Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 18

Tíminn - 16.08.1990, Blaðsíða 18
18 Tíminn ' Fimmtudðgur 16. ágúst '1990 MINNING Borghildur Jónsdóttir Til er ljóð eftir vestur-íslenska skáldið Stefán G. Stefánsson sem hann nefnir: Gömul trú. Þar yrkir hann af trúarlegu innsæi um skilin stóru milli lífs og dauða, þetta óræða sem allra bíður, þótt enginn viti hve- nær þar að kemur. Og skáldið kveður: Seint eður snemma á sama tíma sofna muntu hinsta blundinn. Hvar eða hvemigþað að ber enginn veit, en þetta er stundin. Það var þessi „stundin eina“ sem vitjaði Borghildar Jónsdóttur að kvöldi þriðjudags 7. ágúst sl. Þá sofnaði hún hinsta blundinn, komin hátt á níræðisaldur. í dag er hún jarð- sungin ffá Akureyrarkirkju. Andlát Borghildar kom okkur ekki með öllu að óvörum. Hún hafði átt góða heilsu til hárrar elli. En nú fór sól að nálgast æginn. Borghiidur hafði verið rúmfost síðustu dagana og sýnt var að hveiju dró. En and- látsfregnin snart mig og fjöiskyldu mína mjög djúpt. Við sem þekktum hana svo vel og vorum henni svo ná- in öll árin okkar á Akureyri. Okkur er tamt að líta á dauðann í fjarlægð. Fregnin vakti djúpa og viðkvæma þögn á meðan við vorum að átta okkur á því sem gerst hafði: Borg- hildur dáin. Það er huggun og hjálp í sorg og söknuði að hér kom dauðinn svo milt og hljótt „eins og léttu laufi lyfti blær ffá hjami.“ Borghildur Jónsdóttir var austfirskr- ar ættar. Hún var fædd á Bakka á Búðareyri við Reyðarfjörð, 26. des- ember 1901. Foreldrar hennar voru Jón Óskar Finnbogason, kaupmaður á Búðareyri, og kona hans Björg ís- aksdóttir. Þeim var fimm bama auð- ið. Borghildur var næstyngst. Yngst var Rannveig Þór. Óskar bróðir þeirra gerðist kaupmaður vestur í Kanada. Albert var prentmeistari og lengi bóndi á Hallkelshólum i Gríms- nesi. Fyrsta bam foreldra Borghildar var drengur, Friðrik að nafni, sem dó ársgamall. Það var árið 1910 sem fjölskyldan hleypti heimdraganum og fluttist alla leið vestur um haf til Winnipeg í Kanada. Guttormur, bróðir Jóns, var þá fluttur þangað og hvatti bróður sinn til fararinnar. En heimþráin var sterk er þangað kom. Jón Finnboga- son festi eigi yndi á framandi grund. Hann flutti aftur heim til íslands með fjölskyldu sína. Fyrst til Reykjavíkur þar sem h«mn stunéaéi kaupmemwku sem fyrr næstu árin. Árið 1914 fluttu þau svo til Akweyrar. Jóa gerðist starfsmaður Gránufelagsms, en varð sfðan bankaritari Landsbankans á Akureyri. Borghildur var þvl á ferm- ingaraldri er hún kom tH Akureyrar og þannig bar það til að hún hafði þá ferðast um langan veg ffá fæðingar- stað sínum við Reyðarfjörð til Akur- eyrar, þar sem hún átti síðan heima til hinsta dags. Við minnumst hér merkrar konu sem var gædd miklum hæfileikum og mannkostum sem hún ávaxtaði ríku- lega á langri ævi. Þann 20. nóvember 1926 giftist hún Jakobi Frimannssyni Jakobssonar trésmiðs ffá Grisará f Eyjafirði og konu hans, Sigriðar Bjömsdóttur, sem var fædd á Upsum í Svarfaðardal og alin upp í Syðra- Garðshomi í sömu sveit. Jakob Fri- mannsson var þá fúlltrúi kaupfélags- stjóra KEA, Vilhjálms Þór, en þeir voru svilar. Jakob, sem hafði lokið prófi ffá Verslunarskólanum í Reykjavik 1918, tók við stöðu kaup- félagsstjóra þegar Vilhjálmur var kjörinn til nýrra starfa og flutti úr bænum. Þegar hinsta stundin er komin í lífi Borghildar Jónsdóttur nemum við staðar í hljóðri þökk og bæn. Við minnumst hins fagra ævidags sem nú er á enda. En Borghildar verður vart minnst án þess að hugsa til Jakobs, sem við nú sendum okkar innileg- ustu samúðarkveðju. Hjónaband þeirra var sérstaklega farsælt og þau samhent og samstillt f lffi sínu og starfi. Á þetta rainntu þau hjónin fyr- ir skemmstu svo eftirminnilega þar sem þau sátu htið við hlið í samsæti bæjarstjómar Akureyrarbæjar og Kaupfélags Eyfirðinga er þeim var haldið til heiðurs á nfutfu ára afmæl- isdegi Jakobs, heiðursborgara Akur- eyrar. Umkringd fjölskyldu sinni, ættingjum og samferðafólki geislaði ffá þeim ástúð, vinátta, kærleikur og trygglyndi sem jafnan einkenndi þau. Það vakti sérstaka athygli mfna í afmælishófinu að sjá hve dóttur- bömin þeirra, Jakob Frímann og Borghildur, báru mikla umhyggju fyrir þeim og létu. sér aimt um þau á allan hátt. Og svo var yngsti þátttak- andinn, dóttir Jakobs Frímanns, langömmubamið, sem gekk á milli gestanna, augnayndi attra, alnafha Bryndísar, einkabams þeirra heið- urshjóna. Bryndfs, eða Dísa ems og hún var aHtaf köfluð, var mikfl hæftleikakona sem dó langt um aldur fram 1986. Hennar er nú einnig mkwst með hlý- hug og söknuði. Bryndfs Jakobsdótt- ir giftist Magnúsi Guðmundssyni heildsala ffá Hvítárbakka f Borgar- firði og böm þeirra eru Jakob Fri- mann tónlistarmaður, kvæntur Ragn- hildi Gísladóttur söngkonu, og Borg- hildur, BA ffá H.Í., gift Gisla Gunn- laugssyni tækniffæðingi. Bryndís og Magnús slitu samvistir. Bryndís gift- ist öðru sinni Gísla Jónssyni mennta- skólakennara en þau skildu. Þegar þessi hinsta kveðjustund er komin vil ég fyrst af öllu færa Borg- hildi þakkir ffá okkur Sólveigu og bömum okkar. Það var mér ómetan- legt hve Jakob og Borghildur sýndu fjölskyldu minni mikinn foður- og móðurkærleik ffá því fyrst að við komum til Akureyrar. Ég hef sjaldan kynnst eins bamgóðri konu og Borg- hildi og þess eiginleika fengu bömin okkar ríkulega að njóta. Hið kær- leiksrika og gestrisna heimili þeirra hjóna var okkur ávallt opið. Þar minnumst við ótaldra ánægjustunda sem orð ná skammt til að lýsa. Af- mælisdagur Borghildar, 26. desem- ber, var á sérstakan hátt tengdur jóla- gleðinni i okkar fjölskyldu. Þegar Kristur bjó lærisveinana und- ir dauðastund sína og viðskilnaðinn sagði hann í bæn fyrir þeim: „Faðir, stundin er komin. Gjör son þinn dýr- legan.“ Andi Krists f bænirmi kemur einnig ffam í ljóði Stefáns G. sem minnst var á i upphafi. Þess vegna er yfirskriffin ekki aðeins: Gömul trú, heldur ný á liðandi stund við dauðans dyr. Þaé kemur svo skýrt ffam í loka- orðum Stefáns G. þegar ham fwtg- leiðir fótmálið mifti Hfs og dauða: Hvar eða hventig það aó ber engu skiptir Ijóssins vini. Árdags vegsemd við þeir sofna, vakna i Zions geisla skini. Huggun veitist ykkur i þeirri trú, elsku vinir sem eftir lifið. Blessuð sé björt og fbgur minning Borghildar Jónsdóttur. Pétur Sigurgeirsson og fjölskylda ÚR VIÐSKIPTALÍFINU KÍNVERSKUR GERVIHNÖTTUR Fyrsta fjarskiptahnettinum í Asíu skutu Kínveijar á loft 7. apríl 1990 ffá eldflaugastöðinni Xichang í Sichuan- fylki. Hnötturinn, Asiat-1, hefúr 24 rásir til sjónvarps eða fjarskipta og höfðu 19 þeirra verið útleigðar 17. april (14 til Hong Kong, 3 til Suður- Kóreu, 1 til Mongólíu og 1 1/4 til Myanmar, Burma). Gervihnöttinn Hughes Aircraft Company í Banda- rikjunum en var á loft skotið með kin- verskri eldflaug, Göngunni löngu - 3. Upp kominn á sporbaug kostaði gervihnötturinn 140milljónirdollara. í Kína er meira kolanám en í nokkru öðm landi. Nam það 1.050 milljón- um tonna 1989 (en 32 milljónum tonna 1949). Fær Kína 70% orku sinnar úr kolum. í jörðu í Kína eru 4.490 milljarðar tonna af kolum ofan 2.000 m dýptarmarks, að áætlað er. Fujitsu kaupir ICL Fujitsu hefúr keypt 80% hlutafjár stærsta breska tölvufyrirtækisins, Intemational Computers Limited (ICL), dótturfyrirtækis STC, hins breska rafeindafyrirtækis, á 742,8 milljónir punda, að tilkynnt var 30. júlí 1990. Eftir kaupin er Fujitsu annar stærsta tölvufyrirtæki í heimi (næst á eftir IBM). Um kaupin sagði Nature 2. ágúst 1990: „ICL verður rakið til fyrirtækis sem breska Ferranti- fé- lagið réðst í seint á fimmta áratugn- um og af spratt tæknilega langt kom- in digitaitölva (1949). En þær vonir bmgðust að vélin yrði undirstaða velmegandi bresks tölvuiðnaðar sakir þeirra sérkennilegu bresku væntinga að áffam bæri tæknilega ffamvindu þótt fjárffamlög væra skorin við nögl. Síðustu fjóra áratug- ina hefúr fyrirtækið nokkmrn sinn- um verið hætt komið, en síðastliðinn áratug gat það sér lofsvert orð sem óháður ffamleiðandi ,ynainframe“ véla með margslungnum hugbún- aði.“ Formule-1 Accor, ffanski hótelhringurinn, hef- ur keypt 55% hlutafjár í Motel-6, bandariskri mótelkeðju, af fjársýslu- fyrirtækinu Kohlbeig Kravis Roberts sem keðjuna keypti 1985 á 881 millj- ón dollara en seldi og bauð út 45% hlutafjárhennar 1986. Hefúrþað síð- an varið til hennar allmiklu fé. Kaup- verð Accor mun vera 1.220 milljón dollarar. í Bandarikjunum á Motel-6 mótel við þjóðvegi í 40 ríkjum með 61.591 heibergi. Næturgisting í þeim kostar minnst $26,95. Nýting her- bcrgja mun nú 77%, nálega 10% hærri en í bandarískum hótelum að meðaltali. Accor er nú stærsti hótelhringur í heimi og hefúr 131.900 herbergi en næstur kemur Marriott-hringurinn með 109.600 herbeigi. Velta Accor 1989 varFff 19,9 milljarðaroghagn- aður fyrir skatta Fff 7.365 milljónir. Accor hyggst hafa Motel-6 sérstakt fyrirtæki, Intemational Budget Hot- els, og bjóða út hlutafé þess. Sjálfur mun hringurinn eiga 35-40% hluta- fjárins, en væntir þess að stóran hlut taki viðskiptabankar sínir — og hlut- hafar — Societé Generale de Belgique, Banque National de Paris og Banque de Suez. Accor hóf starfsemi með yfirtöku og kaupum á hótelkeðjunum Novot- el, Sofitel, Mercure og Ibis. um miðj- an níunda áratuginn tók hann að koma upp hótelum, að nokkm með nýju sniði, Formule-1, sem bjóða til- tölulega ódýra gistingu, nú minnst Fff 120 á nóttu. Em þau hótel nú um 120. Og er Accor að koma upp slík- um hótelum í Belgíu, Hollandi, Þýskalandi og Bretlandi. Nýting her- bergja i þessum Formule-1 hótelum er um 86% en um 67% í öðmm hót- elum hringsins. Forstöðumenn hringsins em Paul Dubrule og Gér- ard Pélisson. Stígandi Magnús Guðmundsson Fæddur 31. maí 1912 Dáinn 9. ágúst 1990 Að leiðarlokum er ljúft og skylt að færa Qarska góðum nágranna um fjölda ára alúðarþakkir fyrir verm- andi viðmót og ánægjulega sam- fylgd. Magnús Guðmundsson var afar vandaður maður til orðs og æð- is, sérstaklega iðjusamur, fjölþætt- um gáfum gæddur og hafði það að lífsmarkmiði að vinna svo hvert verk sitt að í engu þyrfti um að bæta. Magnús Guðmundsson var lifandi dæmi heilbrigðra og hollra lífshátta, hann fýlgdi hollustuboðun sinni eftir i hvívetna. Hann var sannur bindindismaður og hafði þar um eindregnar skoðanir, hann var mikill útivistar- og íþróttamaður sem oftast hljóp við fót, enda frísk- leikamaður til sálar og likama. Hann var mjög góður hagyrðingur, en hógværð hans og hlédrægni hindmðu það að við hin fengjum notið góðrar gáfu hans. Þó mun hann á yngri áram hafa glatt eyra sveitunga sinna með hnyttnum stökum og gamanmálum sem vora listilega gerð, enda var hann flytj- andi góður og leikari um leið. Magnús var skoðanafastur í hverju einu og hvikaði lítt í ölduróti breyt- inganna, þó sjálfúr væri hann nýj- ungagjam og um margt hugvits- maður. Hann var mikill og einlægur sam- vinnumaður sem fylgdi Framsókn- arflokknum af mikilli alúð en án allra öfga. Hann var fyrst og síðast vinstri sinnaður félagshyggjumaður í orði sem á borði og sá í samhjálp fjöld- ans möguleika til meiri átaka sam- félaginu öllu til góða. Hann átti hlýtt og notalegt viðmót og samþætt íbyggni og alvöra var gamansemin góð. Hann sem þau hjón bæði vora framúrskarandi nágrannar. í þeirri orðabók var nágrannakrítur áreið- anlega ekki til. Starfsvettvangur Magnúsar var hjá Kaupfélagi Héraðsbúa og megin- þáttur þess starfs var yfirumsjón frá Odda, Reyðarfirði með viðamikilli bifreiðaútgerð kaupfélagsins ásamt vöraafgreiðslu og óteljandi öðram þáttum. Farsæld fylgdi samviskusemi hans og nákvæmri natni og jáyrði hans vora slík að þeim mátti treysta í hví- vetna. En Magnús lagði á fleira gjörva hönd og gaf sig að mörgu, sem von var um hæfileikaríkan mann. Hann var með bókaverslun heima um áratugi, fór enda vel á því með bókhneigðan mann og vandlátan á bókaval sitt. Hann var í eðli sínu ágætur bóndi og stundaði lengi búskap og lagði að þvi elju sína og alúð sem öðra. Magnús gegndi að vonum fjöl- mörgum trúnaðarstörfum heima, enda vel fyrir því séð er hann tók að sér. Hann var m.a. formaður skóla- nefndar og í skattanefnd um skeið. Sýslunefndarmaður var hann all- lengi og hreppstjóri til margra ára. Hann var í fjölda ára í stjóm Kaup- félags Héraðsbúa og varaformaður stjómar um langt skeið. Hvaðeina var unnið af einstakri vandvirkni og trúmennsku. Ekki skal hér farið út í eitthvert æviágrip hans. En Magnús var fæddur 31. maí 1912 að Vallanesi á Völlum. Hann var sonur hjónanna Aðalbjargar Stefánsdóttur og Guð- mundar Þorbjömssonar múrara- meistara. Magnús lauk prófi frá Samvinnuskólanum 1931 og mun sú haldgóða menntun hafa nýst hon- um mæta vel, en sjálfsnám hans mun þó ekki hafa verið síðra. Eftirlifandi konu sinni, Unni Gunnlaugsdóttur, kvæntist hann 31. maí 1942 og bjuggu þau allan sinn búskap á Reyðarfirði, lengst af I Odda, sem þau vora löngum kennd við, en þau vora svo nýflutt í þjón- ustuíbúðir aldraðra á Egilsstöðum. Unnur er glaðlynd og hress mynd- arkona, góð húsmóðir og ævinlega hin elskulegasta í viðmóti. Þau hjón eignuðust þrjú böm: Þór- unni Aðalbjörgu, Yngva Guðmund og Helga Þröst, en auk þess var Harpa Jónsdóttir þeim eiginlega fósturdóttir sem þau sýndu sömu elskusemi og eigin bömum. Sem nemendur minir um árabil og góðvinir um leið, er ljúft að mega segja um þau að þar fari efnismann- eskjur að allri gerð. Traustur maður og góður granni er genginn á braut. Honum er af alúð þökkuð áratuga samfylgd, sem aldrei bar á skugga. Hann var vammi firrtur vaskleika- maður sem hafði þá lífsreglu helsta að orð skyldu standa. Við hjónin færam Unni og bömum þeirra okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Magnús var drengur góður sem gæfa var að mega eiga að samfylgd- armanni. Hans mæta minning mun geymast okkur sem áttum þá gæfu. Helgi Seljan Ertu hættulegur IUMFERÐINNI ° án þess að vita það? L rVj Morg lyf hala svipuö áhrif /rjyj og áfengt U Kynnlu pér vel lyfið gggj sem þú nolar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.