Tíminn - 17.08.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Föstudagur 17. ágúst 1990 Loðdýrabændum og loðdýrum fækkað um helming á hálfu öðru ári: Hækkar skinnaverð um áramót 1991/92? Minka- og refalæðum hcfur fækkað í kring- um helming á hálfu öðru ári. Um áramót 1988/89 voru loðdýrabændur um 230 en nú aðeins um 140 og spuming hve margirþeirra halda út eitt hörmungarárið í viðbót — þ.e. þangað til vonir um stórhækkað skinnaverð rætast (kannski) á uppboðum um áramót 1991/92. Þær vonir byggjast á því, að þús- undir danskra og finnskra loðdýrabænda hafa einnig gefist upp. Því er reiknað er með að skinnaframleiðsla verði minni í ár heldur en markaðurinn og eldri umframframleiðsla seljist því upp um næstu áramót. Skinnaverð hækki síðan vemlega á uppboðum um ára- mót 1991/92. Að sögn kunnugra eru það helst þeir loðdýrabændur hér á landi sem framleiða fóður sitt sjálfir sem hafa mögu- lega á að þrauka þangað til. Hátt upp — og hrap niður Úr tölum Hagstofunnar um fjölda fullorð- inna refa og minka í lok hvers árs síðasta áratuginn má lesa bæði ofurbjartsýni og síð- an raunasögur og uppgjöf. Fjöldi þessara dýra var sem hér segir frá ári til árs: Loðdýrastofninn 1981-1989 Refir: Minkar: 1981 1982 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 840 2.040 5.200 7.900 20.900 21.700 20.300 9.000 7.600 8.300 6.700 7.200 5.700 14.200 20.100 50.400 86.600 56.000 Og dýmnum fækkaði enn í byijun þessa árs. Að sögn Jóns Guðbjömssonar hjá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins er ljöldi refa nú kominn niður í 5-6 þúsund dýr, eða aðeins um fjórðung af stofninum 1986. Eftir verð- hmn á refaskinnum ætluðu margir refa- bændur að bjarga sér með því að breyta (með æmum tilkostnaði) yfir í mink árin 1987 og 1988. Minkum tjölgaði þá um 36 þús. dýr á einu ári, en fækkaði síðan aftur yf- ir 30 þús. árið eftir. Um þessar mundir segir Jón aðeins um 40.000 minkalæður í landinu. „Úr öskunni í eldinn“... Ljóst virðist af framangreindum tölum að að lagt hefur verið í miklar íjárfestingar sem nú standa ónotaðar — bæði í loðdýrahúsum og kannski þó enn frekar í hinum geysimiklu fóðurstöðvum, sem gætu unnið fóður fyrir margfalt fleiri dýr en nokkm sinni var kom- ið upp í landinu. Sömuleiðis virðist ljóst að töluverðir fjár- munir hafa farið til breytinga úr ref yfir f mink, sem engu skilaði til baka (eða minna en engu). M.a. keyptu menn lífdýrin meðan skinnaverðið var enn sæmilegt en strax eftir fyrsta got var það hmnið. Þama virðast menn því einungis hafa „farið úr öskunni í eldinn“. Þessi breyting var m.a. gerð með stuðningi Framleiðnisjóðs sem, að sögn Jóns, gaf mönnum val um tvenns konar stuðning: Annars vegar framlag til að breyta úr ref yfir i mink. Hins vegar að breyta ekki en fá framlagið greitt sem fóðurstyrk á þrem ámm. „Og þeir bændur sem breyttu ekki em nú í heldur skárri stöðu þegar upp er staðið,“ sagði Jón. Glórulaus ásetningur Þá blasir cinnig við að við þessi skipti hafi of) ráðið meira kapp en forsjá. Að sögn fróðra manna er aðeins um 5. hver fæddur minkur talinn nógu góður til ásetnings og undaneldis ef vel á að vera. Þegar minka- stofninn meira en fjórfaldast á tveim ámm (1987 og 1988) hefur greinilega verið farið langt yfir þessi mörk. Þeir hættu sem gátu þaö Hrein gjaldþrot loðdýrabænda em, ennþá a.m.k., færri en ætla mætti, miðað við hátt í helmings fækkun í greininni. Að sögn Jóns hafa margir þeirra sem hættu í raun verið í þolanlegri aðstöðu til þess að hætta. „Málið er nefnilega það að þeir verst settu gátu ekki hætt.“ Þegar menn séu komnir út á einstigið sé cngin leið til baka, aðeins áfram eða út af því. Aðstoð við þá bændur sem enn feta sig eftir einstiginu hefur falist í skuldbreyting- um, þ.e. að teygja endurgreiðslutíma skuld- anna upp í 15 ár. Jafnvel þótt skinnaverð hækki nokkuð þýðir það ekki að brautin verði um leið rósum stráð. Danskir sökudólgar/þján- ingabræður En var þessum refa/minka- breytinga- bændum ekki sagt á sínum tíma að verð mundi aldrei sveiflast eins á minkaskinnum og á refaskinnum -— minkaskinn væm svo klassísk vara? Af hvctju hrapaði verð þeirra þá allt í einu niður úr öllu valdi - allt niður í 1/5 af fýrra verði? Skýringanna á því segir Sigurjón Bláfeld loðdýraræktarráðunautur að leita til athafna „þjáningabræðra" danskri í bændastétt. Tengsl þcirra við Evrópubandalagið hafa augljóslega ekki orðið þeim þrautalaus. „Þegar danskar landbúnaðarvömr stóijuku framboð á Evrópumarkaðnum lækkaði verð til bænda vemlega. Danskir kúa- og svína- bændur fóm þá á hausinn i þúsundatali. Margir bændur gátu selt framleiðslukvótann og bmgðu á það ráð að hefja komfram- leiðslu. Þá fór verð á komi líka að falla stór- lega, svo þeir höfðu ekki einu sinni upp í framleiðslukostnað. Þeim bændum sem áttu land stóð þá öllum opin leið að fara út í loð- dýrarækt. Og það gerðu þeir í þúsundatali. Þessa sögu þekki ég, því ég er í góðum tengslum við marga danska bændur sem hafa staðið í þessu,“ sagði Sigurjón. Þetta leiddi svo til þess að framleiðsla Dana á minkaskinnum jókst úr um 4 milljónum skinna upp í 13 milljónir skinna á ári. Heimsmarkaður fyrir mink er um 26 millj- ónir skinna. Þessi 8-9 milljón skinna viðbót frá Dönum á ámnum 1987-89 eyðilagði all- an þennan góða markað — álíka og Finnar höfðu gert með markaðinn fyrir refaskinn á ámnum þar á undan. Markaðurinn góður, ef... I raun segir Sigurjón markaðinn fyrir minkaskinn mjög góðan. Japanir séu stærstu kaupendumir. En stöðugt fleiri lönd séu far- 1' ífli •M IflKffiSflSSa K ISklSSiEZ > 4 -4„m * * - ' i»28| .sasss: ssfits SC2!SiIS5ffiE§iSfc* v fl: f í in að kaupa minkaskinn. Sala þeirra hafi aukist stöðugt um 700 þús. til eina milljón skinna á ári — c.a. 10 milljónir á siðustu 10 ámm. í heild sé skinnamarkaðurinn vel yfir 30 milljón skinn á ári. Framleiðslan komst hins vegar upp í 40 milljón skinn. Nú er fram- leiðslan hins vegar aflur dottin niður í 26 milljón skinn og jafnvel búist við að hún detti niður í um 20 milljón skinn á næsta ári, vegna þess hve margir loðdýrabændur hafi neyðst til að hætta. Sigurjón sagði reiknað með að þær 6 millj- ón skinna umframbirgðir sem söfnuðust upp á síðustu ámm muni seljast upp á uppboðum í lok þessa árs. „Það er því búist við mikilli verðhækkun skinna á markaðnum um áramótin 1991/92. Stærsta uppboðshús í Danmörku (og jafn- framt i heiminum) var að gefa það út að skinnakaupmenn séu famir að sjá fram á að þeir fengju skinnin ekki lengur á svo lágu verði og undanfarið. Þeir séu því byrjaðir að safna að sér skinnum núna á milli uppboða.“ Hvað varð um ódýra fóðrið? Man blaðamaður það ekki rétt að ótal sér- fræðingar hafi á sínum tíma reiknað út að hráefni í loðdýrafóður væri svo mikið, gott og þó fyrst og síðast ódýrt á Islandi að ís- lenskir lodýrabændur ættu öllum öðmm fremur að lifa af verðsamkeppni á heims- markaði? Hvemig stendur þá á því að nú virðist það ekki síst hátt fóðurverð sem er að gera út af við íslenska loðdýrabændur? „Hráefnið í fóðrið var og er bæði gott og á góðu verði, sem er mikið atriði til að fram- leiða góða vöm. Hins vegar var farið að byggja þessar stóm fóðurstöðvar, þar sem fjármagnskostnaðurinn fór upp í 35- 45% af fóðurverðinu," sagði Siguijón. Vextirnir 40% fóðurkostnaðarins Hverra ráð vom þar að verki? „Bænda sjálfra, og sömuleiðis fjárveitinga- valdsins, sem sagði: Við lánum bara í eina stöð á hverju land- svæði (t.d. Suðurlandi) og jafhframt með því skilyrði að allir bændur á þvi svæði skipti við þessa einu stöð. Vegna fjölgunar sem menn þóttust sjá fyrir leiddi þetta til þess margir vom neyddir út í þessar stóm stöðvar — jafnvel svo stórar að hver stöð um sig mundi nú duga til þess að framleiða fóður fyrir allt landið." Er þá einhver von til að langpíndum loð- dýrabændum takist að þrauka þangað til skinnaverðið hækkar á ný? „I núverandi þrengingum em þeir sem framleiða fóðrið sjálflr þeir einu sem geta lifað af.“ Sigurjón bendir á, að miðað við 40% fóð- urverðs stöðvanna í fjármagnskostnað hafi þeir bændur, sem frá upphafi framleiddu fóður silt sjálfir, komist af með nær helmingi minni stolnkostnað í byggingar fyrir dýr- in. Hinn helming teknanna hafi þeir haft íyrir að ffamleiða fóðrið sjálfir. Tekjur eins og af 10 togurum? Lifi hins vegar einhverjir þrengingamar af og skinnaverðið komist í „eðlilegt" horf gæti enn verið von um dijúgar tekjur af ref og mink. Miðað við normalverð — meðalverð síð- ustu 10 ára — segir Siguijón þann fjölda skinna, sem héðan fór á markað, átt að skila tekjum á við 10-12 togara á ári hveiju. Nú- verandi verð sé hins vegar aðeins um fimmti hluti af þessu normalverði. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.