Tíminn - 17.08.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 17.08.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINOASÍMAR: 680001 — 630300 j RÍKISSKIP NUTÍMA FLUTNINGAR Hofnarhúsmu v/Tryggvagötu. S 28822 SAMVINNUBANKINN ] j BYGGÐUM LANDSINS | AKTU EKKI ÚT í ÓVISSUNA. AKTU Á Ingvar Helgason hf. Sævarhöfða 2 Sími 91-674000 Verslið hjá fagmönnum varahlutir Hamarshöfða 1 - s. 67-6744 FÖSTUDAGUR 17. ÁGÚST 1990 Boðaðar hertar aðgerðir af hálfu verðlagsyfirvalda til þess að koma í veg fyrir óeðlilega verðlagningu og að tryggja að reglur um verðmerkingar séu virtar: Allt á útopnu hjá Verðlagsstofnun! Verðlagsstofnun boðar nú hertar aðgerðir í eftirliti með hækkunum á vörum og þjónustu, og einnig mun tekið upp strangt eftirlit með að fýrirtæki fýlgi settum reglum um verð- merkingar. Takist þeim aðilum, sem hækka hjá sér verð og þjónustu, ekki að rökstyðja nauösyn hækkunar, fer málið fyrir Verðlagsráð og þaðan jafnvel í lögfræðing. Verðmerk- ingum hjá ýmsum þjónustuaðilum hefur og verið ábótavant og nú mega þeir, sem ekki fýlgja settum reglum um verð- merkingar, eiga von á kæru firá verðlagsyfirvöldum. Á blaðamannafundi Verðlagsráðs í gær voru kynntar hertar aðgerðir af hálfu verðiagsyfirvalda. Tímamynd: Pjetur. Verðlagsstofnun boðaði til fréttamannafundar í gær til þess að kynna væntanlegar aðgerðir og þá starfsemi sem hefur verið efst á baugi innan stofnunarinnar und- anfama mánuði. Að sögn Guð- mundar Sigurðssonar hjá Verð- lagsstofnun verður nú gengið harðar eftir því að fyrirtæki rök- styðji verðhækkanir á vöm og þjónustu og sýni fram á haldbærar ástæður fyrir hækkunum. Reynist þær skýringar, sem gefnar em, nægilegar að mati Verðlagsstofn- unar, er stefnt að því gera grein fyrir þeim opinberlega og leggja þær síðan fyrir Verðlagsráð. Verð- lagsráð getur síðan sett reglur um hámarksverð á viðkomandi vömr eða þjónustu, en fýrir því em for- dæmi á þessu ári. Verðlagsstofnun hefúr að undan- fömu fylgst náið með verðmerk- ingum, m.a. í tengslum við útsölur sem víða hafa verið í gangi hjá verslunum að undanfomu. Niður- staðan er sú að reglum sé víðast hvar fylgt all þokkalega eftir, þó að undantekningar séu þar á. Þeg- ar farið var að kanna verðmerking- ar hjá ýmsum þjónustuaðilum kom hins vegar annað upp á teningn- um. Að sögn Guðmundar er al- gengt að reglur um verðmerkingar séu ekki virtar hjá veitingahúsum, hársnyrtistofum og ýmiss konar viðgerðaverkstæðum. Vcrðlags- stofnun hyggst bregðast við þess- um vanefndum af fúllri hörku. Fulltrúar frá stofnuninni munu á næstunni ganga í þjónustufyrir- tæki og reynist verðmerkingum hjá viðkomandi áfátt, er gefinn kostur á að bæta úr því, að öðmm kosti megi búast við frekari að- gerðum sem geti leitt til kæru. Þá er um það bil að Ijúka hjá Verðlagsstofnun viðamiklum samanburði á verðþróun á inn- fluttum vörum og verðbreytingum á sömu vörum erlendis. Niður- stöður þessa verkefnis liggja ekki endanlega fýrir, en munu birtar innan tíðar. Annað verkefni Verð- lagstofnunnar, sem unnið er að þessa daganna, er samanburður á verðlagi í verslunum á milli landshluta og byggðarlaga. Um er að ræða umfangsmikla könnum sem gerð var í júní sl. og munu niðurstöður liggja fyrir á næst- unni. Þriðja könnun stofnunarinn- ar, sem reyndar liggur fýrir, tekur til þróunar í verðmyndum á nýjum bilum undanfama níu mánuði. Helstu niðurstöður þessarar at- hugunar eru þær, að verðlag hafi haldist nokkuð í hendur við þróun gengis í framleiðslulandi hverrar tegundar fýrir sig, en þó með nokkrum frávikum. Samhliða hef- ur verið kannaður verðmunur á bifreiðavarahlutum og munu nið- urstöður þar um verða kynntar í næstu viku. Þá er unnið að verð- könnun á bókaverði til þess að tryggja að niðurfelling virðis- aukaskatts af bókum skili sér til neytenda. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra eru nokkur dæmi þess að ýmsir aðilar verðleggi þjónustu sina algerlega úr takt við það sem aðrir gera. Yfirleitt er þá um fýrirtæki að ræða, sem hafa sérstaka stöðu á markaðinum og geta leyft sér að hækka verð í krafti hennar. Verðlagsstjóri nefndi dæmi um kafara, sem þáði um tvær milljónir króna fyrir óverulega vinnu og annað dæmi um Iögfræðing, sem tók um 300 þúsund fyrir um hálfitíma inn- heimtustörf. Þá hafa einnig borist kvartanir inn á borð stofnunarinn- ar um miklar hækkanir á þjónustu hugbúnaðarfýrirtækja. Ein opin- ber stofnun, Loftferðaeftirlitið, hefúr verið staðin að því að hækka verðskrá sína án haldbærra skýr- inga. Það mál mun hins vegar ekki heyra beint undir Verðlagsstofnun heldur samgönguráðuneytið. - ÁG Tónleikar Whitesnake í Reiðhöllinni. Aðstandendur sleppa við skatt að uppfylltum vissum skilyrðum: TÓNLEIKAGESTIR MEGA EKKI DANSA Skattayfirvöld hafa ekki tekið um það ákvörðun hvort tónleikar WhKesnake hér á landi í byrjun september verða skattskyldir eða ekki. Túlka má reglur um virðis- aukaskatt á þann hátt, að ef dans- að verður við tónlist Whitesnake, verða aðstandendur tónleikanna að greiða skatt. Að sögn Ólafar Ólafssonar, lögfræð- ings hjá ríkisskattsstjóra, hefur ekki borist nein fýrirspum eða lýsing á samkomunni frá aðstandendum Whit- esnaketónleikanna. „Meðan að þannig er, þá höfum við engar forsendur til að svara því hvort að þetta sé skattskylt eða ekki,“ segir Ólafúr. „Ef þetta verða tónleikar, þar sem ekki verður gert ráð fýrir dansi og verður ekki dansað, þá cr þetta ekki skattskylt" Ólafur segir það ekki venju hjá skatt- yfirvöldum að mæta á staðinn og inn- heimta skatt, heldur verði aðstandend- ur samkomunnar að hafa frumkvæðið að því að greiða skattinn, ef um skatt- skylda starfsemi er að ræða. Aðspurð- ur um það hvort hafi þurft að greiða skatt af öðrum ámóta samkomum og Whitcsnaketónleikunum segir Ólafur að lítið hafi verið um slíka atburði í gildistíma virðisaukaskattsins. „En á tímum söluskatts vom þessar sömu viðmiðanir við lýði, hvort um var að ræða dansleik eða tónleika," segir Ól- afur. Tónleikar Whitesnake og Quireboys verða haldnir í Reiðhöllinni dagana 7. og 8. september. Að sögn Péturs Krist- jánssonar, eins aðstandanda tónleik- anna, er búið að selja um 5000 miða á fyrra kvöldið, þ.e. föstudagskvöldið, en miðasala á laugardagskvöldið er nýhafin. Ekki verða seldir fleiri en rúmlega 5 þúsund miðar á hvort kvöldið. Að sögn Péturs eru 7000 mið- ar í allt nóg til þess að endar nái saman. Pétur segir það reynslu undanfarinna ára, að um helmingur miðanna seljist sama dag og tónleikar em. Fyrir skömmu vom tveir miðar dregnir út af seldum miðum og eig- endur þeirra hlutu ferð á þungarokks- hátið í Downington í Englandi. Tvær stúlkur, þær Stefanía Sif Vilhjálms- dóttir og Fjóla Víðisdóttir, höföu heppnina með sér og héldu utan í gær. Á þungarokkshátíðinni í Downington spila m.a. Whitesnake og Quireboys. Whitesnake þarf varla að kynna þungarokkshlustendum: Plötur sveit- arinnar hafa selst í milljónum eintaka víða um heim. Quireboys gaf nýverið út sína fýrstu skifú og fór hún beint í annað sætið á lista í Bretlandi. Á tón- leikunum hér á landi mun Quireboys hita upp fyrir Whitesnake með um eins og hálfs tíma dagskrá. Quireboys er talin eiga framtiðina fyrir sér en tónlist sveitarinnar þykir jaðra við þunga- rokk. Að sögn Péturs fer áhugi á þunga- rokki vaxandi hér á landi og hann er vongóður um að þungarokksaðdáend- ur muni fjölmenna á tónleikana. Það verður hins vegar að koma í ljós, hvort greiða þarf skatt, ef þeir dilla sér með. Það verður þó að teljast ólíklegt að 5000 æstir þungarokkarar muni sitja rólegir í Reiðhöllinni dagana 7. og 8.september. GS. Flugleióir til Parísar Flugleiðir stefna nú að því að fljúga tii Parísar allt árið, en það er í fyrsta sinn sem það er gert. Þetta kemur fram í nýrri vetraráætlun féiagsins sem tek- ur gildi 28. október. Á leið til Parísar verður milli- lent í Frankfúrt. Baltimore i Washington er einnig nýr við- komustaður f vetraráætlun. Ferðatíðni til New York verður aukin úr fjórum ferðum í fimm á viku, til Luxemborgar úr Ijór- um í sjö, tíl Óslóar úr fimm í sjö ferðir og til Stokkhólms úr fjór- um ferðum í sex ferðír á viku. í vetur verður daglcgt flug til Kaupmannahafnar án milli- lendinga og Grænlandsflug Flugleiða verður skilið frá Kaupmannahafnaráætlun. Þeir Flugleiðamenn telja að með þessari auknu tíðni megi styrkja Norðuratlantsbafsflug- ið. —SE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.