Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 16. ágúst 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Þórarinn Þórarinsson: Enskur stjórnmálaleiðtogi gefur Sjálfstæóisflokknum holl ráð um EB í Bríissel stendur nú yfir mikil deila innan Efnahagsbandalags Evr- ópu um framtíð þess eða réttara sagt hvert það eigi að stefna. Hér var nýlega á férðinni einn merkasti leiðtogi breska fhaldsflokksins og átti m.a. viðræður við foríngja Sjálfstæðisflokksins. í viðtali við hann, sem birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst, barst talið m.a. að þessum ágreiningi i Briissel og forust lávarði þá þannig orð: „Við ættum að flýta okkur hægt að sameina 12 ólíkar þjóðir í eitt ríki,“ segir Young lávarður, tjmim vara- formaður breska íhaldsflokksins, um þróunina í Evrópubandalaginu (EB). Lávarðurinn, sem var staddur hér á landi í síðustu viku, segir að ólíkar áherslur í málum bandalags- ins snúist um tvær leiðir. Annars vegar hvort stefna beri að stjómar- farslegri einingu rikjanna tólf með tilheyrandi miðstýringu eða mynd- un laustengdara bandalags sem e.t.v. geti síðar spannað alla álf- una.“ í viðtalinu er vikið að hugsanlegri aðild íslands að Efhahagsbandalag- inu. Um það segir svo í viðtalinu: „Þetta er fyrsta heimsókn Young lávarðar hingað til lands. Er hann var spurður hvort hann ráðlegði ís- lendingum að sækja um aðild að EB sagðist hann alls ekki vilja gefa okkur nein ráð, við væmm fullfær um að taka ákvarðanir sjálf. Hins vegar sýndist honum ljóst að þjóð sem réði yfir svo miklum náttúm- auðæfum hlyti að spjara sig vel, hvort sem hún yrði í bandalaginu eða utan þess.“ Það verður ekki annað sagt en að hinn enski stjóm- málaleiðtogi hafi gefið íslenskum flokksbræðram sínum holl ráð, ef þau hafa verið á sömu leið og Morgunblaðið hefur eftir honum. í fyrsta lagi eiga íslendingar að fara sér hægt meðan ekki er fullljóst hvert Efnahagsbandalagið stefnir. I öðra lagi eiga íslendingar ekki að óttast það, þótt þeir lendi utan í fyrsta lagi eiga íslendingar að fara sér hægt meðan ekki er fullljóst hvert Efnahags- bandalagið stefnir. í öðru lagi eiga íslending- ar ekki að óttast það, þótt þeir lendi utan bandalagsins að lokum, því að þjóð, sem ráði yfir eins miklum náttúru- auðæfum og íslending- ar, geti spjarað sig, hvort sem hún yrði í bandalaginu eða utan þess. bandalagsins að lokum, því að þjóð, sem ráði yfir eins miklum náttúra- auðæfum og Islendingar, geti spjar- að sig, hvort sem hún yrði í banda- laginu eða utan þess. Hér er ekki tekið undir áróður þeirra trúboða sem hvetja Islendinga til að ganga strax í bandalagið, því að ella muni öll físksala stöðvast af óyfirstígan- legum tollmúr hins nýja Evrópurik- is. íslendingar hafi því um tvennt að velja, annars vegar eymd og volæði og hins vegar sæluvist í hinu nýja miðstýrða Evrópuriki sem enn er ekki fiillséð hvað úr verður. En þótt það komist á laggimar er rangt að það muni setja Islendingum afar- kosti og íbúar þess hætta að borða íslenskan fisk. Þetta er jafhslæmur átrúnaður og að vanmeta söluhæfni íslenskra sjávarafurða. Að lokum skal svo birt ffásögn Morgunblaðsins af starfsferli og stöðu Young lávarðar til að sýna að þar fer enginn ómerkingur: „David Ivor Young, sem var aðlaður 1984 og heitir nú Young lávarður af Graffham, er stjómarformaður nokkurra alþjóðlegra stórfyrirtækja í Bretlandi en mun vera aðalráð- gjafi Thatcher við næstu þingkosn- ingar er verða ekki seinna en 1992. Lávarðurinn, sem er 58 ára gamali, á sæti í lávarðadeild breska þings- ins en hefur aldrei setið í neðri mál- stofunni. Foreldrar Youngs lávarðar vora innflytjendur, faðirinn Lithái en móðirin þýsk. Hann er lögffæð- ingur að mennt, hefur lengst af stundað kaupsýslustörf og verið einn af nánustu samstarfsmönnum og ráðgjöfum Margrétar Thatcher forsætisráðherra ffá 1979. Hann var ráðherra án ráðuneytis 1894, at- vinnumálaráðherra 1985-1987 og viðskipta- og iðnaðarmálaráðherra 1987 til 1989 er hann sagði af sér ráðherradómi til að gegna öðrum störíum. Sama ár var hann kjörinn varaformaður íhaldsflokksins en sagði af sér fyrir tveim vikum. Hann hefiir oft verið nefhdur einn af mögulegum arftökum Thatcher. Young lávarður var talinn eiga mik- inn þátt í sigri íhaldsmanna í þing- kosningunum 1987 en hann var einn af helstu skipuleggjendum kosningabaráttunnar.“ BÓKMENNTIR IPOKAHORNINU Kari Helgason: I pokahomlnu. Verölaunabók. Þegar Armann Kr. Einarsson varð sjötugur var Verðlaunasjóður barnabóka stofnaður. Það var fjöl- skylda Ármanns og bókaútgáfan Vaka sem lögðu til stofnféð. Síðan hafa fleiri tekið þátt í kostnaðinum. Og nú hafa verðlaun verið veitt f fimm skipti. Sá er verðlaunin vann þetta ár er Karl Helgason ritstjóri. Eins og stundum áður er það fyrsta bók höfundar sem hlýtur verðlaun í þessari keppni, því að þetta er fyrsta bókin sem Karl lætur frá sér fara. Söguhetjan er 12 ára drengur. Hann er stundum vansæll vegna þess að honum er stritt og hann hef- ur ekki unnið sér til frægðar likt og hann þráir. Hann dreymir um viður- kenningu og afrek og dvelur oft í heimi draumanna. Það er alltaf eitthvað að gerast. Ungur maður reynir að ná sáttum við lífið. Til þess er leitað ýmissa ráða, misjafnlega góðra og misjafn- lega skynsamlegra eins og gengur. Samhliða því verður hinn ungi maður að endurskoða verðmætamat sitt. Og hann vitkast af reynslu sinni. Karí Helgason. NÆFIR EINFARAR 0G ALÞYÐUMYNDIR Einfarar í íslenskri myndlist Höf: Aöalstelnn Ingólfsson Útg: Almenna bókafélagiö i samvinnu við lceland Revlew, Reykjavik 1990. Tilgangur bókarinnar um einfara í ís- lenskri myndlist er að sögn Aðalsteins Ingólfssonar sá að einhveijir hafi ánægju af. Ekki er ætlunin að breyta viðhorfum efasemdamanna í garð ut- anveltumanna í myndlist, geðsjúkra, bama og alþýðulistamanna. Þó væri það ánægjuleg aukageta. Þetta kemur ffam í annars fróðlegum inngangi Að- alsteins og er greinilegt að markmið höfundar og útgefanda hefði mátt vera lítið eitt háreistara gagnvart skjól- stæðingunum sem í bókina völdust, sjálfum listamönnunum. Aðalsteinn gerirnokkuð langan inn- gang um alþýðulistamenn og sál- sjúka málara. Virðist honum i mun að setja ísland á blað í samanburði við útlenda lexikona um ffumstæða list af ýmsu tagi allt frá tímum hellarist- anna. Fræðiritin era ýmist safnrit um list bama, næfra (naif-ista), geð- sjúkra, einangraðra þjóðflokka og al- þýðulistamanna eða þá sérstök rit um myndlist sálsjúkra. Það sem samein- ar er brenglun á rökrænni heims- mynd. Þegar á hólminn er komið forðast hann greinilega að nefna nokkra íslenska listamenn i flokki geðveikra og ekkert dæmi er tekið um listir bama. Trúlegt er að ekki hafi verið rými í einni bók fyrir sýn- ishom af listum bama og lasburða á sinni. Því er að sjá að aðeins sé fjall- að um listir næffa og alþýðuli&ta- manna. Þetta era listamenn frásagna og skreytinga af misjafhri getu en mikilli tjáningarþörf. Þó að geðlækn- ar telji sig geta notað myndsmíðar til hjálpar við sálffæðigreiningu get ég ekki neitað því að mér hefur alltaf þótt hálfhjákátlegt þegar listfræðing- ar róa á þau mið. Þeir ættu þess í stað að einbeita sér að því að rista stöðugt dýpra í faglegu mati. Ellefu einfarar Þeir ellefu sjálfstæðu listamenn al- þýðunnar, indriðar myndlistar, sem valdir era til bókarinnar era Sölvi Helgason, Karl Einarsson Dunganon, Ólöf Grimea Þorláksdóttir (Gríma), Stefán Jónsson ffá Möðradal, Eggert Magnússon, Þórður Valdimarsson (Kikó Korriró), Sigurlaug Jónasdótt- ir, Kristinn Ástgeirsson, Gunnar Guðmundsson og Guðmundur Ófeigsson. Spannar listin allt ffá ein- faldri ffásagnarþörf um fyrri tíma bú- hætti til hugaróra og samskipta manna við álfa og huldufólk. Fjöldi mynda í bókinni er ljós vott- ur um þá skapandi listamenn sem af ólikum ástæðum hafa ekki notið fag- legrar tilsagnar í málaralist eða að- eins lært að lágmarki, en mála falleg- ar, djarfar, líflegar og umhugsunar- verðar myndir. Það er sorglegt ef satt er að enginn þessara alþýðulista- manna hafi hlotið náð fyrir augum stjómenda Listasafns Islands utan Dunganon. Ljósmyndir Páls Stefánssonar og annarra era góðar og ffágangur bók- arinnar til prýði, þótt vitanlega sé leiðinlegt til þess að vita að Almenna bókafélagið hefur þurft að leita til Ítalíu með prentun. Bókin er í heild vel unnin og full af fallegum mynd- um. Ekki er reynt að fara út fyrir regl- ur um hefðbundið bókaumbrot, þó að innihaldið gef að þessu sinni tilefni til þess. I ffamhaldi af þessari bók þarf að mínu viti að huga að þeim listamönn- um alþýðunnar sem teljast aðeins vera fristundamálarar og venjulegt fólk. Þeir era til i hveiju héraði og þótt ekki væri tekinn nema einn slík- ur listamaður úr hveijum landshluta er eins víst að safnið yrði bæði ffóð- legt og ánægjulegt. Rauður þráður þvílíkrar bókar gæti t.d. verið það sérkenni íslenskrar myndlistar að vera djarftækur til óvenjulegra lita. Til að komast í slíka sýnisbók þyrftu menn því ekki endilega að vera sál- sjúkir, þroskaheftir, næfir eða húk- andi utan garðs. Venjulegir málarar alþýðunnar hafa vissulega verið af- skiptir og færi vel á þvi að gera veg þeirra meiri í samræmi við þann tón sem sleginn er í þessari bók, Einfarar í islenskri myndlist. Það væri ánægjulegt og eins víst að aukageta slíkrar bókar yrði hvatning til ólærðra hæfileikamanna og virðing- arauki þeirra sem það eiga. Kristján Björnsson Bamabók þarf að vera gerð af skilningi á bemsku og bami. Hún á að túlka bemskuna rétt, segja frá sorgum og gleði bamshugans af skilningi. Þegar það tekst verður til góð bók sem verið getur góð og gagnleg lesning fyrir fólk á öllum aldri. Verðlaunabækur íslenskra bama- bóka hafa uppfyllt þessi skilyrði. Hér verður ekki gerður neinn sam- anburður á þeim, en þessi fimmta í þeirri röð skipar sæti sitt með sóma. Hér er bernskum tilfinningum lýst af nærfæmum skilningi. Og það ræður úrslitum. Ármann Kr. Einarsson beitti sér fyrir þvi að bamabókmenntir yrðu metnar jafnt og annar skáldskapur. Sú viðleitni hefur borið árangur. Það fer vel á því að viðurkenning á því sem vel er gert í þeim efnum tengist nafni og minningu hans. En megintilgangur Verðlaunasjóðs ís- lenskra bamabóka er að örva fólk til að skrifa bækur fyrir böm og unglinga og stuðla þannig að auknu framboði úrvalsefnis fyrir æsku landsins. Þar til má telja verðlauna- bækur sjóðsins. í pokahominu er saga sem sögð er vafningalaust með hressilegum og gagnorðum stíl, laus við ónytju- mælgi. Það eru líka góðir kostir. H.Kr. Einleikur á bók Ljóðabók eftir Hrafn Harðarson. Fyrsta einleiksbók höfundar er nýkomin úr prentun og ber þetta heiti: Þríleikur að orðum. Áður hafði hann verið með þeim Magnúzi Gezzyni og Þórhalli Þórhallssyni í riti sem heitir Fyrr- vera. Sami höfundur á ljóð og smásög- ur í tímaritum og blöðum frá fyrri árum. Bókin er aukin myndum Hamar Hrafnsdóttur. Páll Bjamason prentaði hana og Stefán Jón Sigurðsson batt. Hún er gefin út á kostnað og ábyrgð höfundar og fæst hjá honum. Hrafn Andrés Harðarson Þríleikur að orðum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.