaskyldunni er þetta mikið áhyggjuefni, þó svo að þeir séu í miklum minnihluta sem tilkynna sig ekki. „Megnið af sjómönnunum em góðir og samviskusamir menn og tilkynna sig reglulega," segir Ól- afur. Magnús Jóhannesson siglingamál- stjóri segir þessa þróun mjög dapur- Iega og bendir á mikilvægi tilkynn- ingaskyldunnar fyrir sjómenn sjálfa og að hún var í raun sett á stofh að þeirra ffumkvæði. Magnús segir eðlilegt að líta á nýja tækni til að efla skylduna, þar sem þróunin sé ör á sviði fjarskipta. Það er einnig áhyggjumál, að mati Magnúsar og Ólafs, hversu lítið sjó- menn hlusta á neyðarrásina í tal- stöðvum og einnig að margir þeirra hlusta ekki á veðurfregnir. „Það er auðvitað maigt sem er uggvænlegt í okkar þjóðfélagi, þróun og annað slíkt. Það er ekki bara bundið við sjóinn. En allavega er það ljóst að ef menn tilkynna sig ekki til skyldunn- ar dregur það mjög úr öryggi henn- ar og því mikilvæga hlutverld sem hún gegnir," segir Magnús. „Þetta er búið að vera lengi viðvarandi vandamál og veikur punktur í starf- semi tilkynningaskyldunnar. Ef þessi þáttur er ekki í lagi gagnast til- kynningaskyldan okkur alls ekki.“ GS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.