Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 16. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin I Reykjavlk Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoöarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrimsson Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gíslason SkrifstohirLyngháls9,110 Reykjavlk. Síml: 686300. Auglýslngasími: 680001. Kvöldsíman Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, (þróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tlmans. Prentun: Oddi h.f. Mánaðaráskrift kr. 1000,-, verð I lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Aðalverktakar hf. Hvort sem ástæða er til að hafa um það sterk orð hversu „óeðlileg“ starfsemi íslenskra aðalverktaka hf. hefur verið, var tími til kominn að breyta eign- arhlutföllum í þessu sérstæða og arðbæra fyrirtæki, sem í raun hefur haft víðtækan einkarétt á ffam- kvæmdum á vegum vamarliðsins. Með þeirri breytingu sem utanríkisráðherra hefur haft forgöngu um að hrinda í framkvæmd og náð samkomulagi um við hluthafa fyrirtækisins, stækk- ar eignarhlutur ríkisins upp í 52%, en var áður 32%. Hér er að sjálfsögðu um gerbreytingu að ræða, því að eignarhlutar Sameinaðra verktaka og Regins hf. minnka að sama skapi, þannig að Sameinaðir verk- takar eiga nú 32% í stað 50% og Reginn hf. á nú 16% í stað 25%. Eignaraðilar em því eftir sem áður hinir sömu, en eignarhlutdeildin gerbreytt. Utanríkisráðherra leggur mikla áherslu í málflutn- ingi sínum á að með þessari eignarhaldsbreytingu innan Aðalverktaka hf. sé stefnt að því að gera fyr- irtækið að almenningshlutafélagi. Gerir ráðherra sér miklar vonir í því sambandi og stefnir þá að því að selja hluti ríkisins eftir því sem býðst. Til þess að auka líkur fyrir því að „almenningur“ eða þeir sem eiga fé aflögu vilji kaupa hlutabréf í Aðalverktök- um, hefur ráðherra ákveðið að fyrirtækið hafi einkarétt til framkvæmda á vegum vamarliðsins næstu fímm ár. Hér er því farið varlega í sakimar að breyta margumtalaðri einkaréttaraðstöðu Aðal- verktaka hf. til að hagnast á viðskiptum við herinn og mega allir vel við una nema ef vera skyldi Verk- takasamband Islands, sem verður að bíða eftir því að þess sæng sé upp reidd eins og það telur sig bor- ið til. Framtak Norður-Þingeyinga Bændur í Norður-Þingeyjarsýslu hafa bmgðist rétt við þeim vanda sem uppi hefur verið í sýslunni síð- ustu ár í kjölfar þess að Kaupfélag Norður-Þingey- inga hætti starfsemi sinni svo að sláturhússrekstur á Kópaskeri hafði lagst niður. Sláturhúsið á Kópaskeri er í fullu gengi til starf- semi sinnar, fjárhagserfíðleikar kaupfélagsins urðu hins vegar til þess að uppihald varð á rekstri þess af hálfu heimamanna. Nú hafa bændur á svæðinu ffá Jökulsá og norður yfir Öxarfjarðarheiði gengist fyr- ir stofnun hlutafélags um að eignast sláturhúsið á Kópaskeri og halda uppi rekstri þess. Hér er því um víðtækt samstarf milli sveitarfélaga að ræða, margra einstaklinga og Kaupfélags Langnesinga á Þórshöfn, sem nú hættir sláturhússrekstri á Þórs- höfn. Sú lausn sem norður- þingeyskir bændur hafa sameinast um í sláturhússrekstri sínum varðar hér- aðið miklu í fjárhags- og atvinnumálum. AUGA FYRIR AUGA! Rcvkjavík hefur öðlast þann vafasama heiður að hafa tii að bera flesta ókosti stórborgar, en fæsta þá kosti sera stórborfj hefur upp á að bjóóa. I hverri einustu viku Cr- um við upplýst um Jikamsárásir, jafnvel raorð, setn berast inn á borð IBgreglu. bessi mál fljðta ion í seinvirkt dómskerflð óg loks þegar dómur fellur er það í mörgum til- felium orðið of seint. likamsárásir og manndráp eitur- lyfjaneyslu. Þess er skemmst að minnast að afgrciðsluraaöur á bensínstöð í borginuí var rayrtur i auðgunarskyni í vor, Þeir sem til þekktu felldo strax þann dðtn að þar hefðu eiturlyljasjóklingar ver- voðaverk var framið vissi undir- heiraaiýður horgarinnar hverjir gerðu það, mörgura dugum á und- au lógregluuuL Sióð hrana tvéggja óhamingjusörau mauna var síðan rakin af rannsókuarlögregiu og fíknkífnalftgreglu, frá einura dóp- salanum til annars, þar sem tvi- menningamir gerðu npp gamlar skuldir. Þeirsem voöaverkiðfrðmdu voru alls ekki einstakir í sinni röð. í hiif- uðborg Íandsins ganga lausir jafn- vcl tugir manna sem svipað er ástatt um. Konur og kurkir, sem eru það langt lcidd og skemmd af vftldum ffknlefna að þeirra eina hugsnn snýst uro að fjármagna neysluna i dag og á morgun. Það feiðin liggur hsegt og markvisst tii orðið verulega báð sterkura eitur- tyfjuin, kókuíni, amfetaraíni, LSD og jafnvcl beróini, er hœttukgt sinu umhverfl Fæst af þeira mái- om sem tengjast uppgjftri tnilli koma inn á mennings. EiturJyfjasjúldingar sera eru komnir langleiðina f ræsið, teknir fyrir af dílerum. bciin er misþyrmt, vehtir alvarlegir áverk- ar með hnífum eða ftðrura iag- vopnum, þetta fólk þegír og leitar eiUa tli lOgreglUr verkum íaiiijt lciddra fikniefna- arbrjáiæði og stöðugt hræddir sið anði og hefur gert það í niftrg ár, þrátt fyrir aðgerðir yfirvaida tfl þess að sporna við hennL mOdð rætt, en þegar kemur að þvf að takast á við vandaroálio virðist framkvæmdahugurinn dvfna, Ráðamenn, sem oft eru Iftt meðvit- aðir um hvað ei um þá, bafa au sér grein fyrir alvfiru máisins, þrátt fyrir að allir sem vflja heyra og skilja haii feogið augijósar vís- væri aft búa $vo aft æsku landsins að hön þyrftí ekki að flýja inn í þcir ímvnduðu sér að þar vœri á ekki lengur óhult f hftfbðborginni og ekkcrt útiit fyrir að sá skriðaof- af stað muni dvína. Þetta kallar á ir, meira cftirlit og barðari refsingar. Það hlýtur að vera krafa hins alraenna borgara að fikiiiefnadcild (ðgreglunnar verði efld og aft hún fát að bcita skai illt út reka. iiiíiiiil; VITT OG BREITT Jli pillii Fyrir hvað er borgað? Launaþrasið í landinu er iðulega illþolandi og ekki síst fyrir þá sök að lygi og fals er notað á ósvífmn hátt þegar samanburðarmeisturum tekst hvað verst upp. En það er því miður ærið oft. Þá er dregið sem mest má úr launagreiðslum til þeirr- ar stéttar sem heimtar hærra kaup í það og það sinnið og það sem verra er, öðrum launastéttum eru gerðar upp tekjur með órökstuddum stað- hæfingum um launaskrið og fleira að þeim toga. Hitt er annað að launamunur í vel- ferðarrikinu íslandi er mikill og yf- irleitt er óskiljanlegt hvemig ein- staka starfsstéttum tekst að fá ein- hveija til að borga sér þær upphæð- ir sem kaup þeirra sannarlega er oft á tíðum. Nú orðið vita víst allir að bæjar- og sveitarstjórar maka krókinn öðram launamönnum betur og er jafnvel sumum farið að þykja nóg um. Tíminn skýrði frá því í gær að bæj- arstjóm Selfoss hafi samþykkt þá ágætu tillögu að Samband sveitar- félaga fari að athuga þessi mál og geri einhveija brúklega áætlun um eðlilegt kaup til sveitarstjóranna. Margir kallaöir Það er sjálfsagt erfitt og krefjandi starf að annst framkvæmdarstjóm sveitarfélags með ótal embættis- og aðstoðarmönnum sér við hlið. En aðsóknin í svona atvinnu ber ein- hvem veginn með sér að hér sé um notaleg störf að ræða því margir em ávallt til kallaðir en fáir útvaldir þegar einhver hreppurinn þarf að byggja upp nýjan milljónamæring. Yfírleitt heyrist manni á sveitar- stjómarmönnum að hreppar þeirra og bæir hafi ekki úr miklu að moða þegar um er að ræða nauðsynlegar framkvæmdir sem til heilla horfa fyrir íbúana. Mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrota og dæmi em um að þau hafi þurft að segja sig til sveitar í bókstaflegri merkingu vegna aura- leysis. En þrátt fyrir fátæktina em alltaf til nógir peningar til að greiða há- embættismönnum hreppanna kaup sem hvergi sést á kauptöxtum neinna annarra launþega. Við hvaða laun vinnuveitendur sveitarstjóra miða þegar þeir ákvarða taxtana hljóta þeir að vita. En þeir munu ekki telja sig þurfa að upplýsa fyrir kjósendum sínum hvaða taxtar það em og enn síður hvað þeim þóknast að borga emb- ættismönnunum í kaup og oft á tíð- um verðmæt hlunnindi. Útsvarsgreiðendur eiga að borga skattinn sinn og hirða svo það sem bæjaryfirvöld rétta þeim og halda sér saman. Verömæt störf Það em svosem fleiri en bæjar- stjórar sem vinna margfalt verð- mætari störf en almennt gengur og gerist á vinnumarkaði. En þeir hafa þá sérstöðu að vera sérstakir þjónar skattgreiðenda og sækja kaupið sitt beint í framlög þeirra til hreppsins síns. Eða er þetta kannski öfugt? Ef til vill getur einhver sveitarlimurinn svarað því? DV hefúr verið að reikna út tekjur ýmissa launamanna í hærri skalan- um og er útkoman fengin með því að athuga skattskrá. Þama kennir ýmissa grasa. Mörg ríkisfyrirtæki sjá t.d. ekkert eftir því að greiða forsvömm sinum sem nemur fimm- til sexföldum há- skólakennaralaunum og áttföldum launum hjúkrunarffæðinga. Engum dettur samt í hug að loka svona fyrirtækjum eins og einstaka sjúkradeildum vegna þess að spara þarf kaupgreiðslur. Framkvæmdastjórar fyrirtækja, sem hvergi nærri standa undir eigin rekstri og biðja ríkið og guð að hjálpa sér að komast úr kröggum, geta fengið jafnvel tvöföld bæjar- stjóralaun fyrir ffamlag sitt til fremdar fyrirtækjanna. Svona em mörg dæmin um að hvergi skortir fé tií að borga ríflegt kaup til þeirra sem verðir em launa sinna. Hins vegar ætlar öll þjóðfé- lagsbyggingin að hrynja til grunna ef undirsátar biðja um að bæta ein- hveiju smáræði við kaupið sitt. Að lokum lítil spuming til sveitar- stjómarmanna og annarra sem greiða hina miklu taxta. Fyrir hvað emð þið að borga? OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.