Tíminn - 18.08.1990, Qupperneq 2

Tíminn - 18.08.1990, Qupperneq 2
2 TítVíínn Láu^ártí&tjur' 18.á^st'^9ðÓ Garðsláttur Tökum aö okkur aö slá garða. Kantklippum og fjarlægjum heyið. Komum, skoöum og gerum verðtilboð. Afsláttur ef samið er fyrir sumarið. 'Jpplýsingar í síma 41224 eftir kl. 18. Geymiö auglýsinguna! Framkvæmdastjóri Framkvæmdastjóri óskast til að annast undirbún- ing alþjóðlegrar kvennaráðstefnu sem haldin verð- ur á íslandi næsta sumar. Umsóknir sendist til Kvenréttindafélags íslands, Hallveigarstöðum, fyrir 29. ágúst nk. Óvíst hvað gerist í næsta þætti í málum Stöðvar tvö og Sýnar. Sýnarmenn bíða eftir að Stöð tvö borgi. Þorgeir Baldursson: ALLSHERJAR SJÓNARSPIL Til sölu FORD dieselvél úr dráttarvél, í góðu lagi. Upplýs- ingar í síma 91-53434 og 653434. Þeir tíu dagar, sem stjóm Stöðvar tvö gaf Sýnarmönnum til að gera hreint fýrír sínum dyrum varðandi kaup Stöðvarínnar á meiríhluta í Sýn, renna út eftir helgi. Þorgeir Baldursson, forstjórí Odda og einn af seljendum hlutabréfanna, segist líta svo á að þessi tíu daga ffestur sé allsheijar sjónarspil af hálfu Stöðvar- manna til þess að fela það, að þeir geti ekki staðið við sinn hluta kaupsamningsins. Ámi Samúelsson, forstjórí Bíóhallarínnar, tekur undir orð Þorgeirs og segir að í raun hafi Sýn gefið Stöð tvö frest til þess að inna greiðsluna af hendi og standa við und- irritaða kaupsamninga. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Skólastarf á haustönn hefst mánudaginn 27. ág- úst. Þá eru nýir kennarar boðaðir til fundar í skól- anum kl. 9.00. Miðvikudaginn 29. ágúst hefst kennarafundur kl. 10.00. Skólinn verður settur fimmtudaginn 30. ág- úst kl. 13.00. Nýnemar eru boðaðir í skólann sama dag kl. 10.00. Stundatöflur verða afhentar að lok- inni skólasetningu gegn 3500 króna gjaldi. Kennsla hefst í dagskóla og öldungadeild skv. stundaskrá mánudaginn 3. september. Stöðupróf verða haldin í skólanum sem hér segir: í þýsku mánudaginn 20. ágúst kl. 18.00; í ensku þriðjudaginn 21. ágúst kl. 18.00; í dönsku, norsku, sænsku og stærðfræði miðvikudaginn 22. ágúst kl. 18.00; í spænsku og frönsku fimmtudaginn 23. ág- úst kl. 18.00. Skráning í öll stöðupróf er í síma 685140 eða 685155 á skrifstofutíma. Rektor Samkvæmt heimildum Timans getur vel farið svo að Sýn stefni Stöð 2 fyr- ir dómstóla, ef þeir ekki borga á næstu dögum. S.l. föstudag áttu Stöðvarmenn að leggja ffam greiðslur fyrir hlutabréf- unum og tryggingar. Eins og komið hefur fram í fféttum gerðu Stöðvar- menn það ekki. Þeir saka þá þre- menninga, Ama Samúelsson, Þorgeir Baldursson og Lýð Á. Friðjónsson, um að hafa gefíð rangar upplýsingar varðandi stöðu hlutafjár þegar kaup- in voru gerð. Sýnarmenn segja að hlutaféð sé 108 milljónir, en Stöðvar- menn segja það 20-30 milljónum minna. Einnig óttast Stöðvarmenn að hollenska fyrirtækið, sem hugðist selja Sýn myndlykla, fari ffam á skaðabætur vegna riftunar á samn- ingum. Stöðvarmenn segja að Sýnar- menn hafi fúllyrt að það myndi ekki gerast. Þessu vísa Sýnarmenn á bug og að sögn Þorgeirs vissu Stöðvar- menn alltaf að hveiju þeir gengu. Sýnarmenn segjast því hafa fúllkom- lega hreina samvisku og munu þvi hafa að engu bréf ffá Stöðvarmönn- um, þar sem þeim voru gefhir 10 dagar til að útskýra mál sín. Erfítt er um það segja hvað verður næsta skref í málinu og hvað gerist að þess- um tíu dögum liðnum. „Það er bara beðið eftir því að menn uppfylli þá samninga sem gerðir hafa verið,“ segir Þorgeir. Það virðist vera nokkuð öruggt að Sýn fer i Ioftið sem sjálfstæð sjón- varpsstöð, þar sem allir samningar við erlenda aðila, sem og sjónvarps- leyfi, eru skrifaðir á Sýn. En verður Sýn þá ekki samkeppnisaðili við Stöð 2? „Það hafa Stöðvarmenn í hendi sér ef þeir eignast meirihluta í Sýn,“ seg- ir Þorgeir. - En er það ekki vafaatriði núna? „Vafaatriðið er eingöngu það hvort þeir ætla að standa við kaupsamning- inn eða ekki. Þeir eru að kaupa meiri- hluta, ef þeir standa við kaupsamn- ing. Það er enginn vafi.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Jóhann J. Ólafsson, stjómar- formann Stöðvar tvö. Þorvarður El- íasson, sjónvarpsstjóri Stöðvar tvö, er erlendis. GS. Rekstur flestra atvinnugreina nema trygginga og banka í kringum 0-ið: Laun 700 fyrirtælqa niður um 2 milljarða Fyrirtæki, sem lána okkur og/eða ávaxta peningana okkar ásamt þeim sem tryggja okkur gegn eldsvoða og umferðarslys- um, virðast hin einu sem eitthvað hefur tekist að græða á undan- fömum árum. Að þessum gróða- fyrirtækjum undanskildum má VELBOÐI HF. AUGLYSIR Vegna fenginnar reynslu undanfarinna ára í sölu á mykjutækjum, höfum við hjá Vélboða hf. lagt mikla áherslu á að framleiða mykjudreifara sem hannað- ur er sérstaklega fýrír íslenskar aðstæður. Samfara þessu hefur okkur tekist að stóríækka verð tækjanna og stytta af- greiðslufrest Nánarí upplýsingar hjá sölumönnum okkar í síma 91-651800. Ath. nýtt heimilisfang Helluhraun 16-18. HF 220 HafnarQörður Sími 91-651800 segja að flestar greinar atvinnu- lífsins hafí hangið á homminni, þ.e. rétt í kríngum núllið. Sjálf undirstöðugreinin, sjávarútvegur- inn, er svo langt þar fýrír neðan, með rúmlega 4% tap. Það verður þó að teljast nokkur bati þegar miðað er við 9-10% tap árið áður. Þetta er í grófum dráttum niður- staða Þjóðhagsstofnunar eftir úr- vinnslu úr ársreikningum rúmlega 700 fyrirtækja í flestum atvinnu- greinum fyrir árið 1989 og saman- burði við afkomu sömu fyrirtækja árið áður. Tap á allri framleiðslu... Framleiðslugreinamar hafa allar verið reknar með tapi í fyrra. Auk sjávarútvegs hafa rúmlega 200 fyrir- tæki í byggingariðnaði og öðmm iðnaði (öðram en stóriðju) verið rek- inn með nokkra (0,2% og 1,3%) tapi að meðaltali i fýrra. Sama er að segja um hálft hundrað samgöngufyrir- tækja. Þama er um afturfor að ræða því allar þessar greinar vora yfir 0- inu árið 1988, þar af byggingarið- naðurinn með allt að 3% gróða. ...en þjónustan bælt sinn hlut Aðrar þjónustugreinar hafa hins vegar heldur bætt sinn hlut. Rúmlega 130 verslunarfyrirtæki hafa aukið hagnað sinn eilítið, úr 0,7% upp í 1% að meðaltali milli þessara ára. Og hjá 175 fyrirtækjum í annarri þjónustu og veitingastarfsemi hefur staðan snúist við úr 1,3% tapi í 1,4% hagn- að á síðasta ári. Eina gróðann, sem eitthvað kveður að, er hins vegar að finna hjá fimm tugum bankastofnana, sparisjóða og tryggingastofnana. Hagnaður varð þar að meðaltali 12,5% af heildar rekstrartekjum og hafði þá aukist úr 10,5% ffá árinu áður. Veltusamdráttur í verslun Heildar rekstrartekjur þeirra 709 fyrirtækja, sem úrvinnsla þessi bygg- ist á, vora rúmlega 126 milljarðar króna á síðasta ári, sem var 17,6% hækkun frá 1988. Miðað við rúmlega 21% almennar verðlagshækkanir (ffamfærsluvisitala) á sama tíma hef- ur velta í raun dregist nokkuð saman milli þessara ára. Sérstaklega gætir þess í samgöngunum, þar sem veltan hefúr aðeins aukist um tæp 12% milli ára og í versluninni, þar sem velta jókst aðeins um rúm 16%, sem í raun svarar til rúmlega 4% samdráttar. Launin lækkuöu um 2.020 milljónir Samdráttur í verslun þarf hins vegar vart að koma á óvart þegar litið er til þess að heildar launakostnaður þess- ara fyrirtækja hækkaði aðeins um 10,6% milli þessara sömu ára. Launakostnaður, sem hlutfall af rekstrartekjum, lækkaði töluvert í öllum þessum atvinnugreinum og að meðaltali úr 26,9% niður í 25,3%. Launakostnaður þessara 709 fýrir- tækja var samtals um 32 milljarðar króna í fýrra, en hefði orðið rúmlega 2 milljörðum króna (6,3%) hærri, miðað við sama hlutfall og árið 1988. Mest lækkaði launakostnaðurinn hlutfallslega í byggingariðnaði (úr 41,1% niður í 35,8%) og þjónustu og veitingarekstri (44,8% niður í 40,9%). Annar rekstrarkostnaður dróst einnig töluvert saman í þessum (og fleiri) greinum, sem virðist benda til að fýrirtækin hafi lagt sig ffam um að draga úr fleiri kostnaðar- liðum heldur en launakostnaðinum einum. Þar á móti kom hins vegar stór aukinn hráefniskostnaður. Hann hækkaði úr 37% upp í tæp 47% í byggingariðnaðinum og úr 19,5% upp í 24,5% í þjónustu- og veitinga- starfsemi. - HEI

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.