Tíminn - 17.08.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Föstudagur 17. ágúst 1990 Tíminn MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. Ingvar Gíslason Aðstoðarritstjóri: Oddur Ólafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Stefán Ásgrímsson Auglýsingastjóri: Steingrímur Glslason SkrifstofurLyngháls9,110 Reykjavlk. Sími: 686300. Auglýsingasimi: 680001. Kvöldsfman Askrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Oddi h.f. Mánaöaráskrift kr. 1000,-, verð f lausasölu kr. 90,- og kr. 110,- um helgar. Gmnnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Afvopnun hafanna Haldin er um þessar mundir á Akureyri ráðstefna á vegum utanríkisráðuneytisins um takmörkun víg- búnaðar á höfúnum og það sem á stofnanamáli er kallað traustvekjandi eða traustbyggjandi aðgerðir. Ef hér er um tvískipt efni að ræða er sýnt að hið fyrra hlýtur að vekja sérstakan áhuga Islendinga, þ.e. takmörkun vígbúnaðar á höfúnum. Þess er vert að minnast að forsætisráðherra og ut- anríkisráðherra hafa með eftirtektarverðum hætti vakið máls á því á ráðherra- og leiðtogafúndum Atlantshafsbandalagsins, að afvopnun hafanna megi ekki verða út undan í umræðum um afvopn- unarmál. Frá íslensku sjónarmiði er þetta mikilsvert mál. Takmörkun vígbúnaðar á höfúnum hefur verið pólitískt umræðuefni hér á landi um langt skeið og tekið fyrir sem þingmál oftar en einu sinni á löngu tímabili. Sérstaklega hlýtur íslendingum að vera þymir í augum að Norður-Atlantshafið er kjam- orkuvætt, það er kjamorkusvæði til jafns við önnur slík svæði í heiminum, þótt á landi séu. Hugmyndin um alþjóðlega ráðstefnu hér á landi um afvopnun hafanna er ekki ný og til slíkrar ráð- stefnu hefur áður verið boðað. Elsta dæmi um þessa hugmynd er að fínna í tillögu um alþjóðlega ráð- stefnu á íslandi um afvopnun á Norður- Atlantshafi, sem Guðmundur G. Þórarinsson aljim. var aðal- flutningsmaður að á Alþingi 1981. A þessum tíma var sérstök ástæða til að óttast að kjamorkuveldin yrðu hvött til þess að auka ffernur kjamorkuvæð- ingu á höfúm en draga hins vegar úr staðsetningu kjamavopna á meginlandinu. A þetta atriði benti Guðmundur G. Þórarinsson í framsöguræðu fyrir tillögunni og lagði áherslu á að slík stefna væri ógn- un við tilveru íslensku þjóðarinnar sem ætti sitt undir lífríki norðurhafa. I ræðu sinni sagði hann m.a.: „Einungis slys á kjamorkuvopnuðum kafbáti við Island gæti valdið geislun, sem mundi draga vem- lega úr sölumöguleikum íslendinga á fískafúrðum sínum. Hér er um mikla hættu að ræða og einfaldur líkindareikningur segir okkur að þeim mun fleiri sem þessir kafbátar verða ... þeim mun meiri líkur em á að óhapp geti orðið, jafnvel þó að ekki færi svo illa að kjamorkuárás yrði gerð á kafbát hér.“ Þessi orð Guðmundar G. Þórarinssonar em enn í fúllu gildi. Þótt kjamorkuveldin ætli að halda til streitu stefnu sinni mn að láta takmörkun vígbúnað- ar á höfúnum sitja á hakanum — eins og sýnt er að þau muni gera — eiga íslendingar að halda fast fram því sjónarmiði sínu, að takmörkun á kjam- orkuvopnum á höfúm verði ekki dregin á langinn. Islensk utanríkisstefna mótast af því viðhorfi að öll norðurslóðin verði viðurkennd sem kjamorkulaust svæði. Svo lengi sem Norður- Atlantshaf er kjam- orkuvætt er tómt mál að tala um Norðurlönd sem kjamorkuvopnalaust svæði, síst af öllu ísland. GARRI Fagur fiskur úr Þegar enn var nægur fiskur i sjönum voru sagðar mikiur afla- fréitir i btöðunum og útvarpinu. Þórti sumiim nóg um þegar verið var að þylja aflafréltir úr ver- stöðvunum íaka til hve mörg skip- pund rinhver og elnhver linubát- urinu kom með að landi eftlr sói- arhringiun. Á sumrin var ekki flóafiiður fyrir fréttnm af köstum sildarbátanna oghve mörg mái og tunnur þeir fengu i kasti og hvar aflanum var landað. Nú þegar skipaflotinn er helmingi of stór fyrir þann afla sem taka má úr sjónum eru einkum fréttir í út- varpi af sölum á gámafiski í út- löndum og er stundum tekið fram hvaða skepna svona gámafiskur er og kemur þá i Ijós að þetta geta verið tegundir sem eru vel þekktar undir öðrum nöfnum, svo sem þorskur og ufsi. Svo eru miklar fréttir sagðar af hve mikið magn má ekki veiða úr sjó Og af Gnenlandsgungum sem sagðar eru koma t0:að hressa upp á afiadeyfðtna. Innan um fréttir af nýjura og full- komnum helmingi of stórum fiski- skipum, sem miklar vonir ern við bunduar $ héruðum, og eru þau skip með hcimingi of stórar vélar sem eyða helmingi meiri oiíu en nauðsyn er á, er sagt frá gjaidþrot- um skipasnuðastöðva. Allar frásagnir af sjósókn og út- gerð blandast véfréttum Kristjáns í Delfi eða LÍÚ eða einhverju svo- leiðis og að þeim upplýsingum fengnum botnar enginn lengur í hvers vegna nokkrum manni dett- ur f hug að stunda sjávarútveg frá ísiandi enda kvað hann véra að flyíjast til Alaska og gott ef ekki f Bengalflóann og aöra hrifandi soðningarstaðL Fiskisögur fljúga Fiskisögur af ððrutn toga hafa tekið við af síidarfréttum og fregn- um af vertióarafla. Það eru iaxa- sögurnar. Mikið er að vísu fjallað um lax- eldi, sem kvað álíka óarðbær at- vinnugrein og sjávarútvegur og meira og minna á hausnum, aðat- lega meira. Fréttirnar um laxeldið, hafheitína og allf það Ijalla aðal- lega nm upphœðir taprekstursins og um verðlækkun afnrða vegna offramleiðsiu. En s vo eru fiskisögur sem eiga svo greiðan aðgang að Qölmiðlum veiðiþjóðarinuar að duiarfuilt hlýtur að teljast Það ern lasasög- urnar og endaiansar runur af þvi hvað þessi eða hinn kaupmaöur- inn eða tannlæknlrinn hafi veitt marga, hve stóra og hvað hver ok- urspræna gcfur af sér i fiski, en aldrei i peningum. Þær upplýsing- ar verður aö fela fyrir skattyfir- völdum. Lax sem veiddur er á stöng kost- ar allf að 180 þúsuitd krónur sfykkið. Nokkrir tógir þúsunda króna iýrir tittinn þybir ekki um- talsvert og þeir sem stunda þessa útgerð þykja hvað merldlegastir eftir því sem peningatap þeirra er meira. Þessar dularfuilu fiskifréttir fjöL mtðianna eru yfirtcitt allar eins, svipað og íþróttafregnir. A efra svæðinu i okursprænu veiðiiéiags skattsvikara fengu hin- ir fræknu og víðþebktu velðimenn Gunna og Gnmmi tvo og þrjá væna fiska, sem grunur ieikur á að séu útskryppi úr gjaldþrota eldis- stöð. Á neðra svæðinu settu enn frægari fjárpiógsmenn í sjórunn- inn hafbcitariax með flugum sera heita enskum nöfnum og gcfast skrambi vel. Svo er þulið hvað þessi áin eða hin gaí af sér á sama tíma i fyrra og hvort eftirspurnin hafi aukist eða mínnkað. Þetta er sú utgerð á íslandi sem aldrei þarf að spyrja að hvað kost- ar eða hvað hún gefur af sér og sist af öllu hvaða þýðingu hcfur fyrir þjóðarbúið. Samt fjalla allir fjölmiðlar fjáig- iega um hana og þeim sportveiði- mönnum ðlhim sem einir þykja hæfir til að anna þessum frétta- flutningi dcttur víst aidrci annað í hugen aðalUr spcrri upp skynfær- in til að taka við fréttunum af tveggja tíl átta fiska veiði úr ein- hverri ánni sero eru sérstakar og skrattfríar guðsgjafir til einstakra aöUa. Aldrei þykja veiðileyfín olborguð þegar stangveiði úr ferskvatni er annars vegar og aldrei fárast nokkur fjölmiðiungur yfir hvort sú úfgerð borgar sig eða ekki. Eðliiega er ekkert við það að at- huga þótt sumir haíi gaman af að draga laxfisk úr á og engin ástæða að fárast yfir því. Og ef þeir sem óhuga hafa á þeim veiðum hafa koroíst yfir allt það mikla fé sero þeir þuría að hafa handhœrt tö að leigja sér dag og dag í einhverri af þessum frægu ng dýru ám þar sem skattfrjáJsu guðsgjafimar sprikla óg stikia fossa kemur cngum öðr- um við þótt þeir etgi ííma og pcn- inga aílögu tU Icigukaupa á lax- veiði. Það eru allar þessar ofvöxnu frá- saguir af afrekuro forríku veiðt- roannanna sem eitthvað er undar- legt við og koma fæstum við. Garri VITT OG BREITT1 ' '.......- , Hrepparígur og stóriðjudraumar Umræðan um nýtingu raforku og nýtt álver á íslandi hefur einkennst svo af smásmugulegum hrepparíg, að það er eins og að hcr sé um þurfamannaframfæri að tefla en ekki þjóðhagslegar atvinnugreinar. Þrætumar um hvar álver verður sett niður á landinu minna einna heist á rellið í frekum krökkum sem allt vilja rífa af öðmm og til sín. Allt þetta stagl hefur komið því til leiðar að þorri manna er farinn að trúa að bygging nýs stóriðjufyrir- tækis með tilheyrandi orkufram- leiðslu sé til þess eins gerð að efla atvinnulíf í einstökum og tilteknum byggðarlögum. Svo eru menn famir að telja sjálf- um sér og öðmm trú um að framtíð- argæfa byggðanna eigi allt sitt und- ir því að stórvirk málmframleiðslu- verksmiðja risi einmitt þar og hvergi annars staðar. Ella er hótað byggðaröskun sem á að koma öllum landsmönnum af- skaplega illa. Áfhtr á móti virðist litið vera reiknað með hve gífúrleg byggða- röskun kynni að verða innan fá- mennra landshluta ef sumra stór- iðjudraumar rætast. Hagnaður hlýtur að dreifast En málið er það, að ef rétt og skyn- samlega er staðið að málum, á orku- og mannfrek stóriðja að koma öllum landslýð til góða. Það hlýtur að vera eðlileg krafa til þeirra sem með samninga fara fyrir hönd Islendinga að sjá svo til að ágóði af orkusölu og stóriðju renni til allra byggðarlaga landsins og að enginn verði afskiptur þegar þeim veraldargæðum sem stóriðja skapar er skipt upp með einum hætti eða öðrum. Efnahagslegra áhrifa af arðgæfum atvinnuvegi eins og stóriðju og orkuversframkvæmdum á að gæta um land allt. Það er fásinna að halda því fram eða ætlast til að ein- stök fyrirtæki í einstökum lands- hlutum eigi að njóta alls ágóða af uppbyggingu og rekstri fyrirtækja sem eru svo stór að fámennri þjóð er ofviða að standa undir þeim. Stórvirkar framkvæmdir og stóriðja eiga því að vera þjóðinni til hagsbóta og af þeim sökum á ekki að skipta öllu máli hvar á landinu virkjanir og verksmiðjur eru settar niður. Orkufrekur og arðgefandi iðnaður á vel að geta staðið undir annarri at- vinnuuppbyggingu, jafnt út um byggðir eins og í þéttbýli og staðið undir eðlilegri hagsæld á alls óskyldum sviðum framkvæmda og auðgandi athafna. Nær væri að menn tækju höndum saman um að sjá svo til að sem mest verði eftir í landinu af arði af stór- iðju í eigu útlendinga og að hann dreifðist um byggðir, fremur en að ástunda það skæklatog um stað- setningu verksmiðju, sem einstök byggðarlög hafa tamið sér upp á síðkastið. Sá fyrirgangur allur gerir ekki annað en að veikja samningsstöðu Islendinga gagnvart erlendu fyrir- tækjunum og ljótt er ef satt er að fulltrúar byggðarlaga séu famir að undirbjóða land og hafnir hver fyrir öðrum til að fá verksmiðju til sín. Svoleiðis athæfi væri slík reg- inheimska að jaðrar við landráð og verður ekki trúað á fulltrúa lands- hlutasamtaka og gerði engum gagn nema útlendu auðhringun- um. Varla er leikurinn til þess gerður. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.